Morgunblaðið - 17.10.1967, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.10.1967, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKT. 1967 - ALÞINGI Framhald af bls. 1 Á fundi. sem úbvegSmenn héldu nýlega, töldu þieir, að út- flutningatekjurnar í ár mundu verða h.u.b. 2000 milljónum kr. mdinnd en sl. ár, en þá voru þær 6000 miUjónir svo að skv. því ætti lækkunin að vera %. Aðrir hafa nefnt lægri tölur. 1 áætlun, sem Efnahagsstofnunin gerði fyr ir nokkru, taildi húin lágmark lækkunar v-erða um 14 ert nefndi . 'einmig töluna 14 en sfcv. upplýs- ingum, sem ég hef nú fengið benda nýjustu áætlanir Efna- 'hagsstofnunarinnar til, að lækk- Uniin verði um 1500 milljónir og er þá um 14 lækkun frá gl/ ári. Um þetta mun ríkja óvissa þar til reynslan sker úr, en mér kæmi ekki á óvart, að endanleg niðurstaða yrði milli 1500—2000 mrlljónir, þ.e. að lækkun útflutn ingstekna gæti jafnvel nálgast %. — Þetta er mifcil breyting og or- saktir hennar liggja nokkuð ljós- ar fyrir. Vetrarvertíðdn var erf- ið ag talið, að aflamagn hennar líafi verið um 13% mlnna en sl. ár. Til viðbótar því, kemur lækk un á bolfiskaÆurðum, eimkanlega frystum fiski. En mestu máli skiptir þó, tregari síldiveiði í sumar en áður og gífurlegt verð- fall á síldanmjöli og síldanlýsi. Verð beggja þessara afurða hef- ur lækkað fram á þennan dag, að vísu virðist noktour staðfesta komin í mjölverðið í bdli a.m.k. en menn eru engam veginn vlss- ir um að verðið á síldarlýsi sé fcomdð í botn. Ýmsir aðrir hafa einnig orðið fyrir hnekki. Humarveiðd gekk treglega í sumar og verudeg verðlækkun hefur orðið á rækju. Til viðbótar öllu þessu, kemur svo það, að kostnaðarsamara hef- ur verið að ná aflamum í ár em sl. ár. Kostnaðarhækkun innanland-s vegna verðlagis er að vísu ekki mikil, þótt meðalkaupgjald sé sett nokkru hærra í ár en í fyrra, em úrsEtum ræður að vetrarvertíðim var einhver sú erfiðasfta, sem við höfum lengi átt við að búia. Fróðir menn telja, að hún sé sú erfiðasta frá árinu 1914 vegna þess hve mds- viðrasamt var og gæftir stopul- ar. Þess vegna var kostnaðar- samara að koma aflanum á lamd en ella. Hið sama má segja um síld- veiðarmar. Aillmikill sildarafli hefur borizt á land en menn verða að hafa í huga hinn miklia skipakost, sem er til að ná aflan- um og mög.udeika til að verka hann, miðað við það, sem áður var. En vegna þess, hversu langt þurfti að sækja aflann er nú miiklu kostnaðarsamara að ná í hverja aflaeinimgu en áðu-r, þeg- ar miðim voru tiltödudega nærri lamdi. Mesti hnekkir síffan 1931. Þegar borin er saman afkoma árannta 1966 og 1967 verður enn fremur að hafa í huga, að þótt árið 1966 hatfi verið eitt mesta útflutnimgsár í sögu okkar varð þó á því ári mikil breyting frá því, sem áður var. Þjóðartekj- urnar uxu mum minna en árin áður og þótt útflu'tningsverðmæt ið yrði meira var það nœr eim- göngu vegna síldiar- og loðnu- vedða, afkoman á bolfiskveiðum, sérstaklega þorskveiðum, var erfiðari það ár, en árdm á umdan. Á árinu 1966 gœtti þess vegna bæði aflatregðu og þá byrjaði verðlag einnig að lædcka, fyrst á hraðfrystum fiski en síðiar í vaxandi mæli á síddarafUrðum. Það hafa því orðið mdkil um- skipti í okkar afkomu, fyrst og fremst hjá útflutningsatvinmu- vegumum en þetta ár hefur einnig orðið erfitt t.d. fyrir landlbúnaðinn víðs vegar um lamd vegna vorharðindia og mis- viðrasams sumars. Ef við gerum ráð fyrir því, að útflutningsverðmætið verði