Morgunblaðið - 17.10.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.10.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKT. 1967 17 Bandaríkjnmenn eiga Brezka tímaritið ,,The Economist*4 gerir grein fyrir viðhorfum og leið- um til þess að Ijúka styrjöldinni í Vietnam HINN 2. þ. m. samþykkti þing Suður-Víetnams að stað- festa úrslit forsetakosninganna, sem fram fóru þar í landi hinn 3. sept. sl. Hið mikilsmetna óháða brezka tímarit, The Economist, telur, að við þetta hafi skapazt ýms ný viðhorf í styrjöldinni í Víetnam. í grein þeirri, sem hér fer á eftir og birtist í framangreindu tímariti fyrir skömmu, eru þessi viðhorf tekin til athugunar og þær leiðir, sem Johnson forseta kunna að standa opnar varðandi styrjöldina. Nú, er Suður-Víetnam hefur á ný öðlazt löglega ríkisstjórn, er unnt fyrir Johnson forseta að taka ákvörðun um, hvaða ráðstafanir beri a'ð gera varð- andi styrjöldina. Það er eng- in ástæða til þess að láta sem kosning Thieus forseta hafi farið þannig fram, að allir yrðu ánægðir. En jafnframt er rétt að halda því fram, að þær fóru fram með miklu betri hætti, en margir töldu, að raun jrrði á. Fjöldi þeirra, sem á kjörskrá voru, var um 3/4 hlutar fullorðins fólks í Suður-Víetnam og af þeim, sem á kjörkkrá voru, greiddu 83% atkvæði í reynd. Það kann að vera, að Víetcong- hreyfingin ráði yfir stórum frumskóga- og fjallasvæðum, en í dagsbirtu að minnsta kosti ræður hún ekki yfir mestum hluta íbúanna. Val það, sem kjósendur áttu, var miklu víð- tækara, en búizt hafði verið við, enda þótt það væri alls ekki fullkomið. Þessu olli fram boð Truong Dinh Dzus, sem hann fór fram á friðarviðrærð- ur og að sprengjuárásum yrði hætt. Einhver brögð kunna að hafa verið höfð í sambandi við atkvæðagreiðsluna, en slíkt kemur einnig fyrir á Korsíku, Norður-Irlandi og víða annars staðar. Sumir þeirra, sem ósig- ur biðu, segjast hafa . verið beittir svikum, en þeir sem tapa, eru nú vanir að segja slíkt. Þrátt fyrir þá gagnrýni, sem óspart hefur komið fram, hef- ur margt áunnizt með kosn- ingunum. í fyrsta lagi er Víet- nam þeirra vegna komið í þann fámenna hóp ríkja, þar sem rikisstjórnirnar hætta á að halda kosningar og þegn- arnir eiga um val að velja, svo að máli skipti. Af næstum 70 sjálfstæðum ríkjum í Af- ríku og Asíu, eru þau eitthvað yfir tíu, sem standast þetta próf. Hvað snertir framkvæmd lýðræðisins, þá hefur Suður- Víetnam ekki náð mjög langt. Svo að notazt sé við grófan mælikvarða, má segja, að það standi aðeins að baki Tyrk- landi, aðeins framar Júgó- slavíu og langtum framar en nokkurt rétttrúað kommún- istaríki. Staðreyndin er sú, að byrjunin er hafin í Suður- Víetnam og það mitt í eyði- leggjandi styrjöld, sem á varla sína líka. í öðru lagi þýða kosningarnar það, að stjórnin í Saigon mun nú a’ð ákveðnu marki verða að taka tillit til áhrifa pólitiskra afla í land- inu. Allt frá því í lok síðasta áratugar, þegar Diem forseti dró sig í hlé í höll sína og hætti að hlusta á ráða nokkurs manns nema bróður síns og mágkonu, hefur stjórn Suður- Víe.nams st.arfað í pólitísku tómarúmi. Nú getur hún það ekki framar. Með aðeins 35% atkvæða að baki sér, verður Thieu forseti að gera einhvers konar málamiðlun við einn e'ða fleiri þeirra manna, sem hlutu fylgi í kosningunum. Hann kann að leita til Huongs og stuðningsmanna hans úr milli- stéttunnum. Eða þá til hins tvíræða Dzus. Hvaða aðila, sem hann kemur til með að snúa sér til, þá hlýtur það að leiða til þess að nokkru leyti að blása nýju lífi í hið sjúka pólitíska líf landsins. En ekkert af þessu skiptir máli, nema Suður-Víetnam verði enn í sömu aðstöðu að ári. MikilvægustU áhrif kosn- inganna eru áhrif þeirra á Johnson forseta. Hann hefur nú sæmilega trausta undir- stöðu til þess að byggja á næstu ákvarðanir sínar, hvað gera skuli varðandi styrjöld- ina, þar sem nú er þar komin ríkisstjórn, sem á kröfu á'því, að vera talin lögleg. Ef for- setinn ákveður, að koma af stað samningaviðræðum, þá mun það skipta miklu máli, að