Morgunblaðið - 05.08.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.08.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1%7 Lausn Kýpurdeil- unnar í vændum? Lögreglumenn stöðva bíla á leið út úr borginni í nágrenni Lög- bergs í gær. Áfengisleit og eftirlit — ytir helgina á þjóðvegunum Aþenu, 4. ágúst, NTB. HAFT var eftir áreiðanleg- um heimildum í Aþenu í kvöld að undanfarið hafi staðið yfir leynilegar viðræð ur um Kýpurmálið milli stjórna Tyrklands og Grikk- l’ands og svo vel miðað í samningsátt, að hugsanlegt sé að málið leysist áður en langt um líður. Washington, París, 4. ágúst NTB SÉRFRÆÐINGAR í Washington og París eru þeirrar skoðunar, að Johnson, forseta, muni ekki reynast ýkja auðvelt að fá þing ið til þess að samþykkja frum- varpið um aukna tekjuskatta til þess að standa straum af kostn- aði vegna styrjaldarinnar í Vi- etnam. í frétt frá Washington segir, að hann muni þurfa ríflega að- stoð frá republikönum til þess að vega upp á móti þeim demo- krötum, sem greiða muni at- kvæði gegn frumvarpinu. Þeir hinir sömu demokratar muni sérstaklega draga inn í umræð- urnar þá staðreynd, að fjárveit- ingar til „barátunnar gegn fá- tæktinni" hafa verið skornar niður — en margir eru þeirr- ar skoðunar, að slíkt sé stór- hættulegt vegna ástandsins irmanlands. í frétt frá París segir, að Par- ísarblaðið „Le Monde“ skrifi í dag, að skattaaukningin muni draga úr efnahagsvexti Banda- ríkjanna — en margir sérfræð- ingar telji það nauðsynlegt. Á hinn bóginn sé vafasamt, að frumvarpið fari gegnum þingið óbreytt, með hliðsjón af ástand inu í Bandaríkjunum um þess- ar mundir. Ráðstafanir forsetans RÍKISSJ6ÐUR íslands hefur fest kaup á húsinu við Berg- staðastræti númer 75, fyrir bisk upsembættið og verður þar bisk upssetur í framtíðinni. Húsið var áður eign Guðmundar heit- ins Vilhjálmssonar, forstjóra Eimskips og er keypt af ekkju hans. Ekki er endan- lega ákveðið hvenær biskupinn flyzt búferlum þar sem nauð- Samninigaviðræðurnar fara fram á þeim grundvelli, að Kýpur sameinist Griikklandi, en Tyrkland fái í staðinn einhver landsvæði, jafnvel að þeir taki yfir ein-hverjar af herstöðvum Breta á Miðjarðarhafi. — Fylgir fregninni að Bandaríkjastjórn hafi tálið brezku stjórnina' á að láta stöðvar þessár af hendi, ef það mætti verða til þess að léysa deiluna. kunni að hafa í för með sér aukið atvinnuleysi, sem harð- ast muni koma niður á blökku- mönnum og auka enn ólguna þeirra á meðal. Þannig muni til raunir Bandaríkjamanna til þess að vinna styrjöldina í þús- und kílómetra fjarlægð frá heimahögunum, auka líkurnar á styrjöld heima fyrir. UM hádegisbilið í dag var skot- ið á loft frá Woomera-tilrauna- stöðinni í Ástralíu eldflauginni Evrópa I., sem ýmis Evrópuríki og Ástralía standa að i samein- ingur og var ætlað að koma á braut umhverfis jörðu gerfi- hnetti búnum ýmsum rannsókn- artækjum. synlegt er að gera ýmsar smá- vægilegar breytingar. Núverandi bústaður biskups, við Tómasar- haga 15 var frá upphafi aðeins ætlaður til bráðabirgða og um nokkurt árabii hefur veríð veitt fé á fjárlögum til kaupa eða byggingar á nýju húsi. Fjármála ráðuneytið mun svo ráðstafa hús inn við Tómasarhaga. ' Áströlsk stúlko týndi veski