Morgunblaðið - 11.11.1967, Side 8

Morgunblaðið - 11.11.1967, Side 8
s MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NOV. 1967 T ónleikar BANDARÍSKI fiðluleikarinn Jack Glatzer efndi til fiðlutón- leika ásamt Ásgeiri Beinteins- syni, píanóleikara, í samkomu- ihúsi Aðventista í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Þetta voru einu opinberu tónleikar Glatzers hér í Reykjavík, (en hann hefur heimsótt nokkra skóla og leikið fyrÍT nemendur þeirra þar), og það var fámennt í samkomuhús- inu. Á efnisskránni voru þrjár sónötur, sú fyrsta eftir Handel var fyrir fiðlueinleik með undir- leik píanós, önnur sónatan var c-moll sónata Beethovens, op 30 nr. 2, en sú þriðja var César Franck sónatan. Hinar tvær síð- asttöl'du eru fullt eins mikið, ef ekki meira, fyrir píanóið en fiðl- una, og þess vegna var alveg óskiljanlegt, hvers vegna Ásgeir ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Laugarásbíó NÁÖARSTUNGAN Allar þjóðir eiga sínar hetjur, sem ungt fólk þráir að líkjast. f Bretlandi gæti það verið knatt spyrnumaður eða kappaksturs- maður, í Bandaríkjunum „base- ball“-kappi eða kvikmynda- stjarna, í Alpalöndunum skíða- maður o.s.frv. Á Spáni eru hetjurnar nautabanar, og ekki er laust við að allar aðrar stjörn ur falli nokkuð í skuggann fyrir þeim. Ef litið er á nautaat frá nú- tímasjónarmiðum og með fullu raunsæi, má segja að íþróttin sé ekki annað en að pína naut til dauða. Fjöldi manna gengur fram í því að þreyta nautið, stinga í það hnífum, og á ann- an hátt pína það. Þegar þessu hefur farið fram lengi, kemur nautabaninn fram glæsilega klæddur og líkur við slátrun á helsærðu vitstola og oft magn- Helgiathöfn í Garöakirkju A SUNNUDAGINN kemur, 12. nóv., fer fram í Garðakirkju helgiathöfn og hefst hún kl. 8,30 e. h. Sá siður hefur verið tekinn upp að efna árlega til slíkrar at- hafnar í nóvembermánuði og helga hana líknarmálum og jafn- framt fer fram kaffisala í sam- komuhúsinu á Garðaholti til ágóða fyrir Hjálparsjóð Garða- sóknar, en sá sjóður var stofnað- ur í fyrra með samvinnu safn- aðar og sveitarstjórnar til að veita fjárhagslega aðstoð, er þörf krefur vegna veikinda eða ann- arra erfiðleika. Sjóður þessi hef- ur þegar eflzt vel og verið drengi lega studdur af safnaðarfólki. Við þessa athöfn mun verða minnzt hins mikilvæga líknar- og hjálparstarfs, sem fram hefur farið á vegum S.Í.B.S. og mun forseti samtakanna, Þórður Bene diksson flytja ræðu í því sam- bandi. Síðar munu fleiri mann- úðar- og líknarfélög i landinu verða kynnt með þessum hætti. Við athöfnina á sunnudagskvöld- ið munu söngkonurnar Sigurveig Hjaltested og Margrét Eggerts- dóttir syngja tvísöng og Garða- kórinn og Kirkjukór Káifatjarn- arsóknar syngja sameiginlega undir stjórn Guðmundar Gilsson- ar, organista. Athöfnin mun hefj- ast með ávarpi formanns sóknar- nefndar, Óttars Proppé, en sókn arpresturinn mun þjóna fyrir alt ari við sameiginlega helgistund í upphafi og lok þessarar athafn- ar. Á sunnudaginn verða kaffiveit ingaringar seldar á Garðaholti, bæði síðdegk ki. 3—á, og um kvöldið að kirkjuathöfn iokinni. Sá siður hefur tekizt, að konur úr ákveðnom götum annazt veit- ingasöluna og undirbúning henn. ar. f fyrra voru það konur úr Faxatúni og Aratúni, en nú eru það konur úr Goðatúni, Hörga- túni og næsta nágrenni, sem sjá um veitingarnar og er þessi áhugi og velvild heimilanna mik ið þakkarefni. Án efa mu.nu margir leggja leið sína í Garða- kirkju á