Morgunblaðið - 05.08.1967, Blaðsíða 8
n
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. AGTTST 1987
Fimmfugur í dag:
Gunnar Guðmundsson
JÚ, þetta er knnn, hann Gunni.
Ég var að blaða í félagaskránni
og sá að Gunnar Guðmundsson
yrði fimmtugur 5. ágúst, og ég
sem hélt að hann væri ennþá
meiri strákur en ég. En ég er
Víst ekki sá fyrsti, sem íslenzk
mannþékking hefur leikið á fyrir
hönd Gunna. Við, Hafnfirðingar,
þekkjum víst allir ytra borðið á
persónunni, en ég hef grun um
að næsta fáir viti frekari deili
á persónuleikanum.
Það er kannski ekkert nýtt í
ókkar bæjarfélagi, að menn
Ígysi störf sín samvizkusamlega
af hendi, eins og Gunni hefur
gert, en hitt mun fátíðara, að
menn dylji svo göfugan guðs-
neista fyrir samborgurum sín-
um, að þeir einir viti, er af hafa
notið. Sumt tekst sam-t aldrei að
dylja. Hve mörg hýrleg bros
hafa bömin þegið á hálfsópaðri
götu? Hve margir söng- og
kvæðamenn hafa orðið litlir
Kennarar
Vantar að Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Aðal-
kennslugrein danska. Upplýsingar gefa Jóhann
Jóhannsson, skólastjóri, sími 4201, Hveragerði og
formaður fræðsluráðs Skúli Jónasson, Hólavegi 16,
Siglufirði, sími 71485.
karlar í eigin augum, þegar
Gunni hefur tekið lagið — af
Kennara vantar
að heimavistarskólanum að Jaðri. Upplýsingar í
fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12.
Fræðslustjórinn í Reykjavík.
þeim? — jafnvel nokkrir orð-
Lausir tónar með silfurrödd
„sénísins" geta vakið upp víð-
áttuskyn fegurðarinnar. Það
stendur enginn lengi hjálpar-
vana á gatnamótum ef Gunni er
nærstaddur, hvort sem þeir veg-
ir hafa verið stráðir áróðri eða
öðra sorpi, Gunni yfirstígur
það.
Gunni minn! Það þakka þér
margir í dag, samstarfsmenn,
yfirmenn að fornu og nýju, og
stóri kunningj-ahópurinn, og
við óskum þér til hamingju með
daginn og framtíðina, og ég veit,
að fleiri vættir taka undir milli
hrauns og hleina.
Kjartan Hjálmarsson.
Hætta ekki
sprengjuárásum
á IM-Vietnam
Washington, 2. ágúst NTB
BANDARÍSKA utanríkisráðu-
neytið neitaði í dag öllum orð-
rómi, sem komizt hafði á kreik
um, að Johnison forseti væri að
undirbúa aðgerðir í því skyni
að koma friði á í Vietnam, sem
vekja myndu mikla athygli.
Talsmaður ráðuneytisins, Ro-
bert McCloskey sagði, að allar
slíkar vangaveltur væru órök-
studdar, en lagði samtímis á-
herzlu á, að Bandaríkin væru
eftir sem áður tilbúin til þess
að hefja viðræður við stjórnina
í Hanoi til þess að fá endi bund-
inn á styrjöldina.
Ástæðan til þessarar tilkynn-
ingar utanríkismálaráðuneytis-
ins var frétt, sem fréttaritari
Columbiaútvarpsstöðvarinnar í
Hvíta húsinu hafði látið fara frá
sér. Þar var sagt, að Johnson
forseti hefði tekið mikilvæga á-
kvörðun til þess að koma á friði
í Vietnam og að miklar líkur
væru á, að sprengjuárásum á N-
Vietnam yrði hætt, á meðan for-
setakosningarnar í S-Vietnam
færu fram í næsta mánuði.
