Morgunblaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKT. 1967 MAYSIE GREIG: Læknirinn og dansmærin hér virðcist allir vaða í pening- um. Ég verð að vera kyrr og reyna að hugsa upp eitthvert ráð. — Ég skil ekki, hvar þú gætir fengið peninga fyrir lítið hér, sagði hún og var dáuf í dálkinn. — Eða neinsstaðar annarsstaðar. — Ég verð að reyna að hugsa það út ....... Ég vildi bjarna bjóða þér út að borða, en ég á bara alls ekki fyrir því. — í>ú skalt ekki fást um það. Ég er ekki laus, hvort sem er. — Heldurðu, að þau mundu bjóða mér í mat heima hjá þér"“ Hún var næstum búin að segja: „Það skyldi ég ekki reyna“, en þá greip Dickie fram í: — Mamma býður þér áreiðan- lega að borða .... Ég skal sjá um það, Tim. Komdu með mér. Ég skal strax fara með þig til mömmu. Tim leit á Yvonne. — Ertu viss um, að mér sé óhætt að fara með honum Dickie? — Ef honum finnst það sjálf- um. Og frú Hennesy virtist lítast vel á þig. Þeir gengu svo saman upp að húsinu. Yvonne kom á eftir en fór sér hægt. Hugur hennar var allur á ringulreið. Hvernig mundi fara fyrir Tim? Hún átti dálitla aura, sem hún gæti lánað honum, en þeir hyrfu bara á svipstundu við spilaborðin. Það var óumflýjanlegt, að (hann næði sér í ríka konu, og það fljótt. En hverri gat hann gifzt? Það var sagt, að þarna við strondina væri allt krökt af ríkum erfingjum, en hún hafði aldrei hitt neinn þeirra. Og auk þess voru þær víst flestar þegar giftar. En hvernig mundi henni sjálfri líða, ef Tim færi að gifta sig og þá líklega heizt einhverri amerískri? Þeirri spurningu gat hún ekki svarað. Hún hafði ver- ið frá sér í dag, vegna Marcels. En nú hafði hún engu minni áhyggjur af Tim. Hún hafði fyrr verið að velta því fyrir sér, hvort það væri hægt að vera ást- fangin af tveimur mönnum sam- títnis, og nú kom þessi spurning aftur upp í huga hennar. Henni datt í hug tilboð Arons Hennesy — hálf milljón dollara! En mundi hún nokkurntíma geta eignazt þessa hálfu milljón, án þess að láta eitthvað í staðinn? Þetta kvöld var hið fyrsta af mörgum, sem Tim kom þarna í mat. Grace umgekkst hann með einhverskonar glettnislegu daðri, og Tim svaraði með hof- mannlegri kurteisi. Þessa daga heyrðist Bonneau greifi ekki oft nefndur á nafn, enda þótt Yvonne vissi, að Grace var enn- þá að hitta hann. Svo var búið að fá annan húslækni, að nafni Hermiez. Þetta var hár og grann ur maður, en skorti algjörlega persónutöfra Marcels. Grace þreyttist fljótt á þessari hjarta- bilun sinni og hætti algjörlega að nefna hana á nafn. Yvonne saknaði Marcels ákaft. Hvað eftir annað datt henni í hug að fara í lækningastofuna til hans. Og hún átti svo sem gott og gilt erindi, ef út í það var farið. Hún vildi vita, hvenær henni væri óhætt að fara að æfa sig, fótarins vegna. Oft var hún alveg að því komin að fara. Hvernig mundi hann taka á móti henni? Síðast þegar þa.u töluðu sam- an sagðist hann elska hana, og þetta vildi ekki liða henni úr minni. Og svo velti hún því oft fyrir sér, hvað Tim mundi 'hafa til að lifa á. Hún hélt samt, að hann sækti ekki spilabank- ana lengur, enda þótt hún spyrði hann aldrei að því. Tim var tekinn að fara með Grace í hin og þessi samkvæmi. Kannski vonaðist hann til að geta gert Yvonne afbrýðissama? En Marcal var alltaf efst i huga hennar. Eitt kvöld hafði Tim farið með Grace í eitthvert samkvæmi í litla sportbílnum sínum. Það var komið að miðnætti, þegar hún var allt í einu vakin við síma- hringingu. Og síminn þrá- hringdi. Þjónustufólkið svaf í annarri álmu í húsinu, Og Aron hlaut að Vera í fasta svefni, úr því að enginn svaraði í símann. Hún seildist eftir inniskónum sínum og slopp og fór niður í forsalinn. — Halló! sagði hún syfjulega. Rödd Marcels, venju fremur snögg, sagði: — Ert þetta