Morgunblaðið - 24.08.1967, Side 24
FEBIA-OG FAOANGOOS
FOVGCNG
ALMENNAR TRYGGINGAR P
PðSTHÚSSTRÆTI • SÍMI17700
FIMMTUDAGUR 24. AGUST 1967
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA
SÍIVII 10.100
Árbæjarkirkja verður
ekki endurvígð
„Um vangá að rœða, en ekki
syndsamlegt athœti" — segir biskup
íslands, Sigurbjörn Einarsson
I BRÉFI, sem Mbl. barst í
gær frá biskupi íslands, Sig-
urbirni Einarssyni, um Ár-
bæjarkirkju, segir, að hann
telji, að sú slysni, sem þar
kom fyrir 16. þ. m. sé ekki
þess eðlis, að það komi til
mála að endurvígja kirkjuna.
Um vangá hafi verið að ræða,
en ekki syndsamlegt athæfi.
Jafnframt kveðst hann von-
ast til þess, að frekari skrif
og umræður um þetta mál
séu óþarfar og að þessi at-
burður verði til þess, að ekki
sé hætta á að hliðstæðir at-
burðir gerist síðar. — Bréf
biskups fer hér á eftir í heild:
Vegna umtals um Árbæjar-
kirkju vil ég taka þetta fram:
Þegar kirkja er vígð, er hún
helguð me'ð orði Guðs og bæn
og þar með aðgreind frá öðrum
húsum að því leyti, að þar má
ekkert fram fara nema það, sem
lýtur að kristinni guðsdýrkun og
miðar, beint og óbeint, að upp-
byggingu kristins trúarlífs. Sam-
kvæmt Helgisiðabók vorri er
vígð kirkja „heilagt Guðs hús og
allt óhreint og vanheilagt sé
fjarri henni“. Að vígslu lokinni
afhendir biskup presti og söfn-
uði húsið „til allrar kristilegrar
notkunar“. Notkun hússins er
því endanlega á ábyrgð biskups,
þótt aðrir fari með þá ábyrgð
í umboði hans.
Endurvígsla þyrfti að fara
fram, ef eitthvað það gerðist í
kirkju, sem væri þess eðlis, að
vígslan yrði að teljast úr gildi
fallin. Um slíkt eru engar regl-
ur til, það er matsatriði í hverju
tilviki. En vígslan er í augum
kirkju vorrar það mikilvæg at-
höfn, að gildi hennar verður
ekki hnekkt með mannlegri
gleymsku eða vangæzlu. Vígsl-
an byggist á Guðs orði, Guðs
fyrirheitum og trúfesti, og þetta
stendur óhaggað, þótt vér menn
bregðumst á margan hátt.
Sú slysni, sem fyrir kom í Ár-
bæjarkirkju, er að mínu áliti
Framhald á blis. 23
Einkum erl. efni á við-
bótardögum sjónvarps
Engar fréttir þá daga að byrja með
EINS og kunnugt er af frétt-
um hefst sex daga útsend-
ingar Sjónvarpsins frá og
með 1. september. Efni þess-
ara viðbótardaga, laugardags
og þriðjudags, verður eink-
um erlendar myndir, en auk
þess eitthvert fræðsluefni á
þriðjudögum. Fréttir verða
ekki á þeim dögum fyrr en
lokið hefur verið þjálfun nýs
starfsfólks. Auglýst hafa ver-
ið allmörg störf hjá Sjón-
varpi, eins og skýrt hefur
verið frá, en þess má geta, að
umsóknarfrestur um þessar
stöður rennur út annað
kvöld.
í fréttatilkynningu frá Sjón-
varpinu, sem Mbl. barst í gær
segir á þessa leið:
Ríkisútvarpið — Sjónvarp
hefur nú sent frá sér til birting-
ar í blöðum dagskrá Sjónvarps-
ins til 2. september, sem er
laugardagur og er það í fyrsta
sinn sem sjónvarpað er á laug-
ardegi.
Eins og tilkynnt hefur verið
opinberlega verður sjónvarpað
sex daga í viku frá og með 1.
Framhald á bls. 23
Fálkaungar drepast
í hreiðrum sínum
Myndatökumenn gerast hœttulegir
fuglum, segir dr. Finnur Cuðmundsson
FKÉTZT hefur af því, að fálka-
ungar hafi drepizt fyrir nokkru
í Mývatnssveitinni. Morgunblað-
ið sneri sér til dr. Finns Guð-
mundssonar og spurði hann nán
ar um þetta mál.
