Morgunblaðið - 17.10.1967, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.10.1967, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKT. 1967 '\ Haflidi Jónsson skipstjóri - F. 4. maí 1913. D. 19. sept. 1967. Á FYRSTU áratugum aldarinn- ar, þegar vélaafl og véltækni nútímans voru enn draumsýnir norður hér, var sjósókn frá „ströndu hins yzta hafs“ harð- sóttur bjargræðisvegur. Hafliði Jónsson, skipstjóri, ýtti á þeim árum úr vör margri fleytunni, jafnt í skammdegi vetrar sem á náttlausum dægrum, og héit skipi sínu ætíð heilu í höfn og jafnan með góðan feng. Nú hefur hann ýtt úr vör í hinzta sinni — og lagt þar að landi, sem er heimahöfn. Hafliði skipstjóri er máske síðasti „há- karlaformaðurinn“, upp á gaml- an og góðan íslenzkan máta, síð- asti fulltrúi hinna eldri sjósókn- ara, sem lögðu grunnimi að þeirri þróun og uppbyggingu, er síðar varð. Hann var búinn þeim dyggðum og mannkostum og á að báki þann lifsferii,, að enginn, sem hann þekkti, efar, að hann hefur enn sem fyrr- sigit heilu skipi í höfn; og haft með þann feng, sem góðir menn sækjast etfir í lífi sínu. Hafliði Jónsson var fæddur að Hraunum í Fljótum hinn 17i t Konan mín og mó'ðir okkar, Indíana ólafsdóttir Vörðustíg 3, Hafnarfirði, andaðist í Landakotsspítala laugardaginn 14. okt. 1967. Jón Bergmann Bjarnason, Sigríður Jónsdóttir, Magnea Rafnsdóttir. Minning marz árið 1894, sonur Þuríðar Sumarliðadóttur og Jóns Magn- ússcmar. Fljótirr hafa um aidir varðveitt gamalgróna bænda- mermingu og alið dugmikla sjó- menn og lögðu hinum unga sveini á herðar þá hefð, sem sið- ar mótaði líf hans allt. Sautján ára að aldri fór hann í sína fyrstu hákarlalegu á seglbúnu en vélarvana fleyi. Síðar nam hann siglingafræði hjá Þorsteini bónda í Neðra-Haganesi og gekk undir skipstjórapróf á Akureyri, er hann lauk með sæmd. Og aðeins 21 árs að aldri réðist hann sem skipstjóri á hákarlas'kip hjá Gránufélagsverzluninni á Siglu- firði Á þriðja áratug sótti Hafliði sjóinn. Reyndi þá oft á þraut- seigju og karlmennsku hans, kunnáttu og hyggjuvit. Og sú var gifta hans, að skila ætíð skipum t Maðurinn minn og faðir, Eiríkur Jónsson, Kampholti, Flóa, andaðist að Hrafnistu 14. þ.m. Guðrún Stefánsdóttir og dætur. t Jarðarför Sigríðar Magnúsdóttur Grettisgötu 36 B, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. okt. kl. 3 e.h. F. h. vandamanna. Guðlaug Sveinsdóttir. t Minningarathöfn um son, bróður okkar og mág, Lárus Guðmundsson sem lézt í flugslysi 3. þ.m. verður í Langholtskirkju fimmtudaginn 19. okt. kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Regina Rist, Guðmundur Jóhannsson, Gíslunn Jóhannsdóttir, Óttar Guðmundsson, Kristín G. Isfeld, Haukur Isfeld. t Minningarathöfn um systur mína, t Guðbjörgu Guðmundscíóttur frá Hæðarenda í Grímsnesi, fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. þ. m. kl. 10,30. — Jarðsett verður að Klausturhólum sama dag kl. 3 síðdegis. Guðni Guðmundsson. t Þökkum innilega allar sam- úðarkveðjur, hlýjan hug og vináttu, sem okkur var sýnd við andlát og jarðarför Guðna Kristins Þórarinssonar frá Hofsósi. Böm, tengdabörn og barnaböm. t Við þökkum innilega auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför Arnþrúðar Stefánsdóttur Sigurður Araason, Jón Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Valborg Sigurðardóttir, Guðmundur Magnússon, Hólmfríður Sigurðardóttir, Grímur M. Helgason, Margrét A. Sigurðardóttir, Einar Sigurðsson, Sigurður Ingimndarson, Guðrún Þórarinsdóttir. og mönnum heilum til hafnar. Eftir farsælan feril á sjónum gerðist Hafliði starfsmaður Síld arverksmiðja ríkisins og vann þeim til dauðadags af trú- mennsku og skyldurækni. Hafliði Jónsson kvæntist árið 1915 frú Jóhönnu Sigvaldadótt- ur. Bjuggu þau fyrstu hjúskap- arár sín í Fljótum en fluttust snemma til Siglufjarðar en þar stóð heimili þeirra meðan báð- um entist líf. Þeim varð fimih barna auðið: Guðrún, gift Ás- geiri Gunnarssyni - Siglufirði, Björg, gift Gústafi Júlíussyni Akureyri, Björn, kvæntúr Jónínu Jónasdóttur Siglufirði, Halla, gift Haraldi Guðmundssyni Hafn arfirði og Haraldur, kvæntur Sig urbjörg.u Sæmundsdóttur Hafn- arfirði. Auk þess ólu þau hjón upp eina fósturdóttur, Jóhönnu Ragnarsdóttur, sem er gift Emil Helga Péturssyni frá Siglufirði. Hafliði var hógvær maður, jafnvel hlédrægur. En hann var fastur fyrir og trygglyndur. í hógværð sinni sameinaði hann hvort tveggja: fastheldni við fornar dyggðir og framsýni í mál efnum samtíðar sinnar. Hann var einn traustasti og bezti stuðn- ingsmaður sjálfstæðisstefnunnar á Siglufirði og er vissulega skarð fyrir skildi í röðum siglfirzkra sjálfstæðismanna nú, þegar Haf- liði Jónsson er látinn. Og á kveðjustundu þökkum við látnum vini langa og góða viðkynningu, drengskap og vin- arhug. Vert þú, góði vinur, bless aður og sæll. Siglufirði í október 1967. Stefán Friðbjarnarson. Þorsteinn Bjarni Ragnarsson-Minning Fæddur 16. sept. 1939. Dáinn 24. stept. 