Morgunblaðið - 12.11.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓV. 1967
Frambúðar sjónvarpssendir
tekinn í notkun í Eyjum
Unnið að uppsefningu nokkurra éndur-
varps- og bráðabirgðastöðva
UPPSETNINGU frambúðar sjón-
varpssendis í Vestmannaeyjum
er nú lokið og var hann tekinn
í notkun í gær. Vestmannaeyja-
stöðin sendir út á rás fimm eins
og áður, en nú með 250 watta
styrk í stað 50 watta áðun Þessi
stöð er ætluð lágsveitum Árnes-
sýslu, Rartgárvallasýslu, Vest-
mannaeyjum og hluta Mýrdals.
Eftir þessa miklu orkuaukn-
ingu gefur Vestmannaeyjastöðin
nú góðan styrk á Selfossi og
verður bráðabirgðastöðinni þar
lokað 20. þessa mánaðar.
Unnið er að uppsetningu end-
urvarpsstöðvarinnar á Langholts
fjalli i Hrunamannahreppi fyrir
Biskupstungur, Laugardal,
— S-Vietnam
Framhald af bls. 1
hætta loftárásum, að því til-
skildu, að N-Vietnamstjórn sýni
einhvem hug á samningaviðræð
um, en gaf í skyn að hann vildi
helzt ekki hafa hátt um tilraun-
ir sinar í þá átt.
Thieu ræddi nokkuð aukna
herskyldu í S-Vietnam, sem
ætlað er að bæta muni 65.000
mönnum í her landsins á næsta
ári. Hefur herskyldualdur verið
færður niður í 18 ár úr 20 og
hert á undanþáguákvæðum. Þá
ræddi Hhieu og tilraunir stjórn
arinnar til þess að brúa bilið
milli lífskjara Saigonbúa og
fólksins upp til sveita.
Látnir lausir í Phnom Penh.
í dag, laugardag, hélt „Þjóð-
ferlsishreyfing" Viet Cong
„lausnarhátíð" fyrir þrjá banda-
ríska herfanga, sem látnir voru
lausir með viðhöfn og afhent-
ir fulltrúa bandaríska friðar-
sinna í Phnom Penh, Tom Hay-
den. Ekki er vitað hvar hefur
orðið um Bandaríkjamennina
þrjá síðan, en Hayden kvaðst
aðeins hafa „tekið við‘‘ þeim á
táknrænan hátt og sagði að sér
hefðí alls ekki verið falín for-
sjá þeirra og hann hefði ekki
hugmynd um hvar þeir væru
niður komnir, en taldi þó að
þeir hefðu verið látnir lausir í
alvöru og myndu vera á heim-
leið til Bandaríkjanna. Banda-
rísk yfirvöld telja mennina þrjá
hafa verið heilaþvegna..
— Rauða stjarnan
Framhald af bls. 1
mann til að stjórna banum.
Frásögn blaðsins bendir til
þess, að unnt sé að skjóta eld-
flaug frá skotvagninum, aka
vagninum síðan hratt á brott
frá skotstað og skjóta annarri
flaug langt frá fyrri skotstað.
Væri því erfitt að finna skot-
vagninn og eyðileggja hann.
Hrunamannahrepp og nokkurn
hluta Grímsness. Þetta er 50
watta stöð, sem mun senda út á
rás 8 og munu útsendingar frá
henni geta hafizt um næstu mán-
aðamót.
Einnig er unnið að uppsetn-
ingu 50 watta endurvarpsstöðv-
ar á Skáneyjarbungu í Borgar-
firði fyrir uppsveitir Borgarfjarð
ar og er búizt við, að útsending-
ar geti hafizt frá henni fyrir
lok þessa mánaðar. Skáneyjar-
stöðin mun senda út á rás 4.
Þá er unnið að uppsetningu
endurvarpsstöðvar að Lambhaga
í Leirársveit fyrir þá sveit, mest
alla Hvalfjarðarströnd og Kjós.
Það er einnig 50 watta stöð, og
er búizt við, að útsendingar hefj-
ist í desember. Lambhagastöðin
mun senda út á rás 2.
Ennfremur standa vonir til, að
fyrir lok þessa árs ljúki upp-
setningu bráðabirgðastöðvar á
Skálafelli á Kjalarnesi og er hún
Spilakvöld
Sjálfstœðisfélags
Gorðo- og Bessa
staðahrepps
NÆSTA spilakvöld Sjálfstæðis-
félags Garða- og Bessastaða-
hrepps verður n.k. mánudags-
kvöld, 13. nóv., í Samkomuhús-
inu á Garðaholti og hefst kL
20.30.
Sjálfstæðisfólk Mætið stund-
víslega og takið með ykkur gesti.
ætluð nokkrum hluta Kjósar,
Hvalfjarðarstrandar, Þingvalla-
sveitar, svo og Mosfellsdal. Mun
hún senda út á rás 4 með 3 watta
styrk.
