Morgunblaðið - 13.08.1967, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. AGUST 1967
ALDARMINNINC:
Sir William Alexander Craigie
1867 — 13. ágúst — 1967
Effir Crím
( M. Helgason
! „TIL, þess liggja margvíslegar
ástæður, að fsland hetfir ævi-
langt verið mér hjarta nærri, en
vera má, að hin eiginlega ástæða
til þess sé sú, er fólst í orðum
ókunns manns, sem ég hitti á
leiðinni milli Reykjarvíkur og
Hafnarfjarðar sumarið 1910.
„Hér er útlendingur, sem er fs-
lendingur i anda“, kallaði hann
til samferðarmanna sinna eftir
noklkurra mínútna samtal við
mig. Þegar öllu er á botninn
hvolft, held ég, að hvorki ís-
; lendingi né Skota sé þá gert
rangt til, ef sagt er, að í anda
séu þeir mjög nálægir hvor öðr-
| um“.
| Á þennan hátt fórust skozka
! fræðimanninum og íslandsvinin-
' um, Sir William A. Craigie, orð
í kveðjuávarpi sínu, áðúr en
; hann hélt heimleiðis úr íjórðu
íslandsför sinni sumarið 1948.
Sir William Alexander Craigie
; fæddist í Dundee í Skotlandi
hinn 13. ágúst 1867. Hann var
gæddur frábærum námsgáfum.
Þegar hann hafði náð þeim
áfanga á menntalbraut sinni, er
svarar til stúdentsprófs hér á
landi, hélt hann til háskólans í
St. Andrews, þar sem hann lagði
einkum stund á latínu og grísku.
En auk þess sökkti hann sér nið
ur í lestur forn-skozkra bók-
mennta, sem hann hafði raunar
komizt í nokkur kynni við þeg-
ar á æskuárum sínum í Dundee.
Á þessum árum lærði hann einn
ig þýzku og frönsku, og um það
er lauk mun hann hafa
lesið ekki færri en fimmtíu
tungumál, svo einstæð var
tungumálagáfa hans. En jafnan
• vildi hann lítið um lærdóm sinn
ræða.
; Við lok námstímans í háskól-
| anum í St. Andrews 1888
! bar Craigie sigur úr býtum í
[ keppni um námsstyrk, en sá
| styrkur gerði honum kleift að
halda áfram námi við háskólann
i, 1 Oxford. Þar sótti hann fyrir-
j lestra í keltneskum málum, en
! lauk auk þess með ágætiseink-
[ lunn prófi í grískum og latnesk-
[ um bókmenntum og sögu, ásamt
heimspeki fornri og nýrri, 1890
Og 1892.
Árið 1893 varð Craigie kenn-
ari í latínu við háskólann í St.
Andrews og gegndi því starfi um
fjögurra ára skeið, en þá bauðst
honum starf við Oxford-orðabók
f ina miklu. Meiri virðingarstöðu
j var ekki unnt að bjóða málfræð
ingi á Bretlandi. Því boði tók
I hann og varð 1901 einn af þrem-
nr aðalritstjórum hennar. Það
var hann, unz henni var lokið
1933, en af því tilefni sæmdi
Bretakonungur hann riddaranafn
bót.
Árið 1905 varð Craigie kennari
í Norðurljandamálum við Taylbr
ian Institute í Oxford. Hafði
löngun hans til þess að leggja
stund á Norðurlandamálin vakn-
að við það, að einn kunningja
hans hatfði gefið honum dálítið
ljóðakVer á norsku. Var hann tek
inn til við dönsku og íslenzku,
áður en hann hóf nám við háskól
ann í Oxford. Árið 1915 var hann
svo skipaður prófessor í engil-
saxnesku við háskólann í Oxford
og jafnframtf kennari í íslenzku.
Gegndi hann því embætti til árs-
ins 1925, er hann tók við prófess-
orsstöðu við háskólann í Chi-
cago, þar sem hann átti að standa
fyrir samningu sögulegrar orða-
bókar yfir ameríska ensku. Átti
sú orðabók að vera með líku
sniði og Oxford-orðaíbókin. Hún
kom síðan út á árunum 1938—
1949.
