Morgunblaðið - 17.10.1967, Síða 2

Morgunblaðið - 17.10.1967, Síða 2
I 2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKT. 1967 Skautasvœði í Laugardal UNNIÐ hefur verið að því und- anfarnar tvær vikur, að ganga frá skautasvæði í Laugardal. Verður það skammt austan við nýju sundlaugina þar, og hefur svæðið verið sléttað og eins lagð ar að þvi vatnsleiðslur. Ætti að verða þarna álitlegt skautasvæði fyrir almenning um leið og veru legt frost gerir. Skautasvæðin í borginni verða því þrjú í vetur, í Laugardal, á Tjörninni og á Melavelli. Jafn- framt þessu er nú verfð að at- huga, hvort ekki megi koma upp skautasvæði í suðaustur hluta borgarinnar. Lögreglan á hvera- svæðinu um helgina LITLAR breytingar hafa orðið á hverasvæðinu á Reykjanesi und- Guðmundur Jónasson tek- ur sæti á Alþingi í GÆR tók Guðmundur Jónas- son, bóndi að Ásí í Vatnsdal, sæti á þingi í forföilum 5. þing- manns Norðuriar.dskjördæmis vestra, Björns Pálssonar. Er Guðmundur 3. varaþingmað’ír Framóknarflokksins í kjördæm inu, en hvorki fyrsti varaþing- maður, Jón Kjartansson, né annar varaþingmaður, Magnús H. Gíslason, gátu mætt til þing- setu. anfarna daga, að sögn Sigurjóns Ólafssonar, vitavarðar í Reykja- nesvita. Engin veruleg gos væru í neinum hveranna núna, nema hvað hverinn frá 1918 þeytti ein- staka sinnum leir allt að tvo metra í loft upp. Óvenjumiikill mannfjöldi lagði leið sína út á hverasvæðið og að vitanum á sumnudag, enda þótt veður væri óhagstætt — nístings- kuidi og hvasst. Búið er að koma upp aðvörunarskiltum, bæði Grindavíkur megin og Hafna megiin við hverasvæðiið, þar sem segir að óviðkomandi sé bannað- ur aðgangur. Sigurjón sagði þó, að fólk sinnti þessum skiltum ■lítið, og hefðu lögregluþjónar úr 'Hafnarfirði verið við eftirlits- störf á svæðinu alla helginia. Sig- urjóin sagði að lokum, að mikið skorti á að fólk færi nógu var- liega um svæðið. Síldin nálgast nú Rauða torgið og á koirtinu sést ganga síldarinnar og staða hennar á síðustu dögum. Tekið skal fram að veiðisvœði það, senn nefnt er Rajuða torgið nær yfir mun stænra svæði, en merkt er á kortinu, en aðalveiðisveeðið er á merkingu kortsins. Síldin nálgast Rauða torgið Stutt samtöl við skipstjórana á Árna Friðrikssyni og Hafþór NÚ ER síldin að komast á Rauða torgið og í gærkvöldi vax hún Norðmenn fengu 62 þús. tn. af miðunum við ísland og Bjarnarey NORÐMENN áætla að þeir hafi flutt 62 þúsund tunnur síldar af fjarlægum veiðisvæðum til Nor- egs í sumar, og eru þar með taldar 25.750 tunnur, sem síldar- flutningaskipið Kosmos IV flutti. Veiðifloti þeirra við strendur ís- lands og Bjamareyjar er nú snú- inn heim, og er verið að vinna síldina eða skipa henni, að þvi er norska blaðið Fiskaren upp- lýsir. Blaðið segir, að á miðunum hafi verið 11 veiðileiðangrar mieð snurpunót og 22 reknjetabátarr. — Veiði reknetabátanina gekk ákiaf- liega erfið'legfl við íáLand, en batnaði mikið þegar kom á mið- in við Bjarnarey. Aflatregða var aðalástæða fyrir erfiðleikunum á íslandsmiiðum, en á hinn bóginn Fugladráp á Suðurlandi Veiðihjalla og hrafn drepin vó þiað upp á mótá, að gæðin voru mikil og stærðin góð á þess ari síld. Mestur hluiti reknetasíidarinn- ar er fengin við Bjarnarey, en síldin, sem þar veiddist í upp- ha’fii veiðitímabilsins, var smá- vaxnari en sú, sem fékkst við Xsland, og ðkki sambærileg að gæðum. En frá 10. ágúst batnaði ástand síldlarimnar mikið, og hún stækkaði jafnt og þétt. Ræða Norðmenn nú um að takmarka veiðarnar við Bjarnarey í byrj- un júlí, því að svo virðist sem átuskilyrðin batni þar seinona en við ísland, og myndi því þessi ráðstöfun verða útgerðinni í bag. Norðmenn telja markaðshiorf- ur góðar, og sé aðalástæðan sú, að saltsíldarframleiðSla ofckar ís- lendinga hafi brugðizt með öllu í sumar, í>á sé framleiðsla Fær- eyinga nú aðeins þriðjungur af því, sem hún er vanalega. 