Morgunblaðið - 27.10.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKT. 1967
Bjargaði 4ra ára telpu f rá köf nun
— Bjargvœtturin hafði lœrt blástursa ðferðina í Kennaraskólanum
UNG stúlka, 19 ára kennari í
Hafnarfirði, Guðrún Leifsdótt
ir bjargaði í fyrradag 4ra ára
gamalli stúlku, Jónu Jónsdótt-
ur, dóttur hjónanna Valgerð-
ar Jónsdóttur og Jóns Arnórs
Þorvaldssonar, frá köfnun.
Hafði litla telpan festst í
spýtu í mæni lítils kofa, er
stendur á lóð við Háukinn 3
í Hafnarfirði. Fann móðir
Guðrúnar telpuna þar, en
Guðrún hóf þegar lífgrunartil
raunir með blástursaðferð og
bjargaði Iífi telpunnar.
Guðrún Leifsdóttir
Mbl. náði í gær tali af Guð
rúnu og sagðist henni svo frá:
— Móðir mín fann barnið
úti í smákofa, sem hér stend-
ur á lóðinni við húsið. Tveir
gluggar eru við mæninn og
höfðu krakkar sett spýtu á
milli þeirra. Þegar móðir mín
kom í kofann sá hún hvar
barnið hékk á spýtunni, hafði
blánað upp og var hætt að
draga andann.
— Mamma kom þegar með
bamið inn í húsið og hóf ég
þá þegar blástur inn um
munn þess. Býst ég við að
liðið hafi um 5 til 10 mínút-
ur, unz barnið fór að anda.
Fyrst anadaði það frá sér og
var það fyrsta lífsmark er ég
fann með baminu.
— Þegar var hringt á
hjálp, sem kom strax. Var
þá litarháttur telpunnar orð-
inn eðlilegur, en hann byrj-
aði að breytast strax og telp
an tók að anda frá sér.
— Ég lærði blástursaðferð-
ina í Kennaraskólanum í
fyrra hjá Jóni Oddgeir Jóns-
syni. Tel ég þá kennslu hafa
orðið mér að mjög miklu
gagni, sagði Guðrún að lok-
um.
Er sjúkrabifreiðin kom
tóku sjúkraflutningsmenn
við telpunni. Sá er var aftur
í bifreiðinni hjá telpunni var
Sveinn Borgþórsson. Honum
sagðist svo frá í viðtali við
Mbl.:
— Þegar við komum á
staðinn var barnið komið
inn í húsið að Háukinn 3.
Var það farið að anda og
fluttum við það út í bílinn.
Dálítinn tíma tekur að setja
í samband við súrefnishylk-
in sérstakt dælutæki, sem
nefnt er Ambo, en þar sem
mér fannst ekki óhætt að
hætta blæstrinum inn um
munn telpunnar vildi ég ekki
eyða tímanum í að tengja
það. Tók ég því það ráð að
blása með munnaðferðinni
og gerði það allt til þess, er
við komum í Slysavarðstof-
una í Reykjavík. Þegar þang
að var komið fékk litla telp
an súrefni, en að svo búnu
var ráðlagt að hún skyldi
flutt í Landsspítalann. Á með
an telpan var í Slysavarð-
stofunni tengdum við Ambo
tækið við súrefnishylkin og
á leiðinni til Landsspítalans
fékk telpan stöðuga súrefnis-
gjöf í bifreiðinni.
Telpan mun nú hafa náð
sér, en er enn í Landsspítal-
anum.
7
Myndirnar sýna handtökin um höfuðið. Sveigja verður höf-
uðið eins langt aftur og unnt er með eðlilegu móti. Við það
opnast öndunarvegurinn. Haldið þessari stöðu höfuðsins á
meðan lífgunartilraunirnar fara fram.
Dragið djúpt að yður andann, opnið vel eigin munn, leggið
varir þétt að munni sjúklingsins og blásið ofan í hann. Til
þess að Ioftið leiti ekki út um nasirnar, getur björgunar-
maðurinn lagt vanga sinn þétt að mösum sjúklingsins, um
leið og hann blæs í munn hans, u.þ.b. 12 sinnum á mín.
Úr bókinni „Hjálp í viðlögum“ eftir Jón Oddgeir Jónsson.
Útvarpað að meðaltali 19
klst. á dag í vetur
- Nokkrar veigamiklar breyt-
ingar á vetrardagskránni
VETRARDAGSKRA útvarps-
ins hefst vetrardaginn fyrsta, og
verða nokkrar veigamiklar
breytingar á henni frá því sem
verið hefur. Skýrðu forráða-
menn útvarpsins á fundi með
fréttamönnum í gær. Eru þær
breytingar helztar, að síðari
kvöldfréttir hefjast nú klukkan
10 í stað kl. 9, svo og fellur
útvarp jarðarfara niður á dag-
skránni. Verður á þeim tíma
— milli kl. 10 og 12 — útvarpað
tónlist.
