Morgunblaðið - 12.11.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓV. 196? MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA því að ég væri orðin ástfangin af Tony, en ég hlýt samit að hafa verið í þann veginn, án þess að vita af því. Kannski hefur Maud vitað af þvL Eins og ég hef sagit, var hún nógu glúrin, þó að hún virtist stundum barnaleg. Og þau voru ekki ein>u sinni skilin. Maud sagði mér alla sög- una þennan dag og það með, að Bessie hefði ekki viljað fara til Reno og að enda þóitt Tony hefði hana grunaða um græsku, hefði hann engar sannanir fyrir þvi, að hún væri honum ótrú. Og hann var víst líka búinn að fá nóg af hjónabandi og langaði ekki í meira. — Hún dró hann á asnaeyr- unum frá fyrsta fari, sagði Maud, og sld nú yfir í alþýðumálið sitt, eins og hienni hætti til stund um. — Það var fyrir fimm ár- um. Það var misheppnað frá upp hafi, og hún kunni aldrei við sig hérna. Við vorum of sveitaleg, sagði hún. Svo fór hún að daðra, eða jafnvel eitthvað verra, við mann í borginni, og ég borgaði henni hálfa miilljón dala fýrir að fara til Reno. Ég sagði nú ekki Tony frá því, bætti hún við. — Hann var heldur illa leikinn ai þessu öllu. Að þvi er ég bezt veit, yfirgaf hún hann bara. Hún andvarpaði og stóð upp. — Ég verð einhvern veginn að láta hann vita af þessu. Þá fær hann 16 ofurlítið svigrúm til að átta sig. Ég gat séð, að hún var afskap- lega slegin. Hún hafði alltaf far- ið sínu fram, stórvaxin, róleg og Iblátt áfram og næstum barnaleg í trú sinni á meðhræður sína. — Hún er ekki farin til Reno enn, sagði hún — og ég býst ekki við, að húri ætli sér þangað. Og hún er ekki neitt neitt. Blátt Fyrsti sykurlausi gosdrykkurinn á fslandi! svalandi! svalandi! svalandi! sukurlaust 8MAIAVH áfram ekki neitt. Tony hitti hana í einhverjum barnum í New York. Ekki svo að skilja, að hún sé drykkfelld. Peningarnir eru hennar ástríða. Peningar og karl menn. Ég held ég verði að hringja í Dwight, hélt hún áfram. — Mér þætti gaman að vita .... heldurðu, að þú vildir fara á stöðina á móti honum Tony og segja honum frá þessu, Pat? Hann fór með lestinni í dag. Og honum er vel til þín. •Hann kynni að taka sér það ekki alveg eins nærri er þú segðir honum það. Ég fann, að ég skalf, og lík- lega hefur Maud tekið eftir því, því að hún gekk til mín og lagði höndina á arm mér. — Þegar ég hugsa um það, sem ég hafði í hyggju .... sagði hún. Mér tókst einhvern veginn að hafa hemil á röddinni í mér: — Heldurðu, að honum þyki enn vænt um hana, Maud? — Nei, og hefur aldrei þótt. Hún sagði mér nú nokkuð af Bessie en þó ekki mikið. Hún var frá New York ein þessara mörgu stúlkna, sem rétt hanga í útjaðrinum á hóipi „betra“ flólksins. Þó hafði hún gengið i góðan skóla, og einhvern veginn hafði henni tekizt að kornast inn í Æskulýðssambandið. Foreldar hennar voru sæmilega almenni- legt fólk, en Maud grunaði, að Tony hefði borið kostnaðinn af brúðkaupinu. — Ég sá seinna eitthvað af reikningunum, sagði hún þreytu- lega. Ég fór í bílnum á stöðina klukk an hálfsjö um kvöldið. Dagarnir voru þegar farnir að styttast og það var næstum rökkvað, þegar ég kom þangað. Ég sá Tony stíga út úr lestinnp með kvöldblöðin í hendinni og kveðja kæruleysis- lega samferðamennina, eins og vant var. Ég fékk fyrir hjartað, þegar hann kom auga á bílinn og gekk til mín. — Hvað stendur til? Er það afmæli eða eitthvað þessháttar? spurði hann brosandL — Afmæli? — Já, ég á við, að þú skulir koma á móti mér, sagði hann. — Eða hiefur persónutöfrum mín- um loksins tekizt að bræða ísinn úr hjarta þínu? — Ég var í sendiferð, og Maud bað mig að fara á móti þér. Hann settist við hliðina á mér og lét mig