Morgunblaðið - 05.08.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. AGÚST 1967
Olga Þórarinsdóttir
Fædd 11. janúar 1924.
Dáin 30. júlí 1967.
„Heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinzta sinn“. —
HÚN fæddist að Skálum á
Langanesi. — Foreldrar hennar
voru Kristín Sigtryggsdóttir og
Þórarinn Kristjánsson, símritari
hér í Reykjavík.
Þegar á fyrsta ári, var hún
tekin í fóstur af afiabróður sín-
um, Páli Kristjánssyni, kaup-
manni á Húsavík og konu hans
Þóru Guðnadóttur.
Hjá hessum ágætu hjönum
ólst Olga upp. — Það v_ar henn-
ar mikla hamingja. Á þessu
ágæta æskuheimili sínu, naut hún
ástríkis og umönnunar, svo
sem bezt var á kosið og ég,
minnist þess með hve mikilli
hlýju og innilegri þakklátssemi
frú Olga oftleg.a minntist fóst-
urforeldra sinna og dætra
þeirra.
Eiginmaður minn, faðir
okkar, sonur og bróðir,
Hjalti Nielsen,
lézt af slysförum 2. þ. m.
Aslaug Nielsen,
börn, móðir og systur.
Minningarathöfn um móð-
ur okkar, tengdamóður og
ömmu,
Jakobínu Þorbjörgu
Ágústsdóttur,
fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 8. þessa mánað-
ar, kl. 13.30. Jarðsett verður
frá Saurbæ sama dag kl. 15.30.
Börn, tengdabörn
og barnabörn.
María Beck,
Sómastöðum, Reyðarfirði,
lézt að heimili sínu 1. ágúst.
Jarðarförin fer fram þriðju-
daginn 8. ágúst og hefst með
húskveðju kl. 1 eftir hádegi.
Jarðsett verður frá Reyðar-
fjarðarkirkju.
Börnin, fósturböm
og vandamenn.
Móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Sigurlín Benediktsdóttir,
lézt 30. júlí sl. Útförin fer
fram frá Fassvogskinkju mið-
vikudaginn 9. ágúst kl. 10,30
f. h. Athöfninni verður út-
varpað.
Kristín Hjartardóttir,
Viglundur Gíslason,
Benedikt Hjartarson,
Sigríður Ingþórsdóttir,
Karvel Hjartarson,
Svava Guðjónsdóttir,
Eggert Hjartarson,
Margrét Sigtryggsdóttir,
Borghildur Hjartardóttir,
Ásgeir Guðmundsson,
Olga Hjartardóttir,
Viggó Eyjólfsson,
Ólafur Hjartarson,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Magnús Hjartarson,
He4ga Sigurjónsdóttir,
Sólveig Böðvarsdóttir
og baraaböm.
Frú Olga var mörgum ágætum
eðliskostum búin. Hún var fríð
kona, sviphrein og fallega vax-
in, frábær um gáfnafar og geðs-
lag. Hún hlaut uppeldi á fyrir-
myndarheimili hjá fósturforeldr
um, sem létu sér mjög annt um
uppeldi hennar og menntun. Að
loknu námi í barnaskóla fór hún
í gagnfræðaskóla og lauk það-
an burtfararprófi. En hugur
hennar bentist snemma að líkn-
ar- og hjúkrunarstörfum og gerð
ist hún því hjúkrunarnemi og
varð fulllærð hjúkrunarkona, en
varð að hætta hjúkrunarstörfum
vegna veikinda og átti við mik-
ið 'heilsuleysi að stríða næstu
árin.
Hún kvæntist eftirlifandi eig-
inmanni sínurn, Birni Dúasyni,
skrifstofustjóra, og áttu þau
heimili hér í Reykjavík síðustu
árin.
Móðir frú Olgu er gift Guð-
mundi Trjámmannssyni, ljós-
myndara á Akureyri, sem hefir
allia tíð látið sér mjög annt um
hana og reynzt henni mjög vel
og mat Olga vinskap hans að
verðleikum.
Ég kynntist frú Olgu fyrst í
Keflavík fyrir röskum 10 árum.
Og þegar maður hennar varð
sveitarstjóri Miðneshrepps, — og
þau hjónin fluttust til Sandgerð-
Innilagar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð við andlát föður
mrns,
Sigurðar Einarssonar
frá Ferjunesi.
Þórunn Sigurðardóttir Doust.
Innilega þökkum við auð-
sýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför
Sveinfríðar Jónsdóttur.
Ólafur Ólafsson,
börn, tengdabörn
og baraabörn.
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við fráfail og útför
Ólafar Sigurðardóttur.
Nieljohnius Ólafsson,
Ragnar Benediktsson,
Sigfríður Nieljohniusdóttir,
Guðmundur Ársælsson,
Jónína Nieljohniusdóttir,
Lárus Guðmundsson,
barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við andlát og jarðarför
konu minnar, móður, fóstur-
móður, tengdamóður og
ömmu,
Guðrúnar Jónsdóttur.
