Morgunblaðið - 11.11.1967, Qupperneq 17
MORG-UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓV. 1967
17
Fjölsóttur Varðarfundur um
sjávarútvegsmál
MIKLAR og fjörugar umræður
urðu á fundi Landsmálafélagsins
Varðar, er lialdinn var í Sjálf-
stæðishúsinu í fyrrakvöld. Fund-
areínið var sjávarútvegsmál og
voru framsögumenn þeir Eyjólf-
ur ísfeld Eyjólfsson framkvæmda
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna og Guðmundur Jöruns-
son útgerðarmaður. Fundarstjóri
var Svavar Pálsson formaður
Varðar. Fjölmenni var á fund-
inum og stóðu umræður yfir
fram á nótt. Auk framsögumanna
tóku til máls Sveinn Benedikts-
son, Sigurjón Bjarnason, Guð-
mundur H. Guðmundsson, Vern-
harður Bjarnason, Ingólfur Möll-
er og Svavar Pálsson.
Fram kom í ræðum fundar-
manna að þrátt fyrir erfiðlegar
horfur í íslenzkum sjávarútvegs-
málum, væri engin ástæða til að
örvænta, þar sem á undanförn-
um árum hefði orðið mjög mik-
il uppbygging bátaflotans og
reistar hefðu verið margar síld-
arverksmiðjur og fiskvinnslu-
stöðvar. Möguleikar væru því
miklir, ef aliir legðu hönd á plóg
inn til að allt mætti sem bezt
fara.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson
ræddi afkomu hraðfrystihúsanna
og markaðsmál þeirra. Árin
1960—1963 voru frystihúsunum í
heild fremur óhagstæð, en sú
þróun snýst við á árinu 1964, en
þá verður nokkur tekjuafgang-
ur og enn meiri 1965 enda verð-
ur verðhækkun afurða á því ári
um 14%. Á þessum t'veimu síð-
arnefndu árum hafa frystihúsin
í hagnað þ.e. vexti af eigin fé
milli 2—3% af veltu.
Þessi tiltölulega góða afkoma
hefur orðið tilefni nokkurrar
eftirsjár vegna hagræðingarfjár,
sem greitt var á þessum árum,
en ég tel ekki ástæðu til að
harma það, því að einmitt á þess
um árum verða mestar framfarir
í framleiðni og hagræðingarmál-
um.
Ég tel hins vegar að afkom-
an hafi orðið nokkru betri en
þessar tölur gefa til kynna. Það
er sjálfsagt að mynda nokkurn
Eyjólfur isfell Eyjólfsson.
varasjóð þegar vel gengur.
Frystihúsin hafa nökkra sér-
stöðu í þessum efnum, þar er
ekki eingöngu um birgðamat að
ræða, heldur einnig óþekkt end-
anlegt söluverðmæti framleiðsl-
unnar þar sem með hækkandi
verðlagi fást hærri iokagreiðslur
fyrir framleiðsluna og kemur
þetta fram á næsta ári eftir fram
leiðsluár.
Yfirlit SH um afkomu 8 húsa
þar sem fjögur hafa 40—60 millj.
kr. veltu og fjögur 15—20 millj.
sýnir tekjuafgang þessara húsa
1964 3% af veltu og 1965 rúm-
lega 6% af veltu, áður en skatt-
ar eru greiddir. Munurinn á okk
ar yfirliti og Efnahagsstofnunar-
innar er sá, að við reiknum með
endanlegum tekjum ársins en
Efnahagsstofnunin með tekjum
ársreikninga.
Um áramótin 1965—1966 er
fiskverð hækkað um 15—16% og
svarar það til þess að útflutn-
ingsverðmæti þurfi að hækka
um 8%. 1966 fá frystibúsin á sig
22% kauphækkanir ásamt öðr-
um kostnaðarhækkunum, sem af
því leiddi og þurfti útflutnings-
verð að hækka um 7% af þess-
um sökum. Hækkun útflutnings-
verðs á þessu ári nam 7% og gat
því annað hvort staðið undir
fiskverðshækkuninni eða kaup-
hækkunum og öðrum hækkun-
um. Til þess að jafna roismun-
inn voru útflutningsgjöld lækk-
uð í árs'byrjun 1966 og hagræð-
ingarfé hækkað í 50 milljónir.
Nemur þetta um 2%% af veltu.
