Morgunblaðið - 24.08.1967, Page 22

Morgunblaðið - 24.08.1967, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1967 REIÐARSLAG ■ DRÆTSPARKEIM íslenzka landsliðið var Eeikið sundur og saman af hrattleikandi dönsku landsliði, sem gersigraði með fjórtán mörkum gegn tveim LENGI getur vont versnað, gátum við íslendingarnir sagt, er við yfirgáfum Idrætsparken í gærkvöldi. Mínúturnar virtust svo lengi að líða, að það minnti á dæmisöguna um fuglinn, fjallið og eilífðina. Maður sökk lengra og lengra niður í sætið og var fegnastur þeirri stund er sænski dóm- arinn flautaði til leiksloka. En þá hafði knötturinn lent 14 sinnum í íslenzka markinu, en tvívegis í hinu danska. — „Aminning“, „reiðarslag“, eða „stórslys“, eru allt orð, sem mætti nota um þennan leik. Því miður gleymist hann seint. En Danir fengu loksins eitthvað til þess að gleðjast verulega yfir og þar sem þetta var 300. landsleikur þeirra, kom hinn mikli sigur sem óvænt afmælisgjöf. Aðeins tvisvar áður hafa Danir fagnað stærri sigri í landsleik, er þeir á gullaldarár- um sínum í knattspyrnu unnnu Frakka 16:0. Tilviljun er það og, að stærsti ósigur Islendinga til þessa var á móti Frökkum árið 1958, 8:0. í öðrum landsleik skoruðu Danir að vísu 17 mörk, en fengu þá eitt mark á sig sjálfir. og útherji-nn John Steen Olsen skorar. Þetta mark hefði G-uð- mund-ur átt að ráða við. 6. mín. Finn Laudrup, hægri innherji, skorar fallegt mark af 26 metra færi eftir hraðan sam- leik og fallegan aðdraganda. 10. mín. Ulri'k le Fevre. vinstri útherji, brýzt í gegnum vörnina og á fallegt skot sem lendif í stöng og hrefcikur út. Örskömir.u síðar leikur Dyreborg, miðherji Á 15. mín eiga Danir ha.n- spyrnu frá vinstri á íslendinga. Upphefst pressa á íslenzka mark ið og Tom Söndergaard fær knöttinn óvaldaður og skorar auðveldietga af stuttu færi. Á 21. mín. eiga íslendingar a- gæta S'ðknarlotu. Helgi Númason fær knöttinn fyrir markið, skall ar, en aðeins utan við stöng. Allt gekk þannig á móti íslenzka liðinu. Þetta var mjög gott tæki- Óheppnina bar fljótt að dyr- um hjá íslenzka liðinu. Er liðs- menn hituðu sig upp á hliðar- svæði rétt fyrir lei'kinn, fékk Elmar Geirsson knöttinn í höf- uðið og fékk snert af heilahrist- ingi. Sjón hans dapraðist um stund og Kári Árnason varð að taka stöðu hans sem vinstri út- herji. Rétt fyrir lok fyrri hálf- ieiks meiddist Jóhannes Atla- son, bakvörður, og ákveðið var að Sigurður Albertsson kæmi í iiðið í síðari hálfleik í hans stað. Leikurínn byrjaði ekki illa fyrir íslenzka liðið. Liðið virt- jst hafa sjálfstraust og fyrsti markskotið í leiknum var ís- lenzkt Það var Kári, sem átti það af 18—20 metra færi, en það var auðveldlega varið. En Adam var ekki lengi í Paradís, Þetta reyndist aðeins eitt þriggja markskota, sem ís- lendingar áttu í fyrri hálfleik og eitt fimm markskota, sem þeir áttu í öllum leiknum. Segja má því, að markskotin hafi gef- ið góða uppskeru, tvö mörk í fimm markskotum. Þrátt fyrir fjórtán mörk var hluifallstala Dana í markskotum miklu lakari. Guðmundur Pét- ursson varði stundum mjög glæsilega og verður ekki sakað- ur um hinn mikla ósigur. Sum markanna voru að vísu ódýr mjög, en stundum varði hann rnjög fallega hin glæsilégustu skot. Fjögur mönk á fyrstu 16 mín- útuim leiksins brutu íslenzlka lið- ið nið'Ur. Þetta var eins og köid vatnis'gusa í veðubbl'íðunn,. Og iát uim nú minnisibókina segja frá mörkunum, sem komu svo títty^ Erik Dyreborg skorar 11. mark að varla gafst tími til þess að sikrifla niður. 