Morgunblaðið - 12.11.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NOV. 1967 EITURLYF 0G SPÁMENN UNGLINGAR OG HAMINGJA — eftir Jóhann Hannesson, prófessor iii. Algeng nautnameðöl sem seld eru í verzlunum, svo sem á- fengi, tóbak, kaffi, te, kakao, coca cola hafa að geyma meira eða minna af eitri, sem er skað leg líkamanum í stórum skömmtum. Þegar nánar er að gætt, þá veldur áfengið meira tjóni og mannlegu böli en nokk urt lyf eða eiturefni annað, og þó er það selt án þess að nokkr ar leiðbeiningar um rétta notk- un þess sé skráð á flöskurnar, og má það teljast furðulegt á- byrgðarleysi, sem þó er við tek- ið í menningu vorri. Það verð- ur að teljast nauðsyn ungu fólki að gera sér snemma heil- brigða og rétta mynd af því vandamáli, sem frjáls aðgangur að þessum efnum getur orðið á vegi manna, einkum þegaí um áfengi og tóbak er að ræða. Áfengið er fyrst og fremst eit- ur, sem verkar á taugakerfið, einkum miðtaugakerfið og heil- ann, en tóbakið hefir skaðleg áhrif á æðarnar, og samkvæmt nýjustu rannsóknum, einnig á sem er móðurlyfið. Árlð 1804 tókst Serturner að vinna mor- fín úr ópíum, og hefir það ver- ið notað sem virkasta lyfið til að draga úr þjáningum dauð- veikra manna og særðra, og í því skyni hefir ekki enn verið fundið neitt áhrifameira lyf til þessa dags. En sá galli fylgir með því að þörf fyrir lyfið vex með tímanum svo að vandræð- um veldur eftir nokkrar vikur. Sama er að segja um ættingj- ana, metadon og pethidin og codein, en öll hafa þessi lyf nokkra kosti og sum mikla, og auk þess er ávanahættan nokkru minni. En skæðasta lyf- ið af ættinni er heróinið, þre- falt sterkara en morfínið. Það varð örlagaríkt að menn trúðu því um nokkurt skeið, að heró- inið væri meinlaust og héldu jafnvel að það væri móteitur gegn morfíni! Lyfið fannst ár- ið 1898, en það liðu tólf ár áður en læknar tóku að vara við skaðsemdum þess — og nú er það hin mesta plága í þjóðfé- lagi Bandaríkjanna og nátengt alþjóðlegri glæpastarfsemi. Annað fornfrægt nautna- og fíknilyf er cannabis indica, en lækningagildi þess er lítið. Þetta lyf gengur undir mörgum nöfnum, indverskur hampur, bhang, hashish, ganga, mano- zoul, en algengasta nafn þess nú er marihuana eða mariju- ana. Blanda má þessu i te, sígar ettur eða sætindi. Marihuana Ung stúlka gefur sjálfri sér ÚT AF frétt einni, sem hér varð kunn undir fyrirsögninni: „Spámennirnir voru eiturlyfja- neytendur, segir biblíufræðing- urinn John Allegro" og birtist hér í blöðum þann 15. okt. 1967, hafa margir orðið undrandi og spyrjandi, sem eðlilegt er, því að vissulega er hér nýmæli á ferðinni. Þegar talað er um spámennina m. ákv. gr. hjá oss og nágrannaþjóðum, er jafnan átt við spámenn Biblíunnar. En sá höfundur, sem hér er nefndur, er fyrst og fremst sér- fræðingur í semítískum málum, og jafnframt fornfræðingur, og hefur unnið að rannsóknum á svonefndum Dauðahafshandrit- um allt frá 1952. Árið 1956 gaf hann út alþjóðlega bók um rannsóknir sínar, „The Dead Sea Scrolls“ og endurbætti síð- an og jók við. Þessi bók er ætl- uð alþýðu, og er auðveld af- lestrar, kom út í Pelican bóka- flokknum no. A. 376 og kostar sára látið. Um sama efni hafa komið út nokkuð á annað þús- und bækur eftir aðra höfunda, auk fjölda ritgerða, og ekkert lát virðist vera á bókaútgáfu um þetta efni. Allegro er ekki fróðari en sægur af öðrum guðfræðingum um