Morgunblaðið - 12.11.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓV. 1967 mtfrlofrffr Útgefandi: Framkvæm dast j óri: Ritstjórar; Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr, 105.00 Hf. Árvakur, R'eykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías J.ohannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Áxni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. NIÐURSTÖÐUR VIÐRÆÐNA TV/íbl. birti í gær viðtal við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um niður- stöður samningaviðræðna ríkisstjórnarinnar og verka- lýðssamtakanna. Forsætis- ráðherra lagði í því sambandi áherzlu á fjögur höfuðatriði. í fyrsta lagi, að ríkisstjómin hefði mjög gengið til móts við tvenns konar höfuðgagn- rýni á upphaflegar tillögur hennar með tilboði um greiðslu 3% vísitöluhækk- unar á laun í þremur áföng- um og 5% uppbætur til handa barnmörgum fjöl- skyldum, gamalmennum og öryrkjum. í öðru lagi sagði forsætisráðherra að viður- kenning verkalýðssamtak- anna á nýja vísitölugrund- vellinum og þörfum atvinnu- veganna væri mikilsverður árangur viðræðnanna, í þriðja lagi hefðu aðilar orðið ásáttir um að ræðast við áfram um einstök atriði og á meðan svo stæði mætti segja að leið væri opin til samkomulags, þótt líkurnar væru ekki miklar. Fjórða at- riðið sem Bjami Benedikts- son lagði áherzlu á í viðtal- inu við Mbi. er, að aldrei hefur verið minnzt á kaup- bindingu í þessum samninga- viðræðum og að það væri al- rangt, sem Framsóknarblað- ið hefði haldið fram, að tillög ur ríkisstjórnarinnar þýddu kaupbindingu til 1. júní 1968. Um verðtryggingu launa sagði forsætisráðherra m. a.: „... auðvitað hefur aldrei vakað fyrir ríkisstjórninni að afnema verðtryggingu og allt tal um rof á júnísamkomu- lagi er gersamlega út í blá- inn. Þá var einmitt berum orðum fram tekið, að þó að vísitalan ætti yfirleitt rétt á sér, þá gæti stundum staðið svo á, að öllum væri til óþurftar, að henni yrði beitt, enda hefur hún ætíð öðru hvom og af öllum flokkum verið tekin úr sambandi um sinn. í tillögum ríkisstjórn- arinnar er viðurkennt, að vísi töluuppbót á laun skuli vera til frambúðar og að greiðsla eigi að fást skv. vísitölunni að langmestu leyti fyrir þá skerðingu, sem menn verða íyrir um sinn þótt greiðslum verði að fresta vegna ríkj- andi ástands. Hins vegar er það alrangt og á það legg ég megináherzlu að um kaup- bindingu sé að ræða.“ Þá ræddi Bjarni Benedikts- son um nýju vísitöluna og sagði: „Fulltrúar launþega munu líta þannig á, að þeir taki á sig nokkrar byrðar með því að fallast á hina nýju vísitölu. Nú er það út af fyrir sig mikilsverður ár- angur þessara viðræðna, að þeir skuli samþykkja nýja vísitölugrundvöllinn og það er rétt, að skv. honum er skerðingin metin mun minni en eftir gamla grimdvellin- um en auðvitað er hún raun verulega hin sama, hvor hátt- ur, sem er á hafður. Laun- þegar fallast vafalaust fyrst og fremst á nýja vísitölu- grundvöllinn af því að þeir telja hann réttari og heil- brigðari mælikvarða, þegar til lengdar lætur.“ í lok viðtalsins sagði for- sætisráðherra svo: „Eftir við- ræðurnar verður alls ekki um það deilt, að ríkisstjórnin vill ná samkomulagi, ef það er fáanlegt og hefur einmitt teygt sig svo langt, sem frek- ast má verða í áttina til þeirra, sem efnismótbárur hafa borið fram.“ BJARTSÝNI ÞRÁTT FYRIR ERFIÐLEIKA ¥ andsmálafélagið Vörður efndi til fróðlegs fundar um sjávarútveg og fiskiðnað sl. fimmtudagskvöld og voru frummælendur hinn þekkti útgerðarmaður, Guðmundur Jörundsson og Eyjólfur ís- ield Eyjólfsson, framkvæmda stjóri SH. Það sem ef til vill vakti mesta athygli við ræður frummælenda var sú bjart- sýni, sem fram kom í ræð- um þeirra þrátt fyrir þá erf- iðleika, sem að steðja í efna- hags- og atvinnulífi lands- manna. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson vakti athygli á góðri afkomu frystihúsanna 1964 og 1965 en sú þróun hefði snúizt við ] 966 bæði vegna aukins kostn aðar, hærra fiskverðs og minni hækkunar afurðaverðs en árið áður. Ræðumaður kvað verðfallið í ár nema að mati SH 10—20% eftir fisk- tegundum. í lok ræðu sinnar á Varð- arfundinum sagði Guðmund- ur Jörundsson m.a.: „Þótt erfiðlega horfi hjá íslenzkum sjávarútvegi, þá er engin ástæða til að örvænta, þar sem við eigum nú betur bú- inn bátaflota en nokkurn t.