Morgunblaðið - 13.08.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1967 t Faðir okkar, tengdaflaðir og afi, GuðJaugur Guðmundsson, fyrrverandi bryti, Öldugöto 7, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni, þriðjudaginn 15. þ.m. kl. 10.30. Jónas Guðlaugsson, Óskar Guðlaugsson, Dýrleif Tryggvadóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gísli H. Sigurðsson, Hringbraut 97, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 16. ágúst kL 10.30 f.h. Athöfn- inni verður útvarpað. Blóm og kransar eru vinsam- legast afbeðin, en þeir sem vildu minnast hans eru beðn- ir að láta Kristniboðssam- bandið eðia Slysavarnafélag fslands njóta þess. Karólína Ólöf Guðbrandsd., Sigurður Gislason, Sigríður Láru.sdóttir, Steingrimur Gíslason, Ingibjörg Helgadóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, Guðmundur Sveinsson, Flateyri, Reyðarfirði, sem andiaðist 7. þ.m. verður jarðsunginn frá Búðareyrar- kirkju þriðjudaginn 15. ágúst. Athöfnin hefst með hús- kveðju að heimili hins látna kl. 1 síðdegis. Sigurborg Þorvaldsdóttir, börn og tengdabörn.______ t Minningarathöfn um móð- ur mína, Þorgerði Jónsdóttur frá Vestri-Garðsauka, fer fram í Fossvogskirkju, þriðjudaginn 15. ágúst kl. 10.30. Jarðsett verður frá Stór- ólfshvolskirkju sama dag kl. 14. Athöfninni í Fossvogs- kirkju verður útvarpað. _____ Kristín Einarsdóttir. t Innilegar þakkir fyTÍr auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður míns og tengdaföður, Sigurðar Sveinbjörnssonar, bifreiðarstjóra. Sigfús Sigurðsson, Margrét Sigurjónsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóð- ur og ömmu, Rannveigar Gísladóttur Urriðafossi. Haraldur Einarsson, Unnur Þórartnsdóttir, Einar Einarsson, Halldóra Jónsdóttir, Rósa Sveinbjarnardóttir og barnabörn. I STIJTTll MALI Fyrrverandi forsætisráðherra Indónesíu sakaður um sam- særi gegn stjórninni Djaíkarta, 8. ágúst, NTB, AP. Dr. Ali Sastromidjojo, fyrrum forsætisráðherra Indónesíu, hef- ur verið hadtekinn og sakaður um aðild að samsæri sem miðaði að því að steypa af stóli núver- andi stjóm landsins. — Telur Indónesíuher siig hafa fyrir því fullar sannanir að Sastroamidj- ojo, sem þrívegis hefur verið for sætisráðherra í Indónesíu, hafi átt aðiJid að samsæri sem miðaði að því að koma Sukarno, fyrrum Indónesíuforseta, aftur til valda. Forsætisráðherrann fyrrverandi var náinn vinur Sukarnos og ráð gjafi um árabil. Meinað leyfi í Hong Kong London, 8. ágúst, AP, NTB. Kínvensik yfirvöld hafa neitað Harald Munthe-Kaas, frétta- manni norsfcu fréttastofunnar NTB og norska útvarpsins, um brottfararleyfi til Hong Kong, að því er Lundúnablaðið „Sunday Times“ sagði frá á sunnudag. — „Sunday Times“ og „Times" birta einnig frétltir frá Muntihe- Ka-as. Bera Kínverjar því við að fréttamaðurinn og félagi hans, Jón Sigurðsson, menningarmála- fulltrúi sænska sendiráðsins í Peking, hafi tekið upp á segul- band það sem fyrir eyru þeirra bar á fjöldafundi í Pefking í fyrri viku, en slíkt er bannað. *elfur SkólavÖrðustig 13 IVIeð orf og Ijá ... ÞEGAR blaðamaður Mbl. átti leið um efri hluta Rangárvalla fyr- ir nokkrum dögum, varð fyrir dálítið óvenjuleg sjón. Kona stóð við slátt úti á túni og sló með orfi og ljá. Þetta var Sigurveig Jóhannsdóttir í Koti, sem þar býr með tveimur systkinum sín- um. Hún leyfði fúslega að mynd væri tekin til birtingar í blaði og lét þau orð falla um leið, að vel mættu fleiri taka sér orf í hönd en nú gera. Sagði að sláttur með orfi og Ijá væri hress- andi og skemmtilegt starf. Það er vel sprottið túnið í Koti, grasið liggur í legum og múgarnir hlaðast upp í ljáförum Sig- urveigar. (Ljósm. j.h.a.) VALIANT 1967 BIFREIÐAKAUPENDUR! Það er ótrúlegt en satt — að við bjóðum vandlátum kaupendum hinn stórglæsiiega og end- ingargóða PLYMOUTH VALIANT V100 2ja dyra árgerð 1967 fyrir aðeins kr. 275.000.00 Notið þetta einstaka tækifæri og pantið yður sterkan og traustan 6 manna bíl fyrir álíka verð og venjulegir 5 manna bílar kosta. í ofangreindu verði er m.a. innifalíð: 1. Söluskattur 6. Stærri dekk og felgur 2. 6 cyl. 115 ha. vél 7. Tvöfalt hemlakerfi 3. Miðstöð 8. Stoppað mælaborð 4. Styrktur fjaðraútbúnaður 9. Bakkljós og rafmagnsrúðusprautur 5. Alternator 10. Sjálfstillandi hemlar. Munið að VALIANT er rúmgóð 6 manna fjölskyldubifreið með stóru farangursrými. Akið á VALIANT í sumarleyfið og takið alla fjölskylduna með. ^ CHRYSLER UMBOÐIÐ VÖKULL h.f. Hringbraut 121, sími 10600 — Clerárgötu 26, Akureyri i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.