Morgunblaðið - 05.08.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1967
11
Kvikmynda gagnrým
dagblaðanna
- CHUNG KING
Framhald á bls- 1
Þar á að hafa verið róstusamt
í námum og verksmiðjum.
★ ★
Japanskur fréttamaður sendir
heim þær fregnir, að næstum
þriðjungur stjórnmálaforingja í
hernum hafi verið sviptur störf-
um, án þess nokkrar skýringar
væru gefnar, eða ástæður til-
greindar. Þeirra á meðal eru
Li Chin-chuan og Liu Nan-tao,
sem verið hafa pólitískir um-
sjónarmenn í Chengtu í Szech-
wan héraði og Langhow í Kans-
au héraði. Áður hafa borizt
fregnir um bardaga milli and-
stæðinga og sbuðningsmanna Ma -
os í báðum þessum stöðum.
CETEKA segir einnig, að Rauðir
varðliðar hafi farið þess á leit
vjð yfirvöldin í Peking, að Liu
Shao chi forseti — sem lengi
hefur verið svívirtur — verði
afhentur þeim. Ráðherrann, sem
fjallar um öryggismál innan-
lánds, Hsieh fu-chic hefur hins
vegar upplýst, að ekki hafi enn
verið tekin ákvörðun Um það,
hvort Liu verði leiddur fyrir
múginn.
Frá Hupeh berst sú fregn, að
útvarpið þar hafi skorað á bylt-
ingarmenn í Wuhan að samein-
ast og berjast við hlið frelsis-
hersins. Segir í áskoruninni, að
milljónir augna um gervallt
Kína beinist til Wuhan og fylgi
ist með þróun málanna þar. Það
fylgdi áskoruninni, að enn hefði
ekki tekizt að hrinda úr valda-
sessi fáeinum valdhöfum bæði
innan hersins og flokksins sem
gagnsýrðir væru af borgaralegri
stefnu.
Eftir þeim fregnum að dæma,
sem undanfarna daga hafa bor-
izt frá Kína, virðist enginn vafi
leika á því, að víða er mikil
ólga og blóðugir bardagar hafa
geisað á mörgum stöðum í land
iniu. Þetta er líka að nokkru
viðurkennt í blöðum og frétta-
sendingum útvarpsstöðva auk
þess, sem það kemur fram í á-
skorunum til íbúanna um að
flykkja sér um Mao og frelsis-
herinn. Á hinn bóginn er ekki
að fullu ljóst, hversu háttar and
stöðunni gegn Mao hvernig völd
hgns eru innan hersins eða
hvernig samvinna og samheldni
er meðal andstæðinga hans.
Fréttamenn benda á að nýjasta
„sjálfsgagnrýni“ Liu Shao-chis
hafi verið ein hin veikasta, sem
frá honum hafi komið — sem
bendi til þess, að hann telji sig
standá sterkar að vígi nú en
nokkru sinni fyrr.
Þá hafa stuðningsmenn Maos
hafið árásir á einn leiðtogann
til viðbótar. Að þessu sinni er
það Tao Chu, sem áður var
talinn fjórði valdamesti maður
í kínversku flokksstjórninni. Nú
er hann kallaður „helzti um-
boðsmaður kínverskra Krús-
jeffa í Mið- og Suður Kína.“
Ekkert er vitað Um Tao Chu
sumar fregnir segja, að hann é
í haldi í Peking, aðrar, að hann
leynist einhvers staðar í Suður-
Kína.
Að því er Krúsjefif varðar
minntist Dagblað alþýðunnar
lítillega í dag á sjónvarpsþátt
bandarísiku sjónvarpsstöðvarinn-
ar NBC um Krúisjeff. Þar sagði
að Krúsjefif væri pólitísk múmía
og blaðið líkti aðgerðum hans
í Kúbudeilunni 1962 við aðgerðir
Kasygins og Brezhnevs í styrjöld
Araba og ísraels á dögunum.
Loíks er að geta deilu, s? i
risin er milli Peking stjórnar-
innar og sænsku stjórnarinnar
vegina atferlis fréttamanns frá
norrænu fréttastofunum. Haralds
Munthe-Kaas og sænska sendi-
mannisins, Johns Sigurdssons.
Unnu þeir það til saka að taka
upp á segullband fjöldasamkomu
Rauðra varðliða. Þeir urðu fyrir
aðkasti af háifu lögreglu og her-
manna og hefiur sænska stjórnin
áður mótmælt þeirri meðferð.
