Morgunblaðið - 17.10.1967, Síða 24

Morgunblaðið - 17.10.1967, Síða 24
I 24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 17. OKT. 1967 — Óbilgimi Framhald al bls. 32 Mun þá sjást hver metið hef- ur meira hug heildarinnar og eininguna — og hver sett hefur fram óbilgjarnastar kröfurnar: Á Alþýðusambandsþingi 1954 þegar sósíalistar og vinstri Alþýðuflokksmenn undir forystu Hannibals tóku höndum saman, mun eigi vera fjarri að sósíalistar og fylgjendur þeirra hafi haft upp undir 140 fulltrúa, en að um 20 hafi fylgt Hannibal. Kjósa skyldi 9 menn í mfð- stjórn Hannibal krafðist þess að fá að ráða 7 sætum, sósíal- istar skyldu fá tvö. Það var ósvífin krafa og heimskuleg, er stofnað gat valdatöku vinstri manna í hættu, ef eigi væri hinn einlægasti agi í röðum sósíalista. En þegar engu varð um þokað í átt til sanngirni og skynsemi, gekk stjóm Sósíalistaflokksins að þessari óbilgjörnu kröfu, til þess að koma samstarfinu á, — og Alþýðusambandið vannst í hendur vinstri manna með 161 atkvæði gegn 160. — Sveigjanleiki og festa sósíal- ista tryggði sigurinn. Þegar til framboðs kom í Reykjavík 1956, eftir stofn- un Alþýðubandalagsins, bauð Sósíalistaflokkurinn Hanni- bal Valdimarssyni eðlilega 2. sæti á listanum í Reykjavík, en þrír þingmenn höfðu venjulega tekið sæti á Al- þingi af þeim lista, stundum fjórir. Sósíalistaflokkurinn ætlaðist til þess að Eðvarð Sigurðsson, öruggasti og sterk asti foringi verklýðshreyfing- arinnar yrði í þriðja sæti. — Þá kom hin óbilgjarna krafa um að Alfreð Gíslason yrði i 3. sæti. Enn einu sinni var eining samfylkingarinnar í hættu, sakir kröfuhörku sam- starfsmannanna. Sósíalista- flokkurinn bjargaði enn einu sinni einingunni með sveigjan leik sínum — eða undanláts- semi, ef menn vilja heldur orða það þannig. Við framboð til þingkosn- inga í Reykjavík vorið 1959 endurtók sama óbilgirnin sig. Var þó viturlegast að Hanni- bal hefði þá farið á ísafjörð, til að undirbúa framboð sitt í Vestfjarðakjördæmi um haustið. Enn einu sinni var reynt til hins ýtrasta á sveigj- anle’k Sósíalistaflokksins, — raunar var öllum aðiljum of- boðið með þessum aðferðum. Einingunni bjarga'ði Sósíal- istaflokkurinn enn einu sinni. Við frymboð til þingkosn- inga í Reykjavík 1963 hafði Sósíalistaflokkurinn enn sýnt mikla tilhliðrunarsemi og skilmng á nauðsyn víðfeðma samfylkingar með því að tryggja Gils Guðmundssyni, er þá gekk til samstarfs við Alþýðubandalagið, efsta sæti í Reykjaneskjördæmi. Ætlun- in var svo að fjórða sætið í Reykjavík, næst á eftir Ein- an, Alfreð og Eðvarð, yrði skipað Magnúsi Kjartanssyni, skeleggasta málsvara verk- lýðs- og þjóðfrelsishreyfingar innar. Þá barst sú krafa frá Hannibal Valdimarssyni að það sæti fengi Bergur Sigur- björnsson, er þá kallaði sig Sovézk bóka- sýning hjá MM. Þjóðvamarflokkinn, ella væri Alþýðubandalagirtu slitið, — og hafði hann samþykki Finn boga Rúts og Alfreðs fyrir því. Bréf Hannibals fer hér á eftir: „Laugarnesvegi 100, Reykja vík, 12. apríl 1963. Framkvæmdanefnd Sam- einingarflokks Alþýðu — só- sialistaflokksins. Svo sem ljóst er af með- fylgjandi afriti af bréfi Gils Guðmundssonar fyrir hönd Þjóðvarnarflokksins, er nú bert, að samkomulag um sam- starf Alþý’ðubandalagsins og Þjóðvarnarflokksins hefur strandað á því — og því einu — að uppstillingarnefnd Sósíalistaflokksins í Reykja- vík hefur neitað að fallast á þann mann, sem Þjóðvarnar- flokkurinn hefur tilnefnt í fjórða sæti framboðslistans í Reykjavík. Að höfðu samráði við þá þingmenn Alþýðubandalags- ins, sem ekki