Morgunblaðið - 19.09.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.09.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPT. 1987 MAGNÚSAR skipholti21 símar21190 eftir lok un *ími 40381 ‘“"1-44-44 mfíiF/m Hverfisgötn 103. Simi eftir lokus 31180- LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti II. Hagstætt teigugjald. Bensín innifaiið < leigug.jakli. Sím/ 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135, Eftir lokun 34936 og 36217. f~J==>B/ÍJUriKAI9 RAUPARARSTlG 31 SlMI 22022 Flest til rafiagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki tJtvarps- og sjónvarpstæki Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði). Ný íslenzk skdldsaga Bókaútgáfan Tvistur ÖDÝRAR LITKVIKMYNDIR Gerum ódýrar litkvikmyndir fyrir einstaklinga og fyrir- tæki. Fullkomin tækni. Leitið upplýsinga. Opið um helgar. LINSAN SF. Símar 52556 og 41433. Á sunnudaginn féll niður i umbroti niðurlag bréfs frá „Hús móður í Austurbænum", og kemur það hér: ★ R-sjónvarpið taki hið bandaríska sér til fyrirmyndar Ég vona, að íslenzka sjón- varpið taki hið bandaríska sér til fyrirmyndar frekar en rúss- neskan áróður. En ég tek fram, að ég er ekki á móti góðu og þroskandi skemmtiefni, hváðan sem það kemur. Blessunaróskir mínar fylgja íslenzka sjónvarpinu. Húsmóðir í Austurbænum." ★ Er takmörkuninni sárfegin „Kona á Suðurnesjum" skrifar: „Hr. Velvakandi! Mikið er þessa dagana rætt og ritað um lokun Keflavíkur- BOUSSOIS INSULATING GLASS sjónvarpsins á Reykjavíkur- svæðinu, og virðast flestir sakna þess heil ósköp. Ég fæ raunar ekki séð, hvað við höf- um að gera með erlent sjón- varp nú, þegar við getum horft á okkar eigið sex kvöld í viku. Og mér er spurn, skyldi ekki sumum mæðrum vera léttir að því að losna vfð að hlusta á þetta endalausa suð um ao horfa á seinustu myndina, sem oftast byrjar klukkan 11,15 og er ofta^t ekki lokið fyrr en iöngu eftir miðnætti? Mér er kunnugt um, að börn á skóla- aldri vöktu kvöld eftir kvöld yfir þessum myndum og áttu svo að mæta í skóla kl. 8 að morgni. Skyldu þau ekki stund- um vera illa sofin? Mig grunar, að það sé heillavænlegra á all- an hátt, bæði fyrir börn og full- orðna að horfa aðeins á okkar sjónvarp, sem enn sem komið er hefur verið lokið á hæfi- legum tíma, kl. 10—11 oftast, þa’ð er enginn neyddur til að horfa á það, sem hann vill ekki er heimsþekkt fyrir gæSi. Verð mjög hagstætt. Stuttur afgreiðslutími. 10 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER 2-4-S-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími 2-44-55. sjá. Ég hygg, að næturröltið á okkur Islendingum sé nógu mikið, þó að við séum ekki að glápa á myndir, sem oft munu vera ætlaðar mönmim, sem eru við næturvörzlu. Og að lokum þetta: vonandi heldur íslenzka sjónvarpið áfram á sömu braut, þá mun því vel famast. Verst þykir mér, að ekki skyldi vera lokað fyrir Keflavíkursjónvarp- ið hér á Suðurnesjum líka. Kona á Suðurnesjum". ★ Deilt um smáatriöi — en hér kemur mergurinn „Stud. med.