Morgunblaðið - 17.10.1967, Side 30

Morgunblaðið - 17.10.1967, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKT. 1967 KR og VÍKINGUR berjast um bikar KSÍ Fallegt mark Eyleifs j tryggöi sigur KR Það var kalt í veðri er Fram og KR mættust öðru sinni í undanúrslitum Bikarkeppninnar á sunnudaginn. Sannarlega hit- aði „knattspyrnulistin" sem sýnd var á vellinum ekki áhorfend- um — en að sama skapi eru leik menn liðanna ekki öfundsverð- ir af að leika í norðan nepju og frosti, á grjóthörðum veili með léttan knött, sem hoppar og skoppar á allt annan veg en venja er, svo venjuleg viðbrögð manna vekja oft ekki annað en hlátur og skop hjá áhorfendum. KR fór með sigur af hólmi, skoraði mark rúmum 10 mín. fyrir leikslok. Markið sjálft var gullfallegt, góð sending frá Herði Markan frá hægri og Eyleifur skallaði glæsilega í netið. En með þessu sigurmarki er allt upptalið sem faliegt var í leikn- um. Lengst af var leikurinn hrein endaleysa, nokkur barátta að vísu, en allt einkenndist af fumi og ónákvæmni — og veðurskil- yrðum. KR-ingar sýndu alls ekki meiri knatttækni, ef nota má það orð. En baráttuvilja áttu Danir töpuðu 22:29 KEPPNI meistaraliða um Evrópubikar í handknattleik (sú sem Fram er nú í) er haf- in. Á sunnudag léku í A-Ber- lín Dynamo Berlin og dönsku meistararnir HG. Þjóðverj- arnir unnu Z9:ZZ. t hálfleik var staðan 13:9 fyrir heima- liðið. Siðari leikur liðanna verð- ur í Kaupmannahöfn 8. nóv. þeir mun meiri og allan tímann varð ekki um það efast að þeir ætluðu sér að vinna. Að svo væri hjá Framliðinu efaðist mað ur hins vegar um þegar fram- línumenn voru með knöttinn, að Helga Númasyni undanskild- um. Nokkur æsandi augnablik urðu við mörkin t. d. er Hall- dór Björnsson bjargaði á mark- línu KR í byrjun leiksins og eins við Fram markið tvívegis, þegar allt virtist geta gerzt — nema það að skapa ró og festu í varn- arleikinn. Sem sagt dapur leikur í döpru veðri, slæm frammistaða og lít- il uppskera. A. St. Miðframvörður Víkings tryggöl liðið í úrslitaleikinn með tveim- ur ágætum mörkum Ur leik KR og Fram. Ey- leifur sækir að marki Fram en Hrannar, Anton og Þor- bergur eru til varnar. Til hægri sézt Hörður Markan (fjær) en hann og Eyleifur áttu eftir að reka smiðshögg- ið á sigur KR. Sigruðu Akranes 2:1 MARGT feir öðru vísi en ætlað er. Flestir höfðu ætlað, að Ak- umesingiim yrði það léttur róð- ur að fara með ságur ai hólmi í viðureigninni við Víkinga, annarar deildar liðið, og framan af vair allt útlt fyrir að svo yrði. En þá kom miðfraimvörður Víkings til sögunnar, — tvi- vegis sesndi hann knöttinn hátt í loft upp og norðanvindurinn bar hann beint í suðurmarkið á Melavelli. Lokatöliur urðu því 2:1 fyrir Víking. Akurnesinigar léku undan vindi í fyrri hálfleik, og sóttu þá mun meira, en Vikingum tókst þó nokkrum sinnum að ógna Skagamarkinu. Upptök sóknarlotu þeirra mátti öll rekja til vinstri framvarðarin's, Gunn- ars Gunnassonar, sem er mjög laginn knattspymumaður, og myndi hann sóma sér vel í hvaða 1. deildar liði sem væri. Sóknarlotur Alkurnesinga voru þó skæðari, og rétt eftir miðjan hálfleikinn skoruðu þeir eina mark sitt. Benedikt tók auka- spyrnu rétt utan vítateigsins, en markmaður Víkinga hélt ekki knettinum, og fór hann fyrir fætur Jóns Alfreðssonar, sem átti í litlum erfiðleikum að_ renna honum í autt markið. í síðari hálfleik voru Víking- arnir sókndjarfari, og snemma í háMeiknum jöfnuðu þeir. örn Guðmundsson, miðframvörður, lék fram eftir vellinum með knöttinn, en sendi síðan háa sendingu í átt að Akurness- markinu. Knötturinn