Morgunblaðið - 24.08.1967, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 19«7
!Áttrœðisafmœli:
Þórður Olafsson
Innri Múla
í DAG er Þórður bóndi Ólafs-
son á Innri Múla á Barðaströnd
áttræður. .
Þórður er fæddur að Miðhlíð
á Barðaströnd 24. ágúst 1887.
Foreldrar hans voru þau Ólafur
Sveinsson bóndi þar og kona
hans Kristín Ólafsdóttir. Voru
þau hjón bæði komin af vest-
firzkum bændaættum.
Miðhlíð var ekki stórbýli og
foreldrar Þórðar höfðu ekki full
ar hendur fjár, það varð því
hlutskipti Þórðar eins og svo
margra annarra barna á þeim
árum, að dvelja heima fram
undir þrítugsaldur og vinna for-
eldrunum allt, og endurgjalda
á þann hátt sitt eigið uppeldi.
Þegar heimdraganum var hleypt
var pyngjan oftast létt. En þó
svo væri, var haldið að heiman
með verðmæti, sem mölur og
ryð fékk eigi grandað. Fræðin,
sem kennd voru í heimilisranni,
og góðhugur foreldranna var
eina veganestið sem Þórður
hafði með sér að heiman, er
hann leggur inn á krókótta og
lítt blómum stráða braut til
sjálfsbjargar. í foreldrahúsum
vandist Þórður því, að mæta
hverjum vanda, sem að höndum
bar með manndómi. Og það var
margur vandinn, sem bar að á
fátæku sjö barna heimili, sem
ekki var svo auðveldlega leyst-
ur, ef heim skyldi aka heilum
vagni. Hann vandist því, að
skjóta sér ekki undan þeim
skyldum, að axla þá byrði, sem
honum var ætluð, í stað þess
að leggja hann á annarra herð-
ar. Og hann vandist því að snið
ganga ekki völu, sem í götu lá,
hvort heldur að hún var stór
eða smá, heldur að fjarlæga
hana og gera brautina þannig
beinni og léttari fyrir vegfarend
ur. í þeim fræðum tók Þórður
háa einkunn. Þau mótuðu síðan
allt hans líf.
Þann 9. september 1916 kvæn
ist Þórður Steinunni Júlíusdótt-
ur Ólafssonar bónda á Skriðu-
felli í sömu sveit. MÍeð því að
eigi var þá þar í sveit völ á
jarðnæði, enda lítil efni að setja
saman bú, dvöldu þau hjón
fyrstu hjúskaparárin í hús-
mennsku á höfuðbólinu Haga á
Barðaströnd, og unnu þar að al-
mennum störfum. En árið 1921
taka þau á leigu Innri Múla, hjá
leigu frá höfuðbólinu, þá lítið
og kostarýrt kot, sem aðeins gaf
af sér eitt kýrfóður. Hér hafa
þau hjónin búið í 46 ár, sívax-
andi að vinsældum, veknegun
og sæmd. Töðufall jarðarinnar
hefur meira en fimmtánfaldast,
og ný steinhús yfir menn og
skepnur standa þar nú á græn-
um grundum í stað torfkofanna
áður. Og þó hefur kotið verið
til skamms tíma í annarra eign
og ábúandinn leiguliði. Mölur
og ryð hefur sannarlega ekki
grandað þeim verðmætum, sem
látin voru í té í foreldrahúsum
og ein gefin í veganesti.
Ég kom fyrst að Innri Múla
fyrir þrjátíu árum. f þá tíð voru
húsakynnin hvorki stór eða veg
leg. En umgengni öll, utan húss
og innan, báru þess Ijósan vott,
að hér var farið mjúkum hönd-
um um alla hluti. Þegar sezt
hafði verið að borðum, sem
hverri höll voru samboðin, og
farið var að rabba saman,
gleymdist bæði rúm og tími, og
þannig var það öll þau ár, sem
ég fór þar um garð. Fyrir því
á ég þaðan margar góðar minn-
ingar.