a. m. k. 14 mimna en sl. ár, þurfum við að fara aftur til ársins 1931 til þess að sjá svo snögg umskipti í þjóðarbúskap okkar tid hins lak- ara. Það ár hófst kreppan mikla verðlag lækkaði mjög verulega og erfitt reyndist að selja ís- lenzkar afurðir. Það ástamd hélzt um allmörg ár og lækkaði verð- lag þó ekki mikið frá því sem varð þegar 1931 og sum árin Virtást það jafnvel horfa til hins betra. En á þessum árum niam breytingin um fjórðumg, senni- lega um 27% eða svipað þeim hnekki, sem við höfum nú beðið. Þessi ár eftir 1931 eru hiklaust hin erfiðustu ár í sögu þeirra manna, sem emn eru á lífi. Við erum ólíkt betur undir það búnir að mæta erfiðleitoum mú en við vorum 1931. Við höf- um meiri gjaldeyristekjur nú, anmars staðar frá en við höfðum þá, svo að lækkun gjaldeyrds- tekraa hefur ekki eins mikil á- hrif á þjóðarbúið og stoðir at- vinnudifsins eru miklu fleiri. En fyrir hverja einstaka atvinnu- grein má segja að slikur hnekkir ®é jafntilfinmaniegur nú sem þá. Erfiðleikarnir 1931 og árin á eftir leiddu til stórkostlegs at- vinnuleysis, fátækar og neyðar víðs vegar um landið, en við höf um fudla ástæðu til að vomta, að við getum forðast slíkt nú, ef við höldum rétt á. Hins vegar er sá vamdi sem við stöndum frammi fyrir nú, bæði verulegur og til- finnanlegur. Fyriir nokkrum dögum urðu Finmar að fella gemgi sitt um mær þriðjung vegna örðugleika, sem timburiðnaður þeirra hefur komizt í sökum verðlækkana. Þó er timbur ekki jafn miMlvægt í útflutninigi Finna og fiskur er hjá okkur og breytingtarnar hjá þeim, hvorki jafnsnöggar og víð- tækar og orðið hefur hér. Sterk stjóm. En þegar silíkam vanda ber að höndum er mauðsynlegt að hafa sterka stjórn, eing og Eysteinn Jónsson benti á, á dögumum. Nú var það að vísu skoðun hans, að inúvenandi ríkisstjórn hefði ekki til að bera nauðsynlegan styrk- leika. Ég vil benda á, að í kosn- ingunum í vor fengu stjórnar- flokkarnir liðlega 58% atkvæða- magns og ég fullyrði að ekki eru mörg lýðræðisríki með ríkis- stjónnir, sem hafa svo sterkan meirihluta að baki sér. Ég minni einnig á, að á þeim erfiðleikaár- um, sem ég drap áðan á, sátu hér lengst af ríkisstjórndr, sem höfðu minna en 50% atkvæða sér til stuðnimgs en voru þó hik- lausar í sínum ákvörðumum. Styrkleiki ríkisstjórna fer að sjálfsögðu ekki eftir því einu hve mifcið atbvæðamagn þær hafa á bak við sig heldur og ekki síður, hvort þær eru innbyrðis sam- mála, hvort þær líta svipuðum augum á úrlausn vandamála og igeti komið sér saman um lausm þeirra erfiðleika sem að steðja. Nú steðjar að okkur slíkur vandi að þörf er á sem sterk- ustu og öflugustu samstarfi um lausn hans. En frumskilyrði er, að menn séu sammála um hvert sé eðli vandamálsins. Það hefur verið uppi áigreiningur um það hvaða stefnu fylgja eigi í efna- hagsmálum en ég get ekki séð, að sá ágreiningur skipti nokkru um þann vanda, sem við nú stöndum frammi fyrir. Þessir erfiðleikar hdjóta að vera sam- fara einhæfni atvinnuvega okk- ar og við getum sagt. að við ber- um allir ábyrgð á því að við er- um svo háðir eimstökum at- vinnuvegum. Engar aðgerðir hefðu getað kom'ið í veg fyrir lækkun á af- urðum okkar nema þá að litlu leyti, t.d. ef við hefðum komið upp vinnslustöðvum í Bretlandi Og á meginlamdi Evrópu eims og við höfum gert í Bandaríkjun- um. Það hefði kannski dregið eitthvað úr verðfallinu. En slík- ar stöðvar hefði ekki þýtt að byggja nem® við hefðum verið búnir að má eamningum