Morgunblaðið - 11.11.1967, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓV. 1967
Norræn maraþon
keppni á íslandi
Tilboði íslendinga um að halda
norrœnt unglingamót hér hafnað
Á ÞINGI forráðamanna frjáls-
íþróttamála sem haldið var í
Stokkhólmi í gær var ákveðið
að ísland yrði gestgjafi á næsta
Norðurlandamóti í maraþon-
hlaupi, tugþraut og fimmtar-
þraut kvenna. Jafnframt var
ákveðið að Norðurlandamót í
þessum greinum færi fram ár-
lega. Var það tillaga Svía að svo
yrði og var hún samþykkt.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
undirbúin keppni í maraþon-
hlaupi fer fram hér á landi. Að
visu er ekki víst að um íslenzka
þátttöku verði að ræða, en þar
sem íslendingar hafa tekið þátt
í norrænni samvinnu um frjáls-
íþróttamál, ber okkur skylda til
að standa fyrir mótum í hlut-
falli við aðrar þjóðir.
íslendingar hafa æfinlega ver-
ið 'með í tugþra utarmótum Norð-
urianda og staðið sig með prýði.
Er skemmst að minnast þess er
Valbjörn Þorláksson varð Norð-
urlandameistari í greininni í Hel-
sinki 1965.
Norðurlandaþjóðunum barst
tilboð um að keppa með sameig-
inlegu liði við VJÞjóðverja. En
á daginn kom, að hvergi var rúm
fyrir slíka keppni í dagskrá þjóð
anna á þessum vettvangi og var
tilboðinu því hafnað. Buðu Þjóð-
verjar til keppninnar í Múnchen
og þótti tilboðið nagstætt ekki
sízt vegna þess að þar verða
Olympíuleikarnir 1972.
Norðmenn voru ákafir tals-
1000 punda sekt
ENSKA félagið Millwall hefur
verið dæmt í 1000 punda sekt
fyrir skrílslega framkomu áhorf
enda í leik gegn Aston Villa á
dögunum. Félagið hefur áður
verið dæmt í sektir nokkrum
sinnum sl. 30 ár og eru áhang-
endur félagsins, sem hefur að-
settur í suðurhluta Lundúna orð
lagðir fyrir óspektir á velli
félagsins, The Den, en hann rúm
ar yfir 40 þús. áhorfendur. Þessi
upphæð nemur um 120 þús. kr.
dsi. Millwall leikur í 2. deild.
menn þess að Norðurlandamót-
um yrði haldið áfram og buðu-st
til að halda mótið 1968. Tilboð-
inu var hafnað aðallega vegna
þess að Finnar, Svíar og Norð-
menn keppa árlega innbyrðis.
ísland bauðst til að sjá um
unglingamót Norðurlanda 1968,
en því tilboði var einnig hafnað.
í staðinn var ákveðið að það
land, sem sæi um hina föstu
„þriggja-lanöa-keppni“ unglinga
ár hvert skyldi bjóða nokkrum
Islendingum til keppninnar.
—> . - ■ ■ í'
Fimm af liðsmönnum Partizan — mótherjum Fram í þriðju tilraun þeirra í Evrópukeppni
*
I fyrstu atrennu var Fram
aðeins 10 sek. frá sicjri
Á morgun fer Fram í þriðja sinn í
Evrópukeppni — Hvað gerist þá?
ÞETTA er í þriðja sinn, sem
Fram tekur þátt í Evrópubikar-
keppninni í handknattleik. Það
var árið 1962, sem Fram tók
þátt í keppninni í fyrsta sinn og
var með því fyrsta íslenzka fé-
lagið til að taka þátt í Evrópu-
bikarkeppni. Með þessu vann
Fram brautryðjendastarf, þvi að
önnur íslenzk félög hafa fylgt
á eftir.
Fyrsta þátttaka Fram 1962 var
félaginu til sóma. Mótherjar í
1. umferð voru dönsiku meist-
aramir frá Skovbakken. í keppn
inni þetta ár var aðeins einn
leikur í 1. umferð — og átti
Skovbakken rétt á að leika
hann heima. Hvort sem var,
hefði ekki orðið um heimaleik
að ræða fyrir Fram, því að langt
var í land með byggingu Laug-
ardalshallarinnar.
Það var skemmst frá því að
segja, að leikur Skovbakken og
Fnam var æsispennandi fró upp-
hafi til enda. í hálfleik hafði
Fram yfir tvö mörk, 15:13. Dön-
um tókst að jafna og þegar 4—5
mínútur voru til leiksloka, höfðu
Danir náð tveggja marka for-
skoti, 23:21. En keppnisharka
Fram-leikmannanna var frábær
og þeim tókst að skora næstu 3
mörkin og komast ytfir 24:23.
