Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1967 I 12 Síldarverðið óbrey tt — á bræðstusíld veiddri við Suður- og Vesturland YFIRNEFND Verðlagsráðs sjá- varútvegsins á!kvað á fundi sín- utm hinn 28. júlí, að lágmarks- verð á síld í bræðslu veiddri við Suður- og Vesturland, þ.e. frá Hornafirði vestur um að Rit, tímabilið 1. ágúst til 30. sept- emiber 1967, skuli vera óbreytt frá því, sem það vax til 31. júlí, þ.e. hvert kg. kr. 0,82. Verðið er miðað við síldina kiomna á flutningatæki við hLið veiðiskips. Seljandi skal skila síldinni í verksmiðjuþró og greiði kaupandi kr. 0,05 pr. kg. í flutn- ingsgjald frá skipshlið. Heimilt er að greiða kr. 0,22 lægra pr. kg. á síld, sem tekin er úr veiðigkipi í flutningaskip. Verðið var ákveðið með úr- skiurði oddamanns á þjlinu milli tillagna fulltrúa síldarkaupenda og sildarseljenda, en ákvæðin um flutningsgjald og flutningsafsiátt voru samþykkt samhljóða. í yfirnefndinni áttu sæti: Bjarni Bragi Jónsson, deildar- stjóri í Efnahagsstofnuninni, sem var oddamaður, Guðmundur Kr. Jónsson, framikrvæmdastjóri og ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri af hálfu síldarkaupenda og Tryggvi Helgason, formaður Sjó mannafélags Akureyrar og Krist ján Ragnarsson, fulltrúi og vara- maður hans Ingimar Einarsson. fulltrúi, af hálfu síldarseljenda. Verðtillaga fulltrúa síldarkaup- enda var kr. 0,67 hvert kg., auk kr. 0,05 í flutningsgjald, en verð tillaga fulltrúa síldarseljenda kr. 0,99, auk sama flutningsgjalds. Fulltrúar síldarkaupenda létu bóka eftirfarandi: „í bókun flormanns yfirnefndar hr. Bjarna Braga Jónssonar á fundi yfirnefndar hinn 20. júní s.l. um verðákvörðun á bræðslu- síld Sunnan- og Vestanlands var gert ráð fyrir, að sama afurða- nýting gilti fyrir allt yfirstand andi verðtímabil þ.e. til septem berloka. Hráefnisverð frá 1 ágúst nk. breyttist því aðeins í sam- ræmi við breytingar á söluverði afurðanna á erlendum mörtouð- um. Verðlækkun á mjöli og lýsi hefur orðið veruleg á þeim tima sem Hðinn er frá síðustu verð- ákrvörðun og nemur lækibunin að minnsta kosti 15 aurum á hvert kíló fersksíldar. Við síðustu verð ákivörðun var kostnaðaráætlun verksmiðjanna, sem rökstudd var með rekstrarreikningum þeirra frá fyrra ári, skorin srvo mður, að nær engin fjárhæð var ætluð fyrir viðhaldi og allis engin fyxir fyrningum og stofnfjárvöxtum. Þá skiortir verullega á, að verk- simiðjurnar hafi náð þeirri af- urðanýtingu, sem áætluð ,var fyrir verðtímabiUð. Fxxlltrúar Ikaupenda telja þvi að ólhjá- kvæmilegt sé, að verð á síld til bræðslu lækki um þá upphæð, sem verðlækkun afurðanna á er- lendurn mörfcuðum nemur, eða 15 aura á hvert kíló, enda er verksmiðjunum algjörfega ó- kleift að rísa undir hvoru- tveggja, mikið rýrari afurðanýt- ingu, en áætluð hafði verið og verulegri verðlækkun afurðanna á erlendum mörkuðum". Fulltrúar sjómanna og útvegs- manna í yfirnefindinni gera eftir- farandi grein fyrir afistöðu sinni: „TiHaga okkar, um 99 aura verð pr. kg. sHdar, byggist á því, að síld veidd við Suður- og Vesturland væri lækkuð í verði hl'utfallslega jafn mikið og ákveðið hefur verið um síld fyrir Austur- og Norðurlandi, sem var um 29% miðað við sama tíma- bil á s.l. ári. Hinsvegar hafði meirihluti yfirnefindar — þ.e. oddamaður og fulltrúar síldar- kaupenda — álkveðið verð á bræðslusíid fyrir Suður- og Vest urland í júní s.l., 82 aura pr. kg, sem er um 42% lækfcun á verð- inu frá því, sem það var á sama tímabili í fyrra Með ákvörðun oddamanns fá verksmiðjurnar á S.V.4andi, 14 aurum meira í vinnsliufcostnað, en vertosmiðjurnar á Austurlandi. miðað við hvert kg. síldar. Með tiUiti til þessa, telja full- trúar