Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1967 17 G. Br. skrifar: Sumarfrí á Sjálandi Kongevejen 142, Virum, 16. júlí. FALLBGT hús — kjallari — hæð og ris með kvisti — enginn lúxus — enginn 'heimskulegur íburður af neinu tagi, en þægi- legt rúmgott húsnæði fyrir 4—5 manna fjölskyldu, eitt af þúsund um húsa, sem byggð eru með hagstæðum lánum húsnæðis- málastjórnar dönsku kratanna, sem virðist áskapað að vera við völd í þessu brosandi landL En það væri fátækleg lýsing á Kongevejen 142 og lífinu þar, ef ekki væri getið annars en hússins sjálfs og þess, sem gerð ist þar innan dyra, farið að lýsa húshaldi og herbergjaskipan o.s.frv. Hálft líf fólksins og langt um meira en það a.m.k. yfiirsumar- tímann — gerist utan dyra — í garðinum sem umlykur það 5—6 hundrað fermetrar. Hann Vindmylla í Frilandsmuseet. er skilinn frá umhverfinu með þéttu limgerði, á einn veg auk þess þéttklædd timburgirðing til að einangra sig sem bezt frá hávaðanum í umferðinni á Kongevejen þar sem bílarnir þeysa um allan liðlangan daginn — frá kl. 6 á morgnana og fram á nótt. Garðurinn, þessi litli blettur af Danmörku, er íbúum hússins sérstaklega kær. Það má kannski segja um þá eins og Guðmundur á Sandi kvað um „Ekkjuna við ána“ — Maríu á Knútsstöðum: Hún elskaði ekki landið en aðeins þennan blett.......“ Um helgar er gaman að labba um eða hjóla eftir gráhvítum, eggsléttum, asfalteruðum götum þessa friðsama bæjar. Allt er hreint, fínt og pent, eins og í stássstofu hjá yfirþrifinni hús- móður. Heimilisbíllinn gljáfægð ur á gangstéttinni, krakkarnir striplast um í garðinum, leik- andi við hundinn, konan að koma með kaffið út — húsbónd inn að mála hliðið, slá flötina, raka yfir stiginn, klippa lim- gerðið. Þannig eru myndirnar af útborgunum kringum Kaup- mannahöfn. Þannig er í dag heim ili þessa fólks, hverra foreldrar áður bjuggu í misjöfnu húsnæði við þröngar götur stórborgarinn ar og sáu hvorki sól né vor. En þetta hefur kostað það að sveit- in er ekki lengur til á þessum slóðum, búskapurinn „sagablot". En þó er landið vitanlega það sama. Manneskjan notar það bara á annan hátt. Og margir staðir þessa fagra lands eru varð veittir ósnortnir svo að náttúran fái notið sín og maðurinn notið hennar á gönguferðum eftir frið sælum skógargötum, fjarri há- værum klið umferðarinnar og skarkala þéttbýlisins. — Þannig er það t.d. kringum Furesöen sem margir þekkja af Ijóði Winthers: Flyv, Fugl, flyv over Fure- söens Vove. Nu kommer Natten saa sort. Alt ligger Sol bag de dæmrende Skove Dagen den lister sig bort. Skynd dig nú hjem til din fjedrede Mage, Til de guulnæbbede smaa. Men naar í Morgen du kommer tilbage, Sig mig saa alt hvað du saae. Þegar skáldið orti þetta hug- ljúfa ljóð var hann ungur guð- fræðingur, heimiliskennari hjá gróssera einum í Lyngby, bál- skotinn í Alvildu dóttur hans. En hér í Virum, sem er út- borg frá Kaupmannahöfn, er sveitin og sveitalífið horfið í þétbbýlið — síðasti Virum-bónd inn andaðist í öndverðum júlí. — Samt má í fáum skerfum labba sig aftur í löngu liðna tíð — ganga inn í dagLegt líf í sveit um Danmerkur á liðnum öldum. Það gerir maður með því að heimsækja tvö söfn, sem hér eiga sinn samastað, sitt hvoru megin við Kongsveginn. Annað er landbúnaðarsafnið, stofnað