Loftið var rafmagnað og það er
ertfitt að lýsa speimunni, sem
ríkti á éhorfendapöllunum.
Þegar aðeins 10 sekúndur voru
til leiiksloka, var staðan óbreytt
— og Fram hafði knöttinn í
sókn. Sigurinn vdrtist öruggur,
en þá var ótimabært skot reynt
Og upp úr því náðu Danir knett-
inum. Engir handknattleiks-
menn eru frægari fyrir skyndí-
upphlaup en Danir. Einis og eld-
ing þustu Skovbakken-leik-
mennimir fram völlinn og tókst
að jafna, 24:24, rétt áður en
flauta dómarans gaf til kynna,
að leik væri lokið.
f framlengingu tókst Dönum
að skora 4 mörk gegn 3 mörk-
um Fram og urðu lokatölur þvi
28:27 Dönum í vil. Dönsku
blöðin fóru mjög lofsamlegum
„Við höldum
hikatnum"
Buenos Aires, 9. nóv. (AP)
iSTJÓRN Racing Club argen-
únska liðsins, sem nýlega vann
heimsblkar félagsliða í söguleg-
um leik gegn skozka liðinu
Celtic frá Glasgow, hefur gefið
út þá yfirlýsingu um, að fréttir
í brezkum blöðum um að Racing
Club hafi ætlað að afsala sér
heims-meistaraíbikarnum, vegna
þess að leikmenn Celtic voru
sektaðir fyrir ódrengilega fram-
komu í úrslitaleiknum í Monte-
video sl. laugardag, sé hreinn
uppspuni. Félagið hafi unnið bik
arinn með sóma og ætli að veita
honum viðtöku. „Bikarinn er í
okkar höndum og þar er skoðun
okkar, að við höfum unnið til
hans, og því þá ekki að geyma
hann, sagði Julio Ceasar Cat-
aldo, talsmaður liðsins,! dag.
orðum um Fram eftir þennan
leik — og sögðu, að það væri
synd, að bæði liðin skyldiu ekki
komast áfram í keppninmi. Af
leikmönnum Fram, sem léku
þennan fyrsta Evrópubikarleik,
eru aðeins 4 eftir í liðiinu, sem
leikur á mongun, Ingóltfur Ósk-
arsson, Guðjón Jónsson, Sigurð-
ur Einarsson og Gyltfi Jóhanns-
son.
Næst tók Fr,am þátt í Evrópu
bikarkeppni árið 1964. Og emm
var aðeins um einn leik að ræða.
Fram drógst gegm sænsku
meisturunum, Redbergslid frá
Gautaborg. Fram tókst ekki eins
vel upp í þessum leiik. Svíarnár
höfðu lengst af forystu. Staðan
í hálfleik var 13:11 þeim í viL
Og fyrstu mínúturnar í síðari
hálfleik reyndust mjög örlaga-
ríkar fyrir Fram. Þá elti óheppn-
in liðið á röndum Svíunum
heppnaðist allt, en Fram ekkert.
Náðu þeir þá öruggri forystu,
sem entist til loka, en leiknum
lauk 25:20.
Og nú er komið að þriðja
Evrópubikarleik Fram. Liðáð
hetfuT æft vel að undanfömu og
tekst vonamdi að standa sig veiL
HeimsmcistaratitiII á rangstö ðamarki?
ÞESSAR myndir eru frá öðr-
um leik Celtics og Racing í
keppninni um heimsmeistara-
titil félagsliða (ekki slags-
málaleiknum, því þau urðu í
3. leik liðanna). Þennan leik
vann Racing 2—1. Celtic skor
aði fyrsta markið — og síðan
annað sem dæmt var ógilt. Og
hér jöfnuðu S-Ameríkumenn-
irnir. En myndirnar sýna —
að okkar dómi — að um rang
stöðu hafi verið að ræða.
Blaðið frá S-Ameríku sem
við fcngum sent, siegir og í
myndatexta, að svo geti hafa
verið, og má slíkt kallast all
mikil viðurkenning brotsins.
Að öðru leyti skýra mynd-
irnar sig sjálfar, en það er
athyglisvert að skoða þær
gaumgæfilega. Celtic-menn
mótmæla markinu, og hætta
raunar vömum að mestu. En
dómarinn var á annarri skoð-
un og það er dómarinn sem
ræður