sá, sem þar kemur fram í nafni stjórnarinnar í Saigon, hafi verið kosinn til embætt- is síns en komi ekki fram í skjóli hervalds. Ef íorsetinn tekur þann kostinn, að halda styrjöldinni áfram, þá verður það vi'ð hlið bandamanns, sem getur sýnt fram á að nokkru leyti, að hann nýtur stuðnings almennings. Slíkur er árang- urinn af kosningunum fyrir Johnson forseta og þessi árang ur er á meðal þess fáa, sem gelur orðið forsetanum hvatn- ing, er hann tekur til yfirveg- unar að nýju þær leiðir, sem nú standa opnar honum. , Þreyttir á takmörkuðu stríði Fyrsti kosturinn er að halda áfram styrjöldinni með sama hætti og nú í því skyni að ná þeim takmörkuðu markmiðum, sem stefnt er að nú. Þetta er það, sem Johnson kysi vafa- laust að gera, ef hann þyrfti ekki að taka tillit til neinna annarra. En það skiptir miklu máli að gera sér ljóst, hvað orðið er úr þessu stríði. Það er orðið að stríði, sem háð er af ótta við refsingu. Þetta er það, sem Johnson og þeir, sem studdu hann, vonuðust eftir upphaflega. Þeir vonu'ðu, að þátttaka Bandaríkjamanna í styrjöldinni 1965 myndi fá Ho Chi Minh til þess að skipta um skoðun varðandi stuðning við uppreisnarmenn í suðri og að flestir þeirra, sem gengið höfðu í lið með Vietcong í þann mund, sem sú hreyfing virtist vera að vinna sigur, myndu snúa við henni baki, þegar her Bandaríkjamanna kom til landsins. ,The Econo- mist“ var í hópi þeirra, sem vonuðu að þetta yrði það, sem gerðist, en hafði rangt fyrir sér. En þótt svona hafi farið, þá geta Bandaríkjamenn næst- um örugglega unnið þessa styrjöld, ef þeir eru reiðubún- ir til þess að bíta á jaxlinn og sýna nóga þrautseigju. Grundvallaráætlunin helzt ó- breytt. Líkurnar á því, að Rúss ar eða Kínverjar hefji þátt- töku í styrjöldinni fara stöð- ugt minnkandi. Ef það verða lyktirnar, að Bandaríkjamenn og kommúnistar í Víetnam eiga að útkljúá þessa deilu sín á milli, þá eru líkumar yfir- gnæfandi fyrir því, að Banda- ríkin muni sigra. Þau geta stað ið straum af kostnaði stjrrjald- arinnar af aukningu þjóðar- tekna sinna (og samt átt tals- Thieu forseti Suður-Víetnams vert eftir) og þar deyja fleiri ungir menn í umfei'ðarslysum á hverju ári en falla í Víet- nam. Svo mikil er geta Banda- ríkjamanna til þess að halda áfram styrjöldinni. Það sem vafi leikur nú á, er vilji þeirra til þess að fara þannig að. Síðasta Lou Harr- is-skoðanakönnunin skýrir svo frá, að fjöldi Bandaríkja- manna, sem er fylgjandi hug- myndinni um takmarkaða styrjöld, hefur minnkað úr 51% í júlí niður í 37% í ágúst og að þeim hefur fjölgað úr 24% í 34%, sem eru því fylgj- andi, að Bandaríkjamenn hverfi burt frá Víetnam „eins fljótt og unnt er“ (hvað svo sem það merkir). Það er mik- il breyting á einum mánuði. Það er ekki aðeins það, að mörgum Bandaríkjamönnum geðjast ekki að þeirri hugmynd að heyja þessa styrjöld gegn talsverðum hluta víetnömsku þjóðarinnar, heldur er sú or- .sök þyngri á metunum fyrir vaxandi áhyggjum Bandaríkja manna sú staðreynd, að í fyrsta sim í sögunni eiga allir kjós- endur landsins þess kost að fylgjast með því í sjónvarpi, hvað styrjöld er í raun og veru. Ef þetta hefði verið styrjöld, sem háð hefði verið af atvinnuhermönnum og að- eins verið unnt að lýsa í rit- uðu máli — ef þetta hefði ver- ið svipuð styrrjöld og þær, sem Bretar voru vanir að heyja í Asíu — þá hefðu Bandaríkja menn ekki gert sér neinar á- hyggjur hennar vegna. En við að geta horft á hinn mann- skæða hrylling sitjandi í setu- stofu sinni hafa þeir farið hjá sér. Skoðanakönnunin í ágúst kann ef til vill ekki að tjá neitt annað en tímabundið hik í röðum þess meiri hluta þjóð- arinnar, sem stutt hefur John- son sfðustu tvö ár. Þegar þetta fólk íhugar afleiðingarnar af því, að Bandaríkjamenn hverfi burt frá Vietnam „eins fljótt og unnt er“, kann almennings- álitið að snúast á sveif með forsetanum. En ef svo verður ekki, verður að draga af því þá ályktun, að sjónvarpið hafi gert frjálsum þjóðfélögum, þar sem fréttamenn og mynda- Ho Chi Minh