Morgunblaðið - 11.11.1967, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.11.1967, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓV. 1967 Jllwgttttiftifrtfr Útgefandi: Hf. Áryakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaístræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. DAPURLEG STAÐREYND að er vissulega dapurleg staðreynd að viðræður ríkisstjórnarinnar og fulltrúa launþegasamtakanna skyldu ekki bera meiri árangur. Þrátt fyrir það var það tví- mælalaust gagnlegt að þess- ar viðræður skyldu fara - fram. Fulltrúar ríkisvalds og verkalýðsfélaga hafa sameig- inlega lagt niður fyrir sér vandamálin og rætt eðli þeirra, og ástand og horfur í efnahagslífinu í bróðerni. Ríkisstjórnin hefur lagt fram sínar tillögur um lausn að- steðjandi vanda. Fulltrúar launþegasamtakanna hafa hins vegar fyrst og fremst hafnað þessum tillögum, án þess að leggja sjálfir fram nokkrar raunhæfar tillögur um það, hvernig við skuli bregðast þegar útflutnings- tekjur þjóðarinnar minnka um 25—30% á einu ári. Ábendingar verkalýðssam- takanna um sparnað á ríkis- útgjöldum og auknar tekjur ríkissjóðs með auknu eftir- liti eru ekki úrræði, sem geti borið skjótan árangur. Hins vegar hefur rík- isstjórnin lýst sig reiðubúna til þess að athuga þessar ábendingar. Tillaga fulltrúa launþegasamtakanna um að fjárlög megi afgreiða með greiðsluhalla er hins vegar hin furðulegasta og ber vott um takmarkaða ábyrgðartil- finningu, svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Allir hugs- andi menn vita að greiðslu- hallabúskapur ríkissjóðs á slíkum tímum væri háska- legur. Hann hlyti að leiða til vaxandi verðbólgu og aukins jafnvægisleysis í efnahags- lífinu. Engu að síður er þetta eina raunverulega tillagan, sem fulltrúar verkalýðssam- takanna hafa haft fram að færa í viðræðum sínum við ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin hefur sýnt ótvíræðan vilja til þess að koma til móts við óskir verka lýðssamtakanna. Hún hefur boðið fram 3% vísitöluhækk- un, sem komi til fram- kvæmda í þremur jöfnum áföngum á einu og hálfu ári. . Þannig yrði sú 4% kjara- skerðing, sem nú er óhjá- kvæmileg, bætt upp á þessu tímabili ef vinnufriður helzt í landinu. Forsætisráðherra hefur einnig lýst því yfir að ríkisstjórnin vildi ákveða að elli- og örorkulífeyrir og fjöl- skyldubætur með tveimur eða fleiri börnum yrðu hækk aðar um 5%. Þegar á allt þetta er litið, verður því naumast trúað að fulltrúar launþegasamtak- anna leggi út í það glæfra- spil að mæta lífsnauðsynleg- um ráðstöfunura í efnahags- málum þjóðarinnar með verk föllum og upplausn. Sú ráða- breytni hlyti fyrst og fremst að hafa í för með sér að út- flutningsframleiðslan drægist saman, atvinnuleysi skapað- ist og gengisfelling yrði óhjá- kvæmileg. Óhætt er að fullyrða að allur almenningur í landinu vilji ekki að þetta gerist. Yfirgnæfandi meirihluti þjóð arinnar skilur erfiðleika út- flutningsframleiðslunnar, sem mætt hefur stórfelldu verðfalli afurða sinna og aflabresti. Fólkið innan verkalýðssamtakanna skilur þetta líka. Það veit, að at- vinnuleysi er versti óvinur þess. Undir forustu núver- andi ríkisstjórnar hefur tek- izt að halda uppi meiri og betri atvinnu í landinu en nokkru sinni fyrr. Lífskjörin hafa batnað í skjóli