Morgunblaðið - 13.08.1967, Blaðsíða 32
HEIMILIS
TRYGGING
ALMENNAR TRYGGINGAR P
PÚSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700
SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1967
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA
SÍMI 1Q.100
Haraldur ríkisarfi við
laxveiðar í Haff jarðará
Fór frá Reykjavík í gærmorgun
með varðskipinu Óðni
HARALDUR ríkisarfi Noregs
fór í gærmorgun frá Reykjavík
með varðskipinu Óðni. Var ferð-
inni heitið í Hvalfjörð, en þaðan
ætlaði ríkisarfinn að aka að
Revkholti or að Haffjarðará.
Bifreið Haralds renndi að
var'ðskipinu, þar sem það lá T'ið
Battarísbryggju, kl. 10,30 stund-
víslega. Sté ríkisarfinn um borð,
en þar tóku á móti honum með-
al annarra, forseti íslands, herra
Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni Bene-
diktsson, forsætisráðherra, Jó-
hann Hafstein, dómsmálaráð-
herra, Hans G. Andersen, sendi-
herra íslands í Noregi og Pétur
Sigurðsson, forstjóri Landhelg-
isgæzlunnar. Varðskipsmenn
stóðu heiðursvörð er Haraldur
gekk um borð. Skýjað var og
nokkur gjóla, er varðskipið lagð-
ist frá bryggju, en úrkomulaust.
Hádegisverður var snæddur um
borð í skipinu, en kl. 12.30 var
áformað a'ð skipið legðist að
bryggju í Hvalfirði við Hval-
stöðina og átti að skoða hana.
Síðan var áætlað að aka frá
Hvalfirði kl. rúmlega eitt áleið-
is að Reykholti, þar sem fram
voru bornar veitingar, og hinn
sögufrægi staður skoðaður.
Að svo búnu var ekið frá
Reykholti til laxveiða í Haffjarð-
ará, en ríkisarfinn hafði óskað
sérstaklega eftir því að fá að
renna fyrir lax hér á Islandi.
Var áformað að gista um nóttina
í veiðihúsi við ána, en halda síð-
an laxveíðunum áfram fyrri
hluta dags í dag.
Klukkan fjögur er gert ráð
fyrir að fljúga frá Stóra-Kroppi
til Akureyrar, þar sem kvöld-
verður verður í boði bæjar-
stjórnarinnar. Verður gist á Hó-
tel KEA í nótt. Á morgun mun
Haraldur ríkisarfi fara til Mý-
vatns, og skoðar hann Go'ðafoss
á leiðinni. Síðan verður Mývatns
sveitin skoðið, og m.a. er ráð-
gert að fara í Dimmuborgir og
Námaskarð. Síðar hluta dags
verður ekið aftur til Akureyrar,
og þaðan flogið til Reykjavíkur.
Mótmæla niðurstööu
Haraldur ríkisarfi Noregs (fyrir miðju) ásamt forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, og
Jólianni Hafstein, dómsmálar áðherra um borð í varðskipinu Óðni í gær.
Vágestur í kartöflufarmi
Náttúruverndarráðs
Björk, Mývatnssveit, 12. ágúst
Eftirfarandi samþykkt og
áskorun gerði 21 íbúi í Reykja-
hlíðarhverfi við Mývatn:
„TUTTUGU og einn heimilis-
maður og alþingiskjósandi í
Reykjahlíðarhverfi skorar á
menntamálaráðuneytið, að hafa
að engu beiðni Náttúruvemdar-
ráðs um stöðvun framkvæmda
við vegagerð hér. Við teljum, að
bezt úrlausn fáist eins g skipu
lagsuppdráttur er staðfestur.
Við teljum líka náttúruspjöll
meiri á þeirri leið, sem náttúru-
verndarráð vill fara og þar að
auki ónothæft vegarstæði vegna
snjóalaga, nema að farin sémjög
löng leið yfir tún. Þá hafa eig-
endur og umráðamenn Hótels
Reynihlíðar endurbyggt það, að
ráði og með stuðningi Ferða-
málaráðs og í samræmi við stað-
fest skipulag og fyrirhugað vega
kerfi. Einnig er mótmælt um-
beðinni vinnustöðvun Náttúru-
verndarráðs við vegaframkvæmd
ir hér og ástæður ráðsins fyrir
þeirri kröfu ekki viðurkennd-
ur“. — Kristján
Kuml finnst í
Mývotnssveit
Á FIMMTUDAG, er verið var
að vinna með jarðýtu við vegar
lagningu sunnan til í Flatskalla,
norðan við Grímsstaði í Mý-
vatnssveit, varð vart við manna
bein og hrossabein. Samkvæmt
upplýsingum Kristjáns Þórhalls-
sonar, fréttaritara Mbl. á staðn-
um, var þegar hætt við að ýta
og réttum aðilum tilkynnt um
fundinn.
Mbl. reyndi í gær að ná tali
af þjóðminjaverði eða öðrum
safnvörðum . Þjóðminjasafnsins
en enginn þeirra var í bænum.
Beinin munu vera illa farin og
ekki kvaðst Kristján vita, hve-
nær fornleifafræðingar kæmu
norður til þess að athuga fund-
inn.
