Morgunblaðið - 11.11.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, L.AUGARDAGUR 11. NÓV. 1967
31
Bœjarstjórn Akureyrar
biöur um aÖstoÖ
ríkisstjórnar vegna rekstrarerfiÖleika
SfS verksmiðja
Akureyri, 10. nóvember.
ATVINNUMÁL.ANEFND Akur-
eyrarbæjar barst um miðjan
októbermánuð bréf frá Harry S.
Fredriksen, framkvstj., ásamt
greinargerð frá iðnaðardeild
SÍS .dagsett 11. október, en
greinargerðin var samin að und
angengnum viðræðum milli for-
stöðumanna SÍS og atvinnu-
málanefndar.
f greinargerðinni er fjallað
um þá erfiðleika ,sem nú steðja
að verksmiðjurekstri SÍS á Ak-
ureyri vegna vaxandi rekstrar-
kostnaðar, og breytts verðlags á
útflutningsframleiðslu verksmiðj
anna.
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti á fundi sínum á þriðju-
dag sl. samhljóða eftirfarandi
ályktunartillögu atvinnumála-
nefndar:
„Vegna þeirra erfiðleika, sem
nú steðja að rekstri verksmiðja
SÍS á Akureyri og með hliðsjón
af hinni miklu þýðingu, sem
verksmiðjurnar hafa fyrir at-
viinnulíf bæjarins leggur at-
vinnumálanefnd Akureyrar til
við hæstvirta ríkisstjórn og lána
stofnanir, að allt verði gert, sem
nauðsynlegt og tiltækilegt er tíl
þess að tryggja áframhaldandi
rekstur verksmiðjanna.
Kemur þar til greina ma..:
1) Uppbætur á útfluttar ullar-
og skinna vörur á svipaðan hátt
og er með ýmsar aðrar greinar
útflutningsframleiðslunnar.
2) Sérstök fyrirgreiðsla lána-
sjóða og annara lánastofnana
vegna rekstrar eða hagræðing-
ar.
Verksmiðjur SÍS eru einn
stærsti vinnuveitandi á Akur-
eyri með 500—600 manna starfs-
LEIÐRETTING
Siglufirði, 10. nóv.
VEGNA fréttar í Mbl. í dag, þar
sem getið er, að aðeins þrjár til
fjórar messur hafi verið hér
haldnar frá í júní þetta ár, hefur
só'knarpresturinn Séra Ragnar
Fjalar Lárusson tjáð mér, að
rangt sé farið með fjölda messa
á tímabilinu.
Samkvæmt upplýsingum, sem
ég aflaði mér hjá meðhjálpara
Guðbrandi Magnússyni þá miun
messufjöldi umrætt tímabil hafa
verið átta, þar af ein útimessa
(17. júní), en ekki þrjár til fjór-
ar, eins og segir í fyrri frétt. Að
auki mun séra Ragnar hafa unn-
ið störf við ferðalag með ferm-
ingabörnum, sðtt mót Æ.S.K. á
Hvammstanga o.fl. um helgar
eða samtals má telja um 10 þjón-
ustur fyrir utan jarðarfarir og
giftingar. Eru allar þessar upp-
lýsingar frá meðhjálpara. Einnig
gat Séra Ragnar Fjalar þess í
samtalinu við mig, að á þessu
tímabili júní—október hafi hann
haft fjögiurra vikna frí frá störf-
um samkvæmt leyfi biskpus
vegna lasleika. Er séra Ragnar
Fjalar beðinn velvirðingar á þess
um mistökium og leiðréttist þetta
hér með.
— Steingrímur.
- SÍLDIN 1
Framhald af bls. 32.
Reykjaborg RE. 40 __
Fífill GK. 110 _
Elliði GK. 50 —
Hólmanes SU. 80 __
Bjarmi II. EA. 20 __
Lómur KE. 60 —
Jón Garðar GK. 170 —
Héðinn ÞH. 120 —
Akurey RE. 30 —
Jón Kj artanss. SU. 70 —
Guðm. Péturs IS. 50 —
Súlan EA. 75 —
Arnar RE. 100 —
Náttfari ÞH. 60 —
Sv. Sveinbjörnss NK. 20 —
lið. Væri það bæjarfélaginu ó-
bærilegt áfall, ef dregið væri úr
rekstri þeirra, eða þær lagðar
niður. Mundi þá erfitt að fram-
kvæma opinbera byggðastefnu,
sem byggist á vaxandi þýðingu
Akureyrar.“
Á sama fundi samþykkti bæj-
arstjórnin einnig samhljóða þessa
tíllögu atvinnumálanefndar:
„Atvinnumálanefnd leggur til
við bæjarstjórn, að skora á Síld-
arútvegsnefnd að starfrækja í
vetur tunnuverksmiðjuna á Ak-
ureyri á líkan hátt og sl. vetur.
