Morgunblaðið - 18.08.1967, Page 18

Morgunblaðið - 18.08.1967, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAGUR 18. AGUST 1967 Þorsteinn Magnússon frá Drangshlíð Minningarorð Verða að hverfa er veröldum vísasta fyrirheit, öðlast og missa er manninum meðfætt á jarðarreit. Bólu-Hjálmar. EKKERT er eins víst og þetta: Eitt sinn skal hver deyja. Ann- aðhvort yfirgefum við ástvini okkar við hin miklu vistaskipti, eða þeir yfirgefa okkur, eru kall- aðir til þeirra ferðar, inn á það land, þaðan sem enginn á aft- urkvæmt. Misjafnlega erum við menn- irnir búnir undir þennan óum- flýjanlega aðskilnað. Á ólífcum tímum ber hann að, stundum kærkomin lausn, stundum misk- unnarlaus missir. t»egar maður í blóma lífs með t Faðir okkar og tengdafaðir, Sigurður Guðmundsson, Miðtúni 7, Keflavík, andaðist á Landsspítalanum 15. þ. mán. Dagmar Sigurðardóttir, Friðjón Þorleifsson, Ester Guðmundsson, Zakaríar Hjartarson. t Valur G. Norðdahl, Knudsöhus, Ry, Jótlandi, j andaðist í sjúkrahúsinu í , Skanderborg, Jótlandi, mið- vikudag 16. ágúst. Jarðarförin er ákveðin 19. >ágúst. Eiginkona, börn, móðir og systkin. t Eiginkona mín, Katrín Vigfúsdóttir, fyrrv. ljósmóðir, Nýjabæ, Eyjafjöllum, andaðist á Sjúkrahúsi Selfoiss 15. þ. m. Einar Einarsson, börn og tengdabörn. ( t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, Lénharðs Helgasonar. Helga Maggí Magnúsdóttir, Helgi Tryggvason og systkin hins látna. .........—..... t Þökkum innilega samúð og vináttu við fráfall Einars Ástráðssonar læknis. Guðrún Guðmundsdóttir, Auðun Einarsson, Inga Valborg Einarsdóttir, Sveinn K. Sveinsson, Björk Einarsdóttir, Eggert Brekkan og barnabörn. fulla starfskrafta, næg verkefni, mikið hlutverk í þágu ættingja og vina og samfélags, þegar siík- ur maður er kvaddux burt af sviði lífsins — þá vakna spurn- ingarnar, þessar eilifu spurning- ar, sem hafa fylgt mannkyninu frá öndverðu og við hljótum allt af að brjóta heilann um og velta fyrir okkur: Hvers vegna hann eða hún, sem átti svo mifcið er- indi við lífið, svo mikla gleði í starfi, svo ríka orku til afkasta? Hversvegna ekki heldur hann eða hún, sem átti ævina að baki, hafði að því er virðist innt af hendi hlutverk sitt, er þrotinn að kröftum og beinir nú sjónum sínum til eilífðarinnar framund- an, Drottins dýrðlega fagnaðar handan við húmtjöld dauðans. Já, við spyrjum. En við fáum ekki svar annað en þetta, sem postulinn gefur í orði Guðs: Nú sjáum svo sem í skuggsjá, í óljósri mynd, en þó augliti til auglitis. Á þetta skal minnt, þegar góðs manns er getið, sem féll frá á bezta starfsaldri, Þorsteins Magnússonar frá Drangshlíð. Hann lézt í Landspítalanum 8. júlí sl. tveim dögum eftir 48. afmælisdag sinn. Liðu ekki nema nokkrar vifcur frá því hann kenndi sér meins og þar til séð var að hverju draga mundi. t Þökfcum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för eiginkonu minnar og móð- ur okkar, Jórunnar Þórunnar Sigurðardóttur. Ólafur Erlendsson, Erlendur Geir Ólafsson, Óskar Ólafsson. t Innilega þökkum við öllum nær og fjær auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður, tengda- föður og afa, Vigfúsar Helgasonar, fyrrv. kennara. Helga Helgadóttir, Guðmundur H. Vigfússon, Agnar H. Vigfússon, Birgir Vigfússon, Baldur J. Vigfússon, Ása Vigfúsdóttir, Agnes Vigfúsdóttir, Þórhildur Vigfúsdóttir, Kristján Björnsson og dótturbörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Kristins Jónssonar, útgerðarmanns, frá Vestmannaeyjum. Helga Jónsdóttir, Halldór Kristinsson, Jón Kristinsson, Mínerva Kristinsdóttir, Sigurjón Valdason, Iðunn Kristinsdóttir, Ágúst Kjartansson, Sólveig Kristinsdóttir, Einar Guðmundsson og barnabörn. Þorsteinn Magnússon var ætt- aður úr Mýrdal og undan Eyja- fjöllum. Hafa þassar kunnu sunnlenzku sveitir jiafnan haft