Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1967 Gengið niður Almannagjá. Tvær norrænar yngismeyjar hlýða á fyrirlestur um Alþingi á Lögbergi. Norrænn æskulýður á Lögbergi Fyrst er komið var á Þing- velli, var stigið út úr bifreiðun- um og gengið upp að útsýnis- skífunni á barmi Aimannagjár. Kom þá í ljós, að orð skáldsins „iandslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt“ reyndust enn gulls ígildi, því að flestir sýndu skííunni mikla athygli og skoð- uðu umhverfið með hjáip henn- ar. HINU norræna æskulýðsmóti var fram haldið í gær. Þátttakend- urnir héldu þá til Þingvalla, sem skörtuðu sinu fegursta í glamp- andi sól og logni. Unga fólkið var glatt i skapi og kátína ríkti með- al þess. Margir tóku myndir, en aðrir létu sér nægja að liggja í solinni meðan þeir hlýddu á fyr irlestur Sigurðar Lindal, hæsta- réttarritara, sem var froðlegur og skemmtUegur. Þegiar staðnæmzt hafði verið á gjárbakkanum um stund gengu þátttakendurni'r að Lög- bergi og skoðuðu búðatóftirnar. Leiðsögumenn fræddu unga fólk ið um heiti húðanna, unz Sigurð ur Líndal hóf mál sitt. Talaði hann um sögu Alþingis og Þing- valla sem þingstaðar um aldir. Virtist fyrirlesturinn falla í góð an jarðveg, þar sem hið unga fó’lk var. Dvalið var á Lögbergi í tæpa klukkustund, en síðan var ekið að Flosagjá, sem í daglegu tali gengur undir nafninu „Peningja gjá“ og kom þá í ljós, að hin unga norræna kynslóð skeytti engu hvatningarorðum Lands- banka íslands: „Græddur er geymdur eyrir“. Flugu tíeyring- arnir og tuttugu og fimm-eyring arnir út af brúnni og niður 1 hið ískalda vatn. Linnti ekki lát unum, fyrr en blásið var til brottfarar, en næsti áfangastað- ur var Laugarvatn. Á Laugarvatni var snæddur hádegisverður, sem fólkið hafði með sér. Síðan átti að fara að Gulifossi og Geysi, en um klukk an fjögur var ætlunin að komið væri í Skálholt, þar sem bi'skup íslands, herra Sigurbjörn Ein- arsson, messaði. Á heimleið til Reykjavikur átti síðan að koma við á Selfossi, Hveragerði og í Krisuvík, ekki var gert ráð fyr- ir að ungmennin kæmu til borg arinnar fyrr en með kvöldinu. rænn æskulýður á I.ögbergi. Það var margt um manninn á Lögbergi. Flosagjá — „Peningagjá" var vinsæll viðkomustaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.