sunnudaginn og styðja Hjálparsjóðinn með því að drekka síðdegiskaffið eða kvöld- kaffið á GarðaholtL vana dýri, sem þolað hefur til að leita fjár og frama, en þó fyrst og fremst fjár. Dag- laun á Spáni eru lág og illa geng ur að safna fé. Fer hann að læra nautat hjó gömlum nauta- langar píningar. Þannig má líta á nautaat, þó ekki sé líklegt að þetta sjónar- mið veki hrifningu þeirra, sem séð hafa. Það er að vísu rétt að nautið er drepið og stundum á óskemmtilegan hátt, en samt geta miklir dýnavinir haft af þessu hina mestu nautn. Kvikmynd þessi fjallar um nautaat. Að vísu er söguþráður, en hann er mjög einfaldur og hlutlaus. Fer vel á því í kvik- mynd, sem að svo miklu leyti fjallar um eina íþrótt. Sagan seg ir frá ungura manni, sem flyt- ur til Barcekma, utan úr sveit, til að leita fjár og framan, en þó fyrst og fremst fjár. Daglaun á Spáni eru lág og illa gengur að safna fé. Fer hann að læra nautaat hjá gömlum nauta- bana og er fnægðaferli hans síð an fylgt upp á toppirm. En það er erfitt að vera kyrr á toppn- um og honum verður áreyr.sl- an um of. Taugarnar gefa sig. Höfundur myndarinnar stenzt meira að segja þá almennu freistingu að bæta inn óþörfu ástarævintýri. Að visu hefur nautabaninn samskipti við tvær konur, en án tiifinningatengsla. Meginuppistaða myndarinnar er nautaat. Fékk mynd þessi tvenn verðlaun í Cannes, önn- ur fyrir kvikmyndun og hin fyr- ir Iitameðferð og tel ég bæði vera verðskuldað. Notkun kvik myndavélarinnar er mjög sér- kennileg. í gegn um auga henn- ar sér maður hlutina beint og áherzlulaust. ' Kvikmyndavélin er ekki notuð til að sýna skoð- anir á hlutunum, heldur sýnir þá algerlega hlutlaust. Raunar líkist kvikmyndin oft meira kennslu eða fréttamynd en ve.njulegri kvikmynd. Ekki er méf kunnugt um hvaða aðferðir hafa verið not- aðar við töku þessarar kvik- myndar, en það hlýtur oft að hafa verið erfitt og hættulegt. Nautaatið sést svo náið, að þann- ig hefur enginh séð það áður, nema nautahaninn sjálfur. Fyrir þá sem el&ka nautaat er þetta gullið tækifæri, og þeir sem hafa haft andúð á því, geta verið nokkuð vissir um að hún minnkar. I kynnisför til Bandaríkjana ÞRÍR menn úr varnarmálanefnd fró* nýlega til Bandarikjanna í víknheimsókn um herstöðvar NATO og Bandaríkjanna. Þeir era Tómas Tómasson, deildar- stjóri varnarmálanefndar, Hall- grímnr Dalberg og Höskuldur Ólafsson. Þeir áttu m.a. að skoða aðalstövar NATO, í Norfolk i Virginíu, geimrannsóknarstöð- ina á Kennedyhöfða og ýmsa aðra staði. þurfti að spila á hljómillL lítið píanó á þessum tónleikum. Það var eins og hann væri fyrirfram dæmdur úr Ieik. Glatzer lék hing vegar á afbragðs hljóðfæri og notaði vel þá blæbrigðaauðgi, sem hann réði yfir. Það var alvara yfir leik hans og stnlvissa — fingralipurð sýndi hann og nær óskeikulan boga. AHt það, er lýtur samleik — og í raun er kjarni slíkra tón- leika, þar sem menn flytja hinar viðamestu sónötur fyrir fiðlu og píanó — gat ekki komið fram undir þessum kringumstæðum. Lélegt píanóið svaraði öHu í axarskaft. Þorkell Sigurbjömsson. Hjónin Árni Magnússon og Auð- björg Jónsdóttir, Bíldudal, sjötug ÁRNI Magnússon var fæddur að Neðrabæ í Ketildalahreppi þann 29. september 1897. Auðbjörg kona hans er fædd á Bíldudal 9. nóvember sama ár. Börn þeirra, vinir og vanda- menn heiðra þau hjón í dag og þakka margra ára vináttu, ást og umhyggju. Minningar um baráttu og sigra ylja nú er kvölda tekur og haustar að, það er margs að minnast