Ekki verður á neinn hallað,
þótt sagt sé, að Craigie hafi ver-
ið meðal fremstu orðabókahöf-
unda síns tíma, enda öfluðu þau
störf ‘honum frægðar víða um
lönd. Að orðabókarstörfum vann
hann til hins síðasta, og var end
urútgáfa orðabókar Cleasby’s og
hann hafi þá einkum notið að-
stoðar þeirra Þorsteins Erlings-
sonar og Valtýs Guðmundsson-
ar. Hér er ekki unnt að tíunda
allar þær greinar, sem hann skrif
aði um íslenzk fræði. Má þó
nefna tvær greinar um drótt-
kvæðin fornu og þriðju um Ara
fróða. íslenzk kvæði valdi hann
í Oxford-sýnislbók norrænna
ljóða og þýddi úrval úr þjóðsög-
um Norðurlanda, þar sem lang-
flestar sögurnar eru íslenzkar og
afburðavel er frá öllu gengið.
Þá kom út frá hans hendi lítil
bók um foman átrúnað nor-
rænna manna og önnur um ís-
lenzkar fornsögur, að ógleymdri
sérlega handhægri kennslubók í
íslenzku. Ógetið er þá rannsókna
hans á íslenzkum rimum, og s-kal
það ekki lengur dregið.
★
Veturinn 1892—1893, er
Craigie dvaldist í Kaupmanna-
höfn, komst hann í fyrsta sinn
í kynni við rímur. Varð það með
þeim hætti, að Valtýr Guðmunds
son gaf honum Svoldarrímur eft
ir Sigurð Breiðfjörð. Auk þess
hafa þeir Þorsteinn Erlingsson
vafalaust minnzt á rímur sín á
milli, en Þorsteinn var rímna-
vinur mikill og skrifaði upp rím
Sir William Craigie fyrir framan málverkið af sjálfum sér, sem
málarinn Harold Speed gaf honum á 85 ára afmælinu. Við hlið
hans stendur Dr. W. Kok, forst jóri Frisian Academy og Eirík-
ur Benediktz, sendiráðstfulltrúi.
Guðbrands Vigfússonar með við
auka eftir hann sjálfan síðasta
verk hans á því sviði, en hún
kom út nokkrum vikum fyrir
dauða hans. Áður hafði Craigie
lagt því liðsinni, að Geir Zoega
tókst á hendur að búa til út-
gáfu útdrátt úr orðabók Cleas-
by’s og Guðbrands, en þá bók
gaf Clarendon Press út 1910.
Þess er áður getið, að Craigie
hafi byrjað að lærá islenzku,
áður en hann hóf nám í Oxford.
Eftir að hann lauk þaðan námi,
hélt hann til Kaupmannahatfnar
og lagði þar m.a. stund á ís-
lenzku veturinn 1892—1893.
Hann segir svo frá sjálfur, að
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Hauks Jónssonar, hrl., Ólafs Þorgríms-
sonar, hrl., og Innheimtu ríkissjóðs verður verk-
stæðishús ásamt lóðarréttindum milli Reykjanes-
brautar og Flugvallarvegar í Njarðvíkurhreppi,
þinglesin eign Vélsmiðju Njarðvíkur h.f., selt á
nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni
sjálfri þriðjudaginn 15. ágúst, 1967, kl. 3 e.h.
Uppboð þetta var auglýst í 35., 36. og 37. tölubl.
Lögbirtingablaðsins 1967.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og
Kjósarsýslu.
ur á þessum árum. Craigie sat
tíðum á bókasöfnum þennan vet-
ur og las m.a. íslenzk handrit.
Þá er það einu sinni, þegar hann
er að blaða í skránni um ís-
lenzk handrit í Árnasafni, sem
þá var til húsa I Háskólabóka-
safninu í Kaupmannahöfn, að
hann rakst á titilinn Skotlands-
rímur, og var forvitni hans þá
vakin. Þessar rímur varð hann
að skrifa upp, ekki vegna þess
að þær væru betur kveðnar en
aðrar rímur, heldur vegna þess
að þær fjölluðu um skozk mál-
efni. Þær segja einmitt frá hinu
svokallaða Cowrie-samsæri, sem
gert var árið 1600 gegn Jakotoi
VI Skotakonungi, syni Maríu
Skotadrottningar og Stanleys.
En rímumar munu ortar á ár-
unum 1620—1640 og eru að því
leyti ólíkar flestum rímum, að
þær greina frá sannsögulegum
atburði úr samtíð höfundar, en
sækja ekki efni í fornöld eða
ýkjusögur. Höfundur rímnanna
er séra Einar Guðmundsson á
Stað á Reykjanesi (f. fyrir 1600,
á lítfi 1649).