eru í sósíalista- flokknum — þá Finnboga Rút Valdimarsson og Alfreð Gísla- son lækni, vil ég hér með til- kynna, að ég tel ekki lengur grundvöll fyrir samstarfi okk ar við Sósíalistaflokkin, eftir alt, sem á undan er gengi’ð, ef uppstillingarnefndin í Reykja vík heldur áframhaldandi fast við þessa neitun, og læt- ur þá neitun um mann — án tillits til höfuðmálefna, sem um er að tefla, verða loka- orð þessara sameiningarvið- ræðna. Þeir menn, sem slíku ráða, vilja augljóslega fá að standa einir, og skal ég þá, þrátt fyr- ir náin samstarfstengsl við marga þeirra, ekki gegn því standa, að svo geti orðið. Virðingarfyllst, Ilannibal Valdimarsson. Þar voru enn einir úrslita- kostir Alþýðubandalaginu til stórtjóns, því margt er Bergi betur gefið en afia sér vin- sælda. Enn einu sinni bjargaði stjórn Sósíalistaflokksins ein- ingunni undan hótunum Hannibals, þótt dýrt ydði það Alþýðubandalaginu í Reykia- vík að skemma þannig lista sinn. Þannig hafði það þá gengið í heilan áratug, allt frá því samf.vlking tókst 1954; alltaf hafði stiórn Sósíalistaflokks- ins orðið að bjarga eining- unni með ýtrasta sveig.ian- leik og undanlátssemi. For- ustu Sósíalistaflokksins varð það að þakka að Alþýðu- bandalagið varð til og hélt áfram að vera til. — Hanni- bal og þeir aðilar. er ógiftu- samlegust áhrif höfðu á hann í hvert sinn, hefðu með óbil- girni sinni eyðilagt alla mögu leika til einingar, ef Sósíalista flokkurinn hefði ekki sýnt í verki meiri ábyrgðartilfinn- ingu fyrir einingu róttaekrar alþýðu en þessir aðilar áttu til. Við þingkosningar í Reykja vík 1967 skyldi framboð á- kveðið lýðræðislega af Al- þýðubandalaginu. Eftir all- langt samningsþóf stóðu mál svo að baráttan var raunveru- lega um hvor skyldi vera þingmaðnr af þeim þrem, er líklegt var að listinn réði, Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, einhver bezti af yngri verk- lýðsleiðtogum Reykjavíkur, annarsvegar eða hinsvegar Einar Hannesson eða Jón Hannibalsson, því hinn síðar- nefndi var hugsaður í annað sæti allt fram til fundardags. Voru nú enn sem fyrr gerðar kröfur um að verkamaðurinn, er var leiðtogi stéttarbræðra sinna, skyldi víkja. Hins veg- ar varð að lokum samkomu- lag um að þeir Magnds og Eð- varð yrðu tveir af þrem. Þeg- ar % fundarmanna Alþýðu- bandalagsins ákváðu framboð Jóns Snorra, taldi Hannibal að nú væri gengið frá Alþýð bandalaginu dauðu og fór sið- an í klofningsframboð. Nú hafði þó lýðræðislegu skipulagi verið komið á í Alþýðubandalaginu, Hanni- bal kosinn formaður þess og hlutverk þess slíks manns er að sjá um að lög þess séu haldin og eining þess varð- veitt. Og þá er það einmitt sjálfur formaðurinn, sem klýfur, — sundrar þeirri ein ingu, er stjórn Sósíalista- flokksins hafð' varðveitt með svo mikilli ábyrgðartilfinn- ingu og fórnum í öll þessi ár. Það er þó einmitt skylda þess manns, er vera vill for- , ingi samtaka meir en að nafni til, að iáta hvorki per- sónulega hagsmuni, fjöl- skyldu -eða kiíku-hagsmuni, hafa áhrif á gerðir sínar, heldur hugsa aðeins ura hvað heildinni sé fyrir bezxu Það er aðall Sósíalistaflokks- ins að hafa sýnt þá afstöðu í verki: setja heildarhagsmun ina ofar öllu öðru, — og það svo ótvírætt að jafnvel and- stæðingar hans og gagnrýn- endur hafa oft viðurkennt það. Ógnunin við einingu og til- veru Aiþýðubandalagsins kom frá þeirri taumlausu ein staklingshyggju, sem eigi sést fyrir, — og sú hætta vofir enn yfir. Það er að vísu lengi hægt að halda einingu með þeim sveigjanleik og undanláts- semi, er Sósíaiistaflofekurirn