Morgunblaðið - 05.08.1967, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1967
tJtgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjónar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Œtitstjórn og afgreiðsla:
Auglýsingar:
í lausasölu:
Áskriftargjald kr. 105.00
1 ^»^»^»^»^«^*^»^»^»^«^»^»^»^»^»^»^»,
\
(
i
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá. Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstraeti 6. Sími 104100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
FL ÝTIÐ YKKUR HÆGT
¥Tm þessa miklu umferðar-
^ helgi er rík ástæða til
þess að minnast hins latneska
spakmælis: Flýtið ykkur
hægt. Kjarni málsins er sá
að ekkert liggur á. Menn
komast leiðar sinnar með því
að gæta varúðar. Engu mun-
ar hvort menn koma klukku-
tímanum fyrr eða seinna á
áfangastað. Aðalatriðið er að
‘tilganginum með ferðinni sé
náð, að hún skapi fólkinu
tilbreytingu og gleði.
Þetta er það sem að um-
ferðinni lýtur. Yngri sem
eldri verða að sameinast um
að stuðla að því að þessi helgi
verði slysalaus. Svo er sú hlið
sem snýr að hegðun fólksins
á samkomum víðsvegar um
land. óhófleg áfengisneyzla
hefur oft sett ómenningar-
brag á samkomuhald verzl-
unarmannahelgarinnar, jafn-
vel á hinum fegurstu stöðum,
sem unga fólkið hefur leitað
til þúsundum saman.
Þetta má ekki svo til ganga
lengur. íslenzk æska er í dag
betur menntuð, hraustari og
glæsilegri en nokkru sinni
.fyrr. Það er henni ekki sam-
boðið að eyðileggja samkom-
ur sínar með ölæði og örviti.
Veður hefur undanfarna
daga verið hið fegursta um
meginhluta landsins. Vonandi
fær fólkið, sem nú leitar þús-
undum saman út um sveitir,
upp um dali og fjöll fagurt og
gott veður. En þá er hollt að
minnast þess að því aðeins
hafa menn gleði og gagn af
slíkum ferðum, því aðeins
geta menn notið dásemdar og
fegurðar landsins, að skugga
slysa, óhófs og taumleysis
beri ekki fyrir sólu.
SKIPULAGNING
HEILBRIGÐIS-
MÁLA
L aðalfundi Læknafélags ís-
■^* lands, sem nýlega var
haldinn hér í Reykjavík, kom
fram mikill áhugi á því að
framkvæmd verði á næst-
unni heildarskipulagning
heilbrigðismála. Kom fram
ákveðinn vilji aðalfundarins
í þá átt, að félagssamtök
lækna í landinu geri allt sem
í þeirra valdi stendur til þess
að stuðla að eðlilegri fram-
þróun þessara mála. Fundur-
inn lagði mikla áherzlu á að
stuðla bæri að fræðslu al-
mennings um þessi málefni,
sem hann taldi að hefðu að
óverðskulduðu fallið í skugg-
ann.
Ástæða er til þess að taka
undir þessa skoðun Læknafé-
lags íslands. Almenningur
þarf að hafa sem gleggstá
vitneskju um þessi mál. Náin
samvinna þarf að vera á milli
heilbrigðisst j órnarinnar,
læknasamtakanna og fólksins
sjálfs um úrbætur í heil-
brigðismálum. Enda þótt
mikið hafi verið gert til um-
bóta, bæði á sviði sjúkra-
húsmála og heilbrigðismála
almennt á undanförnum ár-
um eru þó mikil og erfið
verkefni, sem við blasa og
leysa verður. Brýna nauðsyn
ber til þess að á þessum
vandamálum verði tekið í
senn af góðvild og skilningi
á mikilvægi þeirra. Góð og
örugg læknaþjónusta og
heilsugæzla er grundvallarat-
riði í nútímaþjóðfélagi. Þar
má engin vanræksla eiga sér
stað. Vitanlega ræður fjár-
hagur þjóðarinnar miklu um
það, hvernig til tekst um
framkvæmd nauðsynlegra
umbóta í heilbrigðismálum.
