Morgunblaðið - 13.08.1967, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1967
Alan Williams:
PLATSKEGGUR
hliðina á honum, en sá ungi
settist í framsætið og síðan var
ekið af stað.
— Má ég spyrja, Ihvert við sé
um að fara? sagði Neil.
— >ú kemst fljótlega að því,
sagði sá ungi.
Þeir fóru framhjá tveimur
jeppum, einum brynvagni, fall-
hyssum og mönnum með stál-
hjálma. Neil starði á þá, en eng-
inn þeira leit við.
Ungi maðurinn leit snögglega
við. — Þú hefur brezkt vegabréf,
er það ekki?
Neil kinkaði kolli og reyndi
að renna niður munnvatni sínu,
en munnurinn á honum var harð
ur og þurr eins og leður.
Ungi maðurinn tók upp vind-
ling. — Þú ert frá London?
spurði hann og röddin var næst-
um vingjarnleg.
— Rétt er það, sagði Neii og
röddin kom eins og úr allt ann-
arri átt. Stóri maðurinn var nú
aftur kominn með skammbyss-
una á hnén.
— /Ég þekki nóg aif blaðamönn
um, sagði sá ungi og kveikti í
hjá sér, — bæði hér og í Saigon
.....allt f ullt af þessum
óþverra. Hann sat þarna eins og
velsnyrtur háskólastúdent. —
Þið bjánarnir vitið ekki nokkurn
skapaðan 'hlut, bætti 'hann við.
— Þú hlýtur að hafa verið
mjög ungur að hafa verið í
Saigon? sagði Neil og reyndi að
halda samtalinu eins kurteisu
og hægt var.
Ungi maðurinn kinkaði kolli.
— Ég var þar sjálfboðaliði 17
ára gamall. Ég laug að þeim og
sagðist vera tvítugur.
— Hvaðan ertu? sagði Neil.
— Frá Dresden. Hún er nú á
valdi bolsjevíkanna. Hann setti
upp breitt bros. — í fimmtán
daga var ég Varúlfur í Hitlers-
æskunni. O, það voru brjálaðir
dagar! Hann kinkaði kolli til
Afgreiðslustúlka óskast
í kjörbúð.
Verzlunin HERJÓLFUR, Skipholti 70.
Sími 31275 og 35327.
H & R Johnson Ltd.
NEFNIÐ
HAKMONY
OG ÞÉR FÁIÐ ÞAÐ FALLEGASTA
Harmony, einlitu og æðóttu postulínsflísarnar frá
H&R Johnson, þykja sérstaklega smekklegar.
Sannfærizt sjálf með því að skoða í byggingar-
vöruverzlunum litprentaða bæklinga, þar sem sýnd-
ir eru allir helztu möguleikar í litasamsetningum.
Biðjið verzlunarmanninn að sýna yður HARMONY
flísarnar og HARMONY bæklinginn — og hann er
með á nótunum.
HARMONY flísarnar fáið þér hjá eftirtöldum bygg-
ingavöruverzlunum:
Byggingavöruverzlun Kópavogs
Kársnesbraut 2, Kópavogi, sími 41010.
H. Benediktsson hf.
Suðurlandsbraut 4, stmi 38300.
Járnvörubúð KRON
Hverfisgötu 52, sími 15345.
isleifur Jónsson hf., byggingavöruverzlun,
Bolholti 4, sfmi 36920.
KEA byggingavörudeild,
Akureyri, sfmi 21400.
Byggingavöruverzlun Akureyrar
Glerárgötu 20, sfmi 11538.
Sveinn R. Eiðsson
Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði.
Einkaumboð:
John Lindsay hf.
AÐALSTRÆTI 8, SÍMAR 15789 OG 10960
ljóshærða mannsins. — Við tveir
við eru í Premier R.E.P. Fall-
hlifarhermenn í Útlendingaher-
sveitinni. Bezta herdeild í
heimi!
Stóri maðurinn sagði: — Ég
er búinn að vera þréttán ár í
herdeildinni. Arabarnir eru
skítapakk! Hann glotti breitt og
spýtti á gólfið í bílnum.
— Já, þetta er rakinn óþverri,
sagði sú ungi og var hreykinn af
enskukunnáttunni sinni.
Neil vissi, að Premier R.E.P.
hafði verið leyst upp, eftir síð-
ustu árásina. — Hvað gerið þið
þá nú, sagði hann og reyndi að
tala rólega.
— Hefurðu heyrt Gamma
Commando nefnt?
Neil kinkaði kolli.
— Það erum við, sagði sá
ungi, og gaf hinum auga, — og
ef einhver er að flækjast á al-
mannafæri, gefum við honum
kúlu gegn um hausinn. Við keyr
um fram hjá strætisvagnsstöð —
og þar standa Arabar með kell-
ingarnar sínar með blæju fyrir
andlitunum. Við ökum framhjá
á 25—30 kílómetrum og....
bang... .bang.... við hittum
fjóra Araba í hausinn. Við skilj-
um kvenfólkið eftir, því að það
má nota í hóruhúsin.