spámennina almennt, en hann er hins vegar sérfróður um þann átrúnaðarflokk, sem kenndur er við Qumran, og ekki var vitað um fyrr en of- angreind handrit fundust og fornleifarannsóknir voru gerðar á rústunum af klaustri þeirra, en þær rannsóknir hófust þann 15. febr. 1949 undir forystu franskra manna, kaþólskra. En áður höfðu Bedúinar fundið heil handrit og selt, og varð það hinn mesti eltingarleikur að ná þeim saman og koma þeim í hendur vísindamanna. Ritin höfðu verið geymd í leir- krukkum, og höfðu þess vegna varðveitzt ótrúlega vel í tutt- ugu aldir, og sum nokkru leng- ur, önnur nokkru skemur. Eru myndir í bók Allegros, bæði af handritum og fornleifarann- sóknum. Menn telja öruggt að íbúar „klaustursins" hafi átt þetta handritasafn, séð fyrir ein- hverja hættu, og reynt að bjarga þessum dýrgripum með því að geyma í leirkrukkum og fela í hellum. Svo virðist sem enginn þeirra hafa lifað þá stund að auðið væri að sækja þessa fjársjóði — allt samfé- lagið virðist hafa verið þurrkað út. Sum handritin eru biblíu- handrit, það er, af ritum, sem eru í Gamla Testamentinu. Ekkert er þar enn fundið af Nýja testamentinu svo mér sé kunnugt. Önnur handrit eru skýringarrit við bækur Gamla testamentisins, og þriðji flokk- urinn eru rit, sem Qumrams- njenn hafa sjálfir samið. Meðal þeirra eru strangar og allflókn- ar lífsreglur fyrir íbúana sjálfa. Reglurnar hafa verið þýddar á mörg tungumál, einnig Norður- landamál. Nú segir Allegro að spámenn irnir hafi „að öllum líkindum“ neytt eiturlyfja, sem hann til- greinir þó ekki nánar og getur ekki heldur um hvaða rök eru fyrir þeim líkindum, og verður þá að líta á þessi orð hans sem laustsvífandi staðhæfingu fyrst um sinn. Hvorki í bókinni né fréttinni er vísað til neinnar arkeologiskrar sönnunar né raka um þau. Á sama hátt mætti segja að Allegro hafi að „öllum líkindum“ drukkið sterkan bjór áður en hann tal- aði við blaðamennina, en slík staðhæfing er auðvitað engin sönnun! Það sem á móti mælir, er hin harða ádeila spámann- anna sjálfra á alls konar óreglu, svo sem drykkjuskap, framhjá- hald, ranglæti gegn ekkjum og börnum, svallveizlur og svik í viðskiptum. Þess vegna hefðu þeir sennilega sett eiturlyfjaát í sama flokk, ef það hefði verið kunnugt sem vandamál í sam- tíð þeirra. Langsamlega algeng- asta nautnameðalið á tímum spámanna, t.d. Jesaja, var ein- mitt áfengið, og Amos deilir á drykkjuskap kvenna — á átt- undu öld f. Kr., svo það vanda- mál er ekki til orðið á vorum tímum. Þá segir hann orðrétt, sam- kvæmt fréttinni, að „Nýja testamentið saman stóð af frá- sögnum, sem dreift var meðal undarlegra trúarbragðahópa á þeim tíma, sem þeir voru í hættu af Rómverjum", þá er það augljóst mál að þetta segir ekki neitt um uppruna eða gildi Nýja testamentisins. Þótt vér „dreifum" Gerplu, Passíusálm- unum eða Nt. meðal eiturlyfja- neytenda, þá þýðir það ekki að þeir sömu neytendur hafi samið Gerplu, Passíusálmana eða Nt. Auk þess var Nt. ekki til orðið sem heild á þeim tíma. Bréf Páls voru alls ekki skrifuð með þessa hópa í huga, heldur til safnaða á meginlandi Evrópu og í Litluasíu, þ.e. í grískum og rómverskum borgum, langt fyrir utan það svið, sem rann- sóknir próf. Allegro taka til. Þegar hann talar um „hóp“ í eintölu, á hann við samfélagið í Qumran, sem var einskonar klaustursamfélag með sam- eignaskipulagi, og aðhylltist vissulega