Pekiingstjórnin staðhæfir hins-
vegar, að þeir — einikum Sig-
urðsson — hafi eódti orðið við
beiðni varðliðanna um að stöðva
segiulibandis upptökiuna, sem hafi
verið ólögleg — auk þess hafi
Sigurðsson áður gert sig sekan
um misbeitingu stöðu sinnar.
- FRETTAMENN
Framhald af bls. 1
ist „Dagbók Morley Safers
frá Rauða Kína.“ Safer, sem
hlotið hefur fjölda verðlauna
fyrir fréttaþætti sína frá
styrjöldinni í Vietnam, fór
til Peking um Moskvu hinn
8. júlí sl. og kom til Hong
Kong tuttugu dögum síðar.
Á hverjum morgni var
ferðamannahópurinn látinn
lesa í nokkrar mínútur upp
úr lítilli rauðri bók, sem
nefnist „Tilvitnanir Mao Tse-
tungs formanns.“ Safer hélt
dagbók yfir það sem gerðist,
og skráði atburðina í aðra
litla rauða bók af sömu
stærð og tilvitnanabókin.
Þetta auðveldaði honum að
skrjfa hjá sér ■ atburðina svo
lítið bæri á.
Þegar ferðamannahópurinn
fór yfir landamærin til Hong
Kong, voru allar ferðatöskur
opnaðar og farangurinn skoð
aður. En sjónvarpsfilmurnar,
sem faldar voru inni í föt-
um fréttamannanna, fundust
ekki.
- HONG KONG
Framhald af bls. 1
hjúkrunargögnum, slysavarð-
stofa og sitthvað fleira. Þarna
var gert að sárum uppþotsmanna
í óeirðunum, sem verið hafa í
Hong Kong undanfarna tvo mán
uði.
Lögreglan handtók einn mann,
þar sem hann reyndi að laumast
niður stiga að hurðarbaki og
fann í vasa hans kver ei'tt lit-
ið, sem var heitið ..Hvernig á að
búa til sprengju”? Einnig fu.ndu
lögreglumenn þeir. er hófu hús-
leitina ofan af þökum stórhýs-
anna, fjöldann allan af sprengju
gildrum ætluðum þeim «r kæmu
hina leiðina. Þá fannst í húsum
þessum þremur, sem öll eru í
eigu kommúnista, fjöldinn allur
af vopnum, m.a. spjót, axir, gas-
grímur og ókjör af áróðursspjöld
um með myndum af Mao og víg
orðum 'honum í hag.
- FÆREYJAR
Framhald af bls. 1
ónir íslenzkra króna. En það
hefur reynzt erfiðleikum
bundið að tryggja nægileg-
an ríkisstyrk til félagsins. Nú
verður málið allt tekið til
umræðu á lögþinginu á ný.
Félagið „Farö Airways"
verður að hætta ferðum sín-
milli Kaupmannahafnar og
Færeyja frá 1. april nk. þar
sem SAS og Flugfélag ís-
lands munu taka við flug-
þjónustu á þessari flugleið.
Þessar tilfæringar hafa stuðl-
að að tilraunum til þess að
stofna eiigið fæneyskt fluig-
féiag.
- 22 MEIDDUST
Framhald af bls. 1
ana var mjög hvasst og misvind-
ótt. Rétt eftir að þotan fór yfir
Mont Blanc len-ti hún í öfiugum
loftstraumi með fyrngreindum
aflsiðingum. Farþegarnir, sem
voru 61 talsins, þeyttust til og
frá í vélinni og meiddust 22 svo,
að þeir urðu.að fara í sjúkrahúis
í Rómaborg, þar sem vélin hafði
viðkomu.
ATTRÆÐ
ÁTTRÆÐ verður í dag frú Þór-
dís A Jónsdóttur, áður búsett að
Gilsbakkavogi 1 Akureyri, nú
Austurbrún 2 hér í borg.
Páfi til Sovétríkjanna?
Páfagarði, 4. ágúst, AP.
Orðrómiur er nú á kreiki um
að Páll páfi VI. áforrni að sækja
heim Alexis, patríarka grisk-
kaþólskra í Moakvu. Er talið, að
tillöguna að förinni eigi patríark
inn Athenagoras, sem páfi hititi
að máli í Istanbul í fyrri viku.
