Morgunblaðið - 27.10.1967, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. OKT. I3(JT
-----------------------------------
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
En nú var ég ekkert hrædd, og
mér fannst mér vera hálf-
skemmt. Hún drap í vindlingn-
um sínum og rétti út sér.
— Segðu miér eitthvað um
sjálfa þig, Pat. Það er ekki nema
sanngjarnt. Ef þú verður hér
áfram, sem ég vona, að verði,
færðu að vita allt um mig, sem
hægt er að vita. Sterling læknir
segir mér að þú sért .... ein
þíns liðs. Áttu engin skyld-
menni?
— Foreldrar mínir eru bæði
dáin, sagði ég og fékk um leið í
kverkarnar.
— Afsakaðu. Og ástandið hef-
ur víst ekki verið sérlega gott,
eftir að þú misstir þau.
Nei, það hefur verið heldur
slæmt, sagði ég hreinskilnis-
lega. Ég á dálitla fasteign, sem er
veðsett og lítils nýt. Annars held
ur lítið. Ef þú heldur, að ég sé
fær um þetta verk, þá ....
— Vitanlega ertu það. Og ég
vona, að þú kunnir vel við okk-
ur hérna. Við skulum að
minnsta kosti reyna að láta þér
líða vel.
Já, það var þetta, sem hún
sagði. Mér átti að líða vel. Allt
átti að verða fagurt eins og maí-
morgun. Og það var auðvelt að
hugsa sér það, þennan dag, þeg-
ar júnígoluna lagði inn um glugg
ann, og svo var vingjarnlega
brosið á Maud og glugginn op-
inn út í fallega garðinn hennar,
sem ljómaði af blómum, en úti
í garðinum svaf hundur. Og
þarna úti fyrir, hálfhulið af
runnagróðri, var þetta and-
styggilega „leikhús" hennar,
sem átti síðar að verða svo ör-
lagaríkt fyrir okkur öll.
Hún rétti snögglega úr sér,
rétt eins og öllum undirbúningi
væri lokið, og nú skyldi hafizt
handa.
— Jæja þá, sagði hún. Þá er
það þetta kvöldboð mitt. Held-
urðu, að það sé misráðið?
Með sjalfri mér fannst mér
það vera það. Og til þess að
skilja það, eða jafnvel þessa
sögu alla, verð ég fyrst að gera
grein fyrir þessu tvennu, sem
þarna í Beverley var kallað Hóll
inn og Dalurinn, og það sem
Hóllinn kallaði Þorpið. Bever-
ley hugsaði sér aldrei sjálft sig
sem úttoorg. Það var sjálfstæð
heild, með eigin klúbb og íhald-
samt samkvæmislíf. fbúarnir
græddu að vísu peningana sína
í toorginni, sem var í tíu mílna
fjarlægð. Frá 8.30 á morgnana
til 5.00 síðdegis tilheyrðu þeir
borginni, en Beverley var
þeirra andlega heimili, áin
þarna var þeirra — fallegu hús-
in og garðarnir tilheyrðu þeim,
og það hafði líka allt hólalands-
lagið þarna gert, þar til fynr
svo sem tuttugu árum.
Ég hafði átt þarna heima alla
mína ævi. Ég hafði lært að róa
á eintrjáningi á ánni, hafði far-
ið á hjóli í skólann, áður en ég
fór í heimavistaskólann, og í
danssalnum í hótelinu í Bever-
ley hafði ég fengið fyrstu til-
sögn mína í dansi, þegar ung-
frú Mattie hélt upp svarta, víða
pi'lsinu sínu og sneri tánum út,
en tvær raðir af litlum strákum
og stelpum hoppuðu, eftir fyrir-
skipunum hennar. „Einn-tveir-
þrír! Einn-tveir-þrír!
En svo einn góðan veðurdag
kom nokkuð fyrir Hólinn. Fram
að þessu höfðum við alveg ráðið
yfir honum, til þess að fara
þangað í skógarferðir og reið-
túra. En líklega hefur þetta, sem
kom fyrir Hólinn, ekki verið
annað en það, sem var að gerast
allsstaðar, nema auðvitað korn
þetta sérstaklega við okkur.