Útvarpið mun að me'ðaltali
senda út 19 klukkustundir á
dag. Engin veruleg röskun hefur
orðið á hlutföllum milli mælts
máls og tónlistar á dagskrá út-
varpsins, en þó mun heldur
verða aukning á því fyrmefnda
í morgunútvarpinu. Fréttasend-
ingar verða kl. 10 dag hvern, en
veðurfregnum útvarpað 7 sinn-
um á dag.
Undirbúnir hafa verið til
flutnings nokkrir stórir erinda-
flokkar. Dr. Bjarni Guðnason
mun flytja erindi um uppruna
Islendingasagna, og ennfremur
Sýning
Þorvalds
VALTÝR Pétursson skrifaði
listdóminn um sýningu Þor-
valds Skúlasonar, sem birtist
í blaðinu í gær Nafn hans féll
því miður niður, þegar gengið
var frá greininni í blaðið.
má nefna erindaflokka um sögu
íslands á 20. öld. Þá verða er-
indaflokkar um kynferðismál,
sem Pétur Jakobsson yfirlæknir,
og Dr. Gunnlaugur Snædal
annast. Hefur hinn síðamefndi
meðal annars kynnt sér í þessu
skyni hvernig danska útvarpið
annast kynferðisfræðslu. Nokk-
ur erindi vefða flutt um siða-
skiptin og ennfremur er erinda-
flokkur um 50 ára afmæli Rúss-
landsbyltingarinnar. Loks skal
nefndur erindaflokkur í tilefni
50 ára afmælis finnska lýðveld-
isins.
Bókmenntir skipa veglegan
sess á dagskrá útvarpsins. I
vetur mun Andrés Bjömsson
annast ljóðaþætti, og verða ein-
göngu lesin upp þýdd ljóð í
fyrstu þáttunum. Annan hvern
sunnudag verður svo Sigurður
A. Magnússon með bókmennta-
þætti, og verða þeir í samtals-
formi. Þátturinn á Bókamark-
aði verður á ferðinni nú fyrir
jólin, eins og jafnan áður, og
er hann í umsjá Vilhjálms Þ.
Gíslasonar, útvarpsstjóra.
Þrjár íslenzkar framhalds-
sögur verða fluttar í vetur.
Brynjólfur Jóhannesson mun
lesa Mann og Konu eftir Jón
Thoroddsen, og ennfremur
munu þeir Guðmundur Hagalín
og nafni hans Daníelsson lesa
skáldsögur eftir sig. Jchannes
úr Kötlum mun annast fom-
sögulesturinn og les hann úr
Laxdælu. Af erlendum fram-
haldssögum má nefna skáldsög-
una Böðullinn og fórnarlamb
hans eftir svissneska leikrita-
skáldið Durenmatt.
Stærsta viðfangsefnfð í laug-
ardagsþáttunum er vafalítið
Hjá mjólkurskógi eftir welska
skáldið Dylan Thomas, en enn-
fremur má nefna Regn eftir
Samerset Maugham og eitt ís-
lenzkt leikrit eftir Ragnar Jó-
hannesson, sem höfundur nefn-
ir Með krossins brandi. Af fram-
haldsleikritunum skal hér nefnt
Hver er Jónatan? eftir Dur-
bidge, en leikstjóri þar er Jón-
as Jónasson.
Ýmsum föstum þáttum út-
varpsins, svo sem Víðsjá. Efst
á baugi, Daglegu máli, Tækni og
vísindum, Dalegum vegi, hefur
verið ætlaður tími milli kl. 19.30
og 20. Þess má geta að Árni
Böðvarsson lætur nú af umsjón
með þættinum Daglegt mál, en
Svavar Sigmundsson tekur við
fram að áramótum. Þá verður
Magnús Torfi Ólafsson með
nýjan þátt síðdegis annan hvern
laugardag, og Jón Hnefill Aðal-
steinsson mun ver’ða með sam-
talsþótt árla á sunnudögum, þar
sem hann ræðir við háskóla-
kennara og vísindamenn, svo
eitthvað sé nefnt.
Þá má nefna að Svavar Gests
mun stjórna nýjum skemmti-
þætti, sem hefst eftir áramótin,
en fram að því verður Jónas
Jónasson með skemmtiþátt, þar
sem hann ræðir við leikara og
bregður upp svipmyndum af
þeim í vinsælum hlutverkum.
Spurningaþáttur verður í út-
varpinu í vetur, og mætast þar
framhaldsskólar landsins. Fyrsti
þátturinn verður 5. nóvember
og þá keppa Kennaraskólinn og
Stýrimannaskólinn. Stjórnendur
þáttarins eru Jón Magnússon,
fréttastjóri, og Baldur Guð-
laugsson.
