Morgunblaðið - 13.08.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1967
Fimmtugur á morgun:
Jóhannes Zoega
hitaveitustjóri
Á SÍÐUSTU námsárum mínum
við tekniska háskólann í Miinch .
en, kom þangað að heiman ung-
tir og gáfaður maður að nema
vélaverkfrœði. Það var Jóhann-
es Zoéga, frá Norðfirði sonur
Tómasar Zoéga, sparisjóðsstjóra
og Steinunnar Símonardóttur
konu hans.
Jóhannes var frábær félagi á
þessum skólaárum. Honum sótt
ist námið vel, en lokaðist inni
í Þýzkalandi meðan á heims-
styrjöldinni síðustu stóð.
Hygg ég, að það hafi orðið
honum að mörgu leyti til láns
varðandi fjölþætta mennttm, en
sprengjuregn síðustu stríðsár-
anna reynt töluvert á hann.
Jóhannes skipti um háskóla á
síðustu námsárum sínum og tók
fullnaðarverkfræðipróf frá tekn
iska háskólanum í Berlín 1941.
Ég persónulega taldi það nú
ljóð á hans ráði að fara til
Prússanna til þess að taka loka-
prófið, en sjálfsagt hafa verið
kennd þar góð vísindi og reglu-
semi.
Mér fannst nú Jóhannes alltaf
eiga betur heima í borg fag-
urra lista, þar sem Lúðvík II.
var einu sinnin konungur og
byggði fallegar hallir og styrkti
fjárhagslega hinn mesta óperu-
snilling allra tíma, Richard
Wagner .
Borgin með hinu litræna Lud
vigstrasse, dásamlega Maximil-
ianstrasse og hinni fögru Isar,
þar var borgin hans Jóhannes-
ar.
Það fór einnig svo að Jóhann-
es kom aftur til Munchen að
loknu verkfræðiprófi, var fyrst
verkfræðingur hjá Bajerisohe
Motorenwerke, en réði sig árið
1942 til 1945 sem aðstoðarkenn
ara til hins fræga hitaaflsfræð-
ings og brautryðjanda á hita-
fræðissviðinu, prófessor Nusselt
við tekniska háskólann í Múnch
en. Þar held ég að Jóhannes
hafi fengið það vegarnesti á lífs
leiðinni, sem við Reykvíkingar
njótum nú góðs af. Jóhannes
hefur haft umsjón með fram-
kvæmd hinnar miklu hitaveitu-
áætlunar Reykjavíkurbrgar frá
1962.
Hitaveitan í Reykjavík er eitt
stórkiostlegasta mannvirki sem
ráðizt hafur verið í á íslandi,
framkvæmd sem sparar þjóðinni
ógrynni erlends gjaldeyris, og
fyrirtæki sem við allir hér á
landi erum stoltir af.
Á fimmtugsafmælinu árna ég
Jóhannesi allra heilla og að fyr-
irtæki hans, hitaveitan, óska-
barn Reykvíkinga, megi dafna
undir stjórn þessa einstaklega
færa verkfræðings.
Jóhannes er giftur Guðrúnu
Benediktsdóttur alþ.m. og skjala
varðar Sveinssonar, hinni glæsi-
legustu konu.
Ég óska þeim hjónum inni-
lega til hamingju með fimmtugs
atfmæli Jóhannesar.
Baldur Steingrímsson.
— Tungumálastofa
Framhald af bls. 24
orðum og orðasamJböndum.
Ég hetf verið að semja stutta
’samtalsþætti með þessu sniði og
verða nemendiur að læra þá utan
bókar. Hugmyndin er sú að nem
‘endur tileinki sér málið án þess
að læra mikið af málfræðiregl-
um. í hverjum þætti eru tvær
persónur sem spjalla saman um
'málefni, eins og t.d. „Afi og
ámma“, „í sögutíma“, „Kosning-
'ar“, „Jólin", „I svei’tinni1, o.s.
frv. Hver persóna talar fimm
sinnum í hverjum þætti. Notað
er daglegt mál og setningar eru
stuttar, en þyngjast sitig af stiigi.
Þættirnir eru 2—4 mín. á lengd,
en tekur um 20—40 mín. að læra
þá.
Þessi aðferð er mjög nýleg og
hetfiur til þessa verið lítið not-
úð, en þar sem h-ún hefur ver-
ið reynd hefur hún gefið mjög
lofsverðan árangur.
I f jórða lagi mun sú nýbreytni
’verða tekin upp að kenna
íslenzkan framburð eða hljóð-
fræði.
— Hvernig hafa skólayfirvöld
in tekið þessu?
— Skólanefnd og hreppsnefnd
Blönduóss haía tekið þessu með
'sérstökum velvilja og veitt þann
stuðning, sem gert hefur mér
kleift að koma þessari stotfu upp.
Námisistjóriinn, Valgarðux Haralds
!son, hetfur fylgst með þessu af
miklum áhuga og skilningi. Yfir
völdum fræðslumála er og kunn
ugt um þessa viðleitni.
— Ég þakka þér, Guðmundur,
fyrir þessar fróðlegu upplýsing-
ar. Og ég vil enda þetta spjall
með því að benda á að þessi
fyrsta tungumálastofa hérlendis,
sýnir okkur hvað hægt er að
gera í litlum skóla, ef vilji og
þekking er fyrir hendi. Hver sá
þáttur í kennslumálum okkar,
sem miðar að því að taka upp
nýjar aðferðir og færa sér nýja
kennslutækni í nyt, samhliða því
að skapa jákvæðara viðhorf til
náms af nemandanna hálfu. á
það skilið að hann liggi ekki í
þagnargildi.
Stefán Á. Jónsson.
Rafmagnsverkfræðingur —
raftæknifræðingur
Fyrirtæki okkar óskar að ráða frá 1. október næst-
komandi rafmagnsverkfræðing (sterkstraums), eða
þýzkmenntaðan raftæknifræðing. Áhugi á tækni-
legum viðskiptum og þýzkukunnátta nauðsynleg.
Æskilegur aldur 25—30 ár. Þeir, sem áhuga hafa
á 'starfi þessu, eru beðnir að hafa samband við
okkur skriflega og senda upplýsingar um mennt-
un og fyrri störf fyrir 10. september n.k.
AUGLYSINGAR
SIMI SS<4*8Q
SIEMENS-umboðið á íslandi:
SMITH & NORLAND H.F.
Suðurlandsbraut 4.
PHILIPS
Plötuspiiarar
í mjög fjölbreyttu
úrvali
Plötuspilarar
í bila
Plötuspilarar
fyrir rafhlöður
HEIMILISTÆKI SF.
Hafnarstrœti 3 — Sími 20455
Í.8.Í. Síðasti stórleikur ársins K.8.Í.
ÍSLAND - BRETLAND
fer fram á íþróttaleikvanginum í Laugardal annað kvöld (mánudagskvöld) og hefst kl.
20.30.
Dómari: Curt Liedberg frá Svíþjóð.
Liiðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 19.15.
Aðgöngumiðar seldir á morgun úr sölutjaldi við Útvegsbankann
frá kl. 10 f.h. og við Laugardal svöllinn frá kl. 16.00.
ATHUGIÐ: Leiknum verðiu* ekki útvarpað.
Knattspyrnusamband Islands
Verð aðgöngumiða:
Stúkusæti kr. 150
Stæði kr. 100
Bamamiðar kr. 25