hefur sýnt. Og þó er öllu sliku takmörk sett og tjóni hefur það valdið flokknum inn á við að stjórn hans hef- ur þannig látið undan óskyn samlegum og ósanngjörnum kröfum sarnherja. Og eftir að lýðræðislegu skipulagi er á komið í Aiþýðubandaiag- inu, þá verður fólkið sjálft að fá að ráða. Verkalýðurinn verður að vera vei á veiði um einingu sína og hugsjón, — og það jafnt í borgara'egu sem sós- íalistísku þjóðféicgi. Það v.Jl oft vera vo að þeir mem, sem alþýðan setur í háar stöður í ríki, bankakerfi eða öðru valdakerfi, ofmetnist eða ánetjist yfirstétt, ef auð | valdsskipulag er, og setji síð an eigin völd og metorð ofar hagsmunum alþýðu. Það verður og löngum, eftir að verkalýðshreyfmg er orðin vald í þjóðfélaginu, áisókn af hendi ýmiissa, er til frama og metorða vilja komast á veg- um hennar, án þess að þurfa fyrst í þrautseigri baráttu að sanna trúnað sinn við hug sjón hreyfingarinnar og aðra hæfileika til óeigingjarnrar og öruggrar forystu.. Gagnvart öllum .slíkum spill ingareinkennum þarf íslenzk verkalýðs- og þjóðfrelsishreyf ing að koma fram með festu, en þó sveigjanleik og varast ofstæki hreintrúnaðarins, því oft má mikið gagn hafa fyrir hreyfinguna af hæfileikum þeirra einstaklinga, sem þess- ar veilur búa í, — en allt velt ur á að láta þá ekki ráða úr- slitum, þegar örlagaríkustu á- kvarðanirnar eru t'eknar. Þetta þarf íslenzk verkalýðs og þjóðfrelsishreyfing allt af að hafa í h-uga, er hún tekur að ráða ráðum sínum eftir þá atburði, er nú hafa orðið og í ljósi langrar reynslu af sam- fylkingu og vandamálum hennar. Kommúnista í * Israel sýnt banatilræði GYÐINGUR af rússneskum upp runa reyndi í gær að ráða af dögum leiðtoga ísraelska komm- únistaflokksins, Meir Wilner, þar sem hann ,,gat ekki afborið meðferð þá sem Gyðingar sæta í Sovétríkjunum", að því er ísraelska lögreglan skýrði frá. Wilner var stunginn í bakið með hnífi þegar hann var á gangi á götu úti í Tel Aviv á- samt konu sinni. Hann var flutt- ur í sjúkrahús, og þar vair til- kynnt siðar, að hann væri ekki í lífshættu. SOVÉ7;K bókasýning var opn- uð í bókabúð Máls og menning- ar í gær. Á sýningunni eru tæp lega 400 bófearheiti og fjalla bækurnar um ýms efni: mynd- list, stjórnmál, lósmyndasöfn, tækni og vísindi, og einnig eru á sýningunni kennslubækur ýmsar og skáldsögur. Allar bæk urnar á sýningunni eru gefnar út af fyrirtækinu Mezhdunar- odnaya Kniga, en það fyrirtæki kynnir sovézkar bókmenntir og listir erlendis, auk þess sem það gefur út þýddar erlerndar bók- menntir í Rússlandi og flytur inn ýms erlend tímarit, bækur og hljómplötur. UNDANFARNA tvo daga hafa sendiherra Bandaríkjanna, Karl Rolvaag, og frú hans dvalið hér í Vopnafirði í boði hreppsnefnd ar. Hreppsnefnd bauð til há- degisverðar í félagsheimilinu Miklagarðd um miðjan dag á laugardag eftir komu gestanna. Síðar um daginn vax síldar- verksmiðjan skoðuð, einnig sölt unarstöðvar og nýi barnaskól- í GÆR mælti forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fyrir frum- varpi til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveld isins íslands. Frumvarp þetta er samhljóða frumvarpi sem sam- þykkt var á síðasta þingi og kveður á um, að kosningaaldur verði lækkaður úr 21 ári í 20 ára aldur. Forsætisráðherra sagði, að ekki hefði verið neinn ágreiningur um þetta mál í fyrra og kosningarnar í sumar hefðu sýnt samhljóða vilja þjó'ðarinn- - GUEVARA Framhald af bls 5. afráðið að fara til Valle- grande, þótt Alfredo Ovando hershöfðingi hafi latt hann fararinnar, þar sem bróðir hans hafi