Morgunblaðið - 05.08.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.08.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNELAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1967 L íslendingar kepptu á Norð- urlandaskotmóti í JÚNt sl. fór fram í Helsinki i Finnlandi Norðurlandamót í skotfimi. Skotfélag Reykjavík- ur sendi 4 þátttakendur til móts ins. Eru þeir fyrstu íslending- arnir sem keppa á slíku móti erlendis. Mbl. hitti að máli þá Axel Sölvason, formann Skot- félagsins og Egil J. Stardal, far arstjóra sveitarinnar og bað þá að segja frá mótinu. Egill sagði, að íslenzku þátt- takendurnir hefðu verið þau hjónin Edda Thorlacius og Sig- urður ísaksson, Axel Sölvason og Valdimar Magnússon. Sér- stök ánægja hefði ríkt meðal hinna Norðurlandabúanna með þátttöku íslands í mótinu í fyrsta skipti. Að vísu hefði ver ið útilokað að keppa í nema fá- einum greinum. Hér heima hefði Skotfélagið ekki aðstöðu til 50 metra riffil æfinga inn- anhúss, en það voru einmitt greinarnar sem sveitin tók þátt i. Annars vegar keppni í 60 skot um í liggjandi stöðu og hins vegar 3x40 skotum, svokallaðri þríþraut. í þessum tveimur grein um er þátttakan almennust, enda keppt með hinum algengu 22 cal, rifflum. í þríþrautinni er skotið úr þremur stöðum, standandi, á kné og liggjandi. Hæstur mögu- legur stigafjöldi er 1200, og þarf þá að hitta öllum skotum í innsta hring skotskífunnar. Hæstur í greininni varð Norð- maður með 1135 stig, stigahæst- ur íslendinga varð Valdimar Magnússon með 1016. Keppnin í fyrrgreindum grein um er ávallt hörðust og vekur mesta athygli. Edda Thorlacius tók þátt í kvennakeppni með rifflum. Sig- urvegari í greininni var frá Finnlandi náði 591 stigi af 600 mögulegum, en Edda hlaut 572, og sló þar með út þrjár stöllur sínar sænskar. Var það gleði- dagur fyrir íslenzku sveitina, því Svíar senda fjölmenna sveit góðra skotmanna til mótsins. í mörgum greinum svo sem skambyssu og haglabyssukeppni auk „hjartarbanans" gat sveitin ekki tekið þátt í. Hin síðar- nefnda krefst geysi mikillar þjálfunar. Hún fer þannig fram að eftirlíking af hirti rennur eftir spori á 5 sek. hraða. Verð- ur skotmaður að koma á hana tveimur skotum. Ekki má nota sjálfvirka byssu á hjörtinn, þar sem hann liður framhjá á 50 m. færi, er tíminn því sannar- lega naumur. Þeir Axel og Egill létu sérlega vel af allri aðstöðu á mótinu. Finnska skotsambandið, sem sá um mótið, lét byggja mótshúsið og skotbrautir og kostuðu þær J framkvæmdir um eina milljón 1 finnskra marka. Vildu þeir koma að sérstöku j j þakklæti til sambandsins fyrir | móttökurnar, sem hefðu verið frábærar eins og Finnum var j von og vísa. Helsinki-borg hafði boð inni fyrir þátttakendur og verðlaunaafhending og lokahóf fór fram í einu Veglegasta veit- ingahúsi borgarinnar með mikl- I um glæsibrag. Verðlaun voru ! veitt til einstaklinga og til sig- ! urþjóðanna í hverri grein. Ekki j voru nein heildarverðlaun veitt, en Finnar náðu beztum heild- arárangri. j Egill J. Stardal, sem sat í dóm I nefndinni sagði, að islenzka j sveitin hefði ekki gengið þess • skotsambandið (U.I.T.) setur það skilyrði um met, að þau séu sett á svonefndum svæðismót- um. Til að mynda svæði þarf 5 þjóðir til. Þar af leiðandi hafa met sett á Norðurlöndum í skot fimi ekki vérið viðurkennd al- þjóðamet. Finninn Simo Morri setti til dæmis óstaðfest heims- met á Norðurlandamótinu með riffli, með því að ná 599 stig- um af 600 mögulegum. Viður- kenndur heimsmethafi í grein- inni er bandaríkjamaðurinn Anderson. Axel Sölvason sagði, að starf jndi væru tvö skotfélög utai, Reykjavík'ur; á Akureyri og Hafnarfirði. Væri mjög æskilegt að félögin athuguðu nú mögu- leika á stofnun Skotsambands ís lands, sem yrði aðili