Morgunblaðið - 07.10.1967, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.10.1967, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKT. 1967 Miklar umrœður um húsnœðismál í borgarstjórn: Veðlánakerfi ríkisins stóreflt — var gjaldþrota, þegar vinstri stjórnin fór frá — útlán húsnœðismálastjórnar hafa aukizt um 26S°/o frá 1963 Á F U N D I borgarstjómar Reykjavíkur sl. fimmtudag urðu miklar umræður um húsnæðis- mál. Spunnust þær af tillögu Alþýðubandalagsmanna um „sér- stakar ráðstafanir af hálfu hins opinbera til að tryggja verulega aukið fjármagn til íbúðabygg- inga“. Guðmundur Vigfússon (Ab), fylgdi tillögu Alþýðubandalags- manna úr hlaði. Sagði hann, að það lægi í augum uppi, að efna- hagsþróunin í þjóðfélaginu hefði mikil áhrif á byggingarfram- fevæimdir. í góðæri væri mikið byggt, en erfið tíð væri hemill á 'byggingarframkvæmdir. Þetta væri vegna þess, að eigið fé væri meginhluti fjármagns til fbúðabygginga. Á þessu ári hafa tekjur almennt farið rýrnandi, mikil'l samdráttur í yfirvinnu, en það er einmitt hún, sem gert hefur mörgum feleift að byggja yfir sig. Vegna þessarar þróunar í atvinnu- og efnahagsmálum hafa ráðstöfunartekjux minnkað og byggingarframkvæmdir dreg- izt svo saman, að óvíst er, hvort eðlilegri byggingarþörf verði fullnægt. Þá vék ræðumaður að fram- kvæmdanefnd byggingaráætlun- ar. Sagði hann mikla þörf vera fyrir íbúðabyggingar fyrir lág- launafólkið í verkalýðsfélögun- um. En ríkisstjórnin hefði svik- ið fyrirheit sín um aðstoð við áðurnefnda byggingaráætlun. Hún hefði látið sér nægja að gefa loförð og tekið síðan þá ákvörð- un að vísa meginkostnaði vegna byggingaráætlunarinnar á Bygg- ingarsjóð ríkisins og þar með dregið fé út úr almer.na veðlána- kerfinu. Til þessa hefði ekki ver ið ætlazt. Ríkisstjórnin hét, að útvega aukið fjármagn til bygg- ingaráætlunarinnar. Ríkisstjórnin hefur samið við stjórn atvinnuleysistrygginga- sjóð um 30 millj. kr. lán á þessu ári, en að öðru leyti hefur ekk- ert nýtt fjármagn verið tryggt og hefur 'því byggingarsjóður orð ið að greiða 87 millj. króna fram til 1. okt. í ár vegna framkvæmd anna í Breiðholti. AKeiðing þess arar fjárráðstöfunar er lömun ann arra íbúðabygginga í landinu. Byggingarsjóði er gert ókleift að sinna hlutverki sínu. Á þessu ári hefðu 500 aðilar fengið láns- fjárloforð til greiðslu á næsta ári, en 800 þeirra, sem áttu full- gildar umsóknir fyrir 15. marz sl. væru enn í fullkominni óvissu. Gísli Halldórsson, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, tók næst til máls og ræddi í upphafi þróun veðlánakerfis ríkisins. Sagði hann, að árið 1953 hefði ríkisstjórn Ólafs Thors boðað nýja löggjöf um þetta efni Var hún samþykkt á Alþingi 1955 og þar með brotið blað í bygg- ingarsögu landsins. Voru útlán geysimikil til miðs árs 1956, er vinstri stjórnin tók við og hall- aði þá strax verulega undan fæti í lánamálum. Fór ástandið versnandi eftir því sem lengra leið á stjórnartímabilið og á áu'- inu 1958 hafði vinstri stjórnin gefið upp alla von um, að efla mætti byggingarsjóðinn. í árslok 1959 tók viðreisnar- stjórn Sjálfstæðismanna og jafn- aðarmanna við stjórnartaumun- um. Eitt af fyrstu verkum henn- ar var að efla aftur byggingar- sjóð ríkisins, svo hann gæti gegnt því hlutverki, sem hon- um hafði verið ætlað í upphafi. Frá þeim tíma hefur úthlutunar- fé farið stórhækkandi frá ári til árs, að undanskildu einu ári. Árið 1960 var úthlutað 71.7 millj. kr., en það sem af er þessu ári, er búið að úthluta 229 millj. og nú er unnið að úthlutun 20 millj. og verður úthlutunin í ár því um 350 millj. kr. En auk þess hefur húsnæðismálastjórn lánað úr byggingarsjóði all hátt bráða- birgðlalán