Þau hjónin á Innri Múla hafa
lifað alla þá stórfelldu byltingu
sem orðið hefur 1 íslenzku þjóð
lífi hin síðari ár. f uppbyggingu,
sem byltingunni er samfara,
hafa þau lagt sína steina, sem
þau hafa tekið úr óruddri götu,
og gert hann léttari undir fæti
fyrir afkomendurna. Þau hafa
gefið þjóðinni níu mannvænleg
börn, og gefið þeim gott for-
dæmi, að breyta eftir. Einn son-
ur þeirra Sveinn, býr nú með
konu sinni í félagi við foreldra
sína á Innri Múla, og annar son-
urinn Kristján, hefur reist mynd
arlegt nýbýli í landi höfuðbóls-
ins. Tryggðin við sveitina og
trúin á gróðurmoldina hefur skot
ið djúpum rótum hjá ættinni,
sem væntanlega eiga eftir að
bera ríkan ávöxt. Þórður getur
því nú er degi hallar og nótt-
in kemur þá enginn getur unn-
ið, lagzt til hvíldar eftir langan
vinnudag, vitandi sig hvergi
hafa brugðizt skyldum sínum,
heldur ávaxtað dyggilega það
pund, sem honum var falið.
Megi ævikvöld þessa góða
drengs verða jafnfagurt og milt
og fegurstu vorkvöld við Breiða
fjörð.
Gísli Jónsson.
Bifreið stolið
BIFREIÐINNI Ö—557 var stolið
um eitt leytið aðfaranótt föstu-
dagsins frá Glaumbæ eða þaðan
úr næsta nágrenni. Hún fannst
nokkru seinna í Snekkjuvogi, þar
sem henni hafði verið ekið upp
í uppgröft vegna vegalagfæring-
ar og var hún nokkuð skemmd.
Lögreglan hafði fréttir af þess-
ari bifreið inn við Kleppsveg,
þar sem hún var ',,strönduð“ á
tímabili. Þar mun önnur bifreið
hafa komið að og steig út úr
henni bona til þess að aðgæta
hvort hún gæti nokfcuð aðstoðað,
en efcið sdðan í burtu. Vill rann-
sófcnarlögreglan gjarnan ná taii
af þessari konu. Einn maður hef-
ur fundizt, sem í bifreiðinni var,
en hann ber fyrir sig minnis-
leysi.
Vélabókhald - Bréfritun
Óskum að ráða stúlku til bréfritunar og aðstoðar
við vélabókhald. Þýzkukunnátta og leikni í vél-
ritun áskilin. Til greina kæmi vinna hálfan daginn
eða nokkra daga í viku. Tiiboð er greini aldur,
menntun og fyrr störf sendist afgr. Mbl. fyrir 30.
þ.m. merkt: „Starfsreynsla — 598“.
3ja herh. fokheldar íbúðir í
Kópavogi.
3ja herb. íbúð við Sigtún.
íbúðin er í 1. fl. ástandi.
Hagkvæmt lán fylgir.
3ja herb. íbúð á 1. hæð við
Mávahlíð. SérhitL Suður-
svalir. Ibúðin er nýstand-
sett. Hagkvæm lán til langs
tíma áhvílandi.
4ra herb. sérhæð við Mela-
gerði.
5 herh. íbúð á 1. hæð við Háa-
leitisbraut.
G ISLEIFSSON
hæstaréttarlögmaður.
JON L BJARNASON
Fasteignaviðskiptl
Hverfisgötu 18.
Símar 14150 og 14160
Kvöldsími 40960.
Til sölu
Raðhús í Fossvogi, fokhelt.
Fullfrágengið að utan.
Úrval íbúða í Breiðholtshverfi
Tilbúnar undir tréverk.
Ibúðir við Gnoðavog, Háaleit-
isv„ í Hraunbæ, við Klepps-
veg, í Ljósheimum, Máva-
hlíð, Ránargötu og Soga-
bletti.