með miklum pemngum o.fL ÁSTRÖLSK stúlka, sem er á ferðalagi hér á landi, varð fyr- ir því óhappi að týna veski sínu síðastliðinn fimmtudag. í því voru allir þeir hlutir sem henni eru nauðsynlegir, peningar, bankabók, farmiði og vegabréf. Stúlkan heitir Anne Graham King. Á fimmfcudagsmorgun klukkan 10 fyrir hádegi lagði hún af stað austu-r í Fljótshlíð og ferðaðist „á puttunum", eins og það er kallað. Það var ekki fyrr en hún var koimin austur, sem hún upp- götvaði að hún hafði týnt vesk- in.u, sem er grænt að lit. í því voru m.a. 150 sterlingspund í ferðatékkum, 30 sterlingspund í reiðufé, 1600 krónur íslenzkar o. fl. Anne féfck far með allmörg- um bifreiðum þennan dag og lík- ur til að hún hafi týnt veskinu í elnihverri þeirra. Þeir sem kynnu að geta gefið einhverjar upplýsingar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lög- regluna. BRÁÐLEGA mun koma saman í Kaupmannahöfn nefnd embætt ismanna, að semja drög að nátt- úrufriðunarlögum fyrir Græn- land. Herma fregnir að fyrirhug að sé að friða algerlega stór svæði í landinu. Fór eldflaugin vel af stað, en fataðist flugið skömmu eftir að hún hafði losað sig við þriðja þrepið, brezku flaugina „Blue Streak“ og kom niður í Simpson- eyðimörkinni í sunnanverðri Ástralíu. Það var annað þrep eldflaugarinnar, franska flaugin „Coralie", sem þessu olli. Evrópska eldflaugarstofnunin, ELDO, hefur lýst því yfir að ann arri eldflaug af þessari sömu gerð verði skotið á loft i nóvem- ber nk. eins og fyrirhugað var áður. Frestað hafði verið tíu sinn- um að skjóta á loft eldflauginni, sem loksins lagði upp í enda- sleppa ferð sína í dag og lustu verkfræðingar og tæknimenn aðarópi er hún hóf sig á loft og þóttust nú heldur betur hafa hlotið umbun erfiðis sín,s og erg- elsis hin tíu skiptin sem ekki varð af skotinu. Sú ánægja varð þó skammvinn, því eins og áð- ur sagði komst flaugin ekki á leíðarenda og gerfihnötturinn ekki á braut umihverfis jörðu eins og ráð hafði verið fyrir gert. Flaugin átti sjálf að koma í haf niður norðan Vestur-Irian (Nýju-Guineu). Eins og frá var skýrt var eld- flaug þessi gerð af evrópsku eldflaugastofnuninni (ELDO) og skotið á loft í samvinnu við Ástralíu. Leggja ýmis Evrópu- ríki til hluta hennar, Bretar fyrsta þrepið „Blue strea!k“ og Frakkar annað, „Coralie”, en V-Þjóðverjar hið þriðja og þar eiga elgar og Hollendingar einn ig hlut að máli. Gervihnöttur- inn er að mestu ítölsk smíði og sömuleiðis rannsóknartæki hans, en Ástralíumenn leggja til af- not af stöðinni í Woomera og ýmsa tækniaðstoð aðra, tæki og mannafla. SKAMMT fyrir neðan Lögbergs brekkuna mátti í gær líta nokkra lögregluþjóna og starfsmenn Bifreiðaeftirlitsins. Erindi þeirra þar var að hafa eftirlit með um ferðinni út úr borginni. Bifreið- ar voru stöðvaðar og skoðunar- skírteini rannsökuð, og ef ungl- ingar voru á ferð var áfengis leitað. Magnús Einarsson lögreglu- varðstjóri var fyrir þessari sveit og sagði hann blaðamanni Mbl. að þetta eftirlit væri aðal- lega í tvennum tilgangi. Að sjá til þess að bifreiðir í óíullnægj- andi ástandi væru ekki á þjóð- vegunum um þessa mestu um- ferðarhelgi ársins. Og einnig að koma í veg fyrir að unglingar undir tilskildum aldri kæmust leiðar