til þess að tryggja uppbyggingu 283 íbúða fyrir láglaunafólk, sem framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar sér um. Til þess að tryggja lánakerf- inu síauknar tekjur hafa verið gerðar margvíslegar ráðstafanir á undanförnum árum. Má m.a. nefna að skyldusparnaður var aukin úr 6% í 16%. Sett voru lög árið 1964 um almennan launaskatt, 1% af öllum greidd- um launum og atrvinnutekjum, nema tekjum af landbúnaði. Fé þetta rennur í byggingarsjóð ríkisins. Sama ár voru lög sett um ákvörðun fjár tryggingar félaga, þar sem þeim var gert að skyldu að verja 25% af ráð- stöfunarfé sínu til kaupa á banka vaxtarbréfum almenna veðlána- kerfsins. Þá hefur einnig verið ákveðið að árlegt framlag ríkis- ins til atvinnuleysistryggingar- sjóðs skuli varið til kaupa á bankavaxtarbréfum veðlánakerf isins. Samþykkt hefur verið að árlegt framlag ríkisins til bygg- ingarsjóðs skuili vera 40,0 millj. krónia. Veðdelid Lands- banka íslands hefur verið heim- iluð hækkun á útgáfu banka- vaxtarbréfa, sem var ákveðin 160,0 millj. til 10 ára, í 400,0 millj. kr. á ári ótímabundið. Allar þessar margháttuðu ráð- stafnir til þess að tryggja al- menna veðlánakerfinu aukið fjár rnagn hefur borið ríkulegan ávöxt, svo hægt hefur verið að stórhækka lánveitingar út á hverja einstaka íbúð, sem fellur undir lánakerfið. Þessvegna var reglugerð um hámarkslánveitingu breytt á ár- inu 1964 og meðal annars tekin upp sú regla að lánaveitingar hækkuðu samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar frá 1.. júlí það ár. Jafnframt var ákveðið að hækka lánveitingar úr 160 þús. kr. á íbúð í 280 þús. krónur. Um leið og þessi breyting var gerð var samþykkt að verja 15-20 millj. króna til þess að hækka lán til efnalítilla meðlima verka liýðsfélaganna. Viðbótarupphæð þessi má nema allt að 76.000 kr. á íbúð. Reglur þessar tóku gildi í ársbyrjun 1965, en síðan hefur lánsupphæðin farið stöðugt hækkandi vegna þessarar sam- þykktar. Árið 1966 var hún 340 þús. kr. og í ár má hún vera 380 þús. kr. að viðbættum 75 þús. kr. til efnaminni fjöl- skyldna, eins og áður segir. Há- markslán geta því nú orðið 455 þús. krónur frá byggingarsjóði ríkisins sem Húsnæðismálastjórn veitir lán úr. Auk þessara lána geta allir liíf- eyrisþegar fengið lán að upp- hæð 480 þús. kr., sem skiptist eft- ir settum reglum milli byggingr- sjóðs og viðkomandi lífeyris- sjóðs. Hér hefur verið rakin þróunar saga veðlánakerfis ríkisins í stuttu máli. Kemur hér greini- lega fram hin öra þróun lána- kerfi-sins á síðustu áruha, sem sýnir að útlán hafa hækkað um 265% frá árinu 1963. Á undanförnum árum hefur byggingarstarfsemi farið mjög vaxandi, sem stafar m.a. af aukn um lóðarúthlutunum svo og að meira fé hefur runnið til bygg- ingarstarfiseminnar, frá Hús- næðismálastjórn en áður. Þetta sést bezt á því að nú í ár verður unnið við á þriðja þúsund íbúða í Reykjavík. Lánsumsóknir hafa því verið óvenju margar á sl. ári og það sem af er þessu ári. Húsnæðismálastjórn mun því ekki geta afgreitt allar þær mörgu umsóknir á þessu ári, sem borizt hafa enda munu ekki allir umsækjendur vera tilbúnir með íbúðir sínar veðhæfar, það er að segja að þær verða ekki forkheldar á þessu ári. Útlit er því fyrir að í árslok muni verða 7-800 umsóknir, sem ekki hafa fengið afgreiðslu. En með tiiliti til hins mikla fjármagns, sem rennur nú árlega til byggingar- sjóðs er ekki hægt að telja það mikinn fjölda, þar sem allt bendir til að þessir umsækjend- ur fái allir úrlausn sinna mála á næsta ári. Með þeim fjármun- um, sem Húsnæðismálastjórn fær væntanlega til úthlutunar á næsta ári má gera ráð fyrir að hún geti veitt 1000-1200 lán á næsta ári. Þær umsóknir, sem