Dr. Finnur kvað unga hafa
drepizt í tveimur hreiðrum og
voru fjórir í hvoru. í öðru þeirra
fundust allir ungarnir dauðir, en
úr hinu voru þrrr horfnir og einn
eftir, en hann drapst skömmu
seinna. Þarna rétt hjá var tjald
einhvers útlendings, þegar að
var komið, en ekki var athugað,
hver þar var á ferð. Hann hefur
bersýnilega legið yfir hreiðrun-
um til þess að taka myndir. Auk
þess hefuT þarna verið mikil
umferð ferðafóiks og allir hafa
þurft að skoða þessi hreiður.
Fullorðnu fuglarnir eru svo
varir um sig, að þeir koma ekki
Framhald á bks. 23
Smeeton-hjónin og Snow um borð í seglbátnum.
Hafa siglt um öll heimsins
höf á litlum seglbát
HÉR í höfn liggur nú lítill
kanadískur seglbátur og ber
nafnið Su Hon. Er báturinn
hingað kominn frá Labrador
og tók siglingin 16 daga.
Við brugðum okkur ym
borð í seglbátinn í gær, og
hittum að máli áhöfnina —
Smeeton-hjónin frá Vancouv
er í Kanada og Bandaríkja-
manninn C. Snow. Tjáðu
þau okkur að ferðin hefði yf-
irleitt sótzt vel og þau hreppt
prýðisveður mest alla leið-
ina. Frúin sagði að
vísu, að þau hefðu
fengið hafstillur skömmu eft
ir að seglbáturinn fór fram-
hjá Grænlandi, og einnig
höfðu þau fengið hvassviðri,
en „aldrei ofsarok", eins og
Snow orðaði það.
Seglbáturinn er smíðaður í
Hong Kong 1938 og er hann
allur úr tekki. Honum hef-
ur verið siglt um öll heims-
ins höf, ef svo má segja, og
að þessu sinni hófu hjónin
ferð sína frá Vancouver í okt
óbermánuði sl. Sigldu þau suð
ur með austurströnd Banda-
ríkjanna, fóru í gegnum Pan
amaskurðinn, og síðan upp
með vesturströndinni til
Labrador, eins og fyrr grein-
ir.
Frúin tjáði okkur að þau
skrifuðu um ferðir sínar í
blöð og tímarit, auk þess sem
eiginmaður hennar hefði
skrifað fjórar bækur, „tvær
um hafið og aðrar tvær um
ferðalög“, eins og hún orðaði
það.
3u Hon er 18 tonn, 45 fet
að iengd og traustbyggður að
sjá. Ferðalangarnir ætla að
halda kyrru fyrir hér í
Reykjavíkunhöfn nokkra
daga, en síðan hafa þeir hug
á að sigla norður fyrir land,
því þau langar til að sjá lítið
eitt meira af Grænlandi.
Herra Smeeton sagði, að ferð
in væri án sérstaks takmarks
— þau væru ákveðin að fara
til Færeyja og írlands, en
hvað svo tæki við væri ó-
ákveðið.
„Gullfaxa" fagnað á Akureyri
Lenti á helmingi flugbrautarinnar
í fyrsta sinn í gœr
AKUREYRI, 23. ágúst. —
Gullfaxi kom í fyrsta sinn
til Akureyrar í kvöld og
lenti á hinni nýmalbikuðu
flugbraut sem verður vara-
flugvöllur þotunmar í fram-
tíðinni. Múgur og marg-
menni var samankomið á
flugvellinum og gizkar lög-
reglan á, að 3—4000 manns
hafi verið þar staddir. Bíla-
mergðin var slík, að margir
lögregluþjónar þurftu að
hafa sig alla við að afstýra
fullkomnu umferðaröng-
þveiti.
Gullfaxi lenti á nákvæmlega
fyrirfram ákveðnum tírna, kl.
19:45, etftir að hatfa sveimað
nok'kra stund yfir bænum til að
sýna sig. Lendingin tók'st ágæt-
lega og þurtfti þotan eidki nemia
um heiminig fl’U'ghrau'tairinn ar til
að nema staðar. Draga varð vél-
ina inn á flugvélarstæðið, sem
en.n er ómallbikað, atf ótta við að
möl kynni að sogast inn í ihreytfla
hennar.
Með Gullfaxa komu Ingólfur
Jónsson, samgöngumálaráðherra,
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra, Flugráðsmenn, stjóxn
Flugfélags íslands og ýmsir aðr-
ir forustumenn í tflugmálum auk
blaðamanna. Flugstjóri var Jó-
hannes Snorrason.
Framlhald á bls. 23