þú, Yvonne? — Marcel! sagði hún stein- í kvöld kl. 9—2. — Hvað skeður kl. 12. Kynnt hljómsveitin REIN. Sætaferðir kl. 9 og 10. IILÉGARÐUR. Það er flöskuskeyti frá mörnmu. — Hún ætlar að vera hjá okkur i nokkra daga. hissa, — hversvegna ert þú að hringja? — Ég er hræddur um, að ég hafi slæmar fréttir að færa. Er hr. Hennesy þarna? — Hann er heima, en ég býst við, að hann sé sofandi. — Þá er betra að vekja hann, sagði hann. ■— Konan hans hef- ur lent í slysi, og hann vinur þinn, hann Tim Aiwater. Þau voru flutt hingað. Lentu í árekstri. •—- Það er ómögulegt! — Vektu hr. Hennesy tafar- laust. Ég verð að tala við hann. Konan hans er mjög alvarlega meidd. Hættulega. — En Tim? sagði hún og rödd- in skalf. Hann hefur orðið fyrir tauga- áfalli, en er ekki alvarlega meiddur. Það er frú Hennesy, sem ég hef mestar áhyggjurnar af. Viltu ekki vekja manninn hennar? Með skjálfandi hendi lagði Yvonne frá sér símann. Svo fór hún upp stigann og barði að NÝR síðsir brjóstahaldari Tegund 2000, er með lausum hlýraböndum. Framleiddur úr mjúíku foami, nælonblúndu og léttri lycrateyju. I mittið er breið teygja. Litir: Hvítt og svart. Stærðir: 32—34—36—38 Söluumboð: Davíð S. Jónsson & Co. Þingholtsstr. 18 - Sími 24333 dyrum hjá hr. Hennesy. Hann var í fasta svefni, svo að hún varð að berja, hvað eftir annað. En lo.ks opnaði hún dyrnar og kveikti ljós. Hann reis snöggt upp við oln- boga, þegar hann sá hana. — Hvað er að, Yvonne? Hann virt- ist orðinn glaðvaknaður. — Það hefur orðið bílslys, sagði hún, — og konan yðar er hættulega slösuð. Sellier læknir er í simanum. Bæði Tim og frú Hennesy. hafa verið flutt í am- eríska sjúkrahúsið. Hann seildist eftir sloppnum sínum. — Ég skal koma niður og tala við hann. Röddin var grimmdarleg. Marcel sagði honum að efninu til það sama, sem hann hafði sagt Yvonne. Rjótt and'litið á Ar- on fölnaði er hann hlustaði á frásögnina. — Ég skal koma strax. Þakka yður fyrir að þér hafið gert það, sem hægt var læknir. Hann lagði símann. Hann sneri sér að Yvonne. — Það virðist svo, sem Grace sé al- varlega siösuð. Ég verð að fara iil sjúkrahússins strax. Hann hringdi svo í Jean Garcin, bílstjórann sinn, sem bjó uppi yfir bílskúrnum og hafði sérstakan síma. — Taktu bílinn út og hittu mig við fram- dyrnar eftir tíu mínútur, sagði hann. — Sellier læknir viriðst mjög áhyggjufullur um Grace, sagði hann um leið og hann gekk upp stigann til að klæða sig. — Hvað í dauðanum hefur þessi Atwater- asni verið að hugsa, að þurfa að lenda í árekstri? — Slys geta nú alltaf komið fyrir, sagði Yvonne, — og ekki alltaf bílstjóranum að kenna. Það snuggaði í honum. — Það lá að, að þér þyrft-uð endilega að taka svari hans. — Má ég koma með yður til sjúkrahússins? bað Yvonne. — Ég skal kalla á Antoinette og hún getur sofið í rúminu mínu, svo að Dickie sé ekki einn. — Já, þér getið komið ef þér viljið, sagði hann. — Ég er ekki nema feginn að hafa einhvern félagsskap. Þegar þau komu til sjúkrahúss ins, hitti Marcel þau, alvarlegur á svipinn. — Ég er hræddur um, að þetta sé ekki sem bezt, sagði hann. — Frú Hennesy er raun- verulega veil fyrir hjarta, svo að það er alveg viðbúið, að hún lifi þetta ekki af. — Aron spurði, hvort hann mætti sjá hana. Sellier læknir kinkaði kolli. — Já, þér megið fara inn til hennar, en bara ekki vera þar oflengi. Hún er afarilla farin. Ég efast um, að .hún þekki yður. Ég skal fá einhverja systurina til að fylgja yður til stofunnar hennar. Yvonne varð eftir ein með Marcel. — Er það svona alvarlegt? sagði hún. Hann kinkaði kolli. — Sannast að segja gæti það ekki verra verið. Ég reyni að gera það, sem ég get. — Það gerirðu, áreiðanlega, sagði Yvonne. — Það var heppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.