Sverrir Hermannsson
Skólavörðustíg 30,
sími 20625
Kvöldsími 24515.
Til sölu m.a.
3ja herb. íbúð á jarð-
hæð í þríbýlishúsi við
Hvassaleiti. Sérhitaveita
3ja herb. hæð í parihúsi
við Hjallaveg. Rúmgott
ófrágengið ris fylgir.
Hitaveita.
3ja herb. risibúð í þrí-
býlishúsi við Karfavog.
Hitaveita.
3ja herb. lítið niðurgraf-
in kjallaraíbúð í Hlíðun-
um. Nýstandsett. Sér-
hitaveita. Laus strax.
4ra herb. íbúð á 8. hæð
(efstu) í fjölbýlishúsi
við Ljósheima.
4ra herb. efri hæð í
steinhúsi við Framnes-
veg og 2 herb. í risi.
Hitaveita.
4ra herb. efri hæð í
timburhúsi í Skerjafirði.
5 herb. kjallaraíbúð í
Vogunum. Sérhitaveita.
Sanngjarnt verð.
5 herb. efri hæð í timb-
urhúsi við Lindargötu
og 2 herb. Lrisi. Sérhita
veita.
FASTEIGNA-
PJÓrðUSTAN
Austurstræti 17 (Silh&Valdi)
| KAGMAK rÓMASSOM HDLSÍMI 246451
SÖLUMADUK FASTLIGNA:
STtrAN I. KICHTtlt SÍM! 16*70
KVÖLDSlMI 305*7
Fasteignasalan
líátúni 4 Á, Nóatúnshúsið
Símar 21870-20998
Við Mjóuhlíð
efri hæð og ris ásamt bíl-
skúr.
Við Otrateig rað hús á tveim
hæðiun.
Einbýlishús við Sogaveg.
Einbýlishús við Goðatún.
5 herb. íbúð við Hraunbraut.
5 herb. íbúð við Rauðalæk.
5 herb. íbúð við Fellsmúla.
5 herb. íbúð við Hvassaleiti.
4ra herb. íbúð við Stóragerði.
4ra herb. íbúð við Ljósheima.
4ra herb. íbúð við Lauiflás.
4ra herb. íbúð á 5. hæð við
Hátún.
4ra herb. íbúð við Álfheima.
4ra herb. risíbúð við Miðtún.
4ra herb. íbúð við Kaplaskjóls
veg.
3ja herb. íbúð við Kleppsveg.
3ja herb. kjallaraíbúð við
Langholtsveg.
3ja herb. risíbúð við Karfavog.
3ja herb. hæð við Samtún.
3ja herb. 100 ferm. íbúð við
Rauðalæk.
3ja herb. íbúð við Guðrúnar-
götu.
3ja herb. íbúð við Tómasar-
haga.
3ja herb. íbúð við Hvassaleiti.
2ja herb. ný íbúð við Hraun-
bæ.
I smíðum
2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir á
bezta stað í Breiðholtshverfi
íbúðirnar seljast tilbúnar
undir tréverk og málningu.
Sérþvottahús á hæð fylgir
hverri íbúð.
Uilmar ValHimarsson
fasteignaviðskiptL
Jón Bjarnason
næstaréttarlögmaður
Sími
14226
Fokheld efri hæð með bílskúr
sunnan í móti á fögrum stað
í Kópavogi.
Einbýlishús á Flötunum, að
mestu leyti fullfrágengið.
Einbýlishús í Hvömmunum í
Kópavogi.
Einbýlishús við Melagerði í
Kópavogi.
Raðhús við Otrateig.
3ja herb. risíbúð við Grettis-
götu.
1 herb. og eldhús í kjallara
við Njálsgötu.
2ja herb. íbúð við Miklubraut.
3ja herb. íbúð við Hringbraut
í Hafnarfirði.