mikið saman að sælda, þótt eyði- sandur og stórfljót skilj-i á milli. Móðir Þonsteins var Guðrún Þorsteinsdóttir, Jónssonar frá Eystri-Sóllheimum og Guðrúnar Jónsdóttur Hjörelifssonar frá Skógum, en faðir hans var Magnús Kristjánsson Þorsteins- sonar frá Hvoli. Var Þorsteinn sjötti maður frá sr. Jóni Stein- grímssyni, einin af fjöl-mörgum afkomendum mad. Helgu og sr. Ólafs í Eyvindarhólum, srvo sem rakið er í Ættum Síðupnesta. For-eldrar Þorsteins bjuggu í Drangshlíð, en faðir hans andað- ist innan við fimmtugt og bjó móðir hans þar áfram með börn- um sínum, og nú búa þar tvö systfcin-i Þonsteins. H-ann v-andist á un-ga aldri algengri sveitavinnu og vertáð- arstönfu-m í Vestmannaeyjum, eins og mangir Eyfellingar. Samt varð hvorki sjósókn né sveita- búskapur ævistarf hans. Hann lagði fyrir sig húsas-míði, fór til Reykj-avífcur, lærði þar og stund aði þar smíðar til da-uðadags. Hann var vel verki farinn, la-gði alúð við hvert verk og vann það af trúmennsku. Það var honum eðlilegt, því hann var tr-austur maður, hæglátur o-g yf- irlætis-la-us, vandaður til orðs og æðis, svo að hverjium féll vel að vinna með honum og að vera í návist hans. Þamn 19. nóvember 1953 kvæntist Þorsteinn Ernu Láru Tómasdóttur frá Állftagróf í Mýrdal, ágætis konu, sem bjó manni sínum yndislegt heimili. Þau bjuggu hin síðari ár á Haga- mel 43. Þar var otft gestkvæmt ag vinum vel fagnað. Því var þangað gott að kom.a og þess mun nú m-argur mina-nst með innil-egu þakklæti til þessara góðu hjóna. Og við biðjum góðan Guð að blessa Ernu og Björgólf litla, drengin-n sem var au-gasteinn hans og eftirlæti. Blessuð sé minning Þorsteins Magnússon-ar og gefi Guð þjóð okfcar sem flesta holla þegna honum lífca. G. Br. Jón Þórir Ingimundar- son Stokkseyri Minningarorð ÓÐUM falla þeir hver af öðrum frumherjar verkalýðsmálabar- áttunnar á íslandi. Þeir menn, er í árdögum verkalýðshreyfing- arinn-ar hófu á loft merki stétta- baráttu alþýðunnar fyrir mann- sæm-andi lífskjörum og veitt-u líifsstraumum sósíalistis-kra hug- sjóna og háleitrar lífsstefnu í h-ug og hjarta alþýðunnar. Þeir, sem nú eru ungir að ár- um haf-a lítt kynnzt þeim lífs- kjörum og aðbúnaði, er alda- mótafólkið í landinu átti við að búa. Þekkja ekki, nema af vitn- isburði þeirra eldri, fátækt og erfiðleika þægindalausra lífs- kj-ara, er verkamannafjölskyldur þeirra tíma áttu við að búa í tæknivana þjóðfélagi. Einn úr hópi þessara manna var Jón Þórir Ingimundarson, Sólbakka á Stokkseyri, er lézt hinn 24. maí sl. 78 ára að aldri. Hann v-ar fæddur að Dverga- steinum á Stokkseyri hinn 12. október 1888, sonur sæm-darhjón anna Ingimundar Guðmundsson- ar trésmiðs og In-giúnna-r Ein-ars- dóttur er þar bjugg-u. Jón ólst upp í foreldra-húsum og fór ung- ur að vinna að þeirra táma hætti öll algenig störf til sjós og lands, er til féllu. Stundaði ha,nn sjómennsku árum saman öðr- um þræði og var m.a. vélstjóri á fyrstu vélbátum, er til Stokks- eyrar komu. Árið 1910 gerðist Jón meðeig- andi að m.b. ,,íslendirngi“, ása-mt þei-m Vilhjálmi Einarssyni, Gerð um, Gunnari Sigurðssyni, Götu og Ingimundi Jónssyni, Strönd, er hér v-ar formaður um áratuigi, og ráku þeir þá útgerð saman um. allmörg ár. Aðalstarf Jóns Þóris Ingimund ars-oniar var þó trésmíði. Þá iðn lærði hann un-gur að árum hjá föður sínu-m. Var Jón orðlagður smiður og ha-gleiksmaður, sem allt lék í höndum og mjög eftir- sóttur til þeirra starf-a, Þær eru margar byggingarnar, sem hann vann að, bæði hér á Stokkseyri og víðar. Hann vann að bygg- in-gu fyrsta barnaskólans á Stokksieyri, 17 ára gamall og 40 ár-um síðar stóð hann fyrir þeirri veglegu skólabyggingu hér á Stokkseyri, sem nú er til staðar og ber meistara sínum vitni um frágang ag útlit. Auk þess vann Jón að byggingu húsa, stórra og smárra víðsvegar um