130 milur austur frá Dalatanga. Mbl. áfcti í gær tal við Jón Einarsson skipsfcjóra á Árna Frið rikssyni og Ásmund Jakobsson skipstjóra á Hafþór. Talsamband ið við Árna Friðriksson var sllæmt og rofnaði fyrr en skyidi en Jón kivað veður slæmt en fara batnandi. Sagði hann síld- ina hafa verið á 65 gr. 40 mín. nl. br. og 8. gr. 30 mín. vl. 1. Árni Friðriksson var enn á þessu svæði í gær en Hafþór hafði haldið í áfct að Dalatanga til að kanna síldartorfur, sem nokkrir bátar höifðu orðið var- ir við þar. Haifþór var kominn í syðri jaðarinn á þessu svæði í gær, en hafði enga síld fund- ið, enda kvað Ásmundur skip- stjóri slæmt veðúr á þessum slöðum og erfitt að afchafna sig, Veðurhæð var norðan 5 vind- stig og talsverður sjór, en bú- izt var við batnandi veðri. Á sunnudaginn tilkynntu 9 skip um affla, samtals 495 lestir. Flest sikipanna voru með 20—50 toun hvert, en í gær tilkynntu 3 skip um afla samtals 120 lest- Spilakvöld í Hafnarfiiði SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Hafnarfirði halda sameiginlegt spilakvöid miðvikudaginn 18. okt. kl. 20:30 í Sjálfstæðishús- inu. Spiluð verður félagsvist og góð kvöddverðlau'n veitt. Framreiitt verður kvöldikaffi og er Sjálfstæðisfólk hvatt til að fjölmenna á þetta fyrsta spilakvöld vetrarins. Fyrsti snjórinn: Mikil hálka á götum í gœr — aðeins tólf árekstrar í Reykjavík FYRSTI snjórinn hér sunnan- lands á þessu hausti er kom- inn. Þegar Reykvíkingar vökn- uðu til vinnu sinnar í gærmorgun lá þykkt snjólag yfir öllu og þegar umferðin hófst varð HERFERÐ hefur nú verið hafin gegn veiðibjöllunni og hrafnin- um á Suðurlandi. Mbl. átti í gær tal við Sig- urð Ásgeirson í Steinmóðarbæ undir Eyjafjöllum. Sigurður kvaðst hafa byrjað á veiðibjöllu drápinu fyrir u.þ.b. hálfum mán uði og hefði Syeinn Einarsson veiðistjóri þá einnig stundað veiðina. Drápið fer þannig fram að slor hefur verið fengið hjá sláturhúsunum á Hellu og í Djúpadal og hefur það verið sett í tvær þar tii gerðar girð- ingar. Síðan hafa veiðimennirn- ir sett svefnlyf i slorið og mat- gráðug veiðibjallan lætur blekkjast, magafyllir sig og sofnar síðan vært. Sumar fá einum of mikið og vakna ekki meir, en hinar eru skotnar af veíðimönnunum. Töluvert af hröfnum hefur sótt í ætið og ekki hressa þeir app á landslag- ið eftir það. Síðan drápið hófst hafa rúmlega 600 veiðibjöllur fallið í valinn og á annað hundr að hrafnar. Mest veiði á einum degi, hefur verið 160 fuglar alls. Sigurður kvað þetta tilraun til að eyða varginum og að þeir myndu hálda henni eitthvað áfram. Borgarfufltrúum frá Thorshavn boðið BORGARRÁÐ Reykjavíkur hef ur boðið fimin borgarstjórnar- fulltrúum í Þórsliöfn í Færeyj- um að koma til Reykjavíkur á næsta vori. Á svari, sem barst frá Færeyjum, var boðið þegið, og jafnframt var íslenzkum borg arfulltrúum boðið til Þórshafn- ar. 'Vaentanlega komá hinir fær- eysku fulltrúa.r til íslands í júní mánuði n.k., en ekki hefur ver- ið ákveðið, hve ler.gi þeir munu dveljast hér. Þetta er í fyrsta skipti, sem færeyskir borgar- fulltrúar koma til Reykjavíknr í boði borgarstjórnarinnar. en undanfarin ár hafa sendinefnd- ir frá höfuðborgum hinna Nc-ð urlandanna kom'ð hingað í heimsókn. strax mikil hálka En ökumenn brugðu'st vel við vandanum og klukkan tíu í gærkvöldi höfðu aðeins orðið 12 . árekstrar í Reykjavík, sem er óvenju lítið. Engin slys urðu á fólki. í Hafnarfirði urðu fimm um- ferðaróhöpp af völdum hálkunn ar, þar af tveir minni háttar árekstraT, tveir útafakstrar og í einu tilfellinu hljóp kind fyrir bílinn. Varð að lóga henni vegna meiðslanna. I Kópavogi urðu engin um- ferðaróhöpp í gær og sagði lög- reglan, að umferðin hetfði geng- ið hægt en örugglega. Á Sel- fossi var mikil hálka á götun- um en engin óhöpp urðu af henn ar völdum. Sömu sögu er að segja af Akranesi og frá Kefla- vík. í Vestmannaeyjum hafði einn árekstur átt sér stað, þeg- ar Mbl. talaði við lögregltma þar. Nokkur hálka var é þjóðVeg- um sunnanlands í gær en ekki var kunnugt um néin óhopp af hennar völdum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.