tökumenn geta farið, hvert sem þeim sýnist og lýst öllu, sem þeir sjá, miklu erfiðara fyrir í samskiptum við einræð- isríki, sem leyfa enga slíka hættulega vitleysu. Hvað gerir þá Johnson for- seti? Fjórir aðrir möguleikar standa honum opnir. Þrír þeirra fela í sér áð færa út stríðið til þess að reyna að framkvæma það fljótt, sem takmörkuð styrjöld mjmdi þýða, að yrði gert hægar. — Fjórði möguleikinn ^r að taka upp til endurskoðunar líkurn- ar á því, hvort unnt sé að komast að samkomulagi við kommúnista í Víetnam. Auknar sprengjuárásir? í fyrsta lagi gæti forsetinn reynt auknar sprengjuárásir. Stennis öldungardeildarþing- maður og aðrir, sem eru fylgj- andi lofthernáðinum, halda sér við sjónarmið sín um sprengjuárásir í styrjöldinni, en í rauninni er mjög erfitt að hafa að engu þær tölfræði- legu staðreyndir, sem McNam ara hefur fært fram gegn þeim í sönnunarskyni. Ef þeir, sem eru lofthernaðinum fylgjandi, eru þeirrar skoðunar, að aukn- ar sprengjuárásir geti komið í veg fyrir flutninga á byssum og skotfærum í gegnum Norð- ur-Víetnam, hafá þeir greini- lega rangt fyrir sér. NcNam- ara hefur sýnt fram á, að það magn af herbúnaði, sem berst til Víetnams, er sennilega að- eins um 550 tonn á dag og er flutt næstum eingöngu landveg frá Kína. Það magn, sem berst til Suður-Víetnams er undir 100 tonnum á dag. Miki'ð af því geta menn borið á bakinu eft- ir fjölmörgum frumskógastíg- um, sem ekki er unnt að loka með sprengjum nema í fáeina klukkutíma. Sprengjuflugvél- amar eru of ónákvæm vopn til þess að stöðva nema lítinn hluta umferðar, sem er jafn dreifð og þessi er. Það kæmi að meira gagni að beita lofthernaði gegn því,- Johnson Bandaríkjaforseti sem kalla mætti annan flokk afltauga styrjaldar, þ. e. stál- birgðir Norður-Vietnams, vöru bifreiðir, aflstöðvar, bygging- arefni, vegi þess og jámbrauta net. Þeim mun meira tjóni, sem Bandaríkjamenn valda á þessu sviði, því fleiri menn verður Nor'ður-Víetnam að senda til viðgerðarvinnu í stað þess að senda þá til þess að berjast í suðri. Þeim mun háð- ari Sovétríkjunum verður Norður-Víetnam einnig í sam- bandi við varabirgðir. Vand- inn er hins vegar sá, að það að koma í veg fyrir að vara- birgðir af vörum af þessu tagi ver'ði fluttar til landsins, er aðeins litlu léttara verk en að stöðva flutningana á raunveru legum herbúnaði. Það magn, sem hér eru um að ræða, er ekki mjög mikið. McNamara hefur ekki skýrt frá hinni raunverulegu tölu þar að lút- andi, en ef til vill eru það að- eins um 1000 tonn á dag. Þetta magn er flutt á sjó, um vegi og með járnbrautum eftir mörgum mismunandi leiðum. Það yrði að gera stórloftárás- ir á samgöngumi'ðstöðvar, þ.e.a.s. á borgirnar, ef stöðva ætti mestan hluta eða alla þessa flutninga. Ef tölur þær, sem McNamara hefur komið fram með, eru réttar, er þessi ályktun óhjákvæmileg. Því marki er náð, sem unnt er að ná með lofthernaði, nema Bandaríkin séu reiðubúin til þess að hefja gereyðingarloft- árásir. Hafnbann á Haiphong? í liðru lagi gætu Bandarík- in skorað Rússa á hólm og sett hafnbann á Haiphong. Þetta væri hreinlegri og mannúðlegri leið til þess að reyna a'ð stöðva birgðaflutn- inga frá Sovétríkjunum. Helzta mótbáran gegn því að setja hafnbann á Haiphong er ekki, eins og margir gera ráð fyrir, að slíkt myndi óhjákvænailega þýða bein hernaðarátök við Rússa. Rússar myndu örugg- lega hætta samstarfi við Banda ríkjamenn á öðrum sviðum, svo sem samningaviðræðum um bann við dreifingu kjarnorku- vopna, en líkurnar eru meiri fyrir því, að þeir myndu ekki reyna að virða hafnbannið að vettugi. Herfloti þeirra á þessu svæði er aflminni en Bandaríkjamanna. Þeir gætu sent kafbátaflota sinn á vett- vang til þess að sökkva sjö- unda flotanum, en í því tilfelli myndu það vera Rússar, sem væru að færa út staðbundin átök í allsherjarstyrjöld og lík ur virðast vera fyrir því, að þeir séu ekki nægilega frávita til þes§ að framkvæma slíkt. Hafnbann á Haiphong myndi Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.