Atvinnumálanefnd leggur
mikla áherzlu á þessa áskorun,
þar sem rekstur tunnuverksmiðj
unnar hefur verið fastur liður í
atvinnulífi bæjarins undanfarin
ár, og þeir starfsmenn, sem þar
hafa unnið munu flestir gera
ráð fyrir vinnu í verksmiðjunni
3—4 mánuði nú eftir áramótin.“
í þriðja lagi samþykkti bæjar-
stjórn að skora á Skipaútgerð
ríkisins að fjölga skipaferðum
að vetrarlagi frá Akureyri til
Austfjarða og Vestfjarða, þar
sem þaér eru mjög strjálar sam-
kvæmt haustáætlun útgerðarinn
ar og samgöngur á landi útilok-
aðar á þessum árstíma, en fyrr-
greindir landshlutar eru mjög
mikilvæg markaðssvæði fyrir
iðnað og verzlun á Akureyri.
Sv .P.
Eldur í kjörbúöarbíl
RÉTT fyrir klukkan sjö síðast-
liðið fimmtudagskvöld var
slökkvili’ðið i Hafnarfirði beð-
ið að koma upp að Vífilsstaða-
hælinu, en þar hafði kviknað í
kjörbúðarbíl frá Kaupfélagi
Hafnfirðinga, sem þar var.
Kom eldurinn upp í kosang-
gastæki, sem er í sérstöku hólfi
aftast í bílnum og notað til að
lýsa hann upp og hita. Ekkert
slökkvitæki var í bílnum, en svo
vei vildi til, að hann var á hlað-
inu við hælið og var komið með
slókkvitæki þaðan og eldurinn
slökktur. Eitthváð mun hafa
Tvær þýddar
ástarsögur
KOMNAR eru út tvær þýddar
skáldsögur, ástarsögur, hjá
Skuggsjá. Bækur þessar eru
„Skyttudalur“ (Jægergarden),
eftir C. H. Paulsen og „Maður
handa mér“ (The Man For Me),
eftir Theresa Charles. Skuggsjá
hefur áður gefið út bækur eftir
báða þessa höfunda og hafa þær
mikið verið keyptar.
Skúli Jensson hefur ísilenzkað
„Skyttudalinn", en Andrés
Kristjánsson „Maðuir handa
mér“.
- ABBA EBAN
Framhald af bls. 1,
mótmælti varautanríkisráðherra
Sovétríkjanna, Vasilij Kuznet-
shov. Þá frestaði ráðið fundin-
um í 10 klukkustundir til að
finna hentuga lausn á deilunni.
Er það kom saman aftur tók
til máls forseti ráðsins Mamadou
Kante frá Mali og skýrði frá
því að engin lausn hefði fund-
izt. Þá var gengið til atkvæða
um tillögu Bandaríkjanna og
hlaut hún átta atkvæði en sjö
lönd sátu hjá. Til að ná fram
að ganga þurfti tillagan at-
kvæði níu landa.
Mahmoud Riad tók þá til
máls og báð ráðið að fordæma
„innrás" ísraelsmanna og hefja
þvingunaraðferðir gegn ísrael,
ef stjórn landsins neitaði að
kalla heim hersveitir sínar frá
arabíska landsvæðinu. Sakaði
hann tsrael um að fara með
stríði á hendur sjálfum Sam-
einuðu pjóðunum. Hann minnt-
ist ekki beinlínis á tillögur ísra
els um friðarviðræður við Ar-
abaríkin, en sagði að SÞ gætu
einar tryggt íbúum Palestínu
sjálfsákvör’ðunarrétt.
Gideon Rafael, sendiherra
ísraels hjá SÞ, hélt fund með
blaðamönnum í aðalstöðvum SÞ
í dag til að ræða viðbrögð Eb-
ans við ummæli Riadsó Sagði
Rafael, að Óryggisráðið væri
„kengúru“-dómstóll, en þetta
orðatiltæki er notað vestan hafs
um dómstóla, þar sem dómurinn
sjálfur hefur verið ákveðinn fyr-
ir fram.
skemmzt af vörum af völdum
reyksins.