síldarseljenda, að útvegs- menn og sjómenn séu látnir ta'ka á sig stærri hluta af verðlfalli síld- arafurða, en þeim hefur verið gert að gera á síld veiddri við Austurland. Við teljum, að efcki liggi fyrir fuHinægjandi upplýsingar eða rök fyrir hinni miklu einstæðu verð- lækkun, þ.e. 42% frá því, sem verðið var á sama tímahili í fyrra, og því fremur. sem aíli síldveiðibátanna við Suðurl md hefir stöðugt farið minnkandi síð ustu ár, og þessar veiðar eru því eingangu stundaðar af minnstu síldveiðibátum, sem ekki. geta leitað á fjarlæg sHdarmið, og eru af þeirri stærð báta, sem einna erfiðast eiga uppdráttar hin síðari ár. Getum við þ ri ekki fallist á tiUögu oddamanns. Varðandi tillögur fulltrúa síld- arkaupenda, um 15 aura lækkuir, frá því verði, sem nú hefur ver- ið áfcveðið. og þeir samþykktu s.l. vor, viljum við upplýsa að slík lækkun er að meirih'.ata byggð á spádómum fulltrúanna um hiugsanlega lækkun afuiða- verðsinis í framtíðinni. Að þessu sinni er verðið úr- skurðað af oddamanni einum, og er það í annað sinn, sem svo er gert í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Við vUjum nú eins og áður mótmæla þeirri mál'smeðferð, og teljum hana með öllu óhæfa tH að ráða til lykta, svo mikilvægu hagsmuna- máli sjómanna og útvegsmanaa. Með tiUiti til þessa virðist okk- ur óþarft að hafa 12 fulltrúa í Verðlagsráði, ^f úrskurðarvaldið liggur í eiras mainns hendi, en ekki hafði þó verið gert ráð fyrir að svo gæti verið, þegar lög um Verðlagsráð sjávarútvegsins voru samþykkt“. í tilefni aí þessari greinargerð fulltrúa sHdarseljenda, er kom fram eftir að aðrar greioargerð- ir höfðu verið lagðar fram, gera fulltrúar síldarkaupenda eftir- farandi athugasemd: „Sama verðbreyting prósent- vís á síld, sefii gefiur mísj >fna aíurðanýtimgu er augljóslega ranglát, þar sem vinnslukostn- aður er óháður breyttu verðlagi. Verksmiðjur á Suður- og Vest urlandi hafa jafnan fengið minna upp í vinmslukostnað síldar en verksmiðjurnar á Norður- og Austurlandi, enda hefir afkoma þerira fyrrnefndu verið mun verri. Hvað snertir aflkomu út- gerðar og sjómanna, mun hún vera mjög slæm á báðum veiði- svæðunum, en þó sízt lakari sunnan- og vestanlands. Hvað viðkemur verðla ;í á lýsi og mjöU er þar því mið'ir efcki um spádóma fulltrúa síldarkaup enda að ræða, heldur staðreynd- ir sem við héldnm að öllum landislýð væru kunnar". Oddamaður lagði fram eftirfar- andi greinargerð fjrir úrskurði sínum: „Það hefur verið ste.fna for- stjóra Efnahagisstofnunarinnar og fulltrúa hans sem oddamanna í yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins að forðast að leysa verðdeilur á þeim vettvangi mieð sérúrskurði, nema þýðingarmikl- ir hagsmunir séu í húfi og með öllu sé útilokað, að viðunandi lausn náist með tilstyrk anaars hivors aðUans. Hefur ekki komið til sérúrskurðar fram til þessa af hálifu forstjóra Efnahagsstofn- unarinnar eða fulltrúa hans. í þeirri deilu, sem nú stendur yfir um bræðslusfldarverð á Suður- og Vesturlandi í ágúnt og september n.k., verður tæplega talið, að tiltölulega miklir hags- munir séu í húfii. Hins vegar er hér um að ræða áfcvörðun verðs fyrir síðari hluta venjulegs verð- tímabils, sem skipt vat sérstak- lega mieð úrskurði yfirnefndar hinn 20. júní, en þeirri skdpt- ingu voru fulltrúar xaupenda þó imótfallnir, enda þótt þeir féll- •ust á hana tii samkomulags við oddamann. Miðað var við áætl- aða meðalaíurðanýtingu alls sum- arsins, þannig að ætlunin var. að verðið á síðara hluta tímabilsins gæti aðeins breytzt vegna fram- kominna breytinga aiurðverðs. Þar sem þannig er um að ræða framlengingu verðs, sem þegar hefur verið lagður grudvó.iur að í meginatriðum, telur