við EFTA og EBE. Verðlækkunin hefði heldur ekki verið svo til- finnanleg ef við hefðum verið í þessum bandalögum, en stjórn- arandstaðan hefur ekki ásakað okkur fyrir að standa utan þeirra, heldur fyrir að bafa of mikinn hug á því að ná samn- imgum við þau. Ég þori að fullyrða, að hvaða stefnu sem fylgt hefði verið í efnahagsmálum, hefðum við Bjarni Benediktsson ek'ki getað fyrrt okkur þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir og það er vonlaust að sam ráð manna um lausn hans komi að gagni nema því aðeins að menn geri sér grein fyrdr frum- orsökum hans. Ef menn telja að það sé að verulegu leyti vegna rangrar stjórnarstefnu undanfarinna ára er ljóst að það tjáir lítið að leita frekara samráðs. Að sjálfsögðu æski ég þeissi, að sem nána'st samstarf takist við stjórnarandstæðinga, bæði innan þings og utan, um lausn þessara erfiðleika en for- senda þess, að það verði árang- ursríkt er að menn hafi sam- eiginlegan skiining á eðli vanda málsins. Með þeim ráðstöfunum sem ríkisstjórnin hefur boðað og lagt til að gerðar verði, er ekki leystur allur sá vandi, sem hin miklu umskipti í íslenzku efnahag9lífi hafa skapað, það er ljóst. En ég fullyrði að ráðstaf- anir, sem ná sama markmiði og þessum er ætlað. eru forsenda þess að ekki fari ver en vilji okkar stendur til og að síðar verði smám saman hægt að leysa frekari erfiðleika, sem við hljótum að játa að verða á leið okkar, þangað til betur vegnar. Ýmsar leiffir. Mér er það einnig ljóst að deila má um, hvort ríkisstjórn- in, hafi með þessum aðgerðum ratað hið rétta meðalhóf. Sér- staklega er það ljóst, að nlður- greiðslurpar hljóta að koma illa við mörg heimili. En við töld- um, að þetta vær líklegasta ráð- ið og sem mundi valda minnstri truflun og að með þessu móti ynnist færi á að ihuga í sam- ráði við aðra, sem í alvöru vilja snúast við þeim vanda, sem nú blasir við, hvort önnur úr.ræði séu e.t.v. farsælli eða nái bet- ur því marki, sem að er stefnt Þessar ráðstafanir varð að gera með sem minnstum fyrirvara til þess að forða því að ein- stakir aðilar gætu skapað sér gróðamöguleika en það haggar ekki því, að ef menn eftir á komast að þeirri niðurstöðu að önnur ráð séu tiltækari er hægt að breyta hér til. Þá er hægt að auka niðurgneiðslur á ný og lækka verðið. Til þess gefst nú svigrúm til slikra efnisathug- ana, sem ella væri ekki fyrir hendi. Með því er ég ekki að segja, að slíkt sé æskilegt eða að um slíkt verði að lokum sam- komulag, en það hlýtur að vera mjög til athugunar og ríkis- stjórnin er þess beinlínis hvetj- andi að athugað verði til hlít- ar hvaða aðraT leiðir koma hér til álita og er fús til þess, bæði hér á þingi, á þingfundum í nefndum og við fufltrúa hinna fjölmennu almannasamtaka í landinu og þá einkum stéttar- samtökin, að ræða til hlítar hvaða úrræði eru fyrir hendi og hvaða úrræði eru varanlegri en þau, sem nú hafa verið tek- in. Stjórnarandstæðingar virtust gera ráð fyrir því, að ríkisstjórn in stefndi að almennri sölu- skattshækkun og hún hlýtur að koma mjög til álita í þessu sam- bandi. Ýmsar ástæður liggja til þess, að ríkisstjórnin taldi ekki fært að fara þá leið. Álögurnar á almenning hefðu ekki létzt, þótt slíkt hefði verið gert, en það hefði verið mun erfiðara að halda öllu öðru verðlagi í landinu kyrru. Söluskattshækk- un, sem hefði nægt hefði haft í för með sér endurskoðun á verðlagi svo til hverrar ednustu vörutegundar og þjónustu í