íma áður, fiskvinnslustöðvar og síldarverksmiðjur svo að í náinni framtíð eigum við ekki að þurfa að ráðast í frekari Frá styrjöldinni í Vietnaan: Þyrlur lenda með liðsauka bíiladarískna hermanna, seon átt hafa í högrgi við Vieteongmenn nálægt Tam Ky um 350 mílur norðausitur aif Saigon. Loftárásirnar á N-Vietnam bera misjafnan árangur ÞRIÐJA ári loftárása Banda ríkjamanna á Norður-Viet- nam fer senn að l'júka. Flug- veðiur verður slaemt á næstu fjlóruim mánuðuim, og þótt ár- ásunum verði haldið áfram, verður færri flugvéluim beitt en á undianifömum vikum, en þá hafa loftárásirnar verið með meira móti. Árásirnar munu að miklu leyti beinast gegn skotmörkum á strönd- inni syðlst í Norður-Vietnam, frá Vinh til lamdamæra Suð- ur-Víetruaim, en þessi skot- mörk eru ekki eins mikilvæg og skobmörkin norður í landinu. Þegar reynt er að vega og meta árangur loftárásanma á þessu ári er auðveldara að reikna út tjónið en benda á það sem áunnizt heifur. Áætl- að er, að 273 bandarískar flugvélar hafi verið skotnar niður yfir Norður-Vietnam, og hefur þá alls 72S flugvél- um verið grandað síðan loft- árásirnar hófust í febrúar 1965. Afleiðingin er sú, að í þeim þremur greinum her- aflams — flughernum, flot- anum og landgönguliðinu — sem standa fyrir loftárásun- um, hefur nú gert vart við sig, að því er áreiðanlegar heimildir, herma, tilfinman- legur skortur á flugmönmum og vissum tegundum flug- véla. Loftárásirnar hafa ekki náð höfuðtilgangi sínum — sem var að neyða Hanostjórnina til að kalla heim hersveitir sínar frá Suður-Vietnam. Her- mönnum hennar þar hefur þvert á móti fjöágað á þessu tímabili — úr nokkrum hundruðum í allt að 55.000 menn, og þar að auki hafa þrjú herfyllki, alls um 30.000 menn, tekið sér stöðu með- fram landamærunum, þar sem þau binda næstum því heilt herfyl'ki bandarískra landgönguliða. Ekki hafa árásirnar held- ur komið í veg fyrir birgða- flutninga til þessara her- sveita. Það eina sem hierfor- ingjar í Saigon vilja segja er, að hinar stöðugu loft- ánáisir hafi borveldað baráttu Norður-Vietnammanna til rnuna. Þótt þetta virðist ó- neitanlega vera rétt, bendir hins vegar ekkert til þess, að baráttuvilji Norður-Vietnam manna hafi bilað, eða að stríðsþreyta hafi dregið úr þeirn alilan mátt, þrátt fyrir vaxandi kröfuhörku verka- manna og þverrandi matvæla birgðir. Loftárásirnar hafa aldrei verið harðari en í ár, og ráð izt hiefur verið á tylft skot- marka, sem áður mátti ekki snerta. Af þessurn skotmörk- um má nefna herflugvelli 1 grennd við Hanoi og Haip- hong, orkuver og verksmiðj- ur í aðeins um eins kílómet- ens fjarlœgð frá miðhverfum þessara borga og bluta af hinni mikil'vægu járnbraut- arlínu í norðausturMuta landsins, en þar hafa banda- rískar flugvélar ráðizt á skot mörk svo nærri landamær- um Kína, að flugtíminn þang að hefur verið innan við eina mínútu. f april var hert á loftár- ásunum og fyrst ráðizt á járnbrautar- og vegabrýr yfir Rauðuá og skurði hijá landamærum Kína. Þannig. var reynt að skera sundur aðalsamgönguleiðina frá Kína til Hanoi og Haiphiong. Tvær helztu brýr voru eyði- lagðar, en fljótlega var haf- izt handa um viðgerð á brún um og varningur var flutbur yfir á prömmum og bráða- birgðabrúm, sem búnar voru tiil úr flekum. Loftvarnir Norður-Vietnam manna hafa aldrei verið eins öflugar og í síðasta mánuði, og bandarískir flugmenn urðu að fljúga í gegnum fjárfestingu á því sviði. Tog- aráflotinn hefur hins vegar orðið nokkuð útundan, svo að brýr. nauðsyn verður á end- urvæðingu hans hið allra fyrsta.“ Það er vissulega uppörf- andi á erfiðleikatímum að sprengjuregn til þess að granda ennþá einu sinni loft varnalbyissum og eldflauga- skotpöílllum. Um leið höfðu Rússar bætt upp flugvélatjón Norður-Vietnammanna. Æ fleiri norður-vietnamskar þotur lögðu til atlögu við ffiugvélar Bandaríkjamanna og börðust með meira harð- fyilgi en nokkru sinni fyrr. Nú er svo bomið, að flá mikilvæg skobmörk hafa ver- ið látin óihreyfð og um leið er ólíklegt að ráðizt verði á þau. Þeirra helzt eru höfn- in í Haiphong, þar sem fjöldi erlendra skipa er að stað- alldri, Gim Lam-tflugvöllur- inn skammt frá Hanoi, en hann nota herfflugvélar lítið semi ekkert, fflóðgarðar í Rauðuá og svo sjálfar aðal- borgirnar og bæirnir, en í augum heimsins mundu árás- ir á þær teljast ógnarlegt at- hæfi. Þar sem loftárásirnar virðast þannig vera komnar í bálfgerða sjáMheldu, er ekki að furða þótt herfor- ingjar í Saigon séu farnir að draga í efa, að það borgi