aka. Gamli bíllinn minn brakaði og brast undir þunga hans, og hann átti bágt rneð að koma fótunum á sér fyr- ir. — Það er þá svona, sagði hann. — Ég mátti nú reyndar vita, að þú hefðir aldrei tekið það upp hjá sjálfri þér. Við vorum bæði þögul, er við ókum upp úr Þorpinu og lögðum á brattann upp Hólinn. Ég man eftir, að loftið var þegar orðið haustlegt, enda þótt þetta væri snemma í september. Hendurnar á mér skulfu á stýrinu, og á miðri leið uipp brekkuna, þar sem var flatur stallur, ók ég bíln um út af veginum og stanzaði. Hann virtist hissa á þessu. — Ertu orðin bensínlaus? — Nei, bara dálítið óstyrk Ég þarf að segja þér nokkuð, Tony. Hann sneri sér í sætinu og að mér. — Mamma er þó ekki orðin veik aftur? NeL það er ekki það, heldur sjálfum þér viðkomandi. Maud hélt það vera heppilegra, að þú vissir það áður en þú kæmir heim. Ég veit það ekki almenni- lega, enda er það sjálfri mér •óviðkomandi. — Þú ert þó ekki að fara frá okkur? Ég hristi höfuðið og mér fannst honum létta. Svo fann ég, að hann horfði á mig, en snögg- lega eins og stirðnaði hann upp og dró andann djúpt. — Það er náttúrlega hún iBessie, sagði hann. — Já. Hún er komin. — Ég skil. Ég setti síðan vélina í gang aftur. Hann sagði ekkert meira, og það var eins og hann væri að herða sig upp gegn því, sem koma átti. Það var ekki fyrr en við komum að heimreiðinni að iKlaustrinu, að hann bað mig að aka dálítið lengur. Ég gerði það og það leið hálftími áður en ég skildi hann eftir við dyrnar og ók bílnum inn í skúrinn. Hann sagði mér ekkert, nerna það, að hann hefði reynt að losna við hana. Hún hafði bæði skrifað og s'ímað Maud, en hann hafði náð í bæði bréfi og skeytin frá henni. — Ég sagði henni að halda sig frá okkur, en ef þú þekkir hana færirðu nærri um, hvaða þýð- ingu það hafði, sagði hann. Ég var fegin þessum hálftíma, sem hann hafði til að undirbúa sig. En það var líka allt og sumt. Ég skildi hann eftir við dyrnar, og kuldaleg röddin í Bessie heyrð ist úr löngum garðstól uppi á '.arðthjallanum. — Halló, Tony, drafaði hún. — Varstu úti að aka með lag- lega einkaritaranum? Það sauð í mér, er ég fór með bílinn inn í skúrinn og gekk síð- an aftur að húsmu. Hvorki Bessie né Tony voru sýnileg, en Maud var að koma niður stigann og það nægði til að gefa mér bendingu um, hvað gera skýldi. Andlitið á henni var óbifanlegt. Hún hafði líka farið í svarta kjólinn sinn fyrir kvöldverðinn, og hún var með perlurnar sínar. Sýnilega var ætlun hennar að láta eins og ekkert hefði í skor- izt. — Þú ættir að flýta þér. Pat. Hvar í ósköpunum hefurðu ver- ið? — Við ókum dálitla stund. Hún kinkaði koili og ég sá, að hún skildi mig. Ég fór í rósóttan kjói þetta kvöld. Þannig mundi Bessie vilja að einkaritari væri' klæddur, með stuittar ermar og háan í háls inn, enda þótt hann væri drag- síður En ég hefði ekki þurft að gera mér neitt ómak. Bessie lét eins og hún sæi mig ekki, og það næstum áberandi. Ekki að hún væri neitt sérstaklega að hugsa um mig, heldur var þetta henn- ar aðferð til að minna mig á stöðu mína. Að þessu frátöldu hefðum v:ð getað verið hvaða veluppaldar fjórar manneskjur, sem vera vildi. Bessie hafði aðal- lega orðið, og tal hennar snerist um París, London og Vínarborg. Tony sagði varla orð, og ég hélt BERNINA BERNINA saumavélin er heimsfræg fyrir gæði, öryggi og hve auðveld hún er í notkun enda hafa BERNINA verksmiðjurn- ar í Sviss framleitt saumavélar í meira en 70 ár. Á BERNINA er 5 ára ábyrgð og kennsla fylgir með. BERNINA fæst með 1.000.— kr. útborgun. Svissnesk vandvirkni Ásbjörn Ólafsson Grettisgötu 2 Bernmabúðin Lækjargötu 2, sími 24440.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.