Loks er unnið að uppsetningu
bráðabirgðastöðvar að Háafelli í
Mýrdal. Þetta verður þriggja
watta stöð fyrst I stað, en bráð-
lega verður styrkurinn aukinn
upp í 100 wött. Hún mun senda
út á rás 3. Ráðgert er, að þessi
stöð hefji útsendingar um næstu
mánaðamót og komi sjónvarps-
myndinni austur í Álftaver og
Meðalland.
Síðar verða endurvarpsstöðvar
settar upp í Landbroti, fyrir
Landbrot og Síðu, og ennfremur .................... ...........................................
í Höfn í Hornafirði, ef styrkur A myndinni sjást aðallagnir Hitaveitunnar, sem lagðar eru frá
frá bráðabirgðastöðinni á Háa- Grensásvegi niður í Fossvogshverfið. Verkið hefur gengið sam-
felli mælist nægilegur til endur- kvæmt áætiun, þrátt fyrir frost og kulda, og á því að ljúka fyrir
varps. (Frá Ríkisútvarpi — Sjón áramót, sömuleiðis tengingu í öll hús, þar sem byggingarfram-
varpi). kvæmdum hefur miðað nægilega áleiðis. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.)
Læknabók handa sjómönn
um komin út
SAMGÖNGUMÁLARÁÐU-
NEYTIÐ hefur nýlega gefið úr
ofannefnda bók að tilhlutan
landlæknis, sem skrifar eftirfar-
andi formála:
„Bók þessa hafa tekið saman
læknarnir Benedikt Tómasson
og Ólafur Jóhannsson, hinn síð-
arnefndi VIII. og IX. kafla, eða
um helming bókarinnar, en hinn
fyrrnefndi aðra kafla hennar, á-
samt efnisyfirliti og atriðaorða-
skrá, en báðir höfundar lásu allt
handritið rækilega. Eftir því sem
tiltækilegt þótti, var stuðzt við
Fermingarbörn
í D A G birta prestar Reykja-
víkurprófastsdæmis orðsending-
ar til væntanlegra fermingar-
barna á næsta ári og foreldra
þeirra. Öll börn sem fermast eiga
á árinu, hvort sem er haust eða
vor, verða kölluð til prestanna
næstu daga. Rétt til fermingar
á næsta ári eiga öll börn, sem
fædd eru á árinu 1954 eða fyrr,
Aðalfundi F.U.S.
Stefnis frestað
AÐALFUNDI Stefnis félags
ungra Sjálfstæðismanna í Hafn-
arfirði, er halda átti annað
kvöld, mánudagskrvöld, er frestað
til n.k. fimmtudags. Verður aðal-
fundurinn haldinn í Sjálfstæðis-
húsiny og hefst kl..20.30.
en yngri börn ekki.
Dómprófastur.
Dómkirkjan. Börn sem eiga að
fermast hjá séra Jóni Auðuns á
næsta ári, komi til viðtals í kirkj
una nk. fimmtudag kl. 6. Börn
sem eiga að fermast hjá séra
Óskari J. Þorlákssyni á næsta
ári, komi til viðtals í kirkjuna
nk. þriðjudag k. 6.
Dr. Jakob Jónsson biður böm
sem fermast eiga hjá honum á
næsta ári að koma til viðtals í
Hallgrímskirkju mánudaginn 13.
nóvember kl. 6 og þriðjudaginn
14. nóvember á sama tíma.
Farmannabók-Lækningakver fyr
ir farmenn og aðra sjómenn,
gefna út af landlækni árið 1938,
með aðstoð Þórðar Þórðarsonar
læknis. Heilir kaflar hafa þó ver-
ið samdir algerlega að nýju
(einkum VIII., IX. og XVI.), en
öðrum breytt að minna eða
meira leyti. Lýsingar á allmörg-
um sjúkdómum em teknar upp
úr þeirri bók lítt eða ekki
breyttar, en meðferð þeirra vita-
skuld alls staðar færð í nútíma-
horf. Nokkrum sjúkdómum er
sleppt, en aðrir teknir inn. Leit-
azt hefur verið við, að hafa bók-
ina eins stutta og unnt var, ón
þess að sleppa nauðsynlegu efni.
Um myndir skal þessa getið:
Myndir nr. 1, 43 og 44 eru tekn-
ar með leyfi útgefanda, úr Lege-
Dýrbítui diap
5 kindui
DÝRBÍTUR hefur gert nokkurn
usla á Rauðasandi og á Barða-
strönd og drepið einar fjórar
fimm kindur, sem vitað er um.
Bændur hafa að sjálfsögðu
reynt að ráða niðurlögum hans
og tekizt að vinna eina tófu,
en ekki er vitað hvort það er sú
sem skaðanum olli.
