Morgunblaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAKDAGUR 7. OKT. 1907 11 Eitthvað bogið við Portúgal" 1 Einræðisstjórn, sem virðir mannréttindi að vettugi FULLTRÚAR Etena, íslend- inga, Norðmanna og Svía af- hentu 20. september, Peter Smithers, aðalritara Evrópu- ráðsins, kæru yfir aðförum einræðisstjórnarinnar í Grikk landi Þetta er harðorð kæra, stíluð til mannréttindanefnd- ar ráðsins, og er gríska hers- höfðingjastjórnin sökuð um að hafa þverbrotið mannrétt- indasamþykktina og hefur stjórnin játað, að 2400 manns sitji enn í fangelsi vegna stjórnmálaskoðana sinna eða „vegna þess að öryggi ríkis- ins stafaði hætta af starfsemi þeirra", eins og stjórnin orð- ar það. En dr. Gustav Comba, sem UNO sendi tii Aþenu nokkru áður til þess að rann- saika þetta fangamál, segir að fangarnir séu fleiri, eða ein- hversstaðar milli 3:500 og 6.000. En kvörn mannréttinda- nefndarinnar malar hægt. Það er talið liklegt, að hún verði nokkuT ár að skila áliti sínu í má'liniU, þó hún sé svo til sammála um að sök Grikkja sé svo þung að ekki verði komist hjá að reka þá úr Evrópuráðinu eða minnsta kosti láta fuilltrúa þeirra víkja sæti þar um stundiarsakir. — Mannréttindanefndin á að vísu að halda fund 2. okt. For maður hennar er Daninn Max Sörensen dr. jur. Hann verð- ur að víkja sæti, þvi að Dan- mörk er aðilí að kærunni. Varaformaðurinn er Grikki og verður þessvegna að víkja líka. Það sem mannréttinda- nefndin mun gera, er að skipa sjö manr.a nefnd til að gera álít um kæruna, og er líklegt að einn Skandinavi og einn Grikki verði í þeirri nefnd. En þegar hún líkur störfum á hún að sfcíia áiiti sin.u til ráð- herranefndar Evrópuráðsins. Þessi nefnd getur svo með % meirihluta saimþykkt, að Gríkfcir hafi brotið mannrétt- imdasamþykktina, og um leið er þeim gefinn frestur til að færa það í lag, sem talið er ábótavant. — En ef lagfær- in.gin er ekki komin þegar sá frestur er liðinn — þá fyr6t ákveður ráðherranefndin hvað gera skuli: hvort reka skuli sakborninginn eða gefa nýjan frest — eða taka hann í sátt. Þetta dæmi minnir óþægi- lega á hve pappírsmylian er hæggeng hjá ýmsum þeim ráðum og nefndum, sem ann- ast eiga friðsamieg skipti þjóða í milli og vera á verði, að rfki og þjóðir brjóti ekki sameiginleg boðorð. Og í sam bandi við gríska tilfellið dett- ur manni í hug ýmislegt ann- að, sem sýnir máttleysi þeirra stofnana, sem kosnar eru tíl að vaka yfir þjóðunum. Það er víðar en í Grikklandi sem mannréttindin eru virt að vettugi — og hafa verið ó- virt svo lengi, að almenning- ur virðist alveg hafa gleymt þeim. í því sambandi er vert að rifja upp sögu sem gerzt hefur í Portúgal síðastliðin 35 ár, og reyndar á Spáni líka. Fyrir tæpum 60 árum myrtu Portúgalar Carlas kon- ung sinn og elzta son hans, en þá tók við ríki Manoel, sem hröklaðist úr landi eftir tvö ár. Siðan hefur Portúgal verið lýðveldi, en lýðfrelsi hefur ekki verið þar nema fyrstu árin, og þá var þar sí- feld kreppa, óeirðir og verk- föll, unz herinn gerði upp- reisn og rak forsetann árið 1926. Hershöfðinginn Car- mona varð forsætisráðberra og síðan forseti og 1928 gerði hann dr. Antonio Salazar að fjármálairáðlherra. Síðan hef- u* hann ráðið öllu í Portúgal. Árið 1930 stofnaði hann eins- konar fasistaflokk og með að- stoð hans varð hann einræðis- herra árið 1932. Hann er orð- in-n 78 ára, guðfræðingur og hagfræðingur að mennt og var prófessor í hagfræði í tólf ár áður en hann va-rð ráð- herra. Salazar hefur verið kallað- uir „hæglátasti kúgari í heimi“ og ber það viðurnefni með rentu. Hann hélt aldrei glamurræður eins og Musso- lini eða Hitler, en laumaði ein ræðisfjötrunum á þjóðina án þess hún vi&sí. Samkvæmt stjórna'rskránni frá 1932 kýs þjóðin sér forseta til 7 ára og hefiur 120 manna þing, sem kosið er með almennum kosn- ingum, í orði kveðnu, en samt kemsit aldrei stjórnarandsitæð- ingur á það