Áður komst á kreik orðrómur
um hugsanlega heimsókn páfa
til Sovétríkjanna þegar Nikolaí
Podigomy, forseti Sovétríkjanna,
gekk á fund páfa í janúar í vet-
■ur. —
HVARVETNA um heim, þar
sem blaðaútgáfa er með nokkr-
um menningarbrag, þykir það
sjálfsagður þáttur í þjónustu
blaða við. alla almenning, að í
þeim sé haldið uppi kvikmynda-
gagnrýni, þar sem sagður er kost
ur og löstur á þeim kvikmynd-
um, sem sýndar eru hverju sinni
og ástæða þykir til að gera al-
menningi nokkra grein fyrir.
Erlendir gagnrýnendur telja
yfirleitt, að þeir hafi skyldum
að gegna — þeir bera þá virð-
ingu fyrir almenningi, blöðum
sínum og sjálfum sér, að þeir
leitast við að rita af alvöru og
sanngirni, svo að almenningur
geti treýst dómum þeirra. Ýms-
ir kvikmyndagagnrýnendur stór
blaða eru því virtir um fram
marga aðra blaðamehn, sem þó
þykja standa framarlega í sinni
stétt. í þessu, sem svo mörgu
öðru, veldur 'hver á heldur.
Hér á landi hafa blöðin sýnt
nokkra viðleitni til að halda
uppi svipaðri gagnrýni, en mjög
hefir það þó oft farið í handa-
skolum. Aðeins mjög sjaldan
veljast til þessa starfa menn, sem
hafa þá ábyrgðartilfinningu, að
þeir leitist við að rækja það til
menningarauka fyrir lesendur
blaðanna. Sannleikurinn er sá,
að það er allt of títt, að menn
gerast „gagnrýnendur“, til þess
eins að geta fengið aðgöng.u-
miða að kvikmyndahúsum end-
urgjaldslaust. „Gagnrýnin“ hef-
ur síðan oft verið með slíkum
endemum, að hún hefir í senn
verið til skammar fyrir þá, sem
hafa samið hana, og ritstjóra þá,
er hafa látið rúm heimilt til birt
ingar á slíkum ritsmíðum. Upp ■
skera almennings hefir hins
vegar verið, að hann hefir ekki
vitað, hverju mætti helzt treysta
í slíkum skrifum, og lítur nán-
ast á „gagnrýendur11 sem ein-
hvers konar viðundur, svo sem
eðlilegt er.
Morgunblaðið hefir verið öt-
ulast í þessari menningarbaráttu,
eins og sjálfsagt verður að telj-
ast um stærsta blað landsins. En
því hefir ekki verið að heilsa,
að menningarbragur slíkrar
„gagnrýni“ hafi verið í réttu
hlutfalli við það mikla rúm, sern
blaðið hefir ætlað til birtingar
á þessu efni.
Á undanförnum mánuðum
hafa lesendur Morgunblaðsins
t.d. átt þess kost að lesa „gagn-
rýni“ af þessu tagi eftir eigi
færri en fimm nafngreinda
menn. Hafa þeir margvíslegan
hátt á í skrifum sínum, enda
verður vitanlega hver þeirra að
opinbera snilld sína á sinn sér-
stæða hátt, eða ætti kannske að
tala um „stíl“?
Þannig skrifa kannske tveir
eða þrír menn um sömu mynd-
ina og komast að tveimur eða
þremur mismundandi niðurstöð-
um um kosti hennar og galla.
Hvern slíkra „gagnrýnenda" á
almenningur svo að telja þann,
er satt segir? Spyr sá, sem ekki
veit, en vitanlega stuðlar þetta
að því að gera alla þessa menn
að ómerkingum í augum almenn
ings.
Hámarkt snilldarinnar hefir
víst verið náð í gagnrýni manns,
sem lætur sjaldan í sér heyra en
„afgreiðir“ þá bara fleiri mynd-
ir í senn en keppinautar hans, er
hann bregður penna á blað. Hann
„dæmdi“ til dæmis nokkra tugi
mynda í senn snemma á þessu
ári, en tilkynnti jafnframt, að
raunar hefði ’hann alls ekki séð
flestar þessara mynda — þær
væru svo leiðinlegar, að hann
nennti alls ekki að leggja slíkt
á sig.
Allir sanngjarnir menn sjá, að
svona „gagnrýni" dæmir sjálfa
sig og getur aldrei gegnt öðru
hlutverki en því, að útvega
mönnum ókeypis miða í bíó. En
blöðin birta slík skrif, eins og
þau leggi gífurlegan skerf til
menningar þjóðarinnar með því
að eyða á þetta pappír og prent-
svertu.