Menn spyrja, hvort frystihúsin
geti ekki staðið undir kostnaðar
hækkunum vegna aukinnar hag-
ræðingar. Það hafa þau raun-
verulega gert með því að taka á
sig minnkun framleiðslumagns
um tæp 15% frá 1965—1966 úr
um, sem eru miklu óhagstæð-
ari en vertíðarafli, þ.e. karfa og
ufsa, en útgangsverð á fiski-
mjöli hefur fallið mikið og bitn-
ar það sérstaklega á karfavinnsl
unnl Humarframleiðslan, sem
verið hefur hagstæð, hefur auk
þess minnkað um helming. Eng-
um þarf að koma á óvart mið-
að við þetta að 8—10 frystihús
hafa orðið að hætta rekstri uim
lengri eða skemmri tíma. Fimm
þessara húsa framleiddu fýrir
um 100 millj. sl. ár. Miklu fleiri
frystihús væru nú stöðvuð, ef
ekki hefðu komdð til þeir vara-
sjóðir, sem ég áður minntist á,
sérstök fyrirgreiðsla banka og
annarra lánastofnana í ýmsum
tilfeilum og loks bein framlög
bæjar- eða sveitarfélaga. Er nú
fyrirsjáanlegt, að ef ekki verður
úr bætt um starfsgrundvöll,
munu bæjar- og sveitarfélög á
ýmsum stöðum þurfa að taka að
sér reksturinn vegna atvinnu-
ástands og jafna tapinu í útsvör
um á íbúa sveitarfélaga,
Frystihús á landinu munu
vera um 90 alls, en fjöldi og
punda pakkningu fyrir Rúss-
land.
Gagnrýni- er, eins og við vit-
um, góð og nauðsynleg í sjálfu
sér, en yfirleitt virðist mér hún
hafa verið neikvæð í þessum
efnum.
Ef við lítum fyrst á sjálft sölu
fyrirkomulagið, þá er annars
vegar þeir, sem vilja fullt eða
að minnsta kosti mjög víðtækt
frelsi í útflutningi á frystum af-
urðum, og hins vegar aðrir, sem
telja að þetta ætti allt að vera
á einni hendi.
Sé litið á markaðina, eða kaup
endahliðina, þá má í aðalatrið-
um skiptá þeim í þrennt:
1) Austur-Evrópumarkaði.
2) Vestur-Evrópumarkaði.
3) Bandaríkjamarkað.
f Austur-Evrópu er einn kaup
andi í hverju landi og því til-
gangslaust og raunar útilokað að
koma þar fram nema sem einn
seljandi enda hafa Sölumiðstöð-
in og útflutningsdeild SÍS al-
gjöra samvinnu og samstöðu í
þeim málum.
f Vestur-Evrópu er þetta með
allt öðrum hætti, en þó má segja,
að sá kaupendahópur, sem máli
skiptir í hverju landi, sé mjög
takmarkaður. Sem dæmi má
nefna, að í Englandi eru það
ekki nema þrír eða fjórir kaup-
endur. Ef við ætlum að selja
frysta síld í Vestur-Þýzkalandi,
þá er sama upp á teningnum. f
stórum dráttum má segja, að í
93 þús. tn. í tæpar 80 þús. tn.
Það er mikið áfall fyrir rekst-
ur með mikinn fastakostnað
eins og frystihúsin, að taka á sig
sl'ikan samdrátt í framleiðslu
þegar einnig kernur til að síldar
frysting lækkar um 20%.
Bráðabirgðatölur Efnahags-
stofnunarinnar fyrir 1966 sýna
tap frystihúsanna um 1% af
veltu það ár, en fyrrgreint yfir-
lit 9H sýnir 4% tap af veltu.
Við höfum aldrei sagt að okkar
yfirlit sýni rétta mynd af af-
komu frystihúsanna almennt en
notað það til að fylgjast með
breytingum frá ári til árs og
Efnahagsstofnunin til hliðsjónar
við sína útreikninga. Þess vegna
er nú unnið að útreikningum
áranna 1964 og 1965 á grundvelli
endanlegra tekna áranna, en
þegar því er lokið kemur raun-
veruleg afkoma húsanna í ljós,
en skv. framansögðu tel ég ekki
óeðlilegt að áætla tapið 1966
3—4% af veltu eða sem svarar
því að nær ekkert hafi verið
upp í afskriftir.
í ársbyrjun þessa árs voru fyr
irsjáanlegir erfiðleikar fyrir
frystihúsin. Við töldum þá að
verðfallið gæti orðið allt að 20%
og auk þess mátti gera ráð flyrir
kostnaðarhækkunum umfrarn
1966 vegna hækkana fyrir verð-
stöðvun allt að 2%% af veltu.
