Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1967 RITSTJÓRIM • PREIMTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI 1Q*1QQ Deiluaðilar á fundi við Mývatn Lokaniðurstoðu Náttúruverndarráðs brátt að vœnta t GÆR efndi Náttúruverndarráð til fundar vegna deilna þeirra, er staðið hafa út af staðsetningu Reykjahlíðarvegar við Mývatn, þ.e. kísilgúrvegarins frá verk- smiðjunni og til Húsavíkur. Á fundi þessum voru Birgir Kjaran, formaður Náttúruvernd- arráðs, og þ-eir samráðsmenn hans, Siigiurður Þórarinsson, jarð frseðingur, Finnur Guðmunds- son, fuglarfræðingur, og Eyþór Einarsson, grasafræðimgur, ásamt ritaira ráðteins, Gunnari Vaigns- syni. Þá komu til fundarins Zóphonías PáLsson, skipulags- stjóri ríkisins, Snæ'björn Jóns- son, deildanverkfræðingur á vegamálaskrifstofunni, Jóhannes Sigfinnsison á Grímsstöðum, Mý- vatnssveit, fulltrúi náttúruvernd arnefndar S-Þing., Siigurður Þórisson á Grænavatni, oddviti Skútustaðahrepps, Jón Gauti Pét ursson á Gautlöndum, fyrrver- andi oddviti hreppsins, svo og (hreppsnefndarmennirnir Ár- mann Pétursson, Reynilhlíð, og Jón Ingjaldsson, Reykjahlíð. Seint í gærkvöldi komu flestir þeir fundarmanna, er héðan að sunnan voru, og náði Mbl. tali af Sigurði Þórarainssyni, jarð- fræðingi og innti hann eftir gangi mála á fundinum. Hann sagði að þessi ferð hefði verið farin, og til þessa fundar boðað af há'lfu Náttúru- verndarráðs áður en loka- ákvörðun yrði tekin af hendi ráðsins um margnefnt vegar- stæði. Hefðu aðilar skoðað að- stæður allar á staðnum og far- ið vel á með þeim í hinu ágæta veðri, sem var við Mývatn í gær. Svo virtist aftur á móti, að sjónarmið hefðu við þetta lítið breytzt frá því, sem áður hefir fram komið. — Náttúruverndarráð mun nú alveg á næstunni láta frá sér fara lokaniðurstöðu sína í þessu máli, sagði Sigurður. Fundarmenn á fundi Náttúruverndarráðs í Mývatnssveit í gær. Maður drukknaði í Lagar- fljóti er bát hvolfdi þar Tveir aðrir hœtt komnir — 16 ára unglingur bjargar töður sínum Egilsstöðum, 3. ágúst. MAÐUR drukknaði og tveir aðr- ir voru hætt komnir, er lítill trefjaplastbátur með utanborðs- vél sökk hér á Uagarfljóti í gær morgnn. Slysið varð með þeim hætti, að þrír menn, þeir Hjalti Niel- sen, fö'rstjórd ÁTVR á Seyðis- firði, Sigfús Árnason, bæjarverk stjóri, og Halldór Ágústsson, bóndi á Víðastöðum í Hjalta- staðaþinglhá, höfðu farið út á vatnið til veiða. Kröpp vind- bára var á fljótinu og sökk bát- uirinn án þess að við yrði ráðið. Hjalti og Sigfús voru báðir syndir og lögðu til lands, en Halldór, sem var ósyndur, hélt sér í bátinn, sem maraði í hálfu kafi. Gat Halldór hvolft bátnum, svo að lotft hélzt undir honum, og hélt Halldór sér þannig uppi. Kona Halldórs sá, er slysið varð, frá bænum Víðastöðium. Brá h-ún skjótt við og ók af stað að Ásgrimsstaðavatni, sem er um 4 km frá bænum. Náði hún þar í tveiggja manna gúmbjörgunarbát, en á leiðinni til baka hitti hún son þeirra hjóna, Friðrik. Tók hann bátinn og reri atf stað á slysstaðinn, en honum sóttist róð urinn seint, vegna norðan- strekkings og mikillar vindbáru. Þegar Friðrik kom að bátn- um, sem maraði í katfi, var Hall- dór þa.r á kili og Sigfús á sundi, en Hjalti sást hvergi. Svo þrekað ur var Halldór orðinn, að um leið og Friðrik náði taki á úlpukraga hans, missti hann meðvitund. Náði Friðrik honum upp í bát- inn, og má það kalla hraustlega gert atf unglingi, sem er nýorð- inn 16 ára. Tjáði Halldór frétta- manni Mbl., að hann hefði þá verið búinn að hanga á bátnum nær tvær klukkuistundir. Friðrik reri síðan að landi veistan við fljótið, en þangað var mun styttra, eða um 400 