þing. Fliokkuirinn, sem Salazar stofnaði 1930 ræð ur öllu, „Þjóðlega samband- ið“. Lengi vel var það aðeins þessi flokkur sem bauð fram til þings, en þá sjaldan and- stöðuflokkar hafa boðið fram fuliltrúaefni, hafa þau aldrei náð kosningu. Það er eitfchvað grunsam- legt við þetta. Fyrstu veldisár Salazars ha-fði hann mikið fylgi, og skýringin á því var sú, að þegar hann tók völdin var þjóðin orðin langþreyfct á sífelldri ósitjórn og verkföll- um. En nú virðist það vera bein kúgun og ofsóknir, sem tilvera Salazarstjórnarinnar byggist á. Portúgal er lög- regluríki og ,,Pide“ — leyni- lögregla stjórnarinnar — er Mfakkeri hennar. Mannréttindanefnd Kanada hefur rannsakað þetta mál, og vi'tnisburður hennar er ófag- ur. Mark MacGuigan lagapró- fessor segir, að 10.000 manns hafi verið fangelsaðir fyrir „stjórnmálaafbrot" í Portúgal síðan 1956, svo sem að hafa áformað að gera verkfall, en þau eru bönnuð 1 stjórnar- skránni. Stjómanlögreglan — Pide — hefur ótakmarkað vald og dæmir dóma, sem ekki er hægt að áfrýja. Hún getur bannað fundarhöld, lokað samkomuhúsum og skrifstof- um, gert húsrannsóknir, hand tekið menn og fangelsað án Antonio Salazar. þess að þeir feomi fyrir dóm. Þetta er mjög svipað „inkvisi tióninni“ gom-lu, enda beiitir lögreglan líka pyntingum til að fá menn til að meðganga. Sumir fangar eru látnár standa uppréttir tímunum saman, öðrum er varnað svefns. Brezkur lögmaður, Ian Macdonald, var viðstadd- ur réttarhöld yfir 31 stúdent í hittifyrra. Hann segir að ein-n stúdentinn hafi verið yfir- heyrður fjóra daga og fimm nætuir í striklotu og var-nað svefns og síðan látinn sitja svo mánuði einn í klefa. Öðr- um var varnað svefns í fimm sólarhrdnga fyrst, síðan í hálf- a-n sjöunda og loks í hálfan tíunda sólanhring. Sautján ára unglingur var látinn standa uppréttur í 54 tíma og síðan dúsa einn í klefa í tíu daga. Það eru ekki sízt stúdentar og menntamenn, sem verða fyrir barðinu á lögreglunni Stúdentaleiðtoginn José Bern ardino var fangelsaður voirið 1962, en kom ekki fyrir dóm- ara fyrr en í mai árið ef-tir og hafði þá ekkert á sig játað við yfirheyrslurnar, en „sekta-r- gögnin", sem hjá honum fund ust, voru ekki lögð fram í réttinum, heldur var umsögn ákærandans um þau látin duga. Casco de Alheida lög- maður, aðalvitni Bernardinos, va-r fangelsaður sama morg- uninn og réttarhöldin hófust. Áður en dómurin-n var lesinn u-pp spurði dómstjórinn, hvort Bernardino hefði nokkuð við yfirheyrsluna að a-thuga, en hann tók tvívegis fram í fyrir honum. Þegar Bernardino tók til máls í þriðja sinn, réðuist 8—10 menn, óeinkeníii'sbúniir, en vitanlega frá lögreglunni, áð hornu-m, börðu hann niður og misþyrmdju honum í nofckr ar mínútur. Síðan var Bern- ardino borinn út, „þegjandi og að því er virtist meðvitundar- laus“, segir viðstaddur amer- ís'kur lögmaður, Patrick Halli nan, og • ens'ki lögmað.urinn Ronald Waterhouse staðfestir þetta. Þegar Bernardino va-r borin-n út hrópaði gömul kona i salnum: „Niður með fa-sistana!“ Hún var tekin sam stundis og sat í Caxias-fang- elsinu í 6 mánuðL Stjórnmálafangar, sem af- plánað hafa dóma, eiga alls ekki víst að sleppa út affcur, því að samkvæmt lögurri má halda þeim inni áfram, þrjú ár í senn, ef þeir eru taldir „hætfculegir öryggi rikisdns“. Það kemur nær aldrei fyrir, að þeir sem hafa fen-gið meira en tveggj a ára dóm komi-s-t hjá þ-eissum „framJ-engingum“. Árið 1945 voru sett svokölluð „90 daga lög“ í Portúgal. Þau leyfa að mönnum sé haldið í va-rðhaldi 90 daga án dóms og iaga, og innanríkisráðherrann má framlengja þetta um aðra 90. Fangarnir sitja -oftas-t ein- ir í klefa, eru yfirbeyrðir án a-fláts og pyn-taðir. Þeir mega ekki hafa tal af lögfræðingL En samkvæmt Genéve-sam- þykkti-nni má ekJki ha.lda fanga lengur en 30 daga — jafnvel á stríðstímum. Russel lávarði af Liverpool var leyft að koma icuv í nokk- ur fangelsL