stórauk- innar framleiðslu og gjald- eyrisöflunar. Stundarerfið- leikar sjávarútvegsins hafa hinsvegar leitt af sér stór- fellda minnkun þjóðartekna. Það hlýtur óhjákvæmilega að þýða, að eitthvað minna kem ur um skeið í hlut hvers ein- staks. Sú spurning, sem Islend- ingar standa nú frammi fyrir er fyrst og fremst þessi: Vill þjóðin mæta stundar- erfiðleikum með kjarki og manndómi, taka á sig óhjá- kvæmilegar byrðar um skamma stund, eða vill hún stefna bjargræðisvegum sín- um og efnahagslífi út í upp- lausn og óvissu, sem hlytu að hafa í för með sér meiri kjaraskerðingu og aukinn vanda. Svarið við þessari spurn- ingu ætti ekki að vera erf- itt ef litið er á málin af raunsæi og ábyrgðartilfinn- ingu. BREYTING SKÖLAKERFISINS Cteindór Steindórsson yfir- ^ kennari Menntaskólans á Akureyri ritar nýlega tíma- ritsgrein er hann nefnir „Skólaþanka á haustdegi“. Ræðir hann þar vandamál hins íslenzka skóla af víð- sýni og þekkingu hins reynda skólamanns. í lok greinar sinnar kemst hann að orði á mannsms eru eitt og hið saima, mon général, en oft má satt kyrrt ligigja“. Engiu að síður segir die Gaul-Le í þvi, sem frajm kem- ur hjá Tournaux, það, sem honum býr í huiga — eins og veinjulega. Þannig segk Tournaux, að ekki þurfi að fara í neinar gnafgötur um ummæli hans um Churchill og Roosewelt, en de Gaulle er gjarnan borinn saman við þessa tivo menn. Eftir náð- stefnuna í Yalta saigði de Gaulle: „Churchiill er bar- áttumaður, en hann er ekki stjórnmálamaður. Whisky kaistar skugga á siðferðis- skyn hans“, og „aumingja Roosewelt. Hann sbagaði allt saman, vegna þess að hann sá, að sér var að hnigna, og ingsmenn hans sannfærðir um, að reikna yrði beinlínis með þeim möguleika, að Rúsis ar næðu Frakklandi á sitt vald. Þess vegna lét de Gaulle útbúa nákvæmlega fyrirfram hugsaðia flóttaáætl- un. Þegar Rússar myndu stíga á land í Brest, ætlaði hann og fjölskylda hans að halda til leynilegs flugivallar og fijúga til Englands. De Gaullle skýrði hins vegar frá því, er þetta var ráðgert: „Ég ætlaði að lenda í Bretlandi aðeins um stundarsakir. Síð- an hefði ég haldið áfram til Kanada“. Charlen de Gaulle. „Ó, bara ef ég væri for- seti Bandaríkjanna"! „Ric- hard Nixon? George Rom- ney? Bobby Kenniedy? Nei, alls ekki. Samkvæmt frásögn franska rithöfundarins, Jean Raymond Toumaux, er þetta það, sem Charles de GaudJle hugisar, er hann veltir vönig- um yfir, hvað hann kyxmi að hafa gert, ef hann hefði í raun og veru nokkru sinni ráðið yfir virkilega öflugum veldisstóL Það eru uppljóstranir af þessu tagi, sem eru efni hinn ar nýju metsölubókar Tourn- aux, s&m hann gaí út fyrir nokkru og nefnist „Harm- leibur hershöfðingjans“ og um margar þeirra leikur sennilega lítill vafi. Tournau, sem eitt sinn var ein af hetj- um andspyrnuhreyfingarinn- ar gegn Þjóðverjum og náinn vinur og samstarfsmaður de Gauilies, er nú s'tjórnmála- ritstjóri franskj, tímaritsins Paris-Match. Hann hafði kynnt sér til þrautar endur- minningar meira en 250 ná- ina samstarfsmana de Gauill- es, áður en hann undirbjó bók sína. Að áliti Tournaux, er harm leikur de Gaulles fólginn í því, að þar sem hann gerir sér feiknarlega háar skoð- anir um Frakkland, þá hefur hann lítið álit á Frökkum og treystir því alills ekki, að þeir séu reiðubúnir til þess að