Af þessum sökum lagði ríkis-
sjóður fram 130 milljónir í verð-
bótasjóðs og eru verðbætur
greiddar skv. ákveðnum reglum
allt að 75% við 15% verðlækk-
un. Skv. síðustu áætlunum nem
ur verðfallið 10—20% eftir fisk-
tegundum, en að meðaltali 15%.
Hlutur frystihúsanna er 4% en
ríkissjóðs um 11%. Miðað við
1100 millj. framleiðslu greiðir
ríkissjóður 120 milli., en frysti-
húsin taka á sig 45 millj. Þetta
segir þó ekki alla söguna.
Vertíðarafli varð lélegur og
þar af leiðandi mir.ni frysting.
Óvenjumiklar togaralandanir
hafa þó jafnað metin að því er
heildarframleiðsluna varðar, en
þessi aukning er í vinnslugrein
Frá varðarfundinum.
framleiðsla frystihúsa innan S'H
hefur verið sem hér segir:
1962 55 frysti'hús 62 þús. tn.
1963 55 frystihús 68 þús. tn.
1964 55 frystihús 63 þús. tn.
1965 56 frystihús 72 þús. tn.
1966 53 frystihús 61 þúe. tn.
Tala frystihúsa þessi ár er því
nær óbreytt og framileiðslumagn
svipáð nema 1965.
Nú er talað um r.auðsyn þess
að fækka frystihúsum. Þetta tel
ég stafa af því, að menn geri ráð
fyrir minna hráefni þar sem meg
ináherzla hefur verið lögð á
síldveiðar, og vegna aukinnar
kröfugerðar á hendur frystihús-
unum, ekki sízt þegar versnar £•
ári og loks framleiðniaukningar
í húsunum sjálfum, sem geta nú
unnið meira hráefni með færri
vinnandi höndum vegna hag-
ræðingar.
Óumdeilt er að hægt er að
bæta heildaruppbyggingu iðnað-
arins með sameiningu eða sam-
vinnu frystihúsa á tilteknum
stöðum og svæðum og það virð-
ist t.d. í fljótu bragði ákjósan-
legt að einungis eitt frystihús
sé á hverjum stað. En það má
einnig benda á rök fyrir því, að
þau séu tvö eða fleiri eftir að-
stæðum. í fyrsta lagi: Verulegt
átak hefur t.d. verið gert í hag-
ræðingarmálum frystihúsanna í
Vestmannaeyjum. Það hefur
verið gert af sameiginlegri skrif
stofu, en ég er ekki í vafa um
að samkeppni milli húsanna
hefur leitt til enn betri árang-
urs. í öðru lagi: Komi togara-
farmur af karfa til Reykjavíkur,
sem vinna á í neytendapakkn-
ingar fyrir Bandaríkin, þurfa
helzt öll frystihúsin að skipta
þessu á milli sín. í þriðja lagi:
Er útilokað að skipuleggja bol-
fiskveiðar bétur í samræmi við
þarfir frystihúsanna? í fjórða
lagi: Er ekki hugsanlegt að mark
aðsaðstaðan breytist þannig, að
framleiða þurfi meira í neytenda
pakkningar fyrir Bandaríkin eða
Evrópu. Það er mikill munur á
afkÖstum að framleiða 225 gr.
pakkningu fyrir Holland eða 7
hverju landi séu það 2—4 kaup-
endur í hverri vörutegund, sem
skipta máli, enda var reyndin
sú, þegar fleiri fóru að bagsa
í þessu, þá rákust menn á hvern
annan í dyrunum.
Reynslan hefur því kennt okk
ur að haga seglum eftir vindi til
þess að ná sem beztum árangri
og fer það því nokkuð eftir að-
stæðum í hverju landi og eins af
urðum, hvenær S.H. og útflutn-
ingsdeild SÍS eru í beinni sam-
keppni eða hafa samvinnu á
þessum mörkuðum. Sem dæmi
má nefna, að humar seljum við
í samkeppni hvor við annan og
það jafnvel til sama lands, en
flatfisk, sem við áður seldum
sitt í hvoru lagi í Englandi, selj-
um við nú sameiginlega, eða frá
þeim tíma, er þeir aðilar, sem
kaupa þessa vöru, ákváðu að
koma fram sem einn kaupandi.
Á Bandaríkjamarkaðnum eig-
um við í algerri samkeppni, bæði
með okkar verksmiðjurekstur og
sölu.
Á velgegnisárunum 1964 og
1965 þegar við allt í einu lent-
um á seljendamarkaði, þá voru
uppi háværar raddir um að veita
meira eða minna frelsi í þessum
málum og þá ekki sízt á þenn-
an markað, þar sem skilyrði fyr
ir slíku voru helzt fyrir hendi.