Árið eftir Kaupmannahafnar-
dvöl sína skrifaði Craigie rit-
gerð um Skotlandsrímur á
ensku, en sjálfar komu þær ekki
út fyrr en 1908 á vegum
Clarendon Press. Er skemmst
frá því að segja, að útgáfan er
hin ágætasta, enda rasaði Craigie
ekki að henni. Orð hans um
undirbúning útgáfurmar sýna
ljósiega, hvern fræðimann hann
hafði að geyma. Honum farast
svo orð: „Þegar ég hafði ákvarð-
að að gefa þær út, sá ég, að
nauðsynlegt var fyrir mig að
auka við þekkingu mína með því
að lesa gaumgæfilega allar þær
rímur, sem til þess tíma höfðu
verið prentaðar. Að þeim lestri
loknurn var það ekki lítið, sem
ég hafði fræðzt um rímnamálið
og rímnabragfræðina“. Þess má
geta, að prentsmiðjuhandrit
Craigies að Skotlandsrímum er
nú í eigu Landsbókasafns, ásamt
fleiri rímnahandritum, sem hann
hefir átt.
Ekki megnuðu hin miklu orða
bókarstörf Craigies að slæva
áhuga hans á rímum. Árið 1938
gaf Munksgárd í Kaupmanna-
höfn út Ijósprentun af skinn-
handritinu AM. 604, 4 to, sem
gengur venjulega undir nafninu
StaðarhóLsbók og er einna merk-
ust rímnabóka. í henni eru rínv
ur, sem ortar eru fyrir siða-
skipti. Formála skrifaði Craigie
og gerði stutta, en glögga grein
fyrir miðaldarímuim.
Árið 195(2 gatf Craigie út Sýn-
isbók íslenzkra rímna frá upp-
hafi rímnakveðskapar til loka
19. aldar. Segir hann, að hug-
myndina að útgáfunni hatfi þeir
átt Snæbjörn Jónsson bóksali og
Ólafur Bergmann, bókaútgef-
andi. Sýnisbókinni er skipt í
þrjú allstór bindi. f hinu fyrsta
er að finna úrval úr rímum frá
upphafi rímnakveðskapar um
miðja 14. öld til 1550, í öðru rím-
ur frá 1550—1800 og í hinu
þriðja rímur frá 19. öld. Hverju
bindi fylgir rækilegur inngang-
ur um rímnakveðskap þess tíma-
bils, sem bindið nær jrfir, man-
söngva, bragarhætti og mál rímn
anna. Þarf ekki getum að þvi að
leiða, hvílíkur fengur íslenzk-
um fræðum er í Sýnistoók ís-
lenzkra rímna. Rímnafræðingur-
inn dr. Bjöm K. Þórólfsson seg-
ir m.a. um þessa útgáfu: „Ekki
þartf lengi að lesa inngangana til
þess að finna, hversu næmur og
glöggur er skilningur höfundar
á rímum, og sætir það furðu um
erlendan mann, þegar þess er
gætt, að flest af því, sem ein-
kennir þær, er ólikt skáldskap
annarra þjóða...... En þó að
höifundur sé yfirtourða málfræð-
ingur, mundi skilningur hans á
rímum ekki vera svona næmur
án hinnar innilegu samúðar hans
með rímnaskáldunum".
Rímnafélagið var stofnað árið
1947. Var Craigie, ásamt Snæ-
birni Jónssyni, aðalhvatamaður
að stofnun þess, þó að hann gæti
ekki komið því við að sitja stofn
fund. Hið síðasta, sem komið
hefur á prent á vegum félagsins,
er Rímnaskrá dr. Finns
Sigmundssonar fyrrverandi
landsbókavarðar, sem út kom
á síðastliðnu ári. Getur hann
þess í formála tfyrir verkinu, að
þeir Snæbjörn og Craigie hafi
átt sinn þátt í því, að Rímna-
félagið tæki að sér útgáfu skrár
innar og hafi stöðugt hvatt hann
til að halda verkinu átfram, er
honum hafi virzt vafasamt, að
honum tækist að gera það út-
gáfuhæft.