En leggja verður megin
áherzlu á að heilbrigði fólks-
ins og heilsa er frumskilyrði
lífshamingju þess. Þess vegna
er læknisþjónusta og heilsu-
gæzla svo mikilvæg, að hún
má aldrei sitja á hakanum.
Að lokum er ástæða til þess
að fagna þeirri tillögu um að
Læknafélag íslands hyggst
beita sér fyrir því að hið
fyrsta verði haldin ráðstefna
um skipulag heilbrigðismála,
og mun félagið leita sam-
vinnu um framkvæmd slíkr-
ar ráðstefnu við heilbrigðis-
málaráðherra, landlækni,
Alþingi, sýslu- og sveitarfé-
lög, samband sjúkrahúseig-
enda og fleiri sambærilega
aðila. Slík ráðstefna er áreið-
anlega æskileg og gæti haft
gagnleg áhrif.
BANKARNIR ERU
SJÁLFSTÆÐAR
STOFNANIR
^píminn fer með rakalaus
ósannindi í forustugrein
sinni s.l. fimmtudag, er hann
stáðhæfir að „ríkisstjórnin
hafi fyrirskipað Seðlabank-
anum að efna til hinnar stór-
felldustu lánakreppu“.
Sannleikurinn í málinu er
sá, að ríkisstjórnin hefur ekk-
ert lagt fyrir Seðlabankann
eða aðra banka í þessa átt.
Bankarnir eru samkvæmt
landslögum sjálfstæðar stofn-
anir, sem fylgja sinni eigin
stefnu.
Þá er það einnig fjarstæða,
sem Tíminn heldur fram í
þessari sömu forustugrein, að
STYRJÖLDIN f NIGERÍU
— sem enginn veit hvernig stendur
Biafra búar telja sig eiga tveggja kosta
völ — sjálfstœðis eða tortímingar
STYRJÖLDIN í Nígeríu hef-
ur nú staðið yfir í næstum
mánaðartíma og enn virðist
engan veginn ljóst, hvemig
háttað er vígstöðu hinna stríð
andi aðila eða hverjar horf-
ur eru um úrslitin. Frá upp-
hafi hafa fregnir um gang
bardaganna verið ósamhljóða.
Stjómin í Lagos hefur birt
fregnir um, að herir hennar
hafi náð hinum og þessum
mikilvaegum bæjum og borg-
um — en stjóm austurhlut-
ans, Biafra, sem situr í borg-
inni Enugu, hefur jafnóðum
borið fregnirnar til baka og
sagt, að Biafra hersveitir hafi
í fullu tré við stjórnarher-
inn.
Margir erlendir fréttamenn
eru í Nígeríu, en þeir hafa
ekki getað komizt að rauin um
það, hvernig bardagar ganga
í raun og veru — eða hverj-
um vegnar betur í viðureign-
inni og kemur þar ýmislegt
tiL Fyrst mætti telja hinar
ósamhljóða fregnir og upp-
lýsingar og erfiðar samgöng-
ur. Þá er óhugsandi að fylgj-
ast með þessu stríði úr lofti
— eins og að verulegu leyti
var hægt í styrjöld fsraels
og Araba — vegna þess, að
hér er um að ræða hernað
á víðáttumiklu svæði steppa
og frumskóga, þar sem stríð-
andi hermennirnir geta talið
sér trú um, að þeir hafi hver
um sig betur, vegna þess eins,
að þeir hafa farið á mis
hvor við annan. Ennfremur
hefur stjórnin í Lagos gert
sitt til þess að takmarka
ferðafrelsi fréttamanna.
Á hinn bóginn virðist
smám saman vera að koma í
ljós, að „uppreisnar“-herinn
svokallaði í Biafra er all-
miklu öflugri en menn hugðu.