Það var jafnvel svo, að full-
orðnir, reyndir og glöggir menn
gleymdu því alveg að þau árin
eru miklu fleiri, sem við erum
á kaupendamarkaði en seljenda
markaði.
Þá eru það nýir markaðir,
en það er stundum sett fram,
sem eitthvert töfraorð, sem geti
gjörbreytt afkomu frystihúsanna
og virðist í þeim efnum litið
langt yfir skammt, þegar jafnvel
er talað um Afríku, sem sérlega
eftirsóknarverðan markað.
Fyrir nokkrum árum seldum
við nokkurt magn ttt Englands,
Hollands og Frakklands. Nú er
þetta sáralítið og megin hluti
framleiðslunnar er seldur á tvo
markaði, þ.e. til Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna. Þetta er þó
Guðmundur Jörundsson.
ekki svo lítið þegar litið er á,
að annars vegar eru tvö stór-
veldi, en framleiðsla okkar tak-
mörkuð. T.d. láta Kandamenn
sér í aðalatriðum nægja Amer-
íkumarkaðinn og eru þó með
miklu meiri framleiðslu en við.
Ástæðurnar til þessarar þróun-
ar hjá okkur eru í meginatrið-
um tvær:
a) Stefna Evrópulandanna í
tollamálum.
b) að í þeirri hörðu sam-
keppni, sem frystihúsin
hafa staðið undanfarin ár
við aðra atvinnuvegi hér á
landi þá hafa þau bókstaf-
lega ekki haft ráð á öðru
en að fleyta rjómann af
mörkuðunum, og þau lönd,
sem hafa viljað borga okk-
ur mest fyrir framleiðsl-
una eru Bandaríkin og
Sovétríkin.
Nú má ekki skilja þetta svo,
að ekki sé selt til annarra landa,
því í fyrra voru 15 lönd á skrá,
sem kaupendur. Að við ekki lát-
um fjarlægðir vaxa okkur í aug
um má ráða af því, að selt hef-
ur verið til Ástralíu.
Þá hefur maður heyrt fleygt.
meira eða minna óraunhæfum
hugmyndum miðað við núver-
andi aðstæður, í sambandi við
nýjar pakkningar og verksmiðju
rekstur hér á landi í stað er-
lendis, en einhversstaðar verð-
ur að skera á milli og læt ég hér
staðar numið.
Ég vil aðeins að lokum segja,
að svo virðist sem í góðæri grípi
bjartsýni mjög um sig, jafnvel
svo að keyrir um þverbak í ýms-
um fjárfestingum, en gefi á bát-
inn fyllast menn svartsýni, svo
jafnvel á að varpa fyrir borð
úr hófi.
Væri ekki ráð að gæta meira
jafnvægis og tryggja kjölfestuna
betur.
Guðmundur Jörundsson ræddi
í upphafi máls síns um mark-
aðsmálin og sagði m. a., að stór-
kostlegra verðbreytinga væri
naumast að vænta á mjöli og
lýsi á heimsmarkaðnum á næstu
mánuðum, þótt bjartsýnustu
menn væru að vonast eftir að
hin djúpa lægð, sem lýsismark-
aðurinn hefur veri'ð í að undan-
förnu tæki að grynnast, þegar
fram á veturinn kæmi.
Guðmundur sagði, að mjöl-
framleiðslan í heiminum mundi
á þessu ári nema um 3,2 milljón-
um tonna. Neyzluaukningin
mundi nema um 550 þúsund
tonn, en framleiðsluaukning um
400 þúsund tonn. Stafaði neyzlu-
aukning eflaust mest af hinu
lága verði.
Um skreiðarmálin væri það
að segja, að í landinu lægju nú
um 7000 tonn af skreið, sem
óvíst væri hvort hægt yrði að
selja. Utlit væri á áð saltfisk-
framleiðsla mundi aukazt veru-
lega hérlendis á næsta ári. Staf-
aði það fyrst og fremst af skreið
arerfiðleikum og jafnframt af
stöðugu verðlagi á saltfiski. Salt
síldarmarkaðurinn hefði reynzt
allstöðugur að undanförnu í við-
skiptalöndum okkar, en hins-
vegar stæðum við frammi fyrir
þeim vanda, að geta sennilega
ekki uppfyllt þá samninga, sem
gerðir hefðu verið. Nauðsynlegt
væri því fyrir íslendinga, að
leggja sig alla fram fyrir næstu
-, s ííi|;