Loks verður Jökull Jakobs-
son með þætti öðru hverju í
vetur, og nefnist hinn fyrsti. Lít
ég um öxl til Krítar. Þá er
einnig fyrirhuga'ð, að hann
verði með þætti um liðna at-
burði úr sögu Reykjavfkur. Verð
ur þar sagt skilmerkilega frá
hverjum atburði, en persónur
allar tilbúnar. Verðu hér um að
ræða bæði frásagnir og samtöl.
Svo vikið sé að tónlistinni,
þá verður nú þátturinn Tón-
skáld mánaðarins. Gera þar tón-
skáldin grein fyrir verkum sín-
um, en er þeim síðan helgaður
viðkomandi mánuður með flutn-
ingi á verkum þeirra. Þá verður
baroquetónlistarþáttur í umsjón
Framh. á bls. 27
Kronprins Olnf
seldnr til Ítolíu
t NTB-frétt frá Kaupmannahöfn
segir, að Sameinaða Gufuskipa-
félagið bafi selt Kronprins Olaf
skipafélagi í Torreno á Ítalíu.
Hyggst félagið setja skipið inn
í áætlun milli hafna á italáu og
Korsíku. Ilefur skipið þegar lát-
ið úr höfn í Kaupmannahöfn und
irstjórn hinna nýju eigenda.
.Kronprins Olaf er íslendingum
vel kunnur, en hann tók við af
ms. Dronning Alexandrine, er
hún var öll. Síðar var skipið
leyst af hólmi af Kronprins
Frederik.
2137 tunnur
saltaðar
á Vopnafirði
Vopnafirði, 26. október.
SALTAÐ var á Vopnafirði síð-
astliðinn sólarhring 2137 tunn-
ur., á þessum stöðvum: Hafblik
622, Haraldarstöð 519, Austur-
borg 484, Auðbjörg 512. Þetta
var saltað úr fimm skipum.
Veður er á norðan, hvass-
viðri og hefur verið krapaél og
er cjrðið hvítt niður að sjó.
— Ragnar.
Erindr rússneska
sendiherrans
/
Á MORGUN, laugardaginn 28.
okt. kl. 16 flytur Vazhnov am-
bassador Sovétríkjanna, erindi
er hann nefnir „Fimmtíu ár
sovézks þjóðfélags" á fundi, sem
MÍR gengst fyrir í Lindarbæ,
uppi. Erindið verður túlkað á
íslenzku. Þá segir Vilborg Dag-
bjartsdóttir frá ferð til Sovét-
ríkjanna, sagt verður frá vænt-
anlegum hátíðahöldum í tilefni
fimmtíu ára afmælis Október-
byltingar o.fl. MÍR-félagar eru
hvattir til að fjölmenna og taka
með sér gesti.
(Frá MÍR)
R-19115 stolið
BÍLNUM R-19115, sem er Chev-
rolet árgerð 1950, gulur með
ljósum blæjutopp, var stolið þar
sem hann stóð á Hofs-
vallagötunni um klukkan
sjö í gærkvöldi. Þeir, sem
kynnu að vita um ferðir R-19115
eftir klukkan sjo í gærkvöldi,
eru vinsamlegast beðnir að láta
rannsóknarlögegluna vita.
Ný fjöldaréttarhöld
í Grikklandi
— Hin fjórðu frá valdatöku hersins
Aþenu, 26. október. AP. væri hafður í haldi af her-
PAUL Totomis, sá ráðherra stjórninni. Væri þessari
grísku herstjórnarinnar, sem hreyfingu gefið að sök að
sem fer með þau mál, sem vinna að því að kollvarpa nú-
varðar almenningsfrið, til- verandi stjórn landsins.
kynnti, í dag, að 15. nóv nk. Theodorakis, sem hlotið
munu 47 manns verða dregn-
ir fyrir herdómstól ákærðir
fyrir starfsemi fjandsamlega
stjómarvöldunum. Verður
þarna um ný fjöldaréttar-
höld að ræða.
Totomis, sem er borgara-
legur ráðherra í grísku her-
stjórninni skýhði frétta-
hefur heimsfrægð fyrir tón-
list sína í kvikmyndinni
„Zorba", var handtekinn 21.
ágúst sl. af leynilögreglu-
mönnum, en hann hafði farið
huldu höfði, frá því að her-
inn sölsaði undir sig völdin
21. apríl.
Totomis skýi*ði frá því enn
mönnum frá því, að þessir fremur, að Theodorakis
47 menn væru meðlimir mundi ekki verða yfirheyrð-
hreyfingar, sem nefndi ur um leið og hinir heldur
sig „Föðurlandshreyfinguna". sér í lagL
Þessi hreyfing væri talin Rettarhöld þessi munu
lúta forystu Mikis Theo- verða fjórðu fjöldaréttar-
dorakis, vinstrisinnaðs fyrr- höldin frá valdatöku hersins.
verandi þingmanns, sem nú