Hér hefði vissulega illa get-
að farið, ef bíllinn hefði verið
staðsettur þar, sem lengra var
í slökkvitæki, en alltaf er tals-
verð eldhætta þar sem gastæki
eru notuð og því nauðsynlegt
að hafa slökkvitæki, kolsýru-
eða dufttæki, á staðnum, t.d. í
kj örbúðarbílum.
Ein af fyrstu bifreiðunum, sem ekur í gegnum göngin. Mik
ill mannfjöldi hafði safnast sam an til að fylgjast með opnun
arathöfninni, eins og sjá má á myndinni.
Frá
kirkjunni
KIRKJUNEFND kvenna Dóm-
kirkjunnar hefir með höndum
gott og mikið starf fyrir kirkju
sína. Eins og önnur kvennasam-
tök safnaðanna afla konurnar á
ýmsan hátt nauðsynlegs fjár
fyrir starfsemi sína.
Sunnudaginn 12. nóv. efna
þær til kaffisölu í Tjarnarbúð,
og hefst hún kl. 2.30. Auk þess
gefst þeim, sem drekka kaffi hjá
konunum, kostur á að kaupa við
vægu verði margvíslega vel
unna hluti til jólagjafa eða ann-
ars.
Forstjóri Tjarnarbúðar, hr.
Jón Ragnarsson, sýnir konunum
það veglyndi nú sem fyrr, að
lána þeim hinn glæsilega veit-
ingastað. Verður þar með prýði
frá öllu gengið og tónlist flutt,
meðan kaffið er drukkið.
Að kaffisölu Kirkjunefndarinn
ar hefir jafnan verið mjög mik-
il aðsókn, enda vel til veitinga
og framreiðslu vandað. Öllum
vinum Dómkirkjunnar, en þeir
eru margir sem hins gamla, sögu
fræga guðshúss hafa notið, gefst
kostur á að gjalda kirkjunni
skerf með því að drekka kaffið
hjá fórnfúsum konum í Tjarnar-
búð á morgun, sunnudag kl. 2.30.
Jón Auðuns.
- STRAKAGONG
Framhald af bls. 32.
syni, jarðfræðingi og ákveðið af
honum og Snæbirni Jónassyni,
yfirverkfræðingi, hvar göngin
skyldu liggja gegnum fjallið
Siglufjarðarmegin, enda hafði
athugun þessi leitt í ljós, að
jarðgöng yrðu að öllu leyti hent
ugri en vegur utan í fjallinu.
Gerðar voru umfangsmiklar
jarðfræðilegar athuganir á fjall-
inu á árunum 1963 og 1964.
Seint á árinu 1964 kom til lands
ins verkfræðingur frá norsku
vegagerðinni, til þess að aðstoða
og undirbúa útboð í jarðgangna
gedð gegnum Stráka. í marz
1965 var auglýst eftir tilboðum
í jarðgangnagerðina. Efrafall
átti lægsta tilboðið 18,2 milljón-
ir króna í 4,5 m breið göng. Sum
arið 1965 hófst framkvæmd við
jarðgöngin og var verkinu skil
að til vegagerðarinnar í septem
ber í haust.
Sprenging gangnanna tók
lengri tíma en í fyrstu var á-
ætlað, þar sem bergið reyndist
sprungið og laust í sér á köflum,
Athugasemd
í VIÐTALI vi'ð Gísla Sigur-
björnsson, forstjóra Eillheimilis-
ins Grundar í tilefni að sextugs-
afmæli hans, kom fram að hann
hefði sótt um 50 þús. fermetra
lóð i Hveragerði (f.h. Elliheimil
isins). Skal það tekið fram að
slík umsókn hefur ekki borizt
til hlutaðeigandi aðila.
Einar Flygenring
sveitarstjórir.
- WILLY BRANDT
Framh. af bls. 1
skýrði þær ástæður ekki nánar
Hinsvegar benda fréttamenn á,
að sennilega telji ráðlherrann
nýjan kommúnistaflokk geta veg
ið gegn ný-nazistaflokknum
þar í landi, auk þess sem flokks
stofnunin bindi enda á þær fulL
yrðingar, sem heyrzt hafa, að
ekki ríki lýðræði í Vestur-Þýzka
landi.
380 tonna skip í
stníðum á Mkranesi
Á AKRANESI hjá Þorgeir &
Ellert Dráttarbraut-Vélsmiðja
er nú verið að vinna að smíði
380 smálesta stálbáts fyrir
Vesturröst á Patreksfirði. Að
sögn Þorgeirs .Tósefssonar,
forstjóra, miðar verkinu eftir
áætlun, og er gert ráð fyrir
að smíði skipsins verði lokið
í vor. Nýlega var kjölurinn
lagður að skipinu, og er nú
verið að byrða það.