nú liggja því fyrir er því álíka fjöildi og hægt verður að af- greiða á 6-8 mánuðum. Líka má minna á að bygging- arsjóðurinn hefur orðið að lána allhátt bráðabirgðalán til fram- kvæmdanefndar byggingaráætl- unar á þessu ári. Það er vissulega von allra að byggingasjóður ríkisins haldi áfram að eflast, og borgarstjórn- in hlýtur að treysta því að Al- þingi og ríkisstjórnin muni halda áfram að tryggja aukið fjármagn til sjóðsins svo bygg- ingarstarfsemin í landinu geti þróazt á eðlilegan hátt Óskar Hallgrímsson (A) hóf mál sitt á því að ræða samn- inga verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar 1964 og 1965. Þá ræddi hann um þróun úthlutunar Húsnæðismálastjórn- ar. Sagði hann, að í ár yrðu lán til einstaklinga um 360 millj., auk þess sem greiddar yrðu um 90 millj. vegna Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar eða samtals um 440 millj. Kvað hann ríkisstjórnina hafa haldið samkomulagið við verka lýðsfélögin. Skuldbinding ríkis- sjóðs var sú, að sjá um að bygg- ingarejóður lánaði um 50% til framfcvæmdaáætlunarinnar og jafnframt að reyna að fá lán úr atvinnuleysistryggingarsjóði. Fengizt hefur 30 mi;ll. króna lán úr sjóðnum og vantar þá 30 rniillj. kr. til 1. áfianga byggingar- framkvæmdanna í Breiðholti. Verður reynt að fá lán sömuleið- is úr atvinnuleysistryggingar- sjóði, en hann á erfitt ár, hefur þurft að greiða fimm sinnum hærri bætur í ár en á bótahæsta ári sjóðsins áður. Þá sagði Óskar Hallgrímsson, að veðlánakerfi ríkisins væri mið að við að geta veitt 750 lán ár- lega, en hefur undanfarin tvö ár veitt 1000-1200 lán á ári. En í ár eru tekjur byggingarsjóðs miun minni, en undanfarin ár. Stafar það ekki sízt að samdrætti í bankaútlánum, sem knýr marga til að ta-ka peninga sína úr bygg- ingarsjóði, er þeir öðlast heimild til. Ræðumaður gerði grein fyrir þekri grundvallarbreytingu á útlánum Húsnæðismálastjórnar, að áð.ur urðu menn að hafa gert fokhelt áður en þeir sóttu um lán, en nú sækja menn um áður en þeir hefja byggingarfram- kvæmdir. Órannisakað er hve margir þeirra 800 sem áttu lög- legar umsóknir 16. marz sL hafa hafið framkvæmdir. Húsnæðismálastjórn mun vænt anlega geta sinnt á næsta ári 1000 umsóknum og auk þess lánum til 283 íbúða fraimkvæmda nefndar byggingaráætlunar. Að lokum sagði ræðumaður, að ríkisstjórn heíði um alllang- an tíma unnið að því að afla byggingarsjóði viðbótarlána og er von til að úr rætist. Jafnframt er að því unnið að þróun sjóðs- Lns geti orðið jafn ör í frauntíð- inni og undanfarin ár. Guðmundur Vigfússon (Ab) tók aftur til máls og ítrekaði fyrri staðhæfingar sínar um að Breiðholtsframkvæmdirnar hvíldu að mestu á byggingar- sjóði sem ekfei hefði verið gert ráð fyrjr. Þá urðu nokkur orðaskipti milli Óskars Halilgrímissonar og Guðmundar Vigfússonar um tekjuöflun til byggingarsjóðsins. Gisli Hialldórsson tók einnig aft- ur til máls. Loks var samþykkt tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins þess efnis að borgar- ráð skyldi fylgjast með þróun húsnæðis- og lánamála. að það er ódýrast og bezt a> auglýsa í Morgunblaðlnn. Síldarsöltun, mikil vinna Sðltunarstöðina Borgir vantar strax nokkrar góðar síldarstúlkur til Raufarhafnar og síðar Seyðisfjarð- ar, einnig unga reglusama pilta, til að salta. Öll söltun fer fram í húsi. Fríar ferðir. Nánari uppýsingar í símum 32799 og 22643. JÓN Þ. ÁRNASON. Að ofan PVC og því ótrúlegt slitþol DL :ipiastino Að neðan KORKUR og því mjúkur og fjaðrandi Auk þess er PLASTINO gólfdúkurinn þægilegur, hlýlegur og auðveldur að þrífa. Mikið litaúrval. Sanngjarnt verð. FÆST f ÖLLUM GÓÐUM SÉRVERZLUNUM UM LANDALLT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.