landið, m.a. byggingu Landsspítalans í Reykjavík. Jón stundaði um nokkurn tíma beykisiðn norður á Akureyri, sjóstörf og útgerð á Vattarnesi við Reyðianfjörð, svo nokkuð sé nefnt af þeim fjöl- breyttu störfum, er hann fékkst við um daga-na. Árið 1934 var Jón Þórir einn af aðaIhv-atamönnum að stofnun Samvinnufélags Stokkseyringa, er keypti hingað 3 nýja mótor- báta, er smíðaðir voru í Dan- mörku. Sú félagsstofn-un olli þáttaskiptum í atvinnusögu Stokkseyrar. Jón var á yngri árum virkur aflgj-afi í féla-gsm-álastarfi stað- arins, sem að æsk-ulýðs- og skemmtanalífi þorpsbú-a sneri. Var góður liðsmaður í leikstarf- semi þeirra tíma, söngmaður ágætur og meðlimur í söngkór á Stofckseyri árum saman. Árið 1910, hinn 13. maí kvænt- ist Jón eftirlifandi konu sinni, Viktoríu Halldórsdóttur, H-all- dórssonar á Kaðlas-töðum á Stotokseyri, mikilhæfri heiðurs- fconu, er stóð við hlið hans í mikilvægu og farsælu lífss-ta-rfi þeirna hjóna, við að koma upp -stónum barnahóp og sinna hin-um ólíklegustu störfum í þágu sám- tíðartfólksins á Stbkkseyri, störf, sem m-örg voru unnin í fáum fri- stundum, frá erfiðum og tíma- frebum skyldustörfum önniurn hlaðinnar húsmóður og heimil- isföður, er heima og heim-an varð að vera vakandi yfir hverju handtaki, sem til féllst á þeim -erfiðu atvinnutímum. Þau hjónin eignuðust 9 börn, Af þeim lifa 8, en eitt stúlku- barn, Dagrúnu, misstu þau á unga aldri. Börn þeirra á lifi eru: Margrét, Sigríður Fanney, Inga Rakel, Þóra, Albert, Dór-a, Njóla og Dagbjartur. Er það mannvænl-egur hópur dugmikils mannkostafólks. Öli eru þau í burtu farin frá æskus-töðvunum og hafa haslað sér starfsvöll á nýjum slóðum, eins og orðið hefur hlutskipti svo margs man-nvænlegs æskufólks, er á Stokkseyri sleit barnsskónum. Jón Þórir Ingimundarson var vandur að virðing-u sinni og mátti í engu vamm sitt vita. f sögu Stokkseyrar verður nafn hans g-eym-t sem eins bezta son- ar þes»a margsþurfandi fiski- ma-nnaþorps. Líf sitt og starf helgaði hann málefnum þorps- ins. Stokkseyri vann hann a-f órofatryggð lan-gan og farsælan ævidag. Heiður þorpsins og framgangur málefna þes-s var honum hjartans mál, og oft var ég þess v-ar hve honum fannst stundum „ganga svo grátlega seint“ framgangur ýmissa þei-rra hagsmunamá'la þorpsins, er hann þráði að sjá komast til fram- kvæmda. Jón Þórir Ingimund-arson var trauistvekjandi maður. Noktour seintekinn í kynningu, en frábær drengskaparmaður og raungóð- ur þeim, er til hans leituðu í vanda og erfiðleikum. Hann var greindur vel, fastur fyrir og ákveðinn, er hann ha-fði myndað sér skoðanir um menn og mál- efni. Áhugamaður var hann um þjóðmál og fylgdist frá æskuá-r- um af áh-uga með stjórnmálum, og skipaði sér ungur að ár-um í banáttusveit róttækra áhuga- mann-a í verkalýðsmálum og brást aldrei, er til hans va-r leit- að a-f verkalýðssamtökunum tun liðveizlu og forust-u til fram- gang-s þeim málum, er að rétt- indum og ha-gsmunamá'lum verka fólksins sneri. Með Jóni Þóri er fallinn frá sérstæðúr maður og persónuleiki, er Stokkseyringar standa í mik- illi þakkarskuld við fyrir la-ngt og mikið ævistanf, sem unnið var af fórnarlund o-g óeigingirni, í þág.u þeirra mála, er á hverj- um tíma þurtfti að leysa, á tím- um vönt-un-ar og allsleysis í litlu sjávarþ-orpi, sem bjó við frum- stæð atvinnuskilyrði og án allra þæginda. Stokkseyri býr lengi að ævistarfi slikra manna og v-ert er og lærdómsríkt fyrir þá, er ávaxtanna af því njóta að leiða þar h-uga að. Blessuð veri minning Jóns Þóris Ingimundarsonar. Vinur. Hjartans þakkir fyrir vin- áttu og hlýhug á áttræðisaf- mæli mínu. Sigríður Jónsdóttir, Ísafirði. Vegna jarðarfarar verða skrifstofurnar lokaðar eftir hádegi í dag. IsSHÉgS UIODUSf LÁGMÚLI 5, SlMI 11555

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.