að Norður landasambandinu. Takmarkið væri að senda fullgildar sveit- ir á næsta Norðurlandamót. Þessi mynd af ísleznku sveitinni birtist ásamt grein í dagblaði í Helsinki. Fyrirsögnin var Litla ísland keppir með. Frá vinstri Egill J. Stardal, fararstjóri, Sigurður ísaksson, Axel Sölvason, Valdemar Magnússon og Edda Tliorlacius. en hefði uppfhaflega verið ætlað"^- fyrir innanhúss. hlaupabraut. Hefði verið auðvelt að nota það samhliða til skotæfinga. Væri i það eindregin ósk Skotfélagsins tii borgaryfirvaldanna, að þau Bjóða til Finnlonds ÆSKULÝÐSRÁÐ Norræna fé- lagsins finnska býður fjórum ís- lendingum á aldrinum 16 ára til 30 til móts í Finnlandi niunda til 13. ágúst. Greiðir æskulýðs- sambandið fargjaldið aðra )eið- ina þe. frá íslandi til Finnlands og allt uppihald í Finnlandi. Þeir, sem óska eftir að fara ! þessa ferð hringi á skrifsijíu Norræna félagsins islenzka í Hagaskóla i dag. laugardag kl. ! 9—16, eða á mánudag 7. ágúst kl. : 9—18 í síma 17995. Þar munu ; þeir fá allar nánari upplýsingar. Flogið verður til Helsingfors, 8 I ágúst kl. 23:45 frá Keflavík. Efni mátsins er: Finnland i dag. Frá haglabyssukeppninni. Leirdúfa þýtur framhjá með 70—80 km. hraða. Skyttan hleypir af og hittir beint í mark, reykský myndast og ber við raflínustöngina. íulin til leiks, að ekki væri 1 neinna stórafreka að vænta. ! Meðal hinna Norðurlandaþjóð- anna væri að finna harðsnún- ustu skyttur beims. Á Olympíumótum væri hlut- ur þeirra ævinlega frábær. Það værimikilvægt að ísland gæti sená fyrst orðið fullgildur | þátttakandi i Norðurlandamót- unum. Hin Norðurlandasambönd Axel sagði að framundan væri firmakeppni hjá Skotfélaginu, hefðu mörg sportvörufyrirtæki gefið góð fyrirheit um þátttöku. Félagið stefndi nú sem áður að því, að fá 500 metra 6kot- þraut innanhúss. 25 metra braut in sem félagið hefði afnot af væri hvergi notað sem keppnis- vegalengd. Félagið hefði mikinn gæfu því, sem og öðrum íþrótta félögum í borginni aðstöðu til æfinga innanhúss. Molar j Á miðviku'dag unnu Banda- rílkjamenn 6 gullverðlaun af sjö | á Pan-amerísku leikunum, sem ■ fara fram í Winnipeg, Kanada ! þessa dagana. John Cartos sigraði | í 200 m. hlupi á 20.9 sek., Wad« Bell 800 m á 1.49,2. Van Nelison ■ 5000 m. á 13.47,4. BiM To.r.iicy í tugþraut hlaut 8044 stig. Wyo- mia Tyus í 200 m. hlaupi kven.na á 23.7 sek, en Kúban.sika stúl'kan Irine Martinez Tartabull í lang- •töikiki kvenna, stökk 6.33 melra. áhuga fyrir aðstöðu undir á- in væru þess mjög hvetjandi, I horfendastúkunni í Laugardal. m.a. vegna þess að Alþjóðlega Það húsnæði væri notað sem geymslurými fyrir Hitaveituna, í 50 metra þríþraut með rifflum stellingum. Myndirnar tók Axel Sölvason. sjást í liggjandi Golfkeppni kvenna í SAMBANDI við frásögnina um 25 ára afmæli Golfsambands íslands á íþróttasíðunni í gær kom einn fyrrverandi formaður Golfklúbhs Reykjavíkur að máli við blaðið og vakti athygli á því að hér áður fyrr hafi um ára- bil farið fram keppni í meist- araflokki kvenna á vegum Golf klúbbsins. Magnús Kjaran, stór kaupmaður hefði gefið bikar til þessarar keppni og að minnsta kosti verið keppt um hann í tíu ár. Engúm keppenda tókst að vinna hann til eignar, en að minnsta kasti fjórar konur urðu I handhafar hans á þessum tima. ! KR-ingar hafa sent 2. flokks lið sitt til keppnisferðar til V- I Berlínar og Danmörku. Áttu KR-ingarnir að leika fyrri leik sinn í V-Berlín í gær, og hinn síðari þar í borg á morgun, sunnudag. Síðan verður farið til Danmerkur og leikinn fyrri leikurinn nk. niiðvikudag í bænum Höve á Jótlandi, en siðari leikinn í Kaupmannahöfn daginn eftir. Aðalfararstjóri er Örn Steinsen, en hann er jafnframt þjálfari liðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.