Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1967 3 Hvað gerist í Kína? EINN af helztu sérfræðing- um um mál Kina sagði ný- lega.. „Ég hef oft á röngu að standa, en ég er aldrei í vafa“. Þessi sami sérfræðing- ur spáði því á sömu stundu að valdaferill Liu Shao-chis forseta Kína væri á enda. Allt bendir til þess að þar hafi hann ekki haft rétt fyrir sér, því að þótt að Liu hafi verið helzti pislarvotturinn í menn- ingarbyltingu Maos, verið for dæmdur opinberlega, settur í stofufangelsi og því verið op inberlega lýst yfir, að honum hefði verið velt úr sessi, hef- ur ráðamönnum í Peking ekki tekist að afmá áhrif hans. Þvert á móti kom það í ljós í siðustu viku, að stuðnings- menn hans hafa aldrei verið sterkari og svo virðist sem Kina riði nú aftur á barmi borgarastyrjaidar. Átök mi'lli stuðningsmanna Maos og Lius ihaía verið nær daglegt brauð síðan í febrúar sl., er þjóðfrelsisihernum var skipað til þátttöku í menning- arbyltingunni. Þessi átök ihafa færzt mjög í aukanna upp á síðkastið og tekið á sig al- varlegri mynd. Yfir 2000 stuðningsmenn Maos féllu, særðust eða voru teknir hönd um í miklum átökum í Gheng chou, hofuðborg Honanhéraðs ins og lengra í suður, í Kan- ton var sagt, að 100000 manns hefðu tekið þátt í mörgum smáskærum. Drógu hóparnir 'lík fallinna andstæðinga um götur borgarinnar. Þá hafa hópar stuðningsmanna Lius við Pekingháskóla undir forustu prófessors Chou Pei- yuans barizt við stuðnings- menn Maos. Prófessor þessi hlauit menntun sína í Banda- ríkjunum. Þessi átök san.na að menn- ingarbyltingunni hefur mis- tekizt hrapallega að ná því takmanki að afmá alia and-' spyrnu gegn stefnu Mao. Blað kínverska fluighersins sagði nýlega, að þótt samtök and- byltingarsinna væru dauð sem slík, þá væru þau ekki dauð stjórnmála-og hugsjóna lega séð. Þau væru eins og sært tígrisdýr og stórhættu- leg. Sönnun þessa kom greini lega fram i atíburðunum í Wuhan, sem er iðnaðarsvæði í Mið-Kína og liggur meðfram hinu mikla Yangtsefljóti og hinni mikilvægu járnbrautar- línu milli Kanton og Peking Wuhan hefur verið kölluð Ghicago Kína, vegna þess að hún er samgöngu og verzl- unarmiðstöð. Wuhan er einnig höfuðborg Hupeh-héraðsins, sem er ættarstaður Lin Piaos varnarmálaráðherra hægri handar Maos. Engu að síður hefur Wuhan nú um talsvert skeið verið í uppreisn gegn menningarbyltingunini. Eftir óeirðirnar í Wuhan gneip Mao til þess ráðs að senda tvo helztu stuðnings- menn sína á staðlnn, þá Hsieh Fu-chih öryggismálaráðherra og Wang Li-to áróðursmála- ráðherra, en þeir voru um- svifalaust handteiknir við kom una til borgarinnar að skip- an Chen Tsai-tao yfirhers- höfðingja. Var þeim haldið í varð'haldi og síðan neyddir til að fara í skrúðgöngu um götur borgarinnar, þar sem borgarbúar gerðu hróp að þeim og niðurlægðu þá. Pek- ing krafðist þess að þeir yrðu látnir lausir þegar í stað, en þær kröfur voru virtar að vettugi .