kringum 1890 af munum frá norrænu iðnaðar-, landbún- aðar- og listsýningunni, sem hald in var í Kaupmannahöfn árið 1888. Safn þetta er í allstórri rauðri múrsteinsbyggingu og í rúmgóð um, hvítum sölum hennar má rekja sig gegnum árin og aldirn- ar með því að virða fyrir sér tækin og tólin, sem sveitafólk- bronzöld til aktygjanna, sem í dag eru að hverfa með tilkomu trakfcorsins. En vitanlega er eng- in leið til að lýsa því svo að nokkru gagnii sé. Forstöðumenn þessa myndarlega safns gefa um það greinagóðar upplýsingar og leiðbeina langt að komnum gest um, sem að garði ber. Handan götunnar, beint á móti Landbúnaðareafninu, er byggða- og bæjarsafnið — Frilands- museet — þar sem á 85 ha. svæði eru sýnd hús yfir fólk og fénað víðsvegar úr Danmörku eins og þessar byggingar voru um aldaraðir og fram á okkar daga. — Þarna má sjá smá- fiskimannakofa í. verstöðvum á Vestur-Jótlandi, sem nú mundu sjálfsagt ekki þykja mannsæm- andi húsakynni, þröng hýbýli fátækra húsmanna, og algenga bæi á Jótlandi og eyjunum og Kongevejen 142 í Virum. bílum og stórir rútubílar runnu í 'hlaðið með hópa af fólki úr fjarlægum héruðum. Þetta bend- Gata í Virum. ríkmannleg hús stórbændanna. Allar eru þessar byggingar með sinn sama sérstæða svip, lágir leirveggir, múraðir í binding, ir óneitanlega til þess að áhug- inn fyrir því liðna sé ekki að dvína, tengsl nútímafólks við for tíðina, ekki jafn laus og margur vill vera láta á þessum síðustu tímum bítlamenningarinnar. Kýrnar á Víðistöðum. ið vann með og hafði að vopni í' baráttu sinni fyrir tilverunni. Allt er þetta næsta girnilegt til fróðleiks, allt frá arðinum frá Við bæjardymar á Víðistöðum. sem þýkkum stráþökum. — Mik ið hafa þeir hlotið að falla vel inn í danska, flata landslagið á sama hátt og torfbæirnir í það íslenzka. — í öllum þessum sýn ingarhúsum er meira og minna af húsgögnum og búsáhöldum og í útihúsum vagnar og kvarn- ir, brunnvippur og maboð, kvísl ar og skóflur og allt, sem nöfn- um tjáir að nefna viðkomandi sveitabúskapnum áður en véla- öldin hélt innreið sína í sveit- irnar. — Á milli þessara bygg- inga eru girðingar og grjótgarð ar eins og það tíðkaðist áður fyrr umhverfis tún og akra. Á gras- blettum eru svo tjóðraðir nokkr ir gripar til að lífga upp á stað- inn. — Við einn bæinn er sýnd vatnsmylla, en upp yfir lágreista bæina gnæfa tvær vindmyilur, sem setja mikinn svip á stað- inn. — Á góðviðrisdögum, sérstak- lega um helgar, virðist vera margt um manninn á þessu sýn- ingarsafni fortíðarinnar. Á bíla- stæðinu var yfirfullt af prívat- En það er samt búskapurinn, eins og hann er í dag rekinn í þessu þrautræktaða landi bú- menningarinnar, sem hlýtur að vera ekki síður forvitnilegur fyr ir aðkomumenn. Þessvegna er nú bezt að venda sínu kvæði í kross og 'heimsækja sjálenzkan bónda — einyrkja með bú af meðalstærð og sjá hvernig þar er um að litast í blíðu og birtu þessara blessuðu hásumardaga. Það var breiskjuhiti og brak- andi þurrkur þegar við ókum í hlaðið á Víðistöðum (Filegárd- en) miðvikudaginn í 13. viku sumars. Maður skyldi því halda að 'bóndinn — Mogens Nissen- Petersen og allt h$ns fólk væri önnum kafið og hefði lítinn tíma til að sinna gestum í slíkum úr- vals-þerri um hásláttinn. — En það var öðru nær og það