Morgunblaðið - 07.10.1967, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKT. 1907
15
Vísindcamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum
■11
rfor**^*
~H
l ýg'MWvP'tt-'rf*;
-rt'Wx.a •
<fHVÍWi-$tte
vOt«KfcKtW»<
bí■
S’XsZk^MS i
ÖH^C>v-« llís
l «í$
Tiltölulega auövelt að græða upp
mela og sanda á hálendinu
Rœtt við Dr. Sturlu Friðriksson
1 RANNSÓKNARSTOFNUN
landbúnaðarins starfar dr.
Sturla Friðriksson, erfðafræð-
ingur, við margþættar rann-
sóknir á gróðri, er beinast meðal
annars að því að finna hag-
kvæman nytjagróður, er hér
gæti þrifizt. Morgunblaðið átti
samtal við Sturlu hér á dögun-
um, og bað hann þá að segja
lítillega frá starfi sínu og rann-
sóknum.
— Ég er erfðafræðingur að
mennt, sagði dr. Sturla, þegar
við ræddum við hann hér á dög-
unum, en starfa við Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins, að
rannsóknum á gróðri, og reyni
að kanna heritugan nytjagró'ður
fyrir íslenzkar aðstæður. Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins
hefur tilraunastöð í landi Korp-
úlfsstaða, þar sem er verið að
skapa allgóða aðstöðu til ýmissa
rannsókna á nytjagróðri. Þar
höfum við meðal annars safnað
saman ýmsum tegundum og
stofnum nytjajurta, þar sem
fylgjast má með þroska þessara
jurta og unnt er að bera eigin-
leika þeirra saman vi'ð sambæri-
leg vaxtarkjör.
—■ Þannig hefur verið safnað
saman ýmsum tegundum fóður-
grasa, grænfóðurjurta og græn-
metistegundum til að geta valið
úr, hvað hentar bezt við íslenzk-
ar aðstæður, en erlend fóður-
grös, þótt þau séu uppskerumikil,
eru ekki nægilega þolin til rækt-
unar hér á landi. Þess vegna
höfum við stefnt að því að velja
íslenzkar grasategundir til kyn-
bóta og framræktunar, sem síðar
megi nota í nýræktir túna. Við
höfum nú þegar safnað miklum
efnivfð af ýmsum íslenzkum
grösum, sem velja má úr, og
nota til undaneldis, én sá er
ljóður á, að miklum erfiðleik-
um er bundið að rækta nægi-
lega mikið og gott stofnfræ af
þessum tegundum hér á landi.
Þess vegna hefur það verið sent
á fræræktunarstöðvar bæði í
lendu aðilar sýnt mikinn skilo-
ing á þessu.
— í áframhaldi af þessum
rannsóknum höfum við í sumar
reynt að athuga, gaumgæfilega
hið mikla kal, sem orðið hefur
á Norður- og Austurlandi. Við
Bjarni Guðleifsson, sem er bú-
mun Bjarni njóta aðstöðu á Bún-
aðarháskólanum að Ási í Noregi
til úrvinnslu gagna.
— Þessar athuganir beinast að
því að viðhalda uppskerumikl-
um gróðri í ræktunarlöndum, en
ég hef einnig haft áhuga á að
kynna mér gróðurfarið yfirleitt,
og reynt að gera mér grein fyrir
hver sé árleg framleiðsla af
nytjagróðri í landinu. Það er
Ijóst að gróðurlendi hefur minnk
að mjög mikið, eirkum á síðustu
öldum, og þess vegna hefur það
verið áhugaefni mitt að kanna,
halendinu.
Uppskera á íslenzku grasfræi
uppskerutilrau na
Danmörku, Noregi og Bandaríkj-
unum, og þar reynt að fjölga
þessum ísl. stofnum og rækta af
þeim neyzlufræ. Að vísu hafa
nokkrir erfiðle’kar verið m< 7
þe.ssa erlendu frærækt, og veld-
ur þar ef til vill daglengdar-mis-
munur iandanna. Ég hef reynt
að leggja áherz’.u á að fá þessari
framræktun hraðað, því að telja
má að hinu.n harðgerðu gras-
stofnum sé ekiri eins kaihætt,
og allt sem getur dregið úr kali
eða komið í veg fyrir það hefur
veigamikla þýðingu fyrir ís-
lenzka grasrækt. Hafa hinir er-
fræ’ðikandidat. höfum gert
ýmsar athuganir á kalsvæðunum
í sumar. Höfum við safnað tals-
verðum upplýsingum um orsakir
kals og ástandið í ýmsum byggð-
arlögum. Á s.l. vori var fylgzt
með gróðri við snjóskafla og
ástandi þess gróðurs, sem und-
an kom, þegar þá leysti. Þá hafa
ýmsar aðstæður á kölnum svæð-
um verið teknar til athugunar,
sýnishornum safnað af gróðri og
sverði og verður unnið úr þeim
gögnum í haust og vetur. Hefur
Vísindasjóður veitt styrk til
þessara rannsókna. En auk þess
hvort ekki sé hægt að endur-
heimta hluta hins örfoka lands.
Hef ég þess vegna komið upp
tilraunareitum víðs vegar um
Dr. Sturla Friðriksson
hálendið- til að athuga mögu-
leika á uppgræðslu á örfoka
jörð í mismunandi hæð yfir sjó.
Þessar athuganir virðast sýna,
eins og ég hef áður greint frá,
a'ð það sé tiltölulega auðvelt að
græða up mela og sanda í há-
lendi í 6—700 metra hæð. Að
sjálfsögðu eru vaxtarskilyrði
önnur, þegar hærra dregur í
landið, og ég hef leitazt við að
mæla hvernig ýmsum gróðri
vegnar í mismunandi hæð. Nú í
sumar var sáð til nýrra saman-
burðarreita á Hveravöllum, þar
sem ýtarlega er fylgzt með upp-
skerunni, og hún borin saman
við vöxt og viðgang sömu teg-
unda, sem sáð var á sama tíma
í tilraunastó ðinni á Karpúlfs-
stöðum. Við úrvinnslu á mæl-
ingum á þessum gróðri verður
stuðzt við veðurfar á báðum
þessum stöðum, og er þetta gert
í samráði við Veðurstofu íslands
Þessar athuganir mættu vera
víðtækari, því að æskilegt væri
að fá hagfræðilegt mat á því
hver uppskeran er á ýmsum
stöðum landsins, svo og hver
framleíðslan er, miðað við sam-
bærilegan tilkostnað, áburð o.fl.
— Eins og ég gat um áðan
höfum við safnað m. a. grasa- og
belgjurtategundum frá nær-
liggjandi iöndum til að reyna
þær við íslenzkar aðstæður. Til-
Framihald á bl9. 10
Vallarfoxgrasreítur við Stóra Fossvatn.
Myndin skýrir sig sjálf.