sérstæðar kenningar í sumum greinum. Rannsóknir á lífi þessa hóps eru svo skammt á veg komnar að hér verður þekkingin miklu óörygg ari heldur en þegar um er að ræða líf Gyðinga og kristinna manna, enda virðist þessi hóp- ur hafa þurrkast út mjög skyndilega, ef til vill í stríði Rómverja og Gyðinga árin 66—70, en það stríð endaði með eyðingu Jerúsalemsborgar, bruna musterisins og brott- rekstri Gyðinga úr hinni helgu borg. En menningarstig hópsins og fyrirhyggja var á svo háu stigi að fátt virðist sameiginlegt með honum og þeim eiturlyfja- ætum, sem vér þekkjum til. Hópurinn virðist hafa kunnað nálega öll störf sem kunna þurfti til að lifa óháðu lífi, þveröfugt við deyfilyfjaætur nútímans, sem yfirleitt eru mjög háðar öðrum, dáðlausar og íðjulausar að jafnaði, þótt til séu undantekningar. í bók- inni gerir Allegro ráð fyrir að Qumramsmenn hafi verið bæði guðhræddir menn og vask ir og er fullur aðdáunar á verk- um þeirra, svo sem vatnsgeym- um, handritunarhúsi og öðrum verklegum minjum. Hefðu ís- lendingar geymt sín handrit af annarri eins fyrirhyggju, þá væri margt til nú, sem týndist fyrir löngu. Til að bjarga hand- ritunum, fela þau í holum og hellum í hrikalegum björgum, hefir þurft menn, sem voru „vel vakandi, vel haldandi og vel bergklifrandi" — og jafnvel einnig vel höggvandi. II. Það er útilokað að fornmenn hafi þekkt nema örlítið brot af því, sem vér nútímamenn telj- um til eiturlyfja eða deyfilyfja. Valmúan, sem geymir ópíum í aldini sínu, var þó kunn, bæði í Mesópótamíu og Egyptalandi þúsundum ára fyrir Krists burð, og um hana er skrifað í ævafornum leirtöflum þessara fornþjóða, og mikið lof borið á þetta undralyf. — Eftir fund Suður- og Norður-Ameríku kynntust Evrópumenn nýjum lyfjum, sem Indíánar þekktu og höfðu lengi notað. Á síðustu hundrað árum hefir þekking manna aukizt stórlega með til- komu nýrra lyfja og rannsókn- um á verkunum þeirra á manns líkamann. Talsverður ruglingur er á notkun orða í sambandi við eiturefni og eiturlyf. Eiturefni eru öll þau efni, sem í litlum skömmtum eru mannslíkaman- um hættuleg eða valda dauða. En til þess að auðið sé að tala um lyf, þarf efnið að hafa lækningagildi. Mjög mikill fjöldi lyfja skiptist þannig, að þau örva einhverja starfshætti líffæranna eða draga úr henni. Það er til fjöldi af örvandi lyfj- um og róandi lyfjum án þess að réttmætt sé að kalla þau eiturlyf. Þá er fjöldi af efnum, sem ekki eru lyf, en eru þó eitruð, svo sem ýmis gasefni og sýrur. Bandaríkjamenn, sem sífellt eru að gera skýrslur og birta tölur, komust að því að nokuð á annað hundrað eitur- efna eru á venjulegu heimili þar í landi. Möndludropar hafa t.d. orðið börnum að bana. Fimm til sex bitrar möndlur hafa nægt til að valda dauða lítils barns, þrír aprikósukjarn- ar geta gert hið sama. Fram- köllunarvökvi og silfurfrægilög ur hafa í sér cyansambönd, sem geta blandast lofti á þann veg að mönnum verði mjög illt af. f sambandi við fjölda af þess- um efnum verða slys, og 1 stór- borgum eru til miðstöðvar, sem eru önnur kafnar alla daga við að bjarga fólki, sem í ógáti hef- ur drukkið eða borðað eitrað eða banvænt, bæði lyf og efni, sem ekki teljast til lyfja. Allir sem eru með IUlum börnum, þurfa að vita nokkur skil á því sem þeim er hættulegt, því bæði þess konar slys og önnur slys, sem á börnum verða, eru mjög átakanleg, og eiga oft rætur að rekja