á svo langri ævi. Fólkið, sem fæddist om síð- ustu aldamót og enn starfar, hefur skilað miklu dagsverki. Það ruddi brautina úr sárafátækt til betri lífskjara en flestar aðr- ar þjóðir eiga nú við að búa. Það hjó í sundur aldagamla h.ekki og byggði upp nýtt, frjáist og sjálfstætt þjóðfélag. Engimn skal halda að slíkt gerist^ án mikilla fórna. Þau hjónin, Árni og Auðbjörg, sem nú eru að byrja áttunda tug ævi sinnar, eru ein í fylkingunni, sem ruddi þessa brairt. Árni var elzta barn þeirra hjóna á Neðrabæ, Magnúsar Sveinssonar og konu hans Krist- ínar Árnadóttur. Rætur þeirra byggja stóð djúpt í vestfirzkri roold, og nærðust af holtri en harðri baráttu þeirra tíma. Neðribær var lítil jörð, hjáleiga frá höfuðbólinu Selárdalur, og leigukjörin voru ekki létt. Það var ekki fyrír neina örkvisa að komast þar sæmilega af. Ætti að vera á því nokkrir möguleik- ar varð að sækja sjóinn fast, búsafurðir einar náðu skammt. En það var engum heiglum benmt, að sækja björg í bú í greipar Ægis frá Selárdal, hvern- ig sem viðraði. Opið hafið blasir við byggðinni. Tign þess er mik- il og seiður þess djúpur hvort heldur að vorblíðan bindur afl þess eða vindar vekja það af blundi, svo að öídurnar æða með gný upp að ströndimni. Þeir einir, sem áttu til dug og djörf- ung til að bjóða því valdi byrg- inn, gátu vænzt þess að geta dregið fram lífið á svo litlu býli, sem Neðribær var. Og Magnús faðir Árna var einn þeirra maruna, sem hafði öðlazt slíka vöggugjöf. Áhuginn, orkan og bjartsýnin var svo ríkur þáttur í skapgerð hans, sam- fara sterkum vilja til að bæta iböl annarra, að óttinn við hætt- ur og erfiðieika átti þar ekkert griðland. Og móðir Áma stífði aldrei vængi maka síns, þótt að oft mætti henni sýnast, að meira mætti sín mildi Guðs en mann- legt vit í þeim átiökum. En jafn- an sigldi Magnús fari sínu heilu í höfn. í þessum harða heimavistar- skóla lærði Árni að mæta erfið- leikum og sigra þá. Og hann var þar ötull nemandi. Auðbjörg var einnig elzta barn sinna foreldra, þeirra Jóns Guðmumdssonar smiðs og konu hans Sigríðar Benjamínsdóttur. Voru þau hjónin bæði af Barða- strönd. Jón var einn af merk- ustu mönnum sinnar tíðar, vel greindur, frábær smiður og svo trúr og dyggur í hverju starfi að af bar. Um tugi ára var hann starfsmaður við verzlunina á Bíldudal. Af öllum þeim skara ágætra starfsmanna, mun eng- inn hafa fengið þar betri vitnis- burð og er þá mikið sagt. Heim- ili þeirra hjóna á Bíldudal var fyrirmynd á öllum sviðum. I þessum ranni fékk Auðbjörg sitt nám og undirbúning undir l'ífs- starfið. Ung að árum, eða árið 1919 flytur Auðbjörg að Neðrabæ til Árna. Búa þau þar í sambýli við foreldra hans til ársins 1926, að þau flytja að Uppsölum, sem var önnur og enn minni hjáleiga prestsetursins. Þar byggja þau hjón upp öll hús yfir menn og skepnuir. Var það í mikið ráðist af fátækjum hjónum með vax- andi ómegð. Þar búa þau í 16 ár, eða til ársins 1942, að þau flytja að Skeiði í sama dal, enn hjáleigu Selárdals. Stendur sú jörð á sjávarkambinum og því miklu handhægri manni, sem aðallega stundaði sjósókn. Hér búa þau í 19 ár. Húsakynni eru öll í fornum baðstofustíl. Ríkis- sjóður er ekki örlátur á að ibyggja stórt yfir leiguliða sína, og hjónin hafa fengið nóg af að reisa aUt frá grunni á annarri 'hjáleigu, sem ekki er goldið fullu verði, þegar flutt er af jörðinni. Þau láta sér því nægja húsakynnin á Skeiði þótt léleg séu. En þótt húsakynnin séu bæði forn og