metra, að sögn Halldórs. Þegar þeir náðu landi var Sigfús þar fyrir mjög þrekaður eftir sundið og eimnig af kulda, því að Lagar- fljót er mjög mengað af jökul- vatni, og einnig var norðankuldia striekkingur. Var síða.n komið með hest frá bænum Galtastöð- um í T.ungiu og var Halldór reiddur á honum að bílvegi, en Sigfús gekk með hestinum. Voru þeir fluttir að Húsey í Hróars- tungu. Mönnuiruum tveimur mun nú heilsast allvel. Slysiavarnarfélaginu á Bgils- stöðum var gert aðvart og fóru menn úr björgunarsvedtinni á staðinn. Einnig kiomu menn fré Slysavarnatfélaginu á Seyðistfirði, Framihalds á bls. 31 „Hugsaði um það eitt að lifa eins lengi og ég gæti" — sagði Halldór bóndi á Víðastöðum — MÉR varð Iitið út um glugga þann, sem snýr að fljótinu og sá að eitthvað var athugavert við bátinn. Sýnd- ist mér ég sjá mann á sundi og vera að komast að bakkan um og einig taldi ég mig sjá mann hanga á bátnum úti á vatninu. Erfitt var að átta sig á fjarlægðinni, þvi að húsið er góðan spöl frá árbakkan- Þannig fórust hústfrúnni á Víðastöðum orð, er fréttarit- ari Mbl. ræddi við heimMis- fólkið á Víðastöðum í gær um slysið á Lagarfljóti 1 fyrra- dag, en bóndinn þar bjarg- aðist naumlega á síðustu stundu. Hún kvaðst þá strax hafa munað eftir að giúm- björgunarbátur var við Ás- grímisstaðavatn, sem er í um 4 km. fjarlægð frá Víðastöð- um. Hafi hún þá strax tekið bifreiðina á bænum og ekið i ílýti eftir bátnum og verið á leið niður að vatniruu, er hún mætti syni sínum, Friðrik HalldórssynL Friðrik kvaðst hafa verið á leið heim frá bakkanum eftir að hafa ekið þeim þremenn- ingum, Hjalta, Sigfúsi og föð- ur sínum, niður að vatninu á dráttarvél, þegar hann sá móður sína koma á móti jepp anum. ■— Hún sagði mér hvernig komið væri, sagði Friðirik, og ég tók þá strax við bílnum og ók eins hratt og ég komst niður að bakkanum. Ég setti bátinn út og reri líf- róður út að bátnum — gat um ekkert annað hugsað en að reyna að ná þangað í tæka tíð. Og það tókst. Fréttaritarinn spurði Hall- dór, hvernig honum hafi lið- Framihalds á bls. 31 Gífurlegir fjárskað- ar á Grænlandi % hlutar fjárstofnsins í Eiríksfirði féll úr hor síðastliðinn vetur ÍSLENZKIR ferðamenn, sem dvöldu nýverið sex daga í Ei- ríksfirði, veittu þvi athygli að mikill fjöldi kindahræja var meðfram ströndum fjarðarins, og nánast hvar, sem farið var. Jafnframt spurðu þeir þau tíð- indi, að grænlenzkir bændur hafi orðið fyrir þungum búsifj- um á sl. vetri, og féllu þá tveir þriðju hlutar fjárstofnsins í Ei- ríksfirði og nágrenni. Hafa engar fregnir borizt um þetta hingað fyrr en nú. Svo sem kunnugt er hafa Grænlendingar flutt inn mikið af íslenzku fé, og ennfremur eitthvað frá Færeyjum. í venju legu árferði virðist það dafna mjög vel. Hins vegar er lítið um að fé sé tekið í húsí heldur láta Grænlendingar það ganga fram sjálfala allan veturinn. Ræktun er sáralítil og heyskapur, þann- ig að hér er fremur um að ræSa hjarðmennsku en búskap eins og íslendingar þekkja hann. Vegna búskaparhátta sinna haía grænlenzkir bændur otft orðið fyrir fjársköðum, t.d. 1948 og 1959, en þó aldrei jafn al- varlegum og á sl. vetri. í blaðinu Narsak Avis, sem gefið er út í Narsaq, var ný- lega stutt frétt þess etfnis að FjárræktaTráð svæðisins hefði nýlega komið þar saman til fundar til að ræða ástandið. í fréttinni er þess getið, að af 47.000 fjár á svæðinu hafi að- eins 15.000 lifað af veturinn. Jafnframt gat blaðið þess að líklegt væri að öll slátrun sauð- fjár á Grænlandi yrði bönnuð í haust. Um aðrar niðurstöður fundar þessa var ekki getið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.