Jón H. Gíslason, múrari,
Svava Jónsdóttir,
Bjarai Þ. Bjamason,
Sesselja Jónsdóttir,
Kristján Jóhannesson,
Ingibjörg J. Þór,
Þórarinn Þór,
Guðjón B. Jónsson,
Bryndís Guðmundsdóttir,
Ólafía Jónsdóttir,
Gils Sigurðsson,
Gislina Jónsdóttir,
Halldór Jónsson
^^^•^barnabörm^^^^^^^^
is, skrapp ég ósjaldan yfir „heið
ina“. Og það var alltaf ánægju
legt að koma á heimili þeirra
hjóna. Bæði voru þau listfeng
og lögðu sig fram um að skapa
fagurt og smekklegt heimili. Og
ekki skorti á alúð og hræsnis-
lausa og innilega gestrisni. En
heimilisprýðin mesta var þó
alltaf húsmóðirin sjálf. Þar skip
aði hún öndvegi, og þar var hún
glöð og hamingjusöm með mann
inum sem hún elskaði og hinni
ungu fósturdóttur.
Því betur sem ég kynntist frú
Olgu, því ljósara var mér hve
mikið hún átti af innilegri sam-
úð með öllum, sem við sorgir,
sjúkdóma og erfiðleika áttu við
að stríða.
Ég þori að fullyrða, að allir
sem kynntust frú Olgu, urðu um
leið vinir hennar. Það var svo
gott að vera samvistum við
hana. Frá henni stafaði ilmur
ástúðar, sem fyllti allt húsið —
hvar sem hún var og bjó. Lotn-
ing hennar fyrir því, sem er
heilagt og hátt, var heil og
djúp.
„Ég kveiki á kertum mínum,
við krossins helga tré“.
var uppáhalds sálmur hennar og
verður nú sunginn við útför
hennar í dag samkvæmt ósk
hennar.
Þorvaldur Stephensen.
F. 11. jan. 1924. D. 30. júlí 1967.
NORÐUR í Húsavík við Skjálf-
anda, þar sem sólin gengur ekki
undir um Jónsmessuna og
skammdegiskvöldin eru dimm
og löng, þar átti ég mín ógleym
anlegu bérnsku- og uppvaxtar-
ár. Ekki man ég lengra aftur en
það, að ég lék mér með frænk-
unum úr stóra hvíta húsinu norð
an við Gilið heima. Þær voru
. frá því heimili, sem um margt
var óvehjulegt. Bræðurnir Aðal-
steinn og Páll Kristjánssynir,
kaupmenn í Húsavík, kvæntir
systrunum Helgu og Þór.ú Guðna
dætrum frá Grænavatni í Mý-
vatnssveit, höfðu þar á vegleg-
an hátt búið fjölskyldum sinum
sameiginlegt heimili. Það heimili
var ekki aðeins veglegt hvað
ytri búnað snerti, heldur réði
þar ríkjum sú gestrisni og höfð-
ingslund, sem aldrei gleymdist
þeim er til þekktu. Þá voru bók-
menntir þar í hávegum hafðar
og þjóðlegur fróðleikur metinn
sem skyldi af húsráðendum og
þeirra gestum. — En þetta heim
ili hafði einnig verið sótt heim
af sorg og þjáningum, svo þar
voru höggvin þa<u skörð í þessa
stóru fjölskyldu, sem ekki urðu
Hjartanlega þakka ég öli-
um þeim mörgu, skyldum og
vandalausum, sem á margvis-
legan hátt sýndu mér vinsemd
og virðingu á 80 ára afmæli
mínu, 31. júlí si.
Páll Guðmundsson,
Baugsstöðum.
fyllt. Þá var það eitt dimmviðr-
iskvöld snemma árs 1925, að
leiksystur mínar komu þjótandi
með stórfréttir: frú Þóra og
Páll ætluðu að taka fósturdótt-
ur, 13 mánaða stúlkubarn, ná-
skylt Páli í föðurætt. Þessi litla
stúlka hafði flutzt með móður
sinni um langan veg og var nú
komin á Tjörnes. Eins og sólar-
geisla í svartasta skammdeginu
bar hana inn á þetta stóra heim-
ili þar sem hún átti því ástríki
og umönnun að fagna, sem frá-
bært var, og sem aldrei þraut,
því siðustu þjáningavikurnar,
sem hún lifði, vöktu fóstursyst-
ur hennar og frænka yfir henni
hverja stund, nema þegar stjúp-
dæturnar, sem elskuðu hana sem
eigin móður, leystu hinar af
hólmi.
Með þessum fáu og fátæklegu
orð.um reyni ég ekki að segja
ævisögu Olgu Þórarinsdóttur,
það munu aðrir gera. En ég minn
ist hér nú litlu fallegu stúlkunn-
ar með dökku augun, ljósu lokk
ana og fallega brosið, sem bar
gleði og hamingju inn á heimili
vina minna heima í Húsavík. Ég
og fjölskylda mín sendum vin-
um okkar og öllum ástvinum
hennar dýpstu samúðarkveðjur,
en þó einkum Páli Kristjánssyni,
sem í hárri elli sér nú á bak
yngstu dótturinni. En trú hans
og huggun nú er sú, að eins og
hún sem barn bar ljósið inn á
heimili hans muni hún síðar
ásamt fóstrunni góðu leiða hann
í sólarátt — Jónsmessubirtu á
nýrri og ókunnri strönd.