Einn daginn kom hann John
gamli C. Wainwright úr borg-
inni, ók bílnum sínum upp hæð-
ina valdi sér stað, þar sem ekki
sást til þorpsins en gftur á móti
til árinnar, og næstu tvö árin
gerði hann arkítektinn sinn vit-
lausan með því að ferðast um
alla Evrópu og senda heim helj-
arstóra kassa af steini, marm-
ara, flísum og öllu, sem nöfnum
tjáir að nefna. Eitt af því, sem
hann keypti, var súlnagangur úr
gömlu klaustri. Arkítektinn hót-
aði að fremja sjálfsmorð, en J.C.
gamli var ósveigjamegur. Teikn-
ingunni var enn breytt, opinn
húsagarður hafður í miðjunni,
en kring um hann var gangur
með súlum gólfheilum og öllu
tilheyrandi.
Þannig fékk Klaustrið nafnið
sitt.
En svo þurftu auðvitað aðrir
að koma á eftir. Útflutningurinn
úr borginni var hafinn. — Á
næstu tíu árum — um það bil,
sem ég var sautján ára — voru
skemmtilegu stígarnir okkar
orðnir að steinsteyptum götum,
Georg Washington-lindin, þang-
að sem allur Dalurinn hafði sent
2
bíla með flöskum til þess að ná
í drykkjarvatn, var orðinn að
vatnspípu, sem lá niður í skolp-
ræsi, gamli Coleman-búgarður-
inn var orðin að sveitaklútob með
átján holu golfvelli, og loks var
stofnaður veiðiklúbbur með
heilum hóp af veiðihundum.
Vitanlega var enginn rígur
milli þessara tveggja nýlendna.
Beverley hélt bara áfram að vera
Beverley. Hóllinn var áfram
Hóllinn. Þegar þessi tvö byggðar
lög komu saman, eins og þau
gerðu við Sveitaklúbbinn, rák-
ust þau bara saman og hrötuðu
aftur á bak. En nú vildi Maud
Wainwright sameina þau.
— Hversvegna skyldi ég ekki
gera það? sagði hún. — Ég er
búin að eiga hér neima í átján
ár og er ekki dús við eina ein-
ustu konu hér um slóðir.
Ég brosti. Það var erfitt að
hugsa sér hana öðruvísi en dús
við alla.
Ég sagði: — Það tók hana
mömmu mína tíu ár að komá
sér að því að skilja eftir nafn-
spjaldið sitt hérna efra. En svo
Vélapakkningar
Dodge
Chevrolet, flestar tegundir
Bedford, disel
Ford, enskur
Ford Taunus
GMC
Bedford, disel
Thames Trader
BMC — Austin Gipsy
De Soto
Chrysler
Buick
Mercedes Benz, flestar teg.
Gaz '59
Pobeda
Volkswagen
Skoda 1100—1200
Renault Dauphlne
l'. Jónsson & Co.
Brautarholti 6.
Sími 15362 og 19215.
Hverfisgötu 42.
fór hún að skilja þau eftir, en
hélt svo bara áfram leiðar sinn-
ar.
— En hversvegna? sagði hún.
— Þetta er bjánalegt.
— Þið voruð borgarbúar. Og
auðvitað voru þá kunningjar
ykkar allar úr borginni .
— Og Beverley kærði sig ekki
um okkur?
— Beverley lifði lika sínu lífi
út af fyrir sig. Það var sjálf-
stæð byggð og er enn. Þú verð-
ur að muna, að við hittum ykkur
sjaldan, einkum þó konurnar,
og það eru konurnar, sem helzt
stofna til kunningsskapar. Þið
ókuð í bíl tii borgarinnar og til
baka. Karlmennirnir hittust vit-
anlega, í lestinni og annars
staðar, og svo í klúbbunum í
borginni. — Já, svona var það,
sagði ég. — Skrítið, þegar farið
er að hugsa um það. Ég hef átt
heima í Beverley alla mína ævi.