Ekki má heldur gleyma því, að
svonefnd „gagnrýni" er oft ekk
ert annað en tilefni „gagnrýnand
ans“, til að varpa rýrð á eitt-
hvert kvikmyndahús öðrum
fremur, af því að það hefir ekki
þóknast þessum mönnum nóg-
samlega. ’Þannig er t.d. með ung-
linga þá, sem rita svonefnt
„Hornauga“ Morgunblaðsins sl.
miðvikudag. Þeir komu í eitt
kvikmyndahúsið og kröfðust
þess að fá miða. Þegar afgreiðslu
stúlkan bað þá að sýna skírteini,
sem hafa þarf til að fá ókeypis
miða, höfðiu þeir ekki slík gögn í
höndum, og kvað stúlkan sér þá
ðheimilt að láta rniða af hendi
vi§5 þá endurgjaldslaust. Segir
sig sjálft, að afgreiðslustúlkur
kvikmyndahúsanna geta ekki af
hent hverjum sem er frímiða,
þótt þeir segist hafa rétt til
slíks, þvi að þá gæti hver sem
er komið og krafizt slíks í heim
ildarleysi. Viðkomandi piltar
fengu þó miða vegna ágengni
sinnar, en nota síðan fyrsta tæki
færi til að skeyta skapi sínu á
afgreiðslustúlkunni, sem gerði
aðeins skyldu sína og rækti
hana af kurteisi og festu. En
karlmennska þessara „gagnrýn-
enda“ er svo mikil, að þeir
verða einnig að hrista úr klauf-
unum, um leið og þeir rita um
mynd í öðru kvikmyndahúsi,
sem fundið hefir náð fyrir aug-
um þeirra að þessu sinni.
Það hefir ekki verið venja kvik
myndahúsanna að elta ólar við
hina svonefndu „gagnrýnendur“
blaðanna,, en stundum verður
ekki 'hjá því komizt að veita
þeim nokkra ádrepu. Þau ís-
lenzk blöð, sem eru vönd að
virðingu sinni og telja, að þeim
beri skylda til að leiðbeina les-
endum heiðarlega í kvikmynda-
vali, verða að 'byrja á .því að
aðgæta, hvers konar menn þau
fá til að rækja þessi störf.
Ritstjórar dagblaðanna verða
að hafa í huga, að meðan þess-
ir svonefndu „gagnrýnendur11
fá að stunda iðju. sína á þann
h'átt, sem þeir hafa gert að und-
anförnu, brjóta þeir frumreglu
þess starfs, sem þeir hafa tekið
að sér. Þeir gerg almenningi á
engan hátt fært að gera sér grein
fyrir, hvaða myndir menn æt.tu
helzt að sjá. Með sleggjudömum
sínum gera þeir almenningi ein-
mitt erfiðara fyrir að þessu leyti,
og um leið slæva þeir dóm-
greind almennings og smekk,
sem þeir leyfa sér, í hroka sín-
uim, að kenna kvikmyndahúsa-
eigendum um að gera.
- NEGRAR
Framhaild af bls. 5
einis góða imöguleilka og hvítir
menn. Eif þeir nenna að vinna
og leggja eitthvað á sig til að
öðlast menntun, stendiur ekkert
í vegi fyrir þeim. Ég þekki marga
negra, sem eru í góðum stöðum
og lifa góðu lífi, vegna þess að
þeir höfðu manndóm í sér til að
leggja hart að sér. Og. eí ég má
snúa mér að öðru, meðan ég
man, þá þekiki ég einn ágætan
íslending þarna úti. Hann heitir
Kristinn Guðmundsson og er
fienórsöngvari. Hans æðsta ósk er
að komast til íslands og halda
.hér konsert, og ég vona að hon-
um takist það. Hann á allmikið
af vinutm hér á íslandi. og ef
einhvern þeirra langar til að
Æá fréttir af honum, geta þeir
haft samband við mig. Mig l'ang-
ar lika mjög miíkið til að kynn-
asf íslenzkium fjölsikylidu'm, eíkki
síst kennurum, við gætum áreið-
anl'ega fundið margt ti'l að tala
uim. Stephen Kohn býr á gísta og
sjómannaheimili Hjálpræð5-he' s
ins, og hefur herbergi númer 208.