Þegar stjórnarherinn réðst
inn í Biafra 6. júní sl- í því
augnamiði að binda enda á
aðskilnaðaristefniu Odumegwu
Ojukwu, leiðtoga Biafrabúa
— sem hafði lýst yfir sjálf-
stæði nokkru áður eftir lang-
varandi deilur um réttarstöðu
austurhlutans í Nígeríufylki
— 'töldu fæstir að Biafra-her-
inn hefði bolmagn til þess að
hrinda árásinni. Sú fullyrð-
ing Yakubu Gowons stjórnar
leiðtogans í Lagos, að her
hans mundi sigra Biafra her-
inn á tveimur sólarhringum,
þótti engin goðgá. í fyrstu
bentu líka fregnir til þess,
að stjórnarhemum vegnaði
betur —en síðan virtist hon-
um fara að miða hægar. Enn
sem komið er, heldur Biafra
herinn í við stjórnarherinn og
margir eru þeirrar trúar, að
hann eigi eins miklar sigur-
líkur.
Fréttamaður Berlingske
Tidende skrifaði frá Enugu
fyrir nokkrum dögum, að
sjélfstæðisbarátta Biafra vseri
sennilega einsdæmi í sögu
Afríku. íboarnir, sem þar
búa, njóti engrar aðstoðar frá
öðrum — andstætt, til dæm-
is, við sjálfstæðisbaráttu Kat-
anga í Kongó á sínum tíma —
enda 'hafi engorm dottið í hug
að minnaist á kammúnisma
eða nýle ndu s tefnu, aldrei
þessu vant. íboar telji sig
ekki eiga nema -tveggja kosta
völ, að vinna sjálfstæði sínu
viðurkenningu ellegar tortím
ast fyrir hendi Hausa
í Enugu standa uppi
spjöld á opinberum
byggingum, með hvatn-
ingarorðum til íbúainna: „Við
eigum um að velja sigur eða
dauða“, „Verið viðbúin“, —
og með mynd af Biafraher-
manni, er hleypur fram með
brugðinn byssusting „Þessi
maður er reiðubúinn, — en
þú“?
Og flestir íbúarnir í En-
ugu virðast reiðubúnir segir
fréttaritarinin. Sjálfboðaliðar
streyma til herskráningar og
engum, sem í borginni dvelst,
blandast hugur um, að þessar
tíu milljóndr manna í Nígeríu
óska eftir að verða ein og
sjálfstæð þjóð.
Þessi sjálfstæðisbugur Iboa
er, að áliti margra frétta-
manna, bezta og strekasta
Framhald á bl«. 11
„vegna fyrirmæla ríkisstjórn-
arinnar hafi Seðlabankinn
fryst sparifé í stórum stíl og
dregið úr allri þjónustu sinni
við atvinnuvegina“.
Álþjóð veit í fyrsta lagi,
að það var vinstri stjórnin
sem setti í lög heimild til
þess að binda nokkurn hluta
sparifjár, í þeim tilgangi að
hafa hemil á verðbólgu í
landinu. í öðru lagi er það
fjarstæða, að bankarnir hafi
„dregið úr allri þjónustu
sinni við atvinnuvegina“.
Viðreisnarstjórnin hefur
þvert á móti haft forustu um
að efla lánastofnanir atvinnu-
veganna svo sem lánasjóði
Búnaðarbankans, Fiskveiða-
sjóðs og Iðnlánasjóðs.
Þeirri fyrirspurn mætti svo
beina til Tímans og annarra
málgagna stjórnarandstöð-
unnar, hvort þeir telji ástæðu
til þess að bankarnir auki nú
stórlega útlán sín og lækki
vexti? Mundu stjórnarand-
stæðingar telja þá ráðstöfun
líklega til þess að hindra dýr-
tíð og verðbólgu í landinu?
í þessu sambandi má minna
á það, að allsstaðar þar sem
hætta er á verðbólgu eða
verðbólga hefur skapazt telja
lánastofnanir og aðrir, sem
marka stefnuna í efnahags-
málum nauðsynlegt að mæta
slíkri hættu með takmörkun
útlána og hækkun vaxta. Það
hefur t. d. stjórn Verka-
mannaflokksins í Bretlandi
gert, auk margvíslegra rót-
tækra ráðstafana, sem stjóm-
arandstæðingar hér mimdu
vafalaust kalla „árás á verka-
lýðinn“ og „hagsmuni at-
vinnuveganna."