sinnar út úr borginni með áfengi. Þá væri lögreglunni heim ilt að gera upptækt óeðlilegt magn áfengis sem menn hefðu undir höndum. Er þar auðvitað haift í huga að menn geti ekki haldið á helztu samkomustaði um helgina og selt þar áfengL Magnús sagði að kl. 7 hefði aðeins einum bíl verið snúið aft- ur til borgarinnar vegna ófull- nægjandi öryggisútbúnaðar. Umferðin hefði verið miki] um daginn en einkum hefði verið þar á ferð einkabílar. Hópferðir unglinganna hæfust ekki fyrir al vöru fyrr en síðar um kvöldið ÍSLENZKIR bifreiðaeigendur fá nú að taka á sig nokkrar byrð- ar af siglingabanni Egypta um Súezskurð. í gærmorgim hækkaði benzín líterinn um 17 aura, og í júlí sl. hækkaði fuel olía í verði. Ástæðan til benzínhækkunarinn ar er eingöngu vegna hækkun- ar á farmgjöldum sem varð við lokun Súezskurðarins. Mbl. hafði samband við Ind- riða Pálsson hjá Olíufélaginu Skeljungi og spurðist fyrir um verðhækkanirnar, Indriði sagði, að samkvæmt samningi á olíu- innflutningi frá Sovétríkjunum sjá seljendurnir um flutning á olíum og benzíni til íslands. og svo á laugardag. Mikið hefði verið um fjölskyldufólk, og það sem hefði verið af unglingum hefði komið í ljós að þeir væru áfengislausir, það sem af væri deginum. Nokkrar flöskur hefðu fundizt á leið út úr bænum með bíl, og hefði hann verið kyrr- settur unz sannaðist um aldur löglegra eigenda. Annar flokkur lögregluþjóna væri staðsettur í nágrenni Ála- foss, sömu erinda. Magnús bað ökumenn vinsam- legast að hafa ökuskírteini og skoðunarvottorð meðferðis, enda mættu menn búast við að vera krafðir þeirra á staðnum. Aðspurður um hvert mesta umferðin lægi, sagði Magnús að sér virtist Laugarvatn, Þjórsár- dalur og Landmannalaugar vera staðir sem fólk héldi flest til. Um það leyti sem blaðamaður og Ijósmyndari héldu af staðn- um stöðvuðu lögregluþjónar hóp ferðabíl fullan af ungu fólki á leið í Þórsmörk. Ekkert áfengi kom í leitirnar og bíllinn hélt áfram för sinni. Eins og áður hefur komið fram í blaðafregnum verða ökumenn sem ekki hafa komið með bíla sína til skoðunar á löglegum tíma snúið aftur til borgarinn- ar. Gæzlu verður haldið uppi á nefndum stöðum yfir helgina. Fyrir nokkru hefðu flutninga gjöld á olíunni hækkað um 100%, og væri verðhækkunin á benzíni afleiðing af þessari hækkun. Vegna siglingabannsins um Súez væri nú mikil eftirspurn eftir olíuákipum, og flutnings- gjöldin farið stígandi. 11. júlí sl. hefði orðið 140 króna hækkun á fuel olíu, og í gær hækkaði svo benzínið í verði. Indriði sagði, að Skeljungur h.f. hefði átt birgðir af gasolíu, sem flutt hefði verið inn fyrir hækkunina. Mætti búast við hækkun á gasoliu seinni hluta mánaðarins, þegar gömlu birgð irnar væru þrotnar. LÆGÐIN A ai Hvar i iór veður yrði sólríkt og gott uim vaxandi í gær og sv . 'aði helgina um mestan hluta lands regnbelti sínu allnærri land- ins. Varla var þó álitið, að inu, en furða var þó hvað það Suðurland mundi sleppa alveg nálgaðist lítið og var talið, að við skýjabeltið. Eykur skattahækkunin ófriöarhættuna í USA? Nýtt biskupssetur Endaslepp ferö Evrópu I. — Misheppnað geimskot Evrópuríkja frá Woomera í Ástralíu Benzín hækkar í veröi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.