33
Neil barðist við klígjuna, sem
ásótti hann. Hann reyndi aðra
aðferð. — Ég þekki yfirmann
ykkar, Le Hir ofursta. Ég hitti
hann í gærmorgun. Þeir svöruðu
þessu engu og Neil hélt áfram:
— Ég á að hitta einn aðstoðar-
mann hans í hádegisverði klukk
an hálf tvö. Klukkan var nú orð
in tíu mínútur yfir eitt.
— Nei, þú hittir engan, sagði
ungi maðurinn, — til hvers held
urðu, að við séum híngað komn-
ir? Þú þekkir Le Hir ofursta?
Og heldurðu, að þú sért einhver
stórkall? Nei, haltu þér nú sam-
an.
Þeir óku áfram þegjandi, upp
eftir skuggalegu götunni, og
Neil þekkti aftur, að það var
þarna skammt frá sem hann
hatfði farið innan við götuvirk-
in í gær. Bíllinn stanzaði úti
fyrir kaffihúsi. Stóri maðurinn
skipaði honum út og ungi mað-
urinn kom á eftir þeim og skildi
bflinn eftir við gangstéttina.
Kaffihúsið var fullt af ungum
mönnum í bláum skyrtum og
leðurjökkum, sem sátu við borð
in og voru að spila. Glymskratti
hamaðist á einhverju lagi, sem
Helen Slhapiro söng. Það var ein
hver galli í plötunni, svo að
þetla hljómaði eins og verið
væri að rífa pappír,
Stóri maðurinn potaði byss-
unni í bakið á Neil og sá ungi
sagði: „Wir machen es hinten".
Neil skildi nægilega þýzku til
þess að vita, hvað þeir áttu við:
Þeir ætluðu að fara með hann að
baki veitingasalnum og drepa
hann þar.
Honum fannst eins og öll inn-
yflin í sér væru komin á ringul-
reið, og blóðið steig honum til
höfuðs, er þeir gengu, allir þrír,
framhjá skenkiborðinu. Mennirn
ir litu við og horfðu á hann,
svartkrímótt andlit, slétt hár,
kúrekar og brosandi ljóshærða:'
stúlkur stóðu við borðið og
sumir mennirnir i leðurjökkun-
um gerðu að gamni sínu við
hann um leið og hann fór fram
hjá þeim. Einn þeirra potaði í
gamni í magann á honum og
báðir stönzuðu og gerðu sér upp
sárauka. Ungi maðurinn greip
loksins í hnakkadrambið á hin-
um og kallaði til þjónsins: —
Getfðu honum einn bjór, Georg-
es!
Einhver sagði, rétt við eyrað á
Neil. — Hver er fórnarlambið?
— Engar spurningar hér, urr-
aði stóri maðurinn, sem gekk á
eftir Neil með apa-handlegginn
dinglandi og nú var byssan við
hlið hans. Helen Shapiro rifnaði
á síðasta tóninum, og Neil hugs-
aði með sjálfum sér: Eru engir
franskir pop-söngvarar til? Ungi
maðurinn opnaði dyr bakatil.
Neil var ýtt inn í húsgagnalausí:
herbergi, þar sem ekki var ann-
að en flöskukassar, sem hlaðið
var upp að veggnum. Að baki
sér heyrði hann hávaðan og
gargið í glymskrattanum. Hurð-
inni var skellt aftur, svo að háv-
aðinn frá veitingastofunni heyrð
ist ekki lengur. Stóri maðurinn
sagði: — Upp að veggnum!
Neil ætlaði að fara að snúa
sér við, en þá ýtti maðurinn við
öxlinni á honum, svo að hann
missti jafnvægið. — Upp að
veggnum! öskraði hann.
Neil rétti úr sér. Veggurinn
var kalkaður og auður. Til
vinstri var gluggi, sem vissi út
að húsagarðinum. Allt í einu
var hann orðinn fullkomlega ró-
legur. Nú sæi hann aldrei Caro-
line aftur. Það gerði ekkert til
— hann var búinn að missa hana
hvort sem var. Nú mundi hann
aldrei framar sofa hjá sfelp i,
aldrei drekka glas eða éta máltíð,
sjá kvikmynd, eyða pening,:m,
skrifa eina skáldsögu enn, tala
við neinn, eða aka bílnum sín-
um að ferjunni í Lydd til að
fara í frí á meginlandinu. Hon-
TÆKIFÆRI ARSINS
Dúna springdýnur 75x190 cm. kr. 2.200 -u 20%:
lcr. 1.760.oo
4ra sæta sófasett kr. 20.500 -h 20%:
kr. 16.480.oo
Svefnbekkir kr. 5.400 -=- 20%:
kr. 4.220.oo
og ótal fleiri kostaboð.
NÝTT OG STÆRRA SÝNINGARSVÆÐI — KOMIÐ OG
SKOÐIÐ.
OPIÐ TIL KL. 7 í KVÖLD OG NÆSTU KVÖLD.
AUÐBREKKU59
KOPAVOGI
HÚSGAGNAVERZLUN
fMI ■■