þeir. sem langar til að rabha við
•hann geta haft samband við hann
þar.
Það er móðgun við almenning
að láta unglingum þessum hald-
ast uppi það framferði, sem þeim
hefir heimilazt að undanförnu í
þessu efni, og þótt ritstjórar
geti skotið sér bak við þá stað-
reynd, að þeir beri ekki laga-
lega ábyrgð á greinum, sem eru
með fullu nafni höfundar, bera
þeir sannarlega siðferðilega -
ábyrgð á skrifum slíkra manna, .
sem sækja kvikmyndahúsin í
nafni blaða þeirra. Enginn rit-
stjóri með sómatilfinningu getur
látið það viðgangast, að blað
hans sé notað sem sorpkirna ung
linga, sem komizt hafa yfir
penna og pappír, og halda að
það sé frumskilyrði þess, að þeir
megi útdeila ákúrum og lofi að
geðþótta.
Enginn ritstjóri mundi vilja
leggja nafn sitt við margt af
því, sem þessir „gagnrýnendur"
birta í blöðum þeirra, og þeir
eiga að gera kröfu til þeirra, er
í blöð þeirra rita, að þeir hlíti
sömu reglum og þeir mundu
setja sjálfum sér. Ritstjórar eiga
að vera svo vandir að virðingu
sinni og blaða sinna, að þeir geri
almenna kurteisi og skynsemi .
lágmarkskröfu þess, að menn fái
að skrifa í blöð þeirra að stað-.
aldri.
Reykjavík, 4. ágúst 1967,
Stjórn
Félags kvikmyndahúsaeigenda.
- UTAN ÚR HEIMl
Framhald af bls. 13
vopn þeirra í baráttunini gegn
Lagoshermönnunum. Þeir
berjast fyrir lífi sínu, því að
bíði þeir ósigur, búast þeir
við fjöldamorðum. Ekki er
nema hálft ár liðið frá því
tugþúsundir Iboa, sem búsett-
ir voru meðal Hausa í norður
hluta Nígeríu, voru drepnir.
í her Lagosstjórnarinnar eru
hermenn að meirihluta Haus
ar og Iboamir í Biafra vita
mætavel hvert vígorð þeirra
er „Drepum Ibodjöflana"
hafa í för með sér. Til þessa
hefur stjórnin í Lagos kall-
að innrásina í Biafra „lög-
regluaðstoð" og sikipað her- '
mönnum sínum að snerta
ekki við óbreýttum borgur-
um. Engu að síður berast
fregnir um illa meðferð á ó-
breyttum íboum á þeim syæð
um, sem stjómarherinn hefur
náð valdi yfir.
Lagos stjórnin segir, að
það sé Ojukwu einn, sem
sjálfstæði Biafra byggist á.
Hann er í þeirra augum „erki
óvinurinn“ og Gowon telur,
að náist í Ojukwu, muni Ibo-
arnir þegar í stað hverfa frá
kröfunni um sjálfstæði.
Fréttamenn sem komið hafa
til Enugu, telja þessa hug-
mynd Gowons ranga og eru
sannfærðir um, að þúsundir
Biafra-manna muni falla með
Ojukwe heldur en liverfa frá -
sjálfstæðLskröfunni, úr því
sem komið er.
Ýmsir hafa líkt stöðu Bi-
afra gagnvart öðrum hlutum
Nígeríu við stöðu ísraels gagn
vart Aröbum. Sjálfir segja
þeir í Biafra „Við höfum
ekki annað en hafið að baki
okkur. Lagosherinn verður
að hrekja okkur út í sjó, ef
hann ætlar að binda enda á
sjálfstæði Biafra, úr þv.í við
höfum yerið neyddir til þess
að segja skilið við Nígeríu“.
Enn sem komið er, hefur
ekkert ríki gert tilraun til
þess að miðla málum milli
stjórnanna í Lagos og Biafra
— því að engin þjóð þorir að
hlutast til um málið eða taka
afstöðu með öðrum hvorum
hinna stríðandi aðila. Bretar,
sem eiga mikilla olíuhags-
muna að gæta í Biafra, reyna
eftir mætti að halda sér ut-
an við deilurnar, en það verð-
ur æ erfiðara fyrir þá sem
aðra, að komast sjá því, að
taka afstöðu í þessu máli.
Verði það ekki gert óttasf
margir að heimurinn verði
enn á ný vitni að þjóðar-
morði.