oddamað- ur ekki brotið í bág við fyrr- greinda meginreglu, þótt beitt sé sérúrskurði. Rieynt hefur verið til þrautar að ná samstöðu beggja aðila eða annars við oddiamann um við- unandi lausn. Endanlegt tilboð seljenda er 99 auTar á hvert kg. við skipshlið, en kaupenda 67 aurar. Hefur oddamaður þvi ákveðið að feUa úrskurð sinn á því bili, er þannig myndast, og úrskurðar óbreytt verð fcr. 0.82 og að auki 5 aura á hv vt kg. fyrir akstur í þró. ÚrsfcurðuT þessi byggist á eftir greindum rökum: 1. Fitumælingar síldar teknar á Suðvesturlandi í sumar benda til þess. að fyrri áætlun um lýs- isútkomu muni standast. Vinoslu tölur verksmiðja sýna hins veg- ar lalkari nýtingu bæði mjöls og lýsis en reiknað var með. Aætl- aðri afurðanýtingu verður þó ekfci breytt frá þeirri meðal- talsáætlun, sem slegið var fastri með fyrri verðálkvörðun. 2. AÆurðaverð hefur enn hald- ið áfiram að læklka á heimsmark- aðnum. Hins vegar hefur þesa enn gætt mjög Htið í ramiveru- legri sölu afurðanna og veitingu útfiutningsleyfa, en horfur um áframhaldandi verðþróun. eru álika óvissar og fyrr. Er því örð- ugt að taka fullt tillit til þeirrar verðlækkunar, sem kemur fram af markaðsfréttum, einkum með tiUiti tiíl þess Aordæmis, sem. vinnsluistöðvar á Norður- og Aust urlandi hafa sýnt með því að taka verðálhættuna á sig til móts við örðug sóknarskilyrði bát- anna. 3. Sóknarskilyrði við Suðvest- urland hafa að vísu ekki versnað frá því fyrr í sumar. En aflinn hefur dregizt mjög saman upp á síðakastið og ekki horfiur á, að hann glæðist aftur, þannig að bátarnir hafa minni tekjur til að mæta kostnaði sínum. Má telja l'íklegt ,að þar með sé verðið komið að iágmarki útgerðark otn. aðar. Við fyrri verðlagning ma var tefcið tiIHt til þess gag xvart kaupendum, að á fyrra ári ha.fði þegar verið skert verulega það, sem verfcsmiðjurnar höfðu til að mæta föstum kostnaði, svo að sumarverðið á Suðvesturla 1 ár hlaut að læklba meira en á Norður- og Austurlandi, en þar hafði ekki verið gengið á hluit faists kostnaðar verksmiðjanna fyrir ári. En nú virðist sýnt, að taka verði með svipuðum hætii tillit til þess, að hiorfur eru á, að aiflaverðmactið hrötokvi aðeins fiyrir lágmarfci útgerðarkostn ið- ar. Til frefcari skýringar á saman- burði hráetfnisverðs og vinnstfu- kastnaðar miHi veiðisvæðanna fiyrir Norður- og Austuriandi og fiyrir Suður- og Vesturlandi viU oddamaður taka f- o... eftirfar- andi: Við verðlagninguna í júní s.L voru verksmiðjunum á Suður og Vesturlandi áætlaðaðir 68 aurar í eiginlegan vinnslukostnað á móti 71 eyri á Norður- og Aust- urlandi. Hins vegar betfur fram- setning rekstraráætlana verk- 6miðjanna á þessum evæðum ekki verið mieð öllu sambærileg. Á Suður- og Vesturlandi kemur meira til frádráttar f."á sölu- tekjum vegna afurða iffalla, hærri flutningslkostnaðar o.þ.h. Hefur á unadnförnum árum ver- ið unnið að verðáikvörðun bræðslusíldar á Suður- og Vest- nrlandi með hliðsjón af i.g gerðum rekstraráætlunum, enda þótt ofit hafi verið ágreining.ir um mat einstafcra liða. Jafnframt hétfur verið stuðzt við árlega rehstrarreikninga fyrirtaekj anna og samanburð við rekstrark istn- að verksmiðja á NorðuT- og Aust urlandi“. Reykjavík, 2. ágúst, 1967. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Fyrir Verzlunarmannahelgina Tjöld Kaupið vönduð tjöld, tjöld sem þola ís- lenzka veðráttu. Þau fáið þið hjá okkur. Skoðið sjálf og dæmið. SVEFNPOKAR mjög vandaðir, margar gerðir. Viðleguútbúnaður alls konar, hvergi annað eins úrval. Sportfatnaður ferðafatnaður í mjög fjölbreyttu úrvali. Allt aðeins úrvals vörur. GEísíPf Vesturgötu 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.