Morgunblaðið - 24.08.1967, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.08.1967, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. AGUST 1967 15 Jónas Magnússon, fyrrv. skóla- og sparisjóðsstjóri — Minning MÁNUDAGINN 7. ágúst s.l. andaðist í Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík Jónas Magnússon, fyrrv. skóla- og sparisjóðsstjóri á Patreksfirði. Jónas Magnússon var fæddur að Geitagili í Örlygshöfn við Patreksfjörð 4. sept. 1891 og var því tæplega 76 ára, er hann lézt. Foreldrar Jónasar voru Magn- ús Árnason, bóndi á Hnjóti í Örlygshöfn og Svanhildur Jó- hannsdóttir, síðar húsfreyja í Tungu í Örlygshöfn. Jónas Magnússon var alinn upp hjá vandalausu fólki og átti fremur erfiða æsku. Hann brauzt áfram til mennta af mikl- um dugnaði, og lauk prófi við Kennaraskóla íslands vorið 1914, með ágætum vitnisburði, enda maðurinn skarpgáfaður og vinnuhestur mikill. Strax að skólanámi loknu hóf Jónas kennslustörf á Patreks- firði. Ti] þess að búa sig sem bezt undir kennslustarfið, fór hann í námsferð til Danmerkur og Noregs árið 1920. Skólastjóri barnaskólans á Patreksfirði var Jónas 1919—1949 við mikinn orðstír. Jafnhliða skólastjórninni stund aði Jónas lengi vel sjóróðra á sumrin auk þess sem hann alla tíð vann að margháttuðum fé- lags- og menningarmálum. Hann var í stjórn íþróttafélagsins Harðar um skeið og m. a. leik- fimiskennari félagsins. Skátafé- lagið Samherjar stofnaði hann 1942 og var félagsforingi þess frá upphafi. Söngstjóri karia- kórsiris Fram var hann í nokk- ur ár. Hann tók þátt í leik- starfsemi og hafði oft leikstjórn á hendi. Jónas var einn af aðal- stofnendum Lionsklúbbs Pat- reksfjarðar 1962 og mjög áhuga- samur félagsmaður þess félags. Fljótlega hlóðust á Jónas Magnússon ýmis opinber störf. Hann átti um árabil sæti í hreppsnefnd og var oddviti Pat- rekshrepps í 9 ár. Sýslunefnd- armaður Patrekshrepps var hann í röskan aldarfjórðung og jafnan ritari sýslunefndar. í yfirskattanefnd var Jónas um langt skeið og formaður og for- stöðumaður Sjúkrasamlags Pat- reksfjarðar frá stofnun þess 1942 til dauðadags. Jónas Magnússon var eindreg- inn Sjálfstæðismaður og starf- aði mikið fyrir flokkinn á yngri árum. Var hann m. a. stofnandi og formaður Sjálfstæðisfélags- ins Skjaldar á Patreksfirði um langt skeið og frambjóðandi flokksins í Barðastrandarsýslu árið 1934. Er Jónas Magnússon lét af skólastjórastarfinu helgaði hann starfskrafta sína Eyrarsparisjóði á Patreksfirði, sem sparisjóðs- stjóri. Var hann einn af aðal- hvatamönnum að stofnun spari- sjóðsins árið 1929 og formaður stjórnarinnar og sparisjóðsstjóri frá stofnun hans. Eyrarspari- sjóður óx og dafnaði undir ötulli og farsælli stjórn hans og varð Patreksfirði og hreppum Vestur- Barðastrandarsýslu mikil lyfti- stöng. Hygg ég, að næst kennslu- og uppeldisstarfinu hafi Jónasi þótt einna vænst um störf sín við Eyrarsparisjóð og talið þau einna þýðingarmest fyrir samsýslunga sína. Jónas Magniússon kvæntist 1924, eftirlifandi konu sinni Ruth Jónsdóttur, símstöðvarstjóra á Patreksfirði, Snæbjörnssonar, hinni ágætustu konu, sem bjó manni sínum myndar menning- arheimili, sem gott var að gista. Þau eignuðust tvö börn, Sigurð, sparisjóðsstjóra Eyrarsparisjóðs og Álfheiði, sem gift er Jakobi Ágústssyni, rafveitustjóra á Ólafsfirði. Jónas Magnússon var mikill persónuleiki. Hann var afburða- kennari og æskulýðsleiðtogi, sem naut ástar og virðingar nemenda sinna. Hvar sem hann fór vakti hæglát og virðuleg fr&mkoma hans athygli og traust. í hugum gamalla nemenda hans er hann alltaf skólastjórinn, sem þeir oáru virðingu fyrir. Jónas var mikill starfsmaður og sívinnandi meðan kraftar entust. Sérhverju starfi var vel borgið í hans höndum. Allar stofnanir, sem hann starfaði við efidust og blómguðust undir hagsýnni og farsælli stjórn hans. Að stjórna var Jónasi í blóð i borið. En þó hann gætti vel hags- muna þeirra stofnana, sem hann veitti forstöðu gleymdi hann aldrei þjónustuhlutverki þeirra við hinn almenna borgara. Maðurinn sjálfur og hið mann- lega var jafnan efst í huga hans. Hann f.vlgdist með gömlum nem- endum sínum og vann að og gladdist yfir velgengni þeirra. Fjöldi manna leitaði til hans alla tíð með vandamál