Þegar svo var komið tók Mao .til sinna ráða og sendi 10 herskip upp Yang- tsefljótið og miðuðu þau byss' um sínum á borgina. Flug- sveitir voru sendar með her- fylki fallhlíifarhermanna, sem svifu yfir borgina og tóku helztu staði borgarinnar her- skildi. Þetta voru stærstu hernaðaraðgerðir í Yangtse- dalnum síðan kommúnistar náðu borginni úr höndum þjóðernissinna árið 1949. Að- gerðir þessar virtust heppn- ast vel og brátt var tilkynnt Peking lo'uHjtSsa. Kortið sýnir óeirðasvæðið og helztu átakastaði og afstöðu þeirra til Peking. að stuðningsmenn Maos réðu lögum og lofum í borginni. Ghen Tsai-tao hershöfðingi var kallaður til Peking og þegar Hsieh og Wang snéru aftur þangað, var þeim fagn- að sem hetjum. Síðustu frétt- ir herma að staða hermann- anna sé ekki trygg. Moskvuútvarpið sagði að 470 manns hefðu fallið í átökun- um og 890 særzt. Japanskir fréttamenn í Peking, sem senda fréttir eftir veggspjöld um, sem yfirleitt eru taldar nokkuð áreiðanlegar heim- ildir, sögðu að atburðirnir í Wuhan hefðu verið mikið áfall fyrir Mao og stuðnings- menn hans. Þetta er ekki að undra, er á það er litið að Chen hershöfðingi hefur ver ið talinn í hópi hlýðnustu og varkárustu herforingja Maos og án allrar stjórnmálalegrar framgirni. En nú hafði hann risið gegn' æðsta veldi Kína og þar á meðal Chiang eig- inkonu Maos. Haft var eftir honum á einu veggspaldanna að hanr. fordæmdi Lin Piao fyrir að fela sig á bak við pils Chiang Chings. Margir fréttaritarar telja að Chen hershöfðingi hefði ekki boðið Maoklíkunni byrginn, nema að hann hefði verið viss um öflugan stuðning. Þessir fréttaritarar benda á, að í séu fjöldi tryggra stuðnings- herjunum undir stjórn Chens, manna Ho'Lungs marskálks, sem settur var af í hreinsun- unum svo og stuðningsmenn Teng Hsiao-pings ritara kommúnistaflokksins, sem hlotið hefur sömu meðferð og Lin ShaO-hci. En það eru fleiri en Chen og menn hans, sem snúizt hafa gegn menningarbylting- unni. Þrátt fyrir skipunina s'l. febrúar til hersins um að sam einast byltingarsinnum hafa mörg herfylki kosið að styðja íhaldsamari hópa og mdrg átök undanf^rinna mánaða hafa átt rætur sínar að rekja til tilrauna til að neyða her- foringja til afstöðubreytinga. Margir herforingjar hafa áhyggjur af því að öngþveit ið sem menningarbyltingin hefur skapað innanlands hafi dregið mjög úr áhrifum Kína á erlendum vettvangi. f aug- um þessara manna er Liu Shao-chi tákn hlýðni og aga, eins og var fyrir menning- arbyltinguna og þannig tákn allra, andstæðinga hennar. Það hefur einnig komið í ljós, að eftir atburðina í Wuhan hefur mótstaðan gegn Mao- klíkunni vaxið mjög og breið ist nú óðfluga um Kína, að því er fréttir þaðan herma. Blóðug átök hafa orðið í hafn arborginni Hangchow á Aust urströnd Kína og víðar og einnig hefur frétzt um mik- ið mannfall í Tí'bet í átök- um, en Kínasérfræðingur, sem kunnur er fyrir hógvær ummæli sagði nýlega: „Ég 'hef aldrei haft trú á því að öngþveitið í Kina gæti leitt til borgarastyrjaldar, en nú er ég alls ekki viss lengur." (Þýtt og endursagt). STAKSTEIMAR ,HeimurSnn okkcar' í íslenzka sjónvarp inu á sunnudag fSLENZKA sjónvarpið mun á sunnudaginn kemur sýna sjón- varpsdagskrána „Our World“ eða heimurinn okkar, en dag- skrá þessi vakti mikla athygli erlendis, er henni var sjónvarp- að beint í gegnum gerfitungl til fjölmargra landa. Að því er Steindór Hjörleifs- son, dagskrárstjóri, tjáði Mbl. var það BBC sem stóð að þess- um þætti og hafði yfirumsjón með honum, en fékk í lið með sér fjölmargar aðrar þjóðir. Er dagskráin tekin upp fyrir íslenzka sjónvarpið í Danmörku. Atburðirnir eru sendir út um leið og þeir gerast, og hefst dag skráin á fæðingu barna i Japan. Síðan er farið úr einu landinu í annað, en þess á milli er s-koð- íð inn ýmsu fróðlegu efni frá BBC. Dagskráin er fjórskipt, ef svo má segja, — í fyrsta þætt- inum er brugðið upp myndum af