léleg, skipast málin þannig, að Skeiði verður mið- stöð þeirra, sem leið eiga um Selárdal og þurfa á greiða að halda nótt sem dag. Þegar inn e- komið hverfa torfveggirnir, og hin lágreistu híbýli, fyrir þeirri hlýju og vináttu, sem ferðamað- urinn mætir. Hann verður þess ekki var, að hér sé um neinn skort að ræða, hann skynjar eng in merki erfiðleika og harðrar lífsbaráttu, honum er vígt allt það bezta, sem fyrirfinnst í búr- inu, og það er borið fram á þann hátt, að þiggjandinn kemst ekki hjá því að finna einlægnina í fórninni. Um greiðslu fiyrir greið- ann er ekki að ræða. Guð greiðir hann með meiri afla úr sjónum, mildara veðri og minni hætt- um. Áður fyr voru allar jarðir í Ketidalahreppi í byggð og tví- býli á nokkrum þeirra. Nú eru þar aðeins þrír bændur, sem lifa af búskap og enginn sækir sjó. Fjórði bóndinn, Hannibal Valdi- Síunga hetjan, — Helgi minn, heiminum bezta fyrirmynd. Ávallt er gjöfull andi þinn, andlegum gróðri svalalind. Vökumaður á verði þú verið hefur um langa stund. Auðgast af góðhug, orku og trú, allir, sem sækja þinn fund. marsson, alþm., sem nýfluttur er á 'höfuðlbólið Selárdal, styðzt við aðrar tekjulindir en búskapinn. Hjónin á Skeiði voru meðal þeirra, sem síðast fluttu úr Sel- árdal, þegar þverrandi starfs- kraftar gátu ekki yfirunnið erf- iðleikana, sem á veginum urðu. En það var ekki sársaukalaust að yfirgefa æskustöðvarnar. Þegar Árni hafði um haustið 1961 lógað öllum bústofni sin- um, fannst honum, sem einhver hluti af honum sjálfum og lífi hans hefði orðið egginni að bráð. En einnig í bessum átökum við lífið skyldi hann fara með sigur af hólmi. Hafið seiddi að vísu enn, hvort heldur að veður voru biíð eða stríð, og enn myndi vera gaman að liggja á grenjum að vorlagi og elta upp varginn, sem lagðist á lömbin, en hvað um það, þegar aídurinn segir til sín er skynsamlegast að hlýða einnig þvi kaUi. Á hjáleigunum í Selárdal fæð- ist þeim hjónum sjö böm, Sex af þeim fá að lifa og komast upip. Þau eru öll floginn að Heiman og hafa byggt u-pp sína eigin framtíð. Eitt ber beinin í hinum forna kirkjugarði í Selár- dal. Það eru ekki auðráðnar ránir þeim, sem nú búa við allsnægtir, hvernig þeim hjónum mátti tak- ast að komast yfir alla þá erf- iðleika, sem þvi er samfara að lifa á litlum kostarýrum hjá- leigum allan sinn búskap, sækja sjó á opnum fleytum á haf út og aka jafnan heilum vagni heim. En kapp og bjartsýni Árna var föðurarfur. Á meðan hann glímdi við Ægi, fórnaði Auð- björg sér fyrir búið og heimilið. Hún hafði einnig tekið í arf beztu kosti foreldranna. Haustið 1961 flytja þau hjónin til Bíldudals. Auðbjörg er aftur komin heim á æskustöðvarnar. Þar er veðráttan blíðari, bar- áttan mildari, brimrótið minna. Nú býr hún manni sánum þar friðsælt ævikvöld eftir langa og harða baráttu við óblíð kjör og margar hættur. Ég færi þeim hjónum báðum þakkir fyrir margvíslega vin- áttu í minn garð og fyrir la.ngan starfsdag fyrir þjóðarheildina. Megi ævikvöld þeirra verða frið- sælt og gott. Til þess hafa þau sannarlega unnið. Guð blessi þau allar stundir. Reykjavík 9. nóvember 1967 Gísli Jónsson. Víður er hugarheimur þinn. Hillir þar draumalöndin þín. Hár og fagur er himininn, hugsjónastjarna björt þar skín. Ylur frá þinni andansglóð ornar hjarta samferðamanns, glatt hefur einatt aUa þjóð. Átt þú því vísan sigurkrans. Pétur Sigurðsson. Helgi Valtýsson rithöfundur níræður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.