“ skrifar: „Hei’ðraði Velvakandi: Bæði í dálkum yðar og eins manna á meðal finnst mér of mikið þrasað um smáatriði í sambandi við takmörkun K- sjónvarpsins. Mergurinn málsins er, að með einhverjum ráðum (ýmsum sennilega miður þokkalegum) hefur tekizt að fá varnarliðið á Keflavíkurflugvelli til þess að takmarka útsendingar sjón- varpsstöðvar sinnar (oft mjög fróðlegar og skemmtilegar) vi'ð völlinn sjálfan og næsta ná- grenni. Gegn vilja yfirgnæfandi meirihluta þeirra, sem á sjón- varp þetta hafa horft undan- farin ár, þegar þeir höfðu ekki annað þarfara að gera á kvöld- in, er okkur Isiendingum bann- að að vera sjálfréðir gerða okkar, þegar við viljum velja okkur sjónvarpsstöð. Þetta er reginhneyksli, sem lengi mun minnzt, þegar saga fyrstu ára íslenzka lýðveldisins verður rifjuð upp. Það er ískyggilegt, svo að ekki sé meira sagt, að hægt skuli vera að ganga í berhögg vfð vilja alls almennings í lýðræðisþjóð- félagi og ráða því með þving- unum, hvað hann vill horfa á. Við skulum gera okkur ljóst, að fordæmið er fengið. Fá- mennur hópur ofstækismanna fær því framgengt, að K-sjón- varpið er frá okkur tekið; kem- ur ekki að bókavali næst? Hvers virði er okkur lýðræ’ðið, þegar svona er hægt að fara með okkur, aðeins 23 árum íftir stofnun íslenzka iýðveldis- ins á Þingvöllum? Hættan felst einmitt í fordæminu, — hvað gerist næst? Ég skora á alla hugsandi menn og lýðræðis- sinna að gefa þessu máli gaum og vera vel á verði, þegar næsta atlaga verður gerð hér að and- legu frelsi. Stud. med ★ Vill skipta á myndastyttum Séra Árelíus Níelsson skrifar: „Kæri Velvakandi, færi ekki vel á því að flytja hina ágætu höggmynd Ásmundar Sveinsson ar, „Fýkur yfir hæðir“, þaðan sem hún er við hina glæsilegu byggingu, Hallveigarstaði, og í garð einhvers barnaheimilis eða vöggustofu? Þar á hún miklu betur við. Þar er verið að verja börnin fyrir froststormum ald arfarsins. Hins vegar ætti ákaflega vel við að setja upp mynd eftir Gunnfríði Jónsdóttur vfð Hall- veigarstaði. Sú mynd heitir „Landnáms- konan“ og er ljómandi falleg að allra dómi, sem séð hafa og sagt álít sitt um hana. ★ Sama með högg- myndalistina og knattspyrnu- íþróttina? En meðal annarra orða: Er íslenzk höggmyndalist að að komast í sama bylgjudalinn og knattspyrnan? Það mætti halda, að svo væri, þegar litið er á útisýningu unga listafólksins við Ásmundarsal. Hvílík fádæmi! Arelíus Níelsson". ★ Enginn forgangs- réttur hjá lands- fyrirtæki „ísfirðingur“ skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Fimmtudaginn 14. september sl. er bréf frá Guðmundi Guð- jónssyni prentáð í dáíkum þín um. Þar er kvartað undan for- gangsrétti Hafnfirðinga (eða manna, búsettra á félagssvæði Hlífar) til vinnu í Straumsvík. Þarf að minna á, að þarna fara fram landsframkvæmdir, — framkvæmdir á vegum lands fyrirtækis? Það þýðir, að eng- inn forgangsréttur getur veriö bundinn vissum búsetuskilyrð- um, heldur eiga allir landsmenn jafnan rétt til vinnu þarna. — Hrepparígur og lókalpatríótismi eiga’því ekki að geta komizt að. Því eiga allir Islendingar, hvort sem þeir eiga heima í Hafnarfirði eða á Isafirði, Rauf arhöfn eða Reykjavík, jafnan rétt, þegar þeir sækja um vinnu í Straumsvík. Vir’óingarfyllst, tsfirðingur". EIIMANGRIJIMARGLER imV seimdiimg Glæsilegt úrval af stórum og litlum borðstofuskápum, borð- stofuborðum (minnst 14 stærðir og gerðir) og borðstofustólum (5 mismunandi tegundir). Selst stakt eða í settum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.