veröldinni á því andartaki, sem sent er út, hifin næsti fjall- ar um næringarskortinn í veröld inni, 'hinn þriðji um offjölgun- arvandamálið og sá síðasti um þrá mannsins eftir líkamlegri og andlegri fuilkomnun. Ennfremur stóð til að þáttur yrði um veröldina séða úr geimn um, en hann mun hafa fallið niður að mestu, þar sem Rússar, sem ætluðu að útvega mestan 'hluta efnis í hann, hættu við þátttöku í þessu fyrirtæki á síð- ustu stundu. AUGLYSINGAR 5ÍIV1I 22-4.80 HRPPDRETII SíBS Vegna verzlunarmannahelgarinnar er ekki unnt að draga fyrr en á hádegi n.k. þriðjuda g EnouRnvjun ivkur n hruegi nnATinnnnGSi Erfiðleikar at- vinnulífsins Fregnir þær, sem berast af á- framhaldandi verðfalli á síldar- afurðum, eru vissulega uggvæn- legar. Verð á síldarlýsi hefur nú enn lækkað og er nú komið nið- ur í 43 sterlingspund, en á árinu 1966 fengust mest 76 sterlings- pund fyrir hvert tonn af lýsi. Þannig að nú nálgast, að lýsis- verð hafi fallið um helming. Verð á mjöli nær nú varla 15 shillingum fyrir eggjahvítuein- inguna, en var yfir 20 shillingar í fyrra. Af þessu sjá menn ljóst, hve gífurlegt verðfallið er. En við verðfaliið bætist það svo, að lítil síld fiskast nú og mjög erfið- lega hefur gengið að ná því litia magni, sem á land er komið mið- að við seinni ár. Tekjumar ai vetrarvertíðinni urðu auk þess 500 millj. króna minni en í fyrra, svo að segja má að útlit sé nú fyrir að árið í ár ætli að verða hið allra versta fyrir sjávarút- veginn. Við þetta bætast veru- legir erfiðleikar landbúnaðarins vegna slæms tíðarfars og litils heyfengs víða um iand. Hefði valdið miklum vandræðum Ef þannig hefði ekki verið bú- ið i haginn á undanförnum ár- um, að við íslendingar stöndum nú betur að vígi til að taka á okkur áföll en oftast, ef ekki alltaf, væri nú vissulega vá fyrir dyrum og miklir erfiðleikar, sem óhjákvæmilega hefðu þýtt stórvægilega skerðingu á lífs- kjörum almennings, því að til lengdar verður ekki lifað á öðru en afrakstri atvinnulífsins. Svo vel vill hins vegar til, að við höfum búið þannig í haginn, að yfir þessa erfiðleika á að vera hægt að komast án þess að meni finni mjög fyrir því, einkum ef nú tæki að rætast úr um síld- veiðar og annan sjávarafla. Nú kemur okkur til bjargar sú framsýna stefna stjórnarvalda að tryggja landinu öfluga gjald- eyrisvarasjóði og láta uppbygg- ingu atvinnufyrirtækja sitja í fyrirrúmi. Aukning í atvinnu- tækjum hefur á viðreisnartíma- bilinu orðið yfir 50%, og hér er um að ræða fullkomin og af- kastamikil tæki, sem draga björg í bú. Stóriðjan bjargar En auk gjaldeyrisvarasjóð- anna og þeirrar uppbyggingar atvinnulífs, sem áður er getið, hjálpa okkur nú mjög stórfram- kvæmdir við Búrfell og Straums vík. Án þeirra mundi vera at- vinnuleysi suð-vestanlands og þess er þar að auki að gæta, að á næstu árum höfum við örugg- ar gjaldeyristekjur vegna bygg- ingar álbræðslunnar, og síðan, er hún er komin í rekstur, höf- um við einnig árvissar gjald- eyristekjur, seam gera það að verkum, að gjaldeyrisstaðan verður miklu traustari en ella, og traust landsins út á við miklu meira en vera mundi, ef allt væri komið undir stopulum sjávarafla. Sjá því allir menn, að rétt hefur verið stefnt, og vissu- lega mundi vandi okkar nú vera gífurlegur, ef ekki hefði veirið fylgt heilbrigðri og skynsam- legri stefnu í atvinnu- og efna- hagsmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.