landinu. Álagningaraðilar hafa mjög kvartað undan því sein- ustu árin, að þeirra hlutur væri of lítilL Ef allar þessar vörur hefðu átt að hækka vegna sölu- skattshækkunar, hefði orðið ó- hjákvæmilegt að taka kvartan- ir þeirra til athugunar og á ég eftir að sjá, að mögulegt hefði verið að standa þar á móti. Vegna þess hve fáar vöruteg- undir hæk'ka er hægara en ella að standa fast á verðistöðvun. Miklar niðurgreiðslur á borð við þær, sem við höfum haft sl. ár hljóta þegar til lengdar iætur að hafa óæskilegar afleið ingar. En af stjórnarinnar hálfu var ætíð skýrt tekið fram að hér væri um bráðabirgðaráðstafanir að ræða og við vonuðum að sú verðlagslækkun sem varð síðari hluta árs 1966 yrði ekki til frambúðar og þess vegna hægt að halda í heild sams konar lífs- kjörum og við höfðum öðlazt á árinu 1966 með því að verja tekju afgangi þess árs til þess að brúa bilið. Vel má segja að við höfum verið skammsýnir en hverjir okkar sáu það fyrir 1966 að verð lækkunin mundi ekki einungis standa allt árið 1967 heldur magn ast mjög á þessu ári. Það-er eng- inn vandi að vera vitur eftir á. En niðurstaðan er sú, að við stöndum frammi fyrir verðfalli, sem við höfum ekki ástæðu til að ætla annað en muni standa nokkra hríð, þótt við höfum ríka ástæðu til að ætla að það verði ekki varanlegt og liggja til þess raunsæjar ástæður, bæði batn- andi afkoma víðs vegar, hætta á kreppu, sem menn töldu yfirvof- andi bæði í Þýzkalandi og Banda ríkjunum er taíin hverfandi frá því sem ætlað var og hinn al- menni matvöruskortur í mörg- um löndum, sem því miður er enn fyrir hendi. Ég játa, að þessi snöggu umskipti nú hljóta að koma illa við marga og ég end- urtek að ríkisstjórnin er þess beinlínis hvetjandi, að upp verði teknar viðræður um það, hvort hægt sé að ná samkomu- lagi um aðrar aðferðir, sem bet- ur og léttar komi við. Ég hef þegar gefið aðvörun gagnvart söluskattinum. Sumir segja, að hækka hefði átt áfengi og tó'bak meira. En það eru líka viss mörk. Við erum ekki einir í heiminum og ef við hækkuðum verð á þessum vörutegundum mun meira en gert hefur verið er ég mjög efims um að hægt sé að kom-a í veg fyrir stóra-ukið smygl. Það hefur einnig verið um það talað, að hækka mætti skatta á hátekjumönnum. Nú hefur mér að vísu skilist að stjórnarandstæðingar teldu skatta mjög háa hérlendis miðað við, það, sem annars staðar er, en það er raunar ljóst að skatt- ar hér eru ámóta háir og í ná- grannalöndum okkar og raunar hærri sums staðar þar. En taka verður tillit til þess að ef skatt- ar hækka fram úr vissu marki verður það beinlínis til að draga úr athafnalöngun manna, vilja þeirra til þess að afla sér tekna. Þann vanda þekkj-um við og verðum að hafa í huga. Það er hins vegar rétt að félagaskattur er hér nokkru laegri en annars staðar. En ég minni á, að eitt af því sem stjórnarandstæðingar saka stjórnina fyrir er, að ekki sé nógu vel að atvinnurekstrin- um búið. En rnikiill hluti af okk- ar atvinnurekstri er einmitt rek- inn í félagsformi. Við höfum fullgild svör gegn þessum ásök- unum. Þangað til verðfallið hófst á miðju sl. ári var afkoma þýð- ingarmestu atvinnuveganna góð t.d. er viðurkennt að afkoma hraðfrystiiðnaðarins hafi aldrei verið betri en 1965. Og við með- ferð skattalaganna 1961-1962 áttum við í deilum við stjórnar- andstæðinga vegna þess að þeir vildu ekki v-eita félögum sams konar eða jafnmikinn rétt til framdráttar og til hlunninda og ti-1 