þar á meðal Al- j-utoe-tfangelsið, sem stendur í miðrd Lissabon, beint á móti dómkirkj-unni. „Það er drungi og vonleysi yfir þessum staðsegir hann. Sum- ir k-lefarnir eru glugga-lauisir, loftræsting engin, og svo litl- ir eru þeir, að fulivaxta mað- ur getur tæp’lega legið bein-n í þeim. Fangarnir líta út ein-s og dýr í bú-ri, segir Russel. „Ég reyndi að tala við einn, sem var í klefa n-r. 13, en hann bara góndi á mig eins og hann hefðd séð votf-u. í öðr- um klefa var svartur pilfcur frá Angola og ég áva-rpaði hann. Þó hann vissi hver ég var, varð ha-nn óttaslegkin þegar túlkurinn þýddi það sem ég sagði við hann. Hann nötnaði ailur“. Fyrir rétt-u ári voru sett lög sem heLniluðu að senda póli- tiska fanga í fan-gabúðir í ný- len-dunum. Meða-1 þeirra er Tarrafal á Kap Vende-eyjum undir Afríkuströndum. Þær voru gerðar 1935, eftir þýzkri fyrir-mynd — samskon-ar og fangabúðir Hitlers. Á-rið 1955 voru þær lagða-r niður en tekna-r í notkun aftur 1961 fyrir „uppreisna-rmenm" (þ. e. þjóðern-issinna) frá Angola, en nú eru póli-tískir fangar frá Portúgal sendir þan-gað líka. Aðrar fangabúð-ir, í Chao-Bom á Kap Verde, og Bai-a dos Tigros í An-gola sunna-nverðu-r, eru nefnilega fullsettar. í þeim fyrrnefndu eru 7.000 og í Baia 4.000 fang- ar. Engínn þeir-ra fyrir rán eða morð, heldur fyrir það að dirfast að segja, að eitt- hvað sé bogið við ma.nnrétt- indin í Porfcúgal, og mælast til þess a-ð lýðfrelsi verði í landin-u. Portúga-1-.stjórnin hefur ekki aðeins á s amvizkunni kúgun þes-sara 9 milljórua, sem eiga heíma í landinu sjálfu, heldur 12 mílljóna, sem lifa í hinum göml-u ný- lendum þeirra í Afríku: An- gola að vestan og Mosambík að au-stan. Aufc þess eiga þeir no-kkrar smánýlendur, svo sem Macao í Kína (fræga eit- u-rlyfasmyglunarstöð) og Kap Verde-eyja-r, sem hefur þótt ákjósanlegur staður fyri-r fangabúðÍT. — Það hefur vak- ið athygli margra bl-aðales- enda í heiminum undantfarin ár, að þegar ráðstafanir voru gerða-r og bönnum beitt gegn Suður-Afríku út af stjórn hins gatnla Búa-lýðveldis — og síð ar gegn Ródesíustjóm Jan Smith, fyrir afneitun allra réttinda hvað Svertingj-a snerfci — var lítið sem ekkert minnzt á blökkuma-nnakúgun Portúgala í Angola eða Mos- ambík, og er hún þó engu betni en hinna fyrrnefndu. En sá er munurinn, að þa-u er-u ríkL en hin fcvö eru „ný- lendur" Por-túg-ala. í lok 15. aldar áttu Portúgalar afreks- m-ann í siglingum og landa- fundum, Vasco da Gama, og afleiðing þess varð sú, að þeir eiga enn meira atf nýlendum en Spánverjar, sem þó höfðu eigi la-kari manni á að skipa um þær mundir en Kristófer Kolu-mbusL Portúgalir eru meðlimir UNO og NATO og fleiri al- þjóðlegra samta-ka um að gera veröldi-na betri. Samt sem áður helzt þeim u-ppi, í 35 ár samfleytt, að beila kúg- un, sem miðald akeimu-r er að, gegn sínuim ei-gin borgur-um — og þá vitanlega ekki síðu-r gegn „svörtu þræl-unum“ í nýlendum sínu-m. — Og þetta er þolað. Hversvegna? Vegna þess að þær stofnanir, sem eiga að gæta mannréfctindanna, „mala of hægt“. Og vegna þess að þær eiga alls ekki að „mala“, beldur taka við kor-ninu ó- möluðu og skilja „hveitið frá höfrunum“. — Eða nánar sagt: skipa þjóðunum í tvo flok-ka — annan sem virðir m-a-nnréttin-di og persónufrelisL en hinn sem afn-eitar því. Þetta er vitanlega óskhyggja, sem margir trúa á, en tiltölu- lega færri í Portúgal en á ís- La-ndi. Enda er ekki nema . annarhver Portúgali læs og skrifandi ennþá. Kannski skánar þetta, þegar þeir fara að lesa? Sk. Sk. BLADBURÐARFOLK ÓSKAST í eftirtalin hverfi jÞingholtsstræti — AðaLstræti — Höfðahverfí — Njálgsata — Bergstaðastræti — Grenimelur — Ægissíða — Vesturgata — Laugarásvegur. lalib við afgreidsluna i sima 10100 Mótatimbur óskast Upplýsingar í síma 19245. Laugavegur Lítið verzlunarpláss til leigu strax. Upplýsingar í síma 21815.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.