Craigie kom til íslands árið
1948 og flutti fyrirlestur í Há-
skólanum 30. júní um rímur, á
vegum Rímnafélagsins. Kemst
dr. Björn K. Þórólfsson svo að
orði um fyrirlesturinn, að hann
sé „saminn af svo mikilli þekk-
ingu á efninu, að vel hefði mátt
samtojóða fræðimanni, sem var-
ið hefði allri ævi sinni til að
rannsaka rímur“.
Er Craigie varð sjötugur árið
1937, gatf Snætojörn Jónsson,
alúðarvinur hans, út Núma-
rímur eftir Sigurð Breiðfjörð og
tileinkaði honum útgátfuna.
Enn er þess að geta, að 1947 -
Sir William Craigie
gáfu Landsbókasafn og ísafoldar
prentsmiðja út í tveimur bind-
um OlgeirsrímuT danska eftir
Guðmund Bergþórsson til heið-
urs Craigie áttræðum. Sáu þeir
dr. Björn K. Þórólfsson og dr.
Finnur Sigmundsson um útgáf-
unia, og veitti alþingi nokkurn
styrk til hennar.
★
Þess er áður getið, að Craigie
hatfi komið hingað til lands ár-
ið 1906, en þá ferðaðist hann l'ít-
ið um landið. Hann kom hingað
öðru sinni árið 1910, og var þá
kona hans, Jessie (tfædd
Hutchen), sem hann hafði geng-
ið að eiga árið 1897 og var frá
Dundee eins og hann, með í för-
inni. Ferðuðust þau m.a. um
Barðastrandarsýslu og Vestfirði.
Var Árni Þorvaldsson, mennta-
skólakennari, fylgdarmaður
þeirra, en þau dvöldust um skeið
hjá séra Jóni á Stað á Reykja-
nesi, bróður Árna, en sá bær var
Craigie kærari en aðrir bæir,
vegna þess að höfundur Skot-
landsrímna var einmitt prestur
á þeim sarna stað. Tókst góð vin-
átta með Craigie og séra Jóni,
og voru bréfaskipti milli þeirra
alltíð. Eru bréf Craigies til séra
Jóns varðveitt í LandsbókasafnL
í þriðja skiptið kom Craigie
hingað til lands til þess að vera
viðstaddur Alþingishátíðina, og
var kona hans þá einnig með i
förinni. En árið 1948, er hann
kom hingað til fyrirlestrarhalds,
eins og áður er lýst, var hanr>
einn á ferð, því að kona hans
lézt 10. febrúar árið áður. Var
hún hin mætasta kona, ágætum
kostum búin og listfeng. Harm-
aði Craigie lát hennar mjög, en
hann lifði rúmum tíu árum
lengur, dó 2. septemtoer 1967.
★
fslendingar vottuðu Craigie
þakkir sínar og viðurkenningu
á ýmsa lund. Hið íslenzka bók-
menntatfélag gerði hann að heið-
ursfélaga sínum, ríkisstjórnin
sæmdi hann riddarakrossi Fálka
orðunnar og Háskóli fslands
kjöri hann heiðursdoktor, rim-
ur voru gefnar út honum til heið
urs, og honum var boðið hingað
til lands til þess að hallda fyrir-
lestur. Alls þessa var hann mak-
legur og þótt meira hefði verið.
★
Hér að framan hefir verið
reynt að segja nokkuð frá Sir
William Alexander Craigie og
að vonum einkum verið fjallað
um þann þátt ævistarfs hans, er
vissi að íslandi og íslenzkum við
fangsefnum þessa merka fræði-
manns.
Landstoókasafn Skota í Edin-
borg, National Library otf Scot-
land, heldur um þessar mundir
sýningu til að minnast aldaraf-
mælis hans.
Við íslendingar minnumist
hans sem velunnara íslands og
íslenzkrar menningar, „útlend-
ings, sem var íslendingur i
anda“.
[Helztu heimildir: Grein Snæ-
bjarnar Jónssonar um Craigie
í Eimreiðinni 1927, endurpr. i
greinasatfni feans, Misvindi, 1964;
grein Halldórs Hermannssonar 1
Skírni 1937; útvarpserindi
Björns K. Þórólfssonar, flutt 9.
jan. 1953, pr. sama ár sem
Aukarit Rímnafélagsins II; fyrir
lestur Craigies, fluttur í Háskóla
íslands 30. júní 1948, pr. 1949
sem Aukarit Rímnafélagsins 1,
Nokkrar athugasemdir um rím-
ur.]
Grímur M. Helgason.