Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1967 16 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreíðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími ÍO-HOO. Aðalstræti 6. Sími 5S2-4-&0. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. Í i SÁLUFÉLAG TÍMANS OG ÓLAFS GUNNARSSONAR ¥ ritstjórnargrein Tímans í * gær er tekinn upp hanzkinn fyrir Ólaf Gunnarsson frá Vík í Lóni, og furða ritstjór- ar Tímans sig mjög á því, að Morgunblaðið og Vísir skuli hneykslast á því, að þessi maður rógber land það, sem alið hefur hann, og flytur al- rangar fréttir af erfiðleikum íslenzku þjóðarinnar, aug- sýnilega í þeim tilgangi að skaða land og lýð. Hann hef- ur sagt, að hér væri kreppa og míkið at-.’innuleysi, laun hefðu lækkað um allt að helmingi og annað í þeim dúrnum. En Tímanum finnst þetta prýðilegt, og honum finnst sjálfsagt að rógberar komi því :nn hjá erlendum þjóð- um, sem við eigum mikil við- skipti við, að fjárhagsástand hér á landi sé með þeim hætti, að menn þurfi mjög að vara sig á viðskiptum við Is- lendinga; þannig muni tak- ast að skapa erfiðleika, sem gætu orðið verri viðureign- ar en aflabrestur og verðfall. Málgagni annars stærsta stjórnmálaflokks á fslandi finnst þannig sæma að heyja stjórnmálabaráttu þannig, að fóðra aðrar þjóðir á ósann- indum um íslendinga. sem mundu verða þess valdandi, ef trúað væri, að illmögulegt eða ógjörlegt yrði að komast yfir þá erfiðleika, sem óhjá- kvæmilega hljóta að verða samfara svo miklum afla- bresti og verðfalli afurða, sem við íslendingar nú stönd- um frammi fyrir. Morgunblaðið ætlar sér ekki að gefa þessari iðju Ól- afs Gunnarssonar og Tímans nafn, en það veit hins vegar, hvað íslenzkur almenningur mun réttilega nefna þessa starfsemi. KRAFA UM FJÁR- FESTINGARHÖFT 17'oringjar Framsóknarflokks ins eru nú enn teknir til við að krefjast fjárf^stingar- hafta. Þeir nefna þetta að vísu fínni nöfnum. í vetur töluðu þeir mikið um það, að framkvæmdum þyrfti að „raða niður“, nú segja þeir að við eigum „að hafna handa- hófinu“. Orðrétt segir í rit- stjórnargrein Tímans: „Viðreisnarstjórnin svo- nefnda hafnaði öllu vali eða niðurröðun verkefna, og kall- aði allt slíkt höft. Hun þóttist vilja hafa einhverja sjálfs- afgreiðslu á því, sem gert væri, og sagði að þá mundi allt blómstra og þroskast eðlilega eftir gamalkunnum og þrautreyndum íhaldslög- málum Hún setti handahóf í hásæti og uppskeran varð sú ringulreið, sem við höfum búið við.“ En hvað er í raun og veru fólgið í kröfu Framsóknar- leiðtoganna um það, að breytt sé um stefnu í efnahagsmál- um á þann veg að „velja skipulag, en hafna handa- hófi“, eins og það er orðað eða „raða niður framkvæmö- um“ Framsóknarforingjarnir segja að grundvallarbreyting þurfi að verða í þessa átt cg óhæft sé það kerfi, sem við búum við. Rétt er því að athuga hvernig málum er háttað í dag og þá sést, hvað Framsóknarforingjarnir eiga við. Nú eru samin fjárlög og þar er vissulega „raðað nið- ur framkværndum“. Síðan eru gerðar framkvæmdaáætl- anir, þar sem í megindráttum er ákveðið hvert fjármagnið skuli renna, og loks hafa hinar ýmsar bankastofnanir og sióðsstjórnir ákvórðunar- vald um það hvernig verja beri lánsfénu Það er vissulega mjög langt frá því, að handahóf ríki varðandi fjárveitingar og stjórn fjármálanna almennt, þvert á móti fer meginhluti lánsveitinga fram eftir föst- um reglum og fjárveitingar ríkisins eru eftir fjárlögum og framkvæmdaáætlunum. Þegar þetta er haft í huga, er ljóst að grundvallarbreyt- ing frá því skipulagi, sem nú er fylgt, á þann veg, sem Framsóknarforingjarnir krefj ast, þýðir að taka eigi upp fjárfestingarhöft. Framsókn- arleiðtogarnir telja sem sagt ekki nægilegt að raða fram- kvæmdum