til skipulags- leysis eða vanrækslu fullorð- inna manna. lungun, svo sem kunnugt er, einkum í mynd sígarettureyk- inga. Lendi tóbak í mat, svo sem stöppu eða grænmeti, þarf ekki nema tvö grömm af því til að valda dauða manns. IV. Þá komum vér að raunveru- legum lyfjum, það er að segja efnum, sem eru gagnleg til lækninga, bæði til að lina þjáningar og draga úr mann- legum meinum. Meðal þeirra eru mörg sem eru svo sterk að þau verður ávallt að nota í mjög smáum skömmtum, og í flestum löndum eru um þau sérstök lög, og læknum, lyfja- fræðingum og hjúkrunarkonum falið að sjá um að þau valdi mönnum ekki meini, heldur séu notuð jákvætt og reglulega. Mörg þeirra hafa psycho-sóma- tisk áhrif, það er að segja, þau verka í senn á sál og líkama, bæði beint og óbeint. Meðal þeirra eru deyfilyfin, narcotica, sem eru afar þýðingarmikil og beinlínis undirstaða undir því að auðið sé að framkvæma skurðaðgerðir. Fræg eru ether og klóróform, sem lengi voru notuð til svæfinga og eru sums staðar enn, þótt hér hjá oss hafi tekið við nýrri og þægilegri lyf. Svæfingalyfin valda yfir- leitt ekki því að menn verði fíknir í þau, en þó eru dæmi til þess að menn hafa orðið fíknir í að anda að sér ether og vanið sig á það. Nokkur lyf eru til sem gjör- breyta bæði líkamlegu ástandi og hugrænu ástandi manna, og hafa þau verið nefnd hughvata- lyf og fíknilyf, af því að menn verða mjög sólgnir í þau og háðir þeim. Þessi lyf eru bæði gömul og ný. Meðal þeirra gömlu er ópíum frægast, en með þróun efnafræðinnar eru til komin mörg náskyld lyf, svo að nú tala menn um heila ætt, morfínættina svonefndu, en raunverulega er það ópíum deyfilyf í voðva. veldur miklum sveiflum á til- finningalífinu, allt frá ofsakæti til þunglyndis og óraunsærra draumóra um eigið sjálf, allt upp í almættistilfinningu. Enn sterkari sveiflum veldur kókaíniö, sem fæst úr blóðum kókatrésins í Mexíkó og Suður- Ameríku. Það var notað við trú arhátíðir Indíána, en ókunnugt fólki hins gamla heims þar til Ameríka var fundin. Kókaínið hafi lengi vel gildi sem deyf- andi meðal við aðgerðir á aug- um, en er sennilega orðið ó- þarft nú, þar sem betri lyf eru til komin. V. Hvernig verður þá hugar- ástand manna undir áhrifum þessara lyfja? Dr. Esra Péturs- son endursegir gamla sögu um þrjá neytendur, ópíumneyt- anda, áfengisneytanda og kóka- ínista. Voru þeir á ferð saman og komu um nótt að lokuðu borgarhliði, og fóru að ráðgast um hvað gera skyldi til að greiða úr vandanum. Segir þá ópíumneytandinn: „Setjumst hér, látum fara vel um okkur og þá getum við notið drauma okkar í næði til morguns. Þá verður hliðið opnað“. Áfengis- heytandinn sagði (og gæti marg ur landinn tekið undir með honum): „Við brjótum bara helvítis hliðið“. Loks sagði kókainistinn: „Einfaldast virð- ist mér að við smjúgum bara gegnum skráargatið". Bætum við einni enn, úr Lehrbruch d. Pharmakoíogie eftir Poulsson, 10. úg. bL 98. Vísindamaðurinn Montegazza segir frá eigin reynslu, út frá tilraun, sem hann gerði á sjálf um sér, með kókablöðum: „Með tveim kókablöðum að vængjum flaug ég gegn um sjö tíu og sjö þúsund þrjú hundr- uð fjöruitíu og átta veraldir, hverja annarri fegurri. Guð er ranglátur að hann skuli hafa Framhald á bls. 22 Eitt af handritunum frá Dauðahafinu Vinstri dálkur sýnir Jes. 40. kap. spadomsDOK jesaja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.