Skrifstofustúlka óskast
Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða skrifstofustúlku frá 1.
september. Góð vélritunar- og enskukunnátta nauðsynleg. Um-
sóknir, sem verður farið með sem trúnaðarmál, óskast sendar
Mbl. sem fyrst merktar: „Góð laun 5552.“
,, AN DSP YRN A##
— Pólitísk sjálfsæfisaga
Georges Bidault gefin út
New York, 3. ágúst. NTB
GEORGES Bidault, fyrrum for-
sætisráðherra Frakklands, sem
nú llfir í útlegð í Belgíu, hefur
skrifað bók, er kemur út í New
York síðar í þessum mánuði.
Þar segir hann, meðal annars,
að de Gaulle forseti Frakklands,
sé mikill leikari, sem ferðist um
í löndum, er hann áður hafi lit-
ið á með fyrirlitningu. Þar
hlusti hann með ákefð eftir lofi
og lófataki, en brátt sé ferill
hans á enda.
Ekki rökstyður Bidault nánar
þessa staðhæfingu — segir að-
eins „ég veit, að tjaldið fellur
brátt“. Bók sína kallar hann
„Andspyrna — pólitísk sjálfs-
ævisaga Georges Bidault". Þar
rekur hann þá atburði, er ieiddu
til andstöðu við stjórnarvöld
Frakklands, fyrst í heimsstyrj-
öldinni síðari, er hann hlaut lof
sem leiðtogi í frönsku andspyrnu
hreyfingunni, síðan árið 1958,
þegar de Gaulle komst til valda,
en þá barðist hann gegn fimmta
lýðveidinu og fyrirætlunum de
Gauille um frjáíst Alsír. Lýsir
Bidault því stig af stigi, hvem-
ig afstaða hans til de Gaulle
breyttist ,,Ég varð gauilisti
vegna þess, að ég gerði uppreisn
gegn ósigri og þræikun. Ég varð
and-gaúLlisti vegna þess, að ég
gerði aftur uppreisn gegn ósigri
og þrælkun. Ég var enginn hálf
velgju-gaullisti og ég er heldur
enginn háifvelgju and-gauilisti“,
skrifar Bidault.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM k Jí
ÉG tek þátt í safnaðarstarfi og sæki kirkju að staðaldri,
en samt get ég ómögulega trúað á himnariki. Ég held
sem sé, að menn lifi ekki eftir dauðann.
VIÐ þessu er erfitt að gefa svar fyrirvaralaust.
Sennilega eigið þér við, að þér trúið ekki þess konar
himnaríki, sem sumt fólk talar um. Ég get heldur
ekki sagt, að ég sé sammála öllu hjá þeim, seirn ég
hef heyrt lýsa himnaríki. En þótt þér séuð þeim
ósammála, þarf það á hinn bóginn ekki að þýða það,
að þér lifið ekki eftir dauðann. Maðurinn er skapað-
ur til eilífðarinnar. Sú hæfni hans að hugsa sjáilfan
sig lifandi að eilífu greinir hann frá dýrunum.
Afstaða yðar getur á engan hátt talizt syndsam-
leg. En þér hafið með einhverjum hætti leiðzt afvega
eða látið blekkjast. Þess vegna farið þér á mis við
mikinn fögnuð og eftirvæntingu, sem því fylgir að
trúa orðum frelsarans, sem sagði: „Ég fer burt að
búa yður stað. Og þegar ég er farinn burt og hefi búið
yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til
þess að þér séuð og þar sem ég er“. — Þetta er him-
inn þess, er trúir.
Landsmálafélagið Vörður
Stjórn Varðar hyggst efna til 14 daga
KYNNISFERÐAR TIL AMERIKU
seint í september eða byrjun október, ef næg þátttaka fæst. Áætlaður ferðakostnaður og gisting um kr. 16.000.—
á mann. Farið verður til New York, Washington og á heimsýninguna í Montreal. Þátttaka tilkynnist sem fyrst, en i
síðasta lagi 10. ágúst n.k. Upplýsingar í síma 38175 og 33375 (á kvöldin).
Stjórn Varbar