Þú hefur verið hérna átján ár.
Og ég hef séð þig tvisvar, ná-
kvajmlega til tekið.
Þessu þótti henni gaman að.
Hún hló ofurlítið og stokkaði
spjö'ldin í stóru, veliöguðu hönd-
unum.
— Ég skil, sagði nún. — Drottn
ingin hefur verið í skrifstofunni
sinni að telja peningana sína. O,
þetta andstyggilega hús! Finnst
þér það ekki vitleysislegt, Pat?
Og hvernig í fjandanum á ég að
fara með þetta boð? Sterling
læknir stingur upp á, að ég slái
á mig skrópasótt og aflýsi því.
— Nei, þú skalt ekki hætta
við það, sagði ég með ákafa. —
Allir koma, sem boðnir eru og
skemmta sér vel. Þú gætir meira
að segja boðið einhverju ungu
fólki til að dansa á eftir. Ég
skal semja skrá yfir það og
hringja, ef þú vilt.
Hún tók þessari hugmynd
minni fegins hendi. Hún kunni
vel við ungt fólk, og eftir fáar
KÍSILL hf
mínútur var ég búin að ná í
beztu hljómsveit borgarinnar í
síma og kepptist nú við að
semja skrána. Fyrir fáum dög-
um sá ég þessa skrá aftur. Þar
var Audrey Morgan og Larry
Hamilton, og ég minntist þess,
þegar ég sat í bílnum með
Audrey , haust sem leið, og hún
sagði mér af skammtoyssunni.
Hún dró þá upp vasaklútinn
sinn með svarta bekknum og
æpti óhemjulega: — Hún hat-
aði hann! Hún vildi hann feig-
an!
Ég var að því komin sjálf
að fremja morð þennan dag.
Svo kom borðið f: am aftur —
og nú í einu lagi — og við skip-
uðum sætum. Borðið átti að
standa úti í garðinum á alla fjóra
vegu kring um liljupollinn, þar
sem tunglið skein á vatnið.
— Þetta verður fallegt og ég
vona, að þau verði brifin af því,
sagði hún og næstum með löng-
unarfullum rómi.
Sjálfri fannst mér þetta vera
dálítið leikhúskennt, en ég
sagði ekki neitt. Við kepptumst
við að koma öllu fyrir. Klukk-
an fimm kom teið og við neytt-
um þess í næði. Hún talaði ofur-
lítið um sjálfa sig og Tony son
sinn, sem hún tiltoað sýnilega,
en ég hafði séð hann nokkrum
sinnum, án þess þó að kynnast
honum. Svo talaði hún um ekkju
stand sitt og jafnvel um John
Wainwright.
— Hann var mér dásamlega
góður, sagði hún og andvarpaði.
Ég kunni æ betur við hana.
Sýnilega saknaði hún manns
síns innilega, enda pótt ég minnt
ist hans ekki nema sem sköllótts
karls með grátt yfirskegg, álíka
rómantískt og tannbursta. Hún
var blátt áfram, þrátt fyrir all-
an höfðingjabraginn. Þegar
við tókum aftur til við verk okk-
ar, fannst mér eins og ég væri
Lækjargata 6B.
Sími 15960.
Hárkollur - hártoppar
Vorum að taka upp HÁR-
KOLLUR og TOPPA úr
ekta hári. Margir litir. Tvær
gerðir af hártoppum. Verð
kr. 1.273.— og 1.755.—
Hárkollur verð kr. 5.640 stk.
Gjörið svo vel að líta inn.
Vesturgötu 2 — Sími 13155.
MCDSS aD<B ■ MTramLD
HARALDUR MAGNÚSSON
Viöskiptafræöingur
Tjarnargötu 16, simi 2 09 25 og 2 00 25
Utsölustaðir óskast
Með „MAGNETIC" auð.