1967. KVEÐJA frá mömmu og pabba, syst- kinum, afa og tengdafólki. Kveðjan er hljóðlát og harmi þrungin, en huggun er okkur það, að góður drengur með göfugt hjarta grær nú á æðri stað. Þar munu kostirnir skærir skarta, sem skaparinn honum gat Hann ávann sér hvers manns traust og trúnað, tryggur og 'hreinn í lund. í engu mátti hann vamm sitt vita, svo var fra:m á hinztu stund. Þó var honum erfitt að starfa og strita, með stóra hjartans und. Karlmenni var hann sem kvartaði ekki, kraminn á hjarta og sál. Með brostnar vonir var bundinn í hlekki, á braut sem var grýtt og hál. Þú alvaldi Guð sem alla þekkir, veizt öll hans hjartans mál. Við kveðjrum þig öll með kærleik í huga, kveðjum með ástúð og þrá. Að aftur megum við endurfinnast, þar sem enga skugga má sjá. Við þökkum þér allt, en margs er að minnast, sem minnir þig horfinn á. Sigfús Bja forstjóri - ÞÓTT nokkuð sé umiiðið síðan minningar um þennan heiðurs- mann voru skráðar og á prent settar, langar mig að bæta við svo sem einu laufblaði í þann minningasveig ef verða mætti til þess að eygja í nýjar. flöt mynd- ar af þessum frábæra merkis- manni. Ég man það eins og það hefði t Alúðarþakkir til allra þeirra er auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðar- för Þórdísar Torfadóttir Miðtúni 44. Magnús Brynjólfsson, Jón Magnússon, Guðni Magnússon, Bára Þorsteinsdóttir og bamaböm. t Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðarför, ísleifs Gissurarsonar Drangshlíð. Guðfinna tsleifsdóttir og aðstandendur. rnason Minning gerzt í gær þegar ég heyrði nafn Sigfúsar Bjarnasonar nefnt i fyrsta sinn. Það voru heima hjá mér nokkrir gestir, þar á meðal húnvetnsk húsmóðir, nokkuð við aldur, fríð og fyrirmannleg, hæg lát og bauð af sér yndislegan þokka. Einhver minntist á ný- byrjaðam verzlunarrekstur Sig- fúsar Bjarnasonar og lét þau orð falla að líklega færðist þessi ungi maður nokkuð mikið í fang svo umfangsmikið fyrirtæki sem þetta væri strax orðið í byrjun. Það leið yfir andlit húnvetnska gestsins míns ljúft hýrubros um leið og hún sagði: „Ég er ekki svo hrædd um hann Sigfús minn, hann á nokkuð mikið til af bú- hyggni og svo kemur honum nú svo rnargt í hug að það þrýtur seint held ég“, og vissan í undur þýðum málróm Ásgerðar Bjarna dóttur frá Núpsdalstungu lá í loftinu. Því að þessi kona var amma Sigfúsar Bjarnasonar. Það vissi ég fyrst á þessari stundu, Kærar þakkir fyrir auð- sýnda vináttu á 70 ára af- mæli mínu, 9. október 1967. Árni Jónasson, Granaskjóli 40. og inn í sál mína brenndist um leið sú hugsun, að eins og móðir kann ein að biðja fyrir barni sínu, svo hefur hún beðið honum mikilla fararheilla og veit, að sú bæn verður heyrð. Og um leið sá ég hana í dýrðarljóma. Næst heyrði ég Sigfúsar get- ið nokkrum árum síðar. Hann var þá að festa kaup á hinni stóru bifreiðaverzlun Páls Stef- ánssonar, en við þá verzlun hafði maðurinn minn, Björn Þorgríms son, unnið nærri 35 ár. Er þessi kaup höfðu verið undirrituð bauð Sigfús Birni atvinnu við fyrirtækið. Þáði hann það með þökkum þótt hann bæri nokkurn ugg í brjósti, að sér mundi auðn ast að standa í þeirri stöðu til lengdar, en Björn hafði þá misst sjón á öðru auga, hann byrjaði samt að vinna við fyrirtækið og líkaði strax ljómandi vel og við forstjórann kunni hann hverjum degi betur. Þannig lágiu leiðir þessara manna saman. Forstjórinn ungi auðugur af hugmyndum og lifs- orku, sem streymdi fram, skrif- t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu vfð andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Magnúsar Þórarinssonar, kennara, Melgerði 15. Anna Sigurpálsdóttir, synir, tengdadætur, sonarsynir og aðrir vandamenn. Mínar beztu þakkir til allra er auðsýndu mér hlýhug á 70 ára afmæli mínu, með heimsóknum, góðum gjöfum, heillaskeytum og blómum. Einnig vinnuveitendum mín- um fyrir mjög ánægjulega veizlu og fallega gjöf. Bless- un Guðs og náð veitist ykk- ur öllum. Jakobína Jóhannesdóttir, Álafossi. Alúðar þakkir fyrir hlýjar kveðjur og vinarhug á áttatíu og fimm ára afmælisdegi mníum. Eiríkur Jónsson, Starhaga 14 "N

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.