var líka vel skiljanlegt því 'hann hafði þegar lokið slætti og Ö81 taðan þegar komin í hús fyrir nokkrum vikum — vélbundnir baggar raðaðir í all háan stafla í einu horni hlöðunnar. Heyfengur sjálenzkra bænda hafði á þessu sumri verið bæði mikill og góður, betri heldur en mörg undanfarin ár. En hér hefur heyskapurinn ekki mikið að segja í heildar-afkomu árs- ins. Og svo mikið er víst að ekki þætti manni á íslandi þessi hey- fengur á Víðistöðum mikill vetr- arforði handa rúmlega 20 naut gripum, enda er túnið ekki nema 4.5 ha. En þess er að gæta, að hér eru kýrnar ekki fóðraðar á heyi nema að % til 14 hluta og þær eru á beit frá því í apríl og fram í október og geldneyt- in drjúgum lengur. Víðistaðir (Pilegárden) er sveitabær nálægt Haslev á Suð- ur-Sjálandi í dásamlega fagurri ' og frjósamri sveit eins og þeir mörgu fslendingar þekkja, sem komið hafa á þessar slóðir. Bær- inn er engin landnámsjörð, reist ur sama árið og konungur kom hingað með stjórnarskrána 1874. Hann er byggður út úr hinu við- lenda greifasetri, Bregentved, sem tilheyra margar jarðir, enda er greifinn (Moltke), sem nú er orðinn gamall maður, talinn einn af ríkustu mönnum Dan- merkur. Varð hann þó fyrir miklu fjár'hagslegu áfalli (mig minnir 3 millj. kr. danskar) vegna þess að nafn hans hafði verið falsað á tékka fyrir gífur- legum upphæðum. Mogens á Víðistöðum undir því v>el að viera leiguliði eins og fað- ir ihans var, sem hér bjó á undan honum í 43 ár. Leigan — land- skuldin — er að vísu all-há eða um 70 þús. kr. íslenzkar. Auik þess nauð&ynlegt viðhald húsa og mannvirkja, málning o. s. frv. Kemur greifinn oft til að líta eftir eign sinni? „Nei“, svarar Mogens bóndi, hann sést Ihér mjög sjaldan. Þó kemur fyrir að hann Mtur inn. En forvaltari hans kemur árlega til að skoða ástand húsa oig mannivirkja og gæta þess að við- haldi isé ekíki ábótavant, og dæma um (hvort þörf sé á einhverjum breytingum, nýbyggingum eða kostnaðarsömum endurbótum. Allt sliíkt er kosbað af landeig- anda“. Og það má sá auðugi greifi eiga, að ekki lætur hann sinn hlut eftir liggja til þess að hæigt sé að búa vel á Víðistöðum. Bæði íbúðarhús og peningshús eru í frábæru standi, m.a.s. „hús- mannslhúsið" er nýbyggt, enda þótt hvorki sé nú hér (húsmaður né annað vinnuhjúa. En ihúsnæð- ið er auðvelt að leigja hér í nánd við borigina. Með þvi fæst dálítið upp í eftirgjaldi'ð. íbúðarhúsið er stórt og rúm- gott. Eins og aðrar byggingar á bænum er það í hefðibundnum stíl. Niðri eru margar stofur, stórar en lágar undir Lcift. Uppi eru svefmherbergin. Hvar sem maður kemur ber allt vott um mydarsikap, þrifnað og reglu- serni bæði ubandyra og innan, samfara þeirri notalegu gest- risni sem býður mann strax vel- kominn. Húsfreyjan á Víðistöðum heit- ir Agnes og er bóndadóttir frá Mön, en foreldrar hennar eru nú hætt búskap. Börnin eru þrjú: eldri sonurinn er í iðnnámi í Haslev, en sá yngri í heimsókn (hjá afa og örmmu. Dóttirin, Krilstdn, er heima, Frú Agnes kemur með góðgerðir út í garð- inn og Mogens sækir sólhlífina, því að blessuð sólin er svo björt og heit að okkur íslendingunum finnst hitánn um of. Húsmóðirin hefur ekfki aukið sér erfiði í sam bandi við þessa gestakomu með Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.