fékk hag- stæðan byr, og fyrr en nokkur hafði áttað sig lá hann í net- inu. Fleiri mörk voru þó ekki skoruð í hálfleiknum, og varð því að framlengja. í fyrri hálfleik framlenging- unnar léku Víkingar einnig und an vindi, og þá endurtók Örn fyrri leik sinn — sendi knöttinn í átt að markinu, og hann datt niður í markið rétt undir þver- slá. Bæði mörk Víkinga verður að skrifa á eikning Einars mark- varðar, þar sem hann hafði góð an tíma til að átta sig á stefnu knattarins, og i báðum tiifell- um hefði verið leikur einn að silá knöttinn yfir. En þetta mark nægði Vikingi til sigurs og þar með rétt til að leika í fyrsta skipti í úrslitum i bikarkeppni KSÍ. Austurríki vunn Sovét 10 AUSTURRÍKISMENN sigruðu Rússa í knattspyrnulandsleik á sunnudaginn með 1:0. Leikurinn var liður í Evrópukeppni lands- liða og var þetta síðari leikur liðanna. 37 þús. manns sáu leik- inn. Staðan í hálfleik var 0-0. Markið var skorað á 4. mín. sið- ari hálfleiiks. Fögnuður var mik- ill að vonum yfir sigri liðs hinn- ar litlu þjóðar á heimavelli sín- um. í þessum riðli kejipninnar hafa Sovétríkin nú 8 stig, Grikk- ir og Austurríkismenn 5 hvor en Finnland ekkert. IR-liöiö sannaði spárnar — vann Víking. Fram og KR unnu einnig sína leiki ÍR-INGAR stóðu meir en svo við spárnar sem um þá voru hafðar á þá leið að þeir mundu velgja Víkingum undir uggum. Þeir gerðu meira en það, sigruðu nokkuð örugglega með 18:14 í skemmtilegasta leik sunnudags- kvöldsins. Sama kvöld vann Fram Ármann með 20:14 og KR vann Þrótt 13:10. ÍR-Víkingur 18:14. ÍR-liðið virtist strax í upphafi betri heild en Víkings-liðið. Júl- íus Hafstein skoraði tvö fyrstu mörkin og hið þriðja tapaðist er Þórarni mistókst vítakast. En svo komust skyttur Víkings, Jón og Einar „í gang“ og eftir 8 mín. var staðan jöfn 3:3. En það stóð eklki lengi og rétt fyrir lok hálf- leiks var komið 3 marka forskot ÍR sem varð þó tvö í hléi eða 8 gegn 6. í upphafi síðari hálfleiks var Ásgeir Elíassyni vikið af velli og fóru ÍR-ingar þá mjög illa með leikinn og eftir 3 mín. vai stað- an jöfn 9:9. En ÍR-ingar reyndust ávallt sterkari aðilinn, sköpuðu aftur 2 marka forskot og undir lokin 4 marka forskot og þannig iauk ieik 18:14. ÍR-liðið er mjög jafnt, allir geta skotið, en sérstaka athygli vekja þó Júlíus Hafstein, Vil- hjálmur Sigurgeirsson, Ásgeir og síðast en ekki sízt Halldór Sigurðsson í markinu, sem varði mjög vel. Það verður gaman að sjá þetta lið þróast. Víkingar eru allt of einhæfir í leik sínum, allt byggist á tveim mönnum, sem heldur er.u ekki nógu grimmir. Fram — Ármann 20:14. Fram náði aldrei sannfærandi leik gegn Ármanni. Ármann hafði þvert á móti forystu fyrri hálfleik, sem Ingólfi tókst þó að jafna 10 sek. fyrir leikhlé. í Framhald á bts. 24. Bregula kyrrsettur á síðustu stundu PÓLSKI handknattleiksþjálf- arinn frægi, sem ráðinn hafði verið til Fram og Víkings kemur ekki. Daginn, sem hann átti að koma til lands- ins kom skeyti frá honum, um að pólska Olympíunefnd- in hefði lagt bann við för hans — og hann yrði að vera við þjálfun knattliða í Pól- Iandi. Áður hafði hann fengið öll tilskilin fararleyfi og ráð- ið sig hingað vetrarlagt. Bregula er yfirmaður allr- ar knattþjálfunar í Póllandi annarrar en knattspyrnu, og hefur hlotið frægð fyrir vís- indalegar þjálfunaraðferðir sínar. Nánari fréttir af þessum „átthagafjörtum" Olympiu- nefndarinnar í Póllandi fást ekki fyrr en bréf hans kem- ur. En Fram og Víkingur standa uppi þjálfaralaus bili að minnsta kosti. J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.