léttari skattlagningar en áð-. ur hafði verið, eing og við vild- um. Við vildum sem sagt búa bet u-r að atvinnurekstrinum en stjórnarandstæðingai. Allir vierða aff axla byrffar Við skulum sleppa þessum deilum og gera okkur þess fulla grein, að atvinnurekendur eiga vitanlega í mjög miklum erfið- leikum. Það á við um frystihúsa- eigendur og eigendur annarra fiiskiðjuvera. Útvegsmenn eiga í erfiðleikum vegna aflal-eysis og vegna þess að hraðfrystihúsin eiga í örðugleikum með greiðslu til þeirra. Og allur annar at- vinnurekstur í landinu hlýtur á skömmum tíma að mótast af erf- iðleikum undirstöðuatvinnuveg- ann-a. Það kemur fram í eftir- spurn eftir iðnaðarvöru og það kemur fram í verzlun. Atvinnu- rekendur verða því fyrir mikl- um búsifjum og það er alger misskiln-ingur þegar talað er um að öllu eigi að velta á herð- ar launþega. Atvinnurekendur verða fyrir þessum búsifj-um, hafa orðið fyrir þeim áður og verða óhjákvæmilega fyrir þeim í enn ríkara mæli en jafn- vel er ráðgert að launþegar verði fyrir í þeim tillögum, sem hér um ræðir. Vitanlega er ljóst að útvegsmenn og fiskiðnrekendur verða fyrir mestum áföllum en þeirra erfiðleikar hljóta að breiðast út um allt þjóðfélagið. Og launþegar komast ekki hjá þvi með nokkru móti að taka byrðar á sig að sínu leyti, ekki sízt vegna þess, að þeir hafa fengið sinn h-lut í vaxandi mæli af stórauknum þjóðartekjum. Tekjur launþega hafa aukizt töluvert meira en þjóðartekjurn- ar á viðreisnartímabilinu. Það verður því ekki hjá því komist að launþegar taki á sig sínar byrð-ar en hvort það kemur létt- ar niður með þessu móti eða öðru er svo annað mál og t.d. hvort hægt er að gera sérstakar ráðstafanir til að það komi ekki eins mikið niður á barn-mörgum fjölskyldum eins og þessar til- lögur leiða til eða aðrar ákvarð- anir ríkisstjórnarinnar, en ég segi það enn að það er mál, sem ríkisstjórnin telur sjálfsagt að athugað verði til hlítar. Þar kemur m.a. til, hvort rétt sé að halda við þegar harðnar í ári, fjölskyldu-uppbótum með 1. barni. Eða er réttara að afnema þær og lækka þá niðurgreiðslur minna eða verja því fé til hinna fjölmennari fjölskyldna. Þetta er atriði, sem ríkisstjórnin taldi ekki fært að breyta en er eitt af því, sem menn hafa rætt um eftir á og sjálfsagt er að athu-ga eins og öll þau atriði, sem ég hef drepið á. Höfuffverkefni aff koma í veg fyrir atvinntuleysi Sumir segja, að gengislækkun ein geti leyst þann vanda, sem við er að etja. Ég er sannfærður um, að gengislækkun, eins og ástatt er, skapar fleiri vandamál heldur en hún leysir. Þeir sem telja hana hjálpa sjávarútvegin- um og jafnvel iðnaði hafa ekki hugsað það mál til hlítar. í fyrsta lagi: við hvaða söluverð á okkar afurðu-m eigum við að miða -gengisibreytingu? Lág- marksverð á síldarlýsi eða hrað- frystum fiski? Eigum við að láta slíkar verðsveiflur leiða til geng- islækkunar? Ég þori að fullyrða að þetta mál þarf að skoða bet- ur. A-uk þess mundi gengislækk- un koma hart niður á flotanum, sem hefur verið endurnýjaður m.a. með erlendum lánum. Ég á þess vegna eftir að sjá að gengis- lækkun m-u-ndi létta undir með sjávarútveginum í heild. Alveg eins og almenningur kemst ekki hj-á því að taka á sig afleiðingar þess stórfellda hnekks, sem við höfum orðið fyr ir, komast atvinnurekendur held-ur ekki hjá því. Þeir verða að skoða sin-n atvinnurekstur al- Framhald á bls. 21 *•

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.