Morgunblaðið - 05.08.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.08.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1987 15 r 160 í$':cdmgum gefst kostur á ferð með skipinu til Mallorca Skipstjórinn, fremst til hægr'v fulltrúi útgerðarfélagsins og fleiri kveðja, þegar lagt var frá borði. AUSTUR-ÞÝZKA skemmti- ferðaskipið „Völkerfreund- schaft“ kom hingað til Reykja víkur sl. miðvikudag með hóp sænskra ferðamanna og var hér í tvo daga. Þekktara er skipið xindir sínu fyrra nafni, „Stockholm", enda lengi flaggskip Sænsku Ame- ríku-línunnar. Þjóðverjarnir keyptu það af Svíum 1960, og hefur það síðan verið í sigl- ingum með skemmtiferða- fólk um Atlantshaf, Miðjarð- • arhaf, Svartahaf og farið nokkrar ferðir til Karabíska hafsins. Koma skipsins hingað að þessu sinni vakti meiri at- hygli en ella hefði orðið vegna þess, að 16. ágúst kem ur það aftur og fer þá með hóp íslendinga í 16 daga skemmtisiglingu til Noregs, Danmerkur, Hollands og Bretlands á vegum Ferða- skrifstofunnar Sunnu. Sunnu-fólkið hafði að sjálf sögðu sérstakan áhuga á að kynna sér skipið sem bezt og þurfti auk þess að ræða við skipstjórnarmenn um ýmis- legt varðandi fyrirhugaða reisu. Blaðamaður og ljós- myndari frá Mbl. slógust í för með því um borð á mið- vikudagskvöldið. Skemmtiferðaskip á borð við ,,Völkerfreundschaft“ er eins og margra hæða hús, fljótandi hótel. Gengið er um r ganga og margvísleg salar- kynni, upp stiga og niður, nema menn kjósi heldur að nota lyfturnar. Þarna eru m.a. verzlanir, hárgreiðslu- stofa og rakarastofa, sund- laug inni með saunabaði og nuddstbfu, og önnur úti á einu sóldekkinu, kvikmynda salur og margt fleira. Annars verða hér ekki tínd til þau þægindi, sem skipið hefur upp á að bjóða, því eins og skipstjórinn sagði: „Fyrir alla muni lýsið þessu ekki sem neinu stórkostlegu, því þá gætu menn orðið fyrir von birgðum. Betra er að það komi mönnum á óvart, hvað hér er að hafa og fá.“ Þegar við komum um borð sátu farþegarnir að snæðingi. Starfsfólk Sunnu og þrir af yfirmönnum skipsins við utisun augina. Setið að snæðingi í einum borðsal skipsins. Sænska „smörgás-borðið virt ist vinsælt þar sem menn fengu sér léttan kvöldverð, en í öðrum sal á næsta dekki voru framreiddir heitir rétt- ir fyrir þá, sem það vildu heldur. Skipstjórinn er snaggara- legur náungi, léttur í skapi, Hann var himinlifandi yfir þeim dásemdarstað, Reykja- vík. Það væri munur að koma hingað eftir alla rigninguna, sem var við Noregsstrendur að þessu sinni. Hann hafði að vísu heyrt að hér rigndi mik ið og sérstaklega væri veður guðunum uppsigað við skemmtiferðaskip, en það ætti bersýnilega ekki við um hans farkost. — íslendingarn ir sögðu aftur á móti að Noregur væri að ljúka sér af m-eð rigninguna áður en þeir kæmu þángað. Þeir Sunnu-menn höfðu fyrr um daginn farið um borð og m.a. óskað eftir því, að íslenzkur matur yrði nokkrum sinnum á borðum í ferðinni síðar í mánuðin- um. Skipstjórinn sagði að brytinn treysti sér vel til þess að matreiða reykta kjöt ið og lambasteikina, en hann velti mjög vöngum yfir því, hvernig matbúa ætti saltfisk inn svo að hann bragðaðist íslendingunum eins og heima. Þegar líða tók á kvöldið, voru flest borð setin í dans- salnum, og í öðrum minni sölum var einnig margt um manninn. Sumir spiluðu, aðr- ir létu fara vel um sig í þægi legum stólum, drukku bjór og röbbuðu saman, menn stóðu við bari með gaman- yrði á vör eða rjáluðu við ýmiskonar leiktæki. Virtust allir una sér hið bezta. „Völkerfreundschaft" er um 12.500 lestir að stærð, yf- ir 160 m. að lengd, prýðileg- asta sjóskip með sérstökum útbúnaði, sem dregur úr velt ingi. 220 manna áhöfn er á skipinu. „Og hún mun gera allt til þess að ferð ykkar verði sem ánægjulegust*1, sagði skipstjórinn um leið og lagt var frá borði. ★ En fslendingar hafa ekki alveg kvatt skipið, þegar það kemur liingað aftur 31. ágúst. Næsta skemmtifeið þess hefst í Marseille og átti það að sigla þangað tómt, en nú hef ur Sunna ákveðið að gefa 160 manns kost á að fara með því til Palma á Mall- orca, en þar verður síðan dvalið um hrið og komið með flugvél heim með viðdvöl í London. Siglingin til Palma tekur 5 sólarhringa. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Heimsókn um borð í Völkerfreundschaít

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.