Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ. FöSTUDAOUR 4. ÁGUST 1967 28 Alan Williams: PLATSKEGGUR var minnzt á að varaliðsmenn hefðu strokið yfir til Guérins. — Þeir þora ekki að segja okkur það, sagði Anne-Marie, — trúðu aldrei því, sem stjórnin segir, því að það er aldrei annað en lygi- Van Loon kom röltandi eftir fjörunni, hárið stíft af seltu en augun leftuðu hvarvetna í sand inum eftir einmana stúlkum. Hann skelti sér niður á hand- klæðið við hliðina á Neil. — Þessar déskotans stelpur! sagði hann, — allar skipráðnar! Þú ert heppinn, kall minn. Þú hefur Anne-Marie. Farðu með hana í hótelið, fáðu þér eina flösku af víni og þá verður allt í lagi. Neil lá í sandinum og var að reyna að reka á flótta endur- minningarnar um Caroline frá Ostia í sumar sem leið — þegar þau svo óku inn í Róm, til þess að borða kvöldverð i næði hjá Alfredo. Þau klæddu sig nú og gengu síðan inn í Casino. Þar var dans gólé sem fór ekki mikið fram úr spilaborði að stærð, og þarna var fimm manna hljómsveit með íbarðastóra hatta, sem lék Twist, Cha-Cha-Cha, Madison og svo meira Twist. Þarna var allt yfir fullt enda þótt klukkan væri ekki nema fimm síðdegis, og Neil og Anne-Marie dönsuðu lengi saman. Hún hreyfði sig með miklum yndisþokkaj líkust negrastúlku. Þegar tónlistin þagnaði, stóðu þau með saman fléttaða fingur og hlustuðu á fílabeinsknöttinn smella í rúll- ettuhjólinu. Seinna fóru þau niður og spil- uðu, hann mjög varlega en hún að sama skapi glanna-lega, og var á skömmum tíma búin að tapa sem svaraði tuttugu sterlings- pundum. Hann hafði grætt um það bil þrjú. Hún kom frá borð inu í illu skpi og hann keypti handa henni flösku af kampa- víni fyrir vinninginn sinn. Eng- inn var við borðið þeirra, en á því var haugur af öskubökkum og kókflöskum. Morin lautinant og Pip voru farin aftur til borg arinnar í Austin-bílnum, og van Loon stóð við barinn og drakk dýra kokteila, sem hann hafði alls ekki efni á. — Við ættum að fara, sagði Neil, — ef eitthvað skyldi koma fyrir. Hún hristi höfuðið. — Ef eitt- hvað skyldi koma fyrir, hr. Ingie by — hún kallaði hann enn hr. Ingleby — þá fáum við að vita um það. — En ef herinn reynir að 26 brjóta niður götuvirkin? — Það fréttum við líka. Upp- iýsingaþjónustan okkar er í fræg asta lagi. En í dag gerist ekki neitt. Þau luku við kampavínið og gengu út á garðhjallann, þar sem þau komu auga á van Loon, sem sat álútur yfir glasi með ávöxtum og grænum blöðum. — Hann er eitthvað niðurdreginn, Hollendingurinn, vinur okkar, sagði hún, er þau gengu út á sandinn, sem var tekinn að kólna. — Stúlkan hans hljóp frá hon um heima í Hollandi, sagði Neil — og nú þarf hann að fá sér ein- hverja huggun. Hún brosti. — Honum ætti ekki að verða skotaskuld úr að finna 'hana hérna. Hér skipta stelpurnar þúsundum. Og við er um hlýleg þjóð, hr. Ingleby.... við erum ekki með steinhjörtu eins og Engilsaxarnir. Hún kreisti á honum handlegg inn og það hefði nú vel getað verið í gamni gert, en einhver æsikennd fór um hann allan. — Eruð þér kvæntur? sagð; hún allt í einu. Hann leit við og sá hvítuna í augum hennar, sem brostu til hans. Hann hristi höfuðið. — Þér ættuð að fá yður konu, sagði hún. — Þér eruð viðkunn- anlegur maður, og ég kann líka vel við yður. Hversvegna hafið þér ekki kvænzt? Han hló dauflega. — Ég hef víst enga fundið enn. Sólin var komin lágt á loft og sjávaraldan skolaði letilega um fjöruna. Hún stanzaði og tók upp vindlingabréf. Hún gaf honurn einn og laut fram, svo að hann fann ilminn af hári hennar. Það var stafa logn. Hann kveikti á eldspýtu og hélt henni að vindl ingnum hennar. Hann heyrði glamrið af tónlistinni innan úr salnum: „Twist! Twist! Twist! Everybody's doing the..........