Síldin fœrisf
nœr landinu
— Sæmileg síldveiði í fyrrinótt
SÆMILEG síldveiði var á mið-
unum suðvestur af Svalbarða á
föstudag og í fyrrinótt, sam-
kvæmt upplýsingum Síldarleitar
innar á Dalatanga, en til lands
er um 800 sjómílna stím. Síldin
hefur þó færzt nær íslandi eða
um 80 milur síðustu þrjá sólar-
hringa.
Fá skip voru að veiðum í gær,
en skdp sem boðað höfðu ,.lönd-
un“ í Haförninn höfðu til sam-
ans aifil'a, sem fyfla mun skipið.
Nokkur skip voru og að lieggja
af st>að til lands.
Mörg skip komu til lanös í
síðastliðinni viku og mun það
orsök þesis, hversu fá eru nú
á miðunum. Ekkj hafði Síldar-
leitin á taikteinum tölur um
fjöida gkipanna.
Colorado-bjalla berst til
landsins frá Póllandi
RÉTT fyrir hádegi í gær komu
tveir ungir menn á ritstjórn
Mbl. með kvikindi nokkurt, sem
okkur sýndist vera hinn mikli
vágestur Colorado-bjallan, öðru
nafni kartöflubjalla. Eftir sam-
tal við Geir Gígju, skordýrafræð
ing, var grunur okkar stað-
festur.
Colorado-bjallan hefur einu
sinni borizt til landsins áður
með kartöflufarmi, og var þá
brugðið við og lestar skipsins
fylltar af blásýru, og svældar
út. Bj'allan lifir á kartöflugrasi,
étur það upp til agna og tímg-
ast mjög ört. Kvendýrið verpir
400—500 eggjum á hverju fimm
vikna tímabili. S'amkvæmt upp-
lýsingum Encyclopædia Britann
ica hefur árlegt tjón í Bandaríkj
unum einum síðan 1040 numið
40.000.Ó00 dala, svo að augljóst
er að hér er um skaðræðiskvik-
indi að ræða.
46 teknir ölvað-
Bjallan, sem fannst í gær.
Kartöflubjallan er appelsínu-
lit með svörtum röndum aftur
með afturbúknum, en á fram-
búknum eru svartar doppur.
Hún er fieyg, en sein til gangs.
vágest var að ræða var borgar-
læknisembættinu tilkynnt um
fund bjöllunnar og gerði það
þegar ráðstafanir til þess að
stöðva uppskipun úr skipinu,
sem heitir Rannö og er leigu-
skip á vegum Eimskipafélags
Islands. Kartöflufarmurinn er
frá Póllandi. Ráðgert nVun að
svæla lestar skipsins á morgun.
un.
Er kartöflubjallan kom hing-
að í fyrra skiptið var haft sam-
band við Högna Böðvarsson,
skordýrafræðing í Lundi og
taldi hann ólíklegt að bjallan
gæti tímgazt hérlendis, en taldi
þó nauðsynlegt, að allar ráðstaf-
anir til þess að útrýma henni
yrðu gerðar. Óvarlegt er að
treysta ófrjósemi hennar í hinu
kalda loftslagi hérlendis.
Þurfti að reisa
nýja verksmiiju
Arstöf á vatnsveituframkvœmdum
ir á almannafæri
ÓHEIMJU ölvun var í Reyikj avík
í fyrrinótt samlkivæimt upplýsing-
uim lögreglunnar. Fylltust allar
geymslur lögregkmnar og er það
óvanalegt á þesisum tíima. Frá
því í fyrramorgun voru alls
teknir fyrir öflrvun á allmanna-
færi 46 menn. Nær sú taia fram
tifl hádegis í gær.
«£$slbdli
FYLGIR EKKI BLAÐINU
Í DAG
EINS ÁRS dráttur ver'ður á því
að vatnsleiðslan til Vestmanna-
eyja frá landi komi til landsins.
Töf þessi er af því, að erfiðleik-
ar voru á að koma svo gildum
leiðslum til sjávar frá hinni
dönsku verksmiðju, er framleiðir
leiðsluna. Varð því að reisa nýja
verksmiðju til þess að annast
verkið við sjó og er hún á iandi
Burmeister og Wain í Kaup-
mannahöfn. Gildleiki leiðslunnar
var of mikill til þess að unnt
væri að flytja hana með járn-
brautarlest til sjávar.
Magnús Magnússon, bæjar-
stjóri í Vestmannaeyjum tjáði
Mbl., að framkvæmdum yrði
lokið í landi í september næst-
komandi og einnig yrði fram-
kvæmdum við vatnskerfislagn-
ingu í 1/3 hluta Vestmannaeyja-
kaupstaðar lokið með haustinu.
Ljúka á við lagningu vatnsveitu-
kerfis í allan kaupstaðinn á
næstu tveimur árum.
Austur-Landeyingar munu fá
vatn frá vatnsbólinu nú í þess-
um mánuði. Hafa þeir lokið við
lagningu vatnsveitukerfis hjá sér,
sem er mikil bót fyrir sveitina.