3ja herb. íbúð við Goðhekna,
sérþvottahús og sérinngang-
ur.
2 litlar samliggjandi íbúðir í
timburhúsi í Hafnarfirði.
Raðhús við Bræðratungu og
Álfhólsveg í Kópavogi.
2ja herb. íbúð tiLbúin undir
málverk og málningu við
Holtsgötu.
4ra herb. íbúðir við Ljósheima
og Álfheima.
3ja til 4ra herb. endaíbúð með
miklu útsýni við Álfheima.
Fasteigna- og skipasala
Kristjáns Eiríkssonar hrl.
Laugavegi 27. Sími 14226.
Til sölu m.a.
3ja herb. hæð við Hamrahlíð,
bílskýli, laus eftir samkomu
lagi.
3ja herb. íbúð á 4. hæð við
Ljósheima. íbúðin er í góðu
ástandi, laus nú þegar.
4ra herb. íbúð á 4. hæð vil
Vesturgötu, teppi á stofum
og holi, laus 1. des.
4ra herb. endaíbúð á 2. hæð
við Álftamýri, góð í búð,
laus eftir samkomulagi.
4ra herb. á 2. hæð við Stóra-
gerði, bílskúrsréttur, teppi
fylgja.
Góð hæð í Hlíðunum, bílskúr
fylgir, 3ja herb. risíbúð get
ur fylgt með í kaupunum,
laus eftir samkomulagi.
Einbýlishús við Melabraut á
Seltj arnarnesi.
3ja og 4ra herb. íbúðir við
Hraunbæ, tilb. undir tré-
verk og málningu, sameign
fullfrágengin.
2ja, 3ja og 6 herb. íbúðir í
þríbýlishúsi í Kópavogi, bíl
skúr fylgir hverri íbúð,
seljast fokheldar.
FASTEtGNA
SKRIFSTOFAN i
AUSTURSTRÆTI 17. 4 HÆD SlMF 17466
og 13536
FASTEIGNASALAN
GARÐASTRÆTI 17
Simar 24647 og 15221.
Til sölu
3ja herb. íbúð í steinhúsi við
Miðbæinn, söluverð 760
þúsund.
3ja herb. íbúð á 3. hæð við
Sóiheima, laus strax.
4ra herb. sérhæð við Víðimel,
bílskúr.
4ra herb. íbúð við Hjarðar-
haga, bílskúr.
4ra herb. hæð við Baugsveg,
útb. 400 þúsund.
5 herh. sérhæð við Austur-
brún, bílskúrsréttur.
5 herb. hæð við Bólstaðarhlíð,
bílskúr.
7 herb. séríbúð við Miklu-
braut, bílskúr, hagkvæmir
greiðsluskilmálar.
5 herb. endaíbúð á 3. hæð við
Háaleitisbraut.
Einbýlishús við Sogaveg
ásamt byggingarlóð, útb. 400
þúsund.
Einbýlishús við Efstasund, 6—
7 herb., laust strax.
í skiptum
Einbýlishús í Kópavogi, nýtt
steinhús, í skiptum fyrir 4ra
til 5 herb. hæð. Milligjöfina
má greiða með fasteigna-
tryggðum skuldabréfum.
5 herb. íbúð á 1. hæð við HDáa-
leitisbraut í skiptum fyrir
2ja til 3ja herb. íbúð.
I smíðum
5 herb. hæð í Kópavogi í skipt
um fyrir 3ja herb. fbúð.
Einibýlishús og sérhæðir í
Reykjavík og Kópavogi.
Arm Guðjónsson. hrl.
Þorsteinn Geirsson, hdl.
Helgi Ólafsson sölustj
Kvöldsíml 40647.
STÚLKA
í síðasta bekk Kennaraskólans
óskar eftir 1 herbergi og eld-
húsi eða aðgangi að eldhúsi,
sem næst Kennaraskólanum.
Fyrirframgreiðsla. Vinsamlega
hringið í síma 52143.