“ Það kviknaði á eldspýtunni og slokknaði samstundis aftur. Vindlingurinn þaut út úr munn- inum á henni og stokkurinn var rifin úr hendinni á honum. Hann starði á han, en andlitið á henni hvarf honum sjónum og var ekki lengur til nema í minningu hans. Tónlistin og sjórinn var hvort- tveggja horfið og sólin, sem var að setjast, var orðin svört og loft ið var allt fullt af þrumugný og hávaða, sem kreisti á honum höfuðið, rétt eins og það væri að springa. Munurinn á honum var fullur af sandi. Hann fann sársauka í bakinu af snertingunni við sand inn, sem eins og gekk í bylgj- um undir honum og allt í kring um hann var rautt myrkur, það an sem heyrðist skrækt ýlfur, sem steig og hneig, og síðan færðist það í aukana, og þá átt- aði hann sig loks á því, að þetta var sírena á sjúkrabíl. Hann brölti upp á hnén og horfði á Casino. Þar voru ein- hverjar ógreinilegar mannverur í þoku af brúnleitu reykjarkafi. Anne-Marie var horfin. Hann var aleinn í fjörunni. Hann tók að brölta upp eftir kókósdregl- inum, áleiðis að hrundum bamb- usleggjunum og ópunum og brunaþefnum. Það brakaði und- an skónum hans af glerbrotum og hrundum pálmablöðum, ung- ur maður rakst á hann og æpti, og tveir hermenn þutu framhjá honum með eitthvað á sjúkra- börum. Hurðin inn í spilasalinn var brotin í mél. Hann hélt áfram inn í kæfandi reykinn, og heyrði grát og stunur og menn, sem gáfu fyrirskipanir, háum rómi. Rúlettuborðið var hrunið og það voru gubbublettir á merkj unum á því, en hjólið var brot- ið frá, og lá nú upp að ermi á smókingjakka, sem var hvítur af kalki. Undir borðinu var and- lit, og Neil skrikaði fótur á ein- hverju votu, en þá skein sterkt ÚRVAL Sportfatnaður fyrir verzlunarmannahelgina „Við höfum umboðið44 TWIGGY DÖMUDEILD: ★ Sportgallar ■k Sportbuxur ★ Sportblússur ★ Sportpeysur ★ Sportkjólar HERRADEILD: ★ Sportskyrtur ★ Sportjakkar ★ Sportbuxur ★ Sportpeysur o.m.fl. SÍMI 12330. ® KARNABÆR TÝSGÖTU 1. -- SÍMI 12330. ljós inn í alla þessa eyðilegg- ingu, sveiflaðist yfir brotin hús- gögn og rykið, sem gaus upp, og hann sá við endann á salnum, þar sem hljómsveitin hafði ver- ið, að loftið hékk niður, með kalki og grindarbrotum og lá á einhverju, sem líktist mest krömdum vínberjum. Hann ruddist gegn um þennan skóg af borðfótum, brotnum flöskum og sprungnum gólffjöl- um og hálfum kontrabassa, þar sem rifið tréð skein ljóst við dökkt lakkið. Hann kom að brún inni á pallinum, þar sem hljóm- sveitin hafði staðið. Gegn um rykið, sem var að hníga og leit út eins og snjór, séð gegn um ljósgeislana, gat hann rétt greint einhverjar mannverur, sem sátu stanzaði og hugsaði til Anne- í hnipri upp við vegginn. Hann Marie og van Loon, sem hafði verið við barinn, handan við hrunið loftið. Rétt fyrir framan hann, við eitt borðið lá kven- mannsfótur afskorinn fyrir of- an hné, en blóðugur sokkurinn á inn undir borðið, líkast skinni af pylsu. Gólfábreiðan var þak- in vindlingastúfum, sem margir voru með varalit á. Neil sneri sér við í hálfgerð- um svima og hrasaði um stól, sem lá á hliðinni. Hann rétti út handlegginn til þess að detta ekki, og snerti vegginn. Hann var votur af einhverju rauðu, sem kom ofan af loftinu fyrir ofan. Franskur liðsforingi stóð hjá honum og studdi við hann. Neil starði á blettinn á hendinni á sér, og 'heyrði foringjann tauta: — Þetta er ekki rauðvín, herra minn. 7. kafli. — Þeir hljóta að hafa notað ein þrjú hundruð kíló af sprengi efni, sagði læknirinn. — Ég er þegar búinn að telja tuttugu og sjö lik. Hann sneri sér að Neil og sagði rólega en grimmdar- lega: — Herra blaðamaður, þér skrifið þetta hjá