niður eftir ákvörð un fjárlaga og framkvæmda- áætlana og fela bönkum og sjóðsstjórnum að ráðstafa lánsfé meira og minna eftir föstum reglum, heldur þurfi til að koma annað og miklu róttækara kerfi, og þar er ekki um neitt annað að ræða en gömlu fjárfestingarhöftin. Þau hafa raunar alla tíð verið efst í huga Framsóknarleið- toganna, en þeir telja að stjórnarherrar eigi að hafa ÚLFALDAR Eftir Joe Mac Gowan jr. Karatsjí, Pakistan, (AP). Verið gefcur, að í Evrópu hafi hin vélkinúnu ökutæki leyst af hólmi þarfasta þjón- inn, en þau hafa ekki minnk- að vinsældir úlfaldans í Vestur-Pakistan. Nú eru fleiri úlfaldar en nokkru sinni fyrr notaðir við þungavinnu, og þeir stíga sí- fellt í verði. í þessari hafnarborg einni eru 615 úlfaaldakerrur leyfð- ar til daglegrar útkeyrslu á götum borgarinnar. Einn kaupsýslumaður í Kar atsjí setur fram gildar ástæð- ur fyrir vinsældum úlfaldans. Hann útskýrir: „Ef ég ætti vörufarm, sem ég vildi fá flutt an frá hafnarbakkanum til vöruskemmu minjnar, mundi það kosta 20 rúpíur með vöru- bifreið, en farm af sömu stærð er hægt að flytja með úlfaalda kerru fyrir aðeins 5 rúpíur." Mikill fjöldi úlfalda er einnig notaður ennþá á leið- um vagnalestanna yfir Sind- eyðimörkina hér fyrir austan, og á landleiðunum til íran og Afghanistan. Úlfaldaeklar safnast næst- um daglega saman á úlfalda- markaðnum í Karatsjí, en hann er hávært, daunillt svæði í gamla borgarhlutan- um. Þar sitja viðskiptamennirn- ir yfir tebolla, stundum um- hverfis ópíumpípu og þrefa um verðið á úlföldunum. Sam ræðurnar eru öðru hverju ónáðaðar af hinu einkenni- lega, háa, ropandi hljóði, sem úlfaldarnir gefa frá sér. Fáeinir af hinum framtaks- samari úlfaldasölum hafa glæsilegan -söðul og tiltölulega hreiina ábreiðu við höndina, svo að þeir geti leyft ferða- mönnum að bregða sér á bak fyrir fáeinar rúpíur, þegar lítið er um viðskipti. Allir úlfaldaeklarnir hætta að prútta og standa upp frá tedrykkjunni, þegar ferða- mannahópur kemur á staðinn. Nokkrir bjóða aðstoð sína við að koma ferðalangnum, sem venjulega er fremur óstyrkur, á bak úlfaldanum. Og á meðan verið er að reka úlfaldann á fætur, hróp- ar mannfjöldinn spenntur og kallar hvatningarorð til ferða- mannanna. Eftir að úlfaldinn er lagstur aftur og ferðamennirnir eru komnir niður heilu og höldnu, biðja úlfaldaeklarnir þá ákaft um að taka af sér myndir. Þeim virðist standa á sama um, hvort þeir fá nokkurn tíma að sjá myndina, þeir vilja aðeins fá hana tekna. Þegar ferðamaðurinn spyr úlfaldaekilinn, hversu mikið hafi kostað að fara á bak, og hinn slungni ekill fer fram á okurverðið fimm rúpiur eða meira, koma hinir úlfaldaekl- arnir til hjálpar, ferðamann- inum til undrunar, og kalla til hans að greiða ekki meira en tvær rúpíur. Ekillinn gengur „önuglega" að því, og ferðamaðurinn borg ar ánægður. Þegar gengið er í burtu hefur maður á tilfinn- ingunni, að úlfaaldaeklamir hafi haft sína daglegu skemmt an. Ráðstefna um kvenréttindi í Finnlandi markmiðin með því uppeldi,*^ sem á að gera konum kle ft að neyta atkvæðisréttar, bjóða sig fram í kosningum, gegna opin- berum emlbættum og öðrum trún aðarstörfum. Ennfremur verður fjallað um þá upplýsingastarf- semi sem nauðsynleg er til að konur geti notið réttinda sinna og gegnt skyldum sínum, um hlutverk opinberra stofnana og einkafyrirtækja í þessu sam- hengi og um þá tækni og að- ferðir sem tedjast gefa bezta raun í upplýsingastarfinu. Auk þátttakendanna 32 koma fulltrúar eða áheyrnarflulltrúar frá UNESCO og öðrum st >fnun- um Sameinuðu þjóðanna og einnig frá einkajstofnunum sem hafa ráðgjafarhlutverk hjá Efna- hagis- og félagsmálaráði iu. Til grundvallar umræðunum verða lagðar skýrslur tveggja sérfræðinga; aðra samdi