Sigríður S. Bjarklind.
Guðsteinn I. Sveinsson
Fæddur 4. sept. 1945.
Dáinn 30. júlí 1967.
KVEÐJA FRÁ SYSTKINUM
Syrt getur þótt sólin ljómi
sorgarskýin hulið sól
er burt kallast æsk-u maður
er svo margar vonir ól.
Þú varrf kvaddur kæri bróðir
kvaddur óvænt frá oss hér,
systkin, faðir, maki, og móðir
miklum harmi slegið er.
Þó oss búi sorg í sinni
sælust minning ljóma slær
ófarnar á ævi brautir,
er oss styrk í hörmum ljær.
Gott er nú að geyma og muna
glaða ijúfa vininn sinn,
alfaðir af ástúð sinni
oss mun þerra tár af kinn.
Þó að sárt sé þig að kveðja
þegar vegir skiljast hér
aftur þér við munum mæta,
mesta huggun trúin er.
Ljær hún þrek í lífsins hörmum
lýsir þegar sorgdn slær.
Kristur vefðu kærleiks örmum
konuna og börnin smá.
Lof sé dauða og lífsins herra
lof sé þeim er gaf og tók
hann mun tregatár vor þerra
tendra Ijós í vorri sál.
Guð þig blesisi um eilíf alla
andaheims á bjartri strönd
Vafin guðdómsgeisla krafti
gleðst með englum nú þín önd.
Þórunn María
Holm-Andersen
Fædd 1. júní 1911.
Dáin 2. júlí 1967.
OBBA — hlaut töfrandi yndis-
þokka í vöggugjöf frá foreldrum
siínum, frú Oddnýju Vigfúsdótt-
ur og Ingólfi Gislasyni, lækni —
fegurð, lífsgleði ag unaðslega
söngrödd.
Heimili læknishjónanna í Borg
arnesi var uppspretta ástúðar og
elskulegs viðmóts — og þangað
sóttu allir — sinna meina bót.
í þess-u yndislega umlh/verfi
ólst Obba upp — söng sig inn í
allra hug og hjarta — og þá ekkr
sízt eiginmanns síns, Angelo
Holm-Andersens, skipstjóra, sem
hún kynntist er hún var við
söngnám í Kaupmannahöfn og
sigldi síðan með um heimsins
höf ag stofnaði heimdli í Singa-
pore.
Það er svo um suma að þeir
hverfa manni aldrei þó hauður
og höf skilji — og sivo var um
ævintýraprinsessuna okkar.
Obba var fædd á Vopnafid@t
en fluttist til Borgarness með
foreldrum sínum 1923. Hún
stundaði nám í Reykjavík og
Kaupmannahöfn ag dvaldi lang-
dvölum erlendis, en kiom alltaf
aftur heim, með hiugann fullan
af gleði og ævintýrum — söng
fyrir oktour og vedtti okkur ó-
spart af gnægtarbrunni lífsigleði
sinnar.
Árið 1939 kom Obba heim frá
Kaupmannalhöfn, veigna yfirvof-
andi stríðlslhættu, með tvo unga
yndisilega syni sína, Ingolf, fædd-
an í Singapore, ag Leif, fædd-
an í Kaupmannalhöfn. Seinna
kom svo Angelo, sem vegna síð-
ari heimsstyrjaldarinnar, varð
að ferðast um hálfan hnöttinn
til að hitta fjölskyldu sína hér.
Þau hjónin dvöldu hér í nokkur
ár og hér fæddist þeirra fagra
dóttir Sigirád.
Árið 1945 fiuttu þau til Banda-
ríkjanna og áttu yndislegt heim-
ili á Long Island, þaðan sem vin-
ir þeirra er heimsóttu þaiu, minn-
ast mangra gleðistunda.
Al'lstaðar sem Obba fór vakti
hún hrifningu með yndisþokka
sínum og söng — hún söng oft
í kirkjunni sinni á Long Lsland
og víðar.
Síðan við lékum akkur saman
og lifiðum í áhyggjuleysi og glað-
værð í Borgarnasi hafa mörg
vötn runnið til sjávar og mangt
hefur breytzt, en alltaf þegar við
hittum Obbu urðum við allar að
glöðu, litlu stelpunum sem
fannst lífið alveg dásamlegt —
svo sterk var lífsgleði hennar
til hinztu stundar, þótt hennar
fíngerði líkami yrði að láta und-
an fyrir langvarandi veikindum.
Vinum okkar, Angelo, IngoM,
konu hans og börnum, Leif, konu
hans og bönnum, Sigrid, Ágústu
Thors, Áslaugu og Karli IngóMs-
syni, vottum við ofckar dýpstu
og innilegustiu samúð.
Æskuvinkonur.