viðhalda því, eftir að hann sjálfur er fallinn frá, sem hann hefur framkvæmt í þá átt að glæða að nýju orðstír Frakklands. Hvað eftir ann- að, segir Tournaux, hefur forsetinn látið frá sér fara athuigas'emdina „Frakkar eru fáráðlingar". Og eitt sinn, er hann var sérstaklega dapur í bragði, heyrðist hann segja hnugginn: „Það er ógerning- in.gur að stjórna þjóð á venju- legum tímum, sem étur 265 tegundir af ostum“. Enn önnur ástæðan að áliti Tournaux fyrir óánægju de Gaulies með samlanda sína, er fdligin í þeirri skoðun hans, að Frakkar séu of reiðubúnir t’il þess að gangast undir er- lenda stjóm. Sennilega er það, sem mest kemur á óvart í frásöga Toumaux, sú upp- Ijóstrun hans, að skömimu eft ir síðari heimsstyrjöld, er Rússar voru að efla vald sitt í Austur-Evrópu og franskir kommúnistar létu kveða að sér ógnvænliega, þá urðu de Gaulle og stuðn- End þótt de Gulle sé harð orður í garð Frabka sjálfra, þá lætur hann samt sem áður í einkalífi í Ijós að minnsta kosti jafn mikla fyrirlitningu á flestum öðrum þjóðum. Mör.gum sinnum segir Tour- naux, heifur bann síðan í heimsstyrjöl'dinni látið í lljós harkalegt álit á Bandaríkja- mönnum („þróttmiklir, kjark miklir og heimskir)", á Bretum („algjör hjú“),_ Þjóð- verjum („svín“) og á ítölum („ítalía er ebki til“). Grund- vall’arsýni de GauIIes nær í reynd til alis mannkyns. „Mennirnir eru heimsk dýr, heimsk dýr“, sagði hann eitt sinn sorgmæddur við menn- ingarmálaráðherra sinn, And ré Malraux og hinn síðar- nefndi, sem ekki virtist búa yfir meira áliti á manninum svaraði: „Heimska og örlög þessi hnignun var kölluð Yalta. Hið mikilvæga í stjórn málum er að gera sér girein fyrir nógu miblu til þess að draga sig í hlé í tíma“. Nú er það auðviitað enginn annar en de Gaulle sjálfúr, seim stendur frammi fyrir þessari sömu gagnrýni. Um hlutverk sitt í síðari heims- styrjöldinni sagði hann eiitt sinn: „Ég var Frakkl'and", og nú er það ljóst, að sam- kvæmt eigin sboðun er hann ennþá Frakkland. Samt sem áður samkvæmt kaldlhæðni örlaganna er það eins og enginn virðist skilja harm- leik forsetans eins vel og hann sjálfur. Því að af og til, segir Toumaux, hefur mátt heyra forsetann segja úr djúpi örvæntingar sinnar: „De Gaulle er aðeins maður, vesæil maður". þessa leið: „Naumast mun ágreiningur um, að breytingar á skólan- um, kerfinu sjálfu og náms- efninu, sé’full þörf. Það tek- ur langan tíma að koma því í kring í öllum atriðum, en sú leið er fær, að þreifa sig áfram, breyta til þar sem skórinn krepþir mest, láta skólana og kerfið þróast þann ig áleiðis að því sem koma skal. Þær breytingar, sem ég tel að létt sé að framkvæma með núverandi kerfi, en væru þó til mikilla bóta eru þessar: 1. Afnema árspróf að mestu eða öllu leyti. 2. Auka valfrelsi náms- greina, einkum í menntaskól- um. 3. Losa um ársbekkjarfyrir- komulagið, þannig að geta en ekki aldur nemandans ráði í hvaða bekk hann er, og hve- nær hann lýkur fullnaðar- prófum. 4. Gera ráðstafanir til bættra starfskjara kennara og einkum létta þeim að fylgj ast með greinum sínum og námskeiðum innan lands eða utan. 5. Afnema landspróf í nú- verandi mynd.“ Allar eru þessar ábend- ingar Steindórs Steindórs- sonar þess verðar að þeim sé gaumur gefinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.