Anna- Liisa Sysiharju, dr. phil. frá 'Finnlandi, en hina frú Lakjhmi tMenon frá Indlandi. Hver átf- 'takandi hefur auk þess verið hvattur til að semja skýrslu um ástandið í heimalandi hans. Vilja sameina byltingar- starfsemina f rómönsku Ameríku Havana, 1. ágúst — NTB — OSVALDO Dorticoa, forseti Kúbu, lagði í gærkvöldi fram tillögu um, að komið yrði á fót sameinaðri byltingarfireyf- ingu í rómönsku Ameríku og bar lof á sveitir skæruliða í þeim heimshluta. Dorticos, sem talaði við setn- ingu á samheldnisráðstefnunni í Havana, mælti með sameinaðri byltingarbaráttu. Þátttakendurn ir, sem eru frá 27 löndum, risu á fætur og klöppuðu, er forset- inn nefndi nafn kúbönsbu bylt ingarhetjunnar Ernesto Che Guevara, sem hefur verið út- nefndur heiðursfonseti ráðstefn- unnar. Neyta konur borgaralegra og pólitískra réttinda sinna með sömu kjörum og karlmenn? Ef svo er ekki — hvað er bá hægt að gera til að tryggja þeim sömu kjör? Þetta eru tvær meðal spurninganna sem fjallað verður um á alþjóðlegri ráðstefnu í Hels ingfors 1.—14. ágúst, sem Sam- einuðu þjóðirnar standa að. Þátt takendur verða fulltrúar 32 landa í öllum heimsáifuim, þ.á.m. Finn- lands. Ráðstefnan er skipulögð í samivinnu við ríkisistjóm Finn- lands og er liður í ráðgjafarstörf- um Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda. Ráðlstefnan er hin fyrsta af mörgum, sem halda á um borgaralegt og pólitískt upp- eldi kvenna, samlkvæmt ályktun Efnahags og fólagsmálaráðisins frá 1965. Ráðlstefnan í Helisingflors er eins konar tilrauna- eða sýni- ráðstefna, en ætlunin er að halda álþekkar ráðstefnur í einstöbum þátttöburEkjum. Marbmiðið er sem sé að gera bonurnar betur hæfar til bjóð- félagsstarfa. Meðal efna sem tekin verða til meðferðar eru forsjá allra málefna, með því að fólkinu sé ekki treystandi til að ráðstafa fjármunum sínum skynsamlega. REYNSLA OKKAR AF FJÁRFESTING- ARHÖFTUNUM Ifið íslendingar bjuggum um * all langt skeið við mjög róttæk fjárfestingarhöft. Þeg- ar þeim var komið á, var það gert í trausti þess, að þannig væri hægt að „raða niður framkvæmdum" og stjórna fjárfestingunni, þannig að hún yrði sem hagkvæmust. Reynslan varð sú, að nærfellt nver einasti maður varð and- snúinn fjárfestingarhöftun- um, þau leiddu ekki til betri skipulagningar, heldur til óréttlætis og margháttaðrar spillingar. Þegar fjárfestingarhömlun- um var létt af árið 1960 hófst nýtt blómaskeið á íslandi og aldrei hafa framfarir og framkvæmdir verið eins miklar eins og síðan; það veit hvert mannsbarn. En þrátt fyrir þessa reynslu okkar íslendinga ann ars vegar af haftastjórn og hins vegar af frjálsræði klifa foringjar Framsóknarflokks- ins sýknt og heilagt á því, að ný fjárfestingarhöft þurfi að taka upp, þótt þeir að vísu þori ekki að nefna stefnu sína réttu nafni. Þeim finnst fjármununum ranglega varið, vegna þess að borgararnir fá að fjárfesta að eigin mati, og eftir eigin getu. Slíkt kalla þeir handahót og ringulreið, þeir eru í hjarta sínu sann- færðir um það, að pólitísk yfirstjórn allra málefna sé happadrýgst og þess vegna eigi að skerða frelsi almenn- ings til athafna sem mest. Öðruvísi er varla hægt að skilja kröfu þeirra um fjár- festingarhöftin. En sem betur fer er nú ljóst, að Framsóknarflokkur- inn verður áhrifalaus að minnsta kosti næstu 4 árin, og raunar er líklegt, að á þeim tíma muni mjög þverra völd hinna gömlu ofstjórn- armanna, sem enn lifa í kreppuhugsunarhættjnam síð an fyrir stríð, og vissulega er vonandi að yngri menn, sem skilja nútíma aðstæður bet- ur fái aukin áhrif í öðrum stærsta stjórnmálaflokki landsins; að öðrum kosti yrði hann ætíð áhrifalaust aftur- haldsafl í íslenzku þjóðlífi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.