yður......allt saman! Hann benti í kring um sig í eyðilögðum salnum. — Svona fara Arabarnir með okk- ur! Þetta er það, sem Samein- uðu þjóðirnar vilja láta okkur gera okkur að góðu! Að vera í sambýli við svona fólk. Svona morðingja! Neil leit á van Loon og var allt í einu orðinn argur út í lækninn. Hvaða rétt hafði hann til að fara að blaðra um stjórnmál, eins og á stóð? Hollendingurinn lá á gólfinu og hallaði höfðinu upp að barnum og spennti greip ar í kjöltu sinni. Augun í hon- um voru opin og hann horfði nú á Neil og glotti með daufum augum. Hann var mjög mikið drukkinn. Þegar sprengjan sprakk, hafði hann verið að ljúka við sjöunda Bacardi-kok- teilinn sinn. Hann hafði vakn- aS á gólfinu með einn bambus- legginn, sem hafði etungizt alla leið inn í innýflin. Læknirinn hafði gefið honum morfín- sprautu. Nú skríkti hann hásum rómi: — Hæ, NeiJ, ég var ekki búinn að borga neinn af þess- um andskotans glösum! — Reyndu ekki að tala, saigði Neil. Læknirinn sagði: — Ég ætla að reyna að tala við sjúkrabíls- mennina. Þið búið báðir á Mira- mar, er ekki svo? — Æ, gefðu mér eitthvað að drekka, sagði van Loon. — Þú mátt ekki drekka neitt, sagði Neil. Hann laut niður og horfði döprum augum á Hollend inginn.....það vætlaði blóð úr munninum á honum og niður i skeggið. — Hvernig líður þér? sagði hann. — Æ, mig langar svo í eitt- hvað að drekka, gamli minn, taut aði hann — helzt vildi ég ouzo. Hann brosti. Ég hefði átt að fara til Beirut. Þar hefði ég fundið nóg af stelpum. Neil reyndi að brosa á móti, en hljóp svo til þess að ná srft- ur í lækninn. Hann fann hann við brotna spilaborðið, að gefa einhverjum burðarmönnum fyr- irskipanir. Maðurinn sneri sér við, óþolinmóður — þetta var miðaldra maður með snoðklippt grátt hár og hausinn minnti mest á fótbolta. — Hvað viljið þér, hvæsti hann. Læknirinn fórnaði höndum. — — Honum vini mínum, Hol- lendingnum blæðir illilega. Við hverju er að búast? Hann er með sár í magann. Hér blæð- ir öllum. Andlitið á honum var uppgefið og væsældarlegt. — Af- sakið, sagði hann, — en ég get ekert gert fyrr en á spítalanum. Það eru hundrað aðrir, sem ekki er betur ástatt fyrir. — Má ég gefa honum eitt- hvað að drekka? Konjak? — Já, ef yður xangar til að drepa hann, sagði læknirinn. Neil gekk aftur að brotna barn um og fann, að Anne-Marie var að stumra þar yfir van Loon. Hann brosti til hennar og bað hana að gefa sér eitthvað að drekka. — Gefið honum ekki neitt, hvíslaði Neil. — Læknirinn r þegar búinn að líta á hann. Þeir ætla að fara með hann í spít- ala. Hún kinkaði kolli. Andlitið á henni var gráfölt undir sólbrun anum, og augun galopin og try’l ingsleg. — Er allt í lagi með yður? spurði hann. — Já, það er ekkert að mér. Hún leit í kring um sig og það kom eins og skjálfti í andlitið. — Þetta er handaverk AIi La Joconde, sagði hún lágt, — það er svona , sem hann fer að því — og svo kalla þeir föðurlands- vin eins og Guérin hershöfðingja, landráðamann! Neil greip í handlegginn á henni. Van Loon hafði aftur lok að augunum og andlitið á hon- um var orðið eins og sveppur á litinn. — Pieter! kallaði Neil og greip í aðra stóru höndina. Van Loon opnaði augun sem snöggv- ast og sagði. — Ég verð að fá ein hvern andskotann að drekka! — Það máttu ekki, bjáninn þinn. Liggðu bara kyrr. Sjúkra- bíllinn er alveg að koma. — Þessi blövaður sjúkrabíll, urraði van Loon. — Hvar er hún Annetta? Ég vil fá hana! Anne-Marie tók í hina hönd- ina á honum, og sagði bliðlega: — Við skulum finna hana fyrir þig. Hún kemur til þín á spítal- ann. Hann brosti og lokaði augun- um, og þau biðu bæði hjá h<m-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.