sín, stór og smá, enda var hann manna hollráðastur og úrræðabeztur. Margir eiga nú á bak að sjá trúnaðarvini og velgerðarmanni, sem lagði nótt við dag til að vinna að hag fjöldans, en spurði aldrei um eigin laun. Nægju- semi og ráðdeild, kurteisi og hæverska var hans aðall. Með Jóna'si Magnússyni er merkur maður og minnisstæður genginn. Fáir menn hafa haft jafn víðtæk og heillavænleg áhrif á menn og málefni í byggðar'agi sínu og hann. Hann var merkur af miklu starfi er. merkastur vegna mann- kosta sinna. Barðstrendingar kvöddu hann með þakklæti og virðingu. Slíkra manna er gott að minnast. Ásberg Sigurðsson. t Andiátsfregn Jónasar Magn- ússonar barzt 'mér á erlenda grund. Síðustu fundir okkar urðu á heímili hans vestur á Fatreksíirði sl. vor. Hann hafði þá um skeið kennt sjúkleika þess, er leiddi hann til dauða. Hafði raunar oftlega verið þungt haldinn. Engu að síður var hann glaður og reifur þennan vor- morgun, talaði djarflega og hressilega um menn og mál- efni. Þessi atorkumaður var karl- menni í sjón og raun. Það var í senn ánægjulegt og gagnlegt að ræða við Jónas Magnússon. Hann atti sérstaklega gott með að ger? sér grein fyrir hverju niáli, sá á því margar hliðar og dró skynsamlegar ályktanir af staðreyndum þess. Hugur þessa fjölhæfa og listfenga manns var sístarfandi, enda þótt lík- amsþrek hans færi dvínandi. En Jónas Magnússon er nú allur. Mikið skarð er fyrir skildi í héraði hans. Til hans verða ekki lengur sótt holl ráð né held ur notið skemmtilegra samvista við þennan óvenjugreinda og þróttmikla mann, sem stóð beinn í baki og reifur í máli meðan stætt var. Þá er það eitt eftir að kveðja hann, og þakka honum mikið og gott starf í þágu héraða sinna og þjóðar. Hinni ágætu konu hans, börn- um þeirra og skylduliði votta ég einlæga samúð í sorg þeirra og sökr.uði. S. Bj. i ---------------- * Hópur Islend- inga í Bergen MS. VÖLKERFREUNDSCAFT í Bergen 19. ágúst 1967. FJÖLMENNASTA hópferð, sem farin hefur verið milli íslands og annara landa, hefuir gensið í öiikum atriðum samkv. áætlun. Veðrið hefur verið mjög gott, og varla hægt að segja að þessi risavaxni farikostur hafi haggast nema örlítið í gærkvöld. Lífið um borð hefur einkennzt af hógværri glaðværð, enda margt til skemmtunar og veir- ingar hinar fjölbreyttustu. Kvikmyndasýningar, dans- leikir, kamimermúsik, lúðrasveit, skotjkeppni o.fl. hefur farið frain, að ógleymdum ísl. skemmti- kröftum, svo sem Gunnari og Bessa, Karli Einarssyni og Alla Rúts. Aulk þessa hafa farþegar teikið þátt í ýmsurn leikjum. Kl. 8. í gærmorgun var farið uim Vestmannasund í Færeyjium og siglt milli eyjanina. Frænd- rækni ísiendinga í garð vina vorra Færeyinga, kom greinilega í ljós í því að ffliestir farþegar risu snemma úr rekkju og virtu fyrir sér eyjarnar. Sumir höfðu aunar haft þá forsjálni að leigja sér kilkja kvöldið áður og beindu þeim óspart að bröttum en ið- grænum fjallahiMðunum. Kl. 8. i gærikvöld var siglt norðan við Shetlandseyjar, en þar gnæfðu við himin á hæsta hnúk mannvirki ,sem báru þess meriki að varinakerfi Breta hefði numið þar land. Þessa stundina er verið að leggja í skoðunarferð um Berg- en og nágrenni. Allir við góða heilsu og biðja fyrir kveðjur heim. Ferðafólk í matsal skipsins Kranamaður Vanur -kranamaður óskast tii að stjórna brautarkrana. Straumsvík — Sími 52485. V erzlunarhúsnæði við Árnr^a 7. Til leigu er 145 ferm. verzlunarhúsnæði á 1. hæð. Tilvaiið fyrir sérverzlun, heildverzlun eða annan slíkan rekstur. Upplýsingar gefur E. Morthens í síma 30501 og 30500. Karlmenn Konur Stuttar buxur Stutterma peysur 25.- 295— Bolir Langerma peysur 25.- 350— Síðar buxur N ælonundirk jólar 55.- 160— Hálferma bolir Nælonsokkar 1 t e ** 15— Náttföt Buxur 150— 25- Mislitar skyrtur frá Sportbuxur 1 e e 175.- Hvítar nælonskyrtur Frottésloppar 140— 395.- Crepesokkar Sokkabuxur 1 e n 1 t e e Rykfrakkar Handklæði frá 600— 20.- stk. Kjólaefni margar tegundir mjög lágt verð. Börn Úlpur stærð 16 275.- Drengjapeysur 140.- Sokkar 25.- Drengjaskyrtur 135.- Barnagallar 45.- Útisett 200.- IHargt annað á ótrúlega lágu verði. Stærsta útsalan hjá okkur. Komið meðan úrvalið er mest. AUSTURSTRÆTI 9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.