4. mín. Danir sækja hægra ■megin, gefið er fyrir, en mið- herjinn missir af ágætu tæki- færi. En frá hægri kemur knött- urinn aiftur fyrir íslenzka markið Dana. Islendingarnir horfa að á Anton, en Guðmundi tekst bjarga naumlega. Á 13. mín. er dæmid vítaspyrna á Ís'lendinga eftir brot Antons. Strangur dómur, en Kresten Bjerre, framvörður, skorar ör- uggiega. (Nordfoto) færi, sem íslendingar áttu þarna. Tveimur mínúíum síðar leika Danir upp miðjuna. Laudrup innherji leikur Anton illa og Framhald á bls. 11. Scgt ettir leikinn: ALVARLEG AMINNING 11 n segði Reynir Karlsson ÞAÐ ríkti döpur stemning með- al íslendinganna í búningsklef- anum eftir leikinn i Idrætspark- en í gærkvöldi. Að vísu tóku allir hinum mikla ósigri með John Olsen, veglegum íþróttaanda og það gladdi Danina mjög. Guðmundur Pétursson, mark- vörður sagði: Ég hef aldrei í nokkrum leik þurft að sjá eftir svo mörgum skotum í markið. Hæsta markatala í landsleik, sem ég hef séð í landsleik er 5 mörk, en þá (móti Spánverj- um) þurfti ég ekki að sækja knöttinn í netið, þar sem ég varð að yfirgefa völlinn eftir stutta stund. Ljósin í leiknum nú reynd ust mér ekki erfið. Ég gerði það sem ég gat, en skot Dananna voru frábær. Anton Bjarnason varð næstur á vegi mínum: Það er ekkert hægt að segja um þetta, þetta var eins og martröð. Reynir Karlsson, þjálfari, sagði: Þessi úrslit eru alvarleg áminning til okkar um að í þjálf un framtíðarlandsliðsins verðum við að leggja megináherzlu á hraðann. Allir leikmennirnir áttu ágæta kafla, en hraðann skorti mjög. Fyrirliði danska landsliðsins, John Warbye, var klæddur og drakk sinn Carlsberg-bjór er ég kom til hans. Hann sagði: — Það má segja að við höfum verið heppnir og sigurinn hafi verið tveimur til þremur mörkum of stór. Það skiptir ekki meginmáli, en mér finnst skemmtilegast, hversu íþróttamannslega ís- lenzku leikmennirnir komu | fram. Þeir léku knattspyrnu all- ! an tímann á sama hátt og lið ger ir, sem er að berjast við að ná sigri. Ég get vel ímyndað mér, að skilyrðin — lj sin og slíkt — hafi haft sín áhrif á leik íslend- inganna. Mér fannst ýmsir j þeirra leika mjög laglega á köfl- um. Ég dáist að þeim í sjálfu j sér, því að ég hefði ekki viljað vera í þeirra sporum og ég ef- ; ast um, að danskir leikmenn hefðu tekið slíkum ósigri með I sama hug. En danskt máltæki ; segir: „Tab og vind med samme j sind“. Það gerðu íslendingarnir. Axel Einarsson, fararstjórl, j sagði: Ég hef aldrei séð eitt laruls lið vera svo heppið með mark- skot eins og það danska var nú. Glæsileg mörk, sem enginn get- ur komið í veg fyrir. Og svona heppnir hafa Danir ekki verið í neinum sinna landsleikja. Knud Lundberg — sú gamla hetja — var meðal áhorfenda: Það heppnaðist allt hjá Dönum. Svo mörg langskot, sem ekkert var hægt að ráða við sem ég aldrei séð í landsleik. Mismun- urinn á liðunum var fyrst og fremst hvað hraða snerti. Mér fannst framherjarnir íslenzku eiga á köflum ágætan leik og mundi segja, að þeir hafi hver um sig verið betri en danski mið herjinn, Erik Dyreborg. Danir brostu og voru glaðlr. Þeir liöfðu líka tilefni til þess. Okkur leið öllum vel, ísiend- ingunum. A. St.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.