þegar verið brennd- ur. Sagt er, að herinn hafi birt nokkurn hluta stríðsbókar Guevara, en þar segir meðal annars, áð Guevara hafi reynt að múta bóndaekkju og dótt- ur hennar til að hjálpa sér að flýja út úr Bólivíu, aðeins daginn áður en hann var drepinn. Sagt er og, að hann hafi ekki verið ánægður með þá samvinnu, sem hann fékk, og að honum hafi þótt draga til leiksloka. Sömuleiðis segir, að fyrst hafi verið skrifað í dagbókina 7. nóvember 1966. Hermenn segja, að skæruliðJ um Guevara hafi verið veitt fyrirsát í gilskorningi, Og að Guevara hafi verið hæfður þeirra fyrstur, en ekki dáið strax. Herforingi nokkur hafi kropið hjá honum, og hafi Guevara sagt við hann: „Eg er „Che“ Guevara, og mér hefur mistekizt. Stjórnarvöld Bólivíu neita að selja útgáfu- rétt að stríðsdagbók Guevara, þar sem hún sé minjagripur, svo sem annað er tekið sé í stríði. Þeir 50.000 pesos, eða 5000 dollurum, sem settir voru honum til höfuðs, lífs eða liðnum, verður varið til vegagedðar við þorpið Higue- ras, en þar í nánd hlaut Gue- vara banasár sín. Mál og menning hefur lengi átt viðskipti við Mezhdunarodn- aya Kndga og flutt inn bækur, sem það hefur gefið út. Er þar einkum um bækur á ensku að ræða en eftirspurn eftir sovézk um bókum er ailtaf nokkur, sér staklega bókum, sem fjalla um tækni og vísindi. Þetta er önn- ur sýningin sinnar tegundar, sem haldin er hjá Mál og menn- ingu, sú fyrri var árið 1962. Sýningin stendur yfir til 30. þessa mánaðar og er opin á venjulegum verzlunartíma. All- ar bækurnar á sýningunni eru til sölu. inn. Á sunnudag var farið í Torfastaðaskóla og hreppstjór- inn í Ytri-HIíð beimsóttur en síðan vax naldið að Burstafelli og byggðasafnið skoðað. Að lok um var fanð að prestsetrinu að Hofi. Sendiherrahjónin fóru héðan með bíl til Þórshafnar á hádegi í dag og þaðan með bandarískri flugvél suður. — Ragnar. ar á afgreiðslu þess. Var frum- varpinu, að lokinni ræðu ráð- herra vísað til allsherjarnefnd- ar deildarinnar og annarrar um ræðu. - ÍÞRÖTTIR Framihald af bls. 30. hinum síðari náði Framliðið betri töikum á leiknum, samfara betri markvörzlu hjá Fram og einnig komu klaufamörk hjá Ár- manni. Ármannsliðið er mjög vax- andi og verður gaman að sjá bar áttuna í 2. deild. Langbeztur er Árni en skot Hreins er erfiðast að varast. Framliðið hefur ekki náð sér í „leikskap“ ennþá, en úthald ku liðið hafa með ágætum. En nú þarf fljótlega úr þessu að rætast. KR — Þróttur. Fyrri hálfleikur var eins og leikur kattar að mús, næstum einstefnuakstur í mark Þróttar. Skömmu fyrir hlé var staðan 10:2 fyrir KR en lagaðist fyrir Þrótt 10:4 fyrir hlé. í þeim síðari tók „músin að bíta“ og innan skamms var mun- urinn aðeins 3 mörk 11:8 — og þannig var í leikslok. Þróttarliðið er ekki í neinum stríðisham í byrjuti vetrar og getur varla vænzt mikilla sigra að óbreyttu, en þó eru góðir ein- staklingar í liðinu, sem gætu náð miklu lengra. KR-liðið virðist einnig dálítið sundurlaust. Það er eins og Karl, Gísli og Hilmar hafi einhverja andstyggð á línusendingum og því verður stopp í skorun liðs- ins er 'langskot þeirra eru varin af vörn eða markverði hvert af öðru. Sem sagt betur má ef duga skal. Þrír dómarar komu fram. Óli Ólsen dæmi bezt, Jón Friðsteins- son dæmdi alltof vægt og lítið og samræmi var lítið í dómum Reynis Ólafssonar. Á köflum var hann eins og 9. maður Víkings- liðsins. Eitt verður yfir bæði lið að ganga. — A. St. Bandarísku sendiherra- hjónin ■ Vopnafirði Kosningaaldur lækkaður í 20 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.