Skipið er smíðað innan
húss, því að skipasmíðastöðin
hefur yfir að ráða um 1600
fermetra byggingu, og er þar
hægt að fullgera skipið að
nær öllu leyti. Starfa 111
manns hjá skipasmíðastöð-
inni, og sagði Þorgeir, að
mikil eftirspurn væri á vinnu
hjá stöðinni á veturna, sem
stafaði eflaust að miklu leyti
af því, að vinnan færi fram
innanhúss. Auk skipasmíða
er þarna einnig unnið að
margvíslegum viðgerðum, og
alltaf næg verkefni í því.
Þorgeir & Ellert hf. er um
40 ára gamalt fyrirtæki, og
hefur samtals smíðað um 20
skip á því tímabili, en fyrsta
stálskipið var þó ekki smíðað
þar fyrr en í haust. Var það
Drífa RE-10, sem er 108 tonna
skip og var hleypt af stokk-
unum í september.
að styrkja þurfti göngin me?ð
stálbogum meðan unnið var að
sprengingum.
Kostnaður við styrkingarnar
var ekki reiknaður með í tilboði
verktakanna og hefur það á-
samt fleiru leitt til þess, að verk
ið er mun dýrara en tilboð verk-
takans var. Loft gangnanna hef
ur verið styrkt til þess að fyrir
byggja hrun sem gæti orsakað
slys eða truflun á umferð. 150
metrar af göngunum eru fóðr-
aðir, þar sem bergið var léleg-
ast.
Vera má að nauðsyn beri til
að setja net í mestan hluta lofts
ins til þess að skapa fyllsta ör-
yggi. Það mun kosta allmikið
fé en um það dugar ekki að fást
ef fyllsta öryggi fæst ekki með
öðru móti. Að lokum sagði ráð-
herrann: Ég vil áð lokum þakka
vegamálastjóra, yfirverkfræð-
ingi og öðrum verkfræðingum
vegagerðarinnar verktökum,
verkstjórum og verkamönnum,
sem að jarðgöngunum og vega-
gerðinni hafa unnið ágætt verk.
íbúum Siglufjarðar og öðrum
þeim sem verksins njóta óska
ég til hamingju og vona að fram
kvæmdin megi verða til farsæld
ar og gengis fyrir bæjarfélagið,
nærliggjandi byggðir og landið
allt. Þess skal sérstaklega ósk-
að, að máður sá sem varð fyr-
ir slysi í sambandi við þetta
verk fái fullan bata, og að ekki
verði fleiri óhöpp eða slys
vegna umferðar um þessi fyrstu
jarðgöng, sem gerð hafa verið
hér á landi. Heill fylgi þessari
framkvæmd. Megi þjóðin halda
áfram uppbyggingarstarfi og
treysta undirstöður atvinnulifs-
ins, til tryggingar fyrir batn-
andi lífskjörum. Að svo mæltu
lýsi ég jarðgöngin um Stráka op
in til umferðar.
Þegar ráðherra hafði formlega
opnáð göngin tók til máls Stef-
án Friðbjarnarson, bæjarstjóri
á Siglufirði. í ræðu sinni fagn-
aði hann þessari samgöngubót
Siglfirðinga og þakkaði öllum
þeim sem höfðu stuðlað að fram
kvæmd hennar. Lúðrasveit Siglu
fiarðar lék nokkur lög með því
lauk athöfninni við Strákagöng.
Bæiarstiórn Siglufiarðar bauð
gestum til hádegisverðar áð
Hótel Höfn. Ragnar Jóhannes-
son, forseta bæiai-stjórnar, bauð
gesti velkomna og stjórnaði hóf-
inu. Undir borðum voru fluttar
margar ræður og tók Sigurður
Jóhannesson, vegamálastjóri,
fvrstur til máls en einnig tal-
aði Árni Snævarr, framkvæmda
stióri Efrafalls, sem sá um fram-
kvæmdirnar. Síðan töluðu
þingmenn og fleiri gestir og
Biörn Jónsson bóndi í Bæ, flutti
Siglfirðingum árnaðaróskír Skag
firðinga.
Þá bárust Siglufjarðarbæ
einnig mörg heillaóskaskeyti í
tilefni þessara merku tímamóta
í framfarasögu bæjarins.
Árétting
YFIRLÝSINGIN varðandi kvik-
myndina „Eg er kona“, sem birt
ist í blaðinu í gær, er frá Hafn-
arfjarðarbíói, eins og hún ber
raunar með sér, en nafn bíósins
féll því miður niður.