ÞAÐ var djúp lægð yfir haf-
inu milli íslands og Noregs í
gærmorgun. Hún olli vaxandi
norðanátt austur af landinu,
og fór því veður versnandi á
síldarmiðunum.
Á landinu var stinnings-
kaldi á norðan og fylgdi élja-
gangur með frosti norðan og
austan til, en á Suðvestur-
landi og vestur um Breiða-
fjörð var úrkomulaust.
Búast má við r.orðlægri átt
og frosti í dag.
Hákon í Haga látinn
BÆNDAHÖFÐINGINN Hákon Fálkaorðunni varð hann árið
Jóhannes Kristófersson, í Haga á 1949. Eftirlifandi kona Hákonar
Barðaströnd lézt í sjúkraskýlinu er Björg Jónsdóttir, ljósmóðir.
á Patreksfirði, aðfaranótt síð-
bok for sjöfolk (Kreyberg), Ósló
1964, myndir nr. 34, 35 og 37 úr
Farmannabók og mynd nr. 17 úr
enskri bók. Aðrar myndir eru
teknar úr Hjálp í viðlögum eftir
Jón Oddgeir Jónsson með góð-
fúslegu leyfi hans. Sömuleiðis
eru myndatextar teknir úr þeirri
bók að kalla óbreyttir.
Æskilegt er, að skipstjórar,
sem eru í langsiglingum, kynni
sér og hafi einnig við höndina
t.d. hina dönsku sjómannalækn-
ingabók, Lægebog for söfarnede
(Gyldendal), þar sem sú bók er
miklu lengri en hin íslenzka og
því um margt rækilegri".
Bókin er 150 bls. að stærð með
fjölda mynda. Skrifstofa Skipa-
skoðunar ríkisins sér um dreif-
ingu bókarinnar, sem verður not
uð um borð í skipum og við nám
í sjómannaskólum.
astliðins föstudags, eftir skamma
legu. Hákon var fæddur 20. apríl
1877, einn af sautján börnum
hjónanna Kristófers Sturlusonar,
bónda á Brekkuvelli á Barða-
strönd og Margrétar Hákonar-
dóttur konu hans.
Hákon vann að verzlunarstörf-
um á Vatnseyri við Patreksfjörð
frá 1901 til 1902, en stundaði svo
jarðyrkju og ýmsa vinnu frá
1903 til 1907, er hann gerðist
bóndi í Haga, þar sem hann var
æ síðan, jafnframt því að vera
umsjónarmaðtir Landsímahúss-
ins í Reykjavík 1930-1940. Síð-
ustu árin í Haga bjó hann ásamt
Bjarna syni sínum. Hákon var
alþingismaður Barðstrendinga
frá 1913 til 1931, hreppstjóri frá
1905 til 1966 og átti sæti í sýslu-
nefnd í fjölda ára. Riddari af
Hákon J. Kristófersson
- Síldin
Framhald af bls. 32
Afli skipannia var sem hér
segir:
Brettingur NS. 30; Björg 150;
Hel'ga RE 160; Keflvíkingur KE
40; JÖTundur II. RE 180; Birt-
ingur NK 230; Gunnar SU 100;
Barði NK 230; Gullberg NS 110;
Hafdlís SU 80; Dagifari ÞH 210;
Sigurbjörg OF 190; Krossames
SU 150; Halkiorr VE 190; Snæ-
fell EA 160; Guðbjartur Krist-
ján ÍS 140; Bergur VE 140;
Reykjaborg RE 250; Gísli Árni
RE 250; Belga II. RE 170; Loft-
ur Baldrvinss. EA 110; Snæfugl
SU 26; Ólafur Friðberts ÍS 65;
Jörundur III. RE 180; Skarðs-
vík SH 100; Bára SU 40; Ljós-
fari ÞH 60; Akraborg EA 40;
Ol. Magnúss. EA 150; Hannes
Hafstein EA 90; Árni Magnúss.
GK 90; Magnús NK 120; Grótta
RE 90; Örn RE 200; Hafrún ÍS
40; Kristján Valgeir NS 165;
Guðbjörg GK 100; Guðbjörg ÍS
230; Ásberg RE 240; Júlíus Geir
mundsson ÍS 160; Guðrún Þor-
keilsd. SU 100; Lómur KE 100;
Sæhrknnir KE 60; Guðim. Pét-
uns ÍS 80; Björgvin EA 30;
Börkur NK 70; Sig. Jónss. SU
60; Þórður Jónass. EA 170; Jón
Kjartanss. SU 100; Siglfirðing-
ur SI 60; Bj-artur NK 100; Eld-
borg GK 70; Harpa RE 70.
IMikil síld
.4 FÖSTUDAG var saltað í 3343
tunnur í Seyðisfirði og í gær
voru mörg skip á leiðinni þangað
með ails um 2000 tonn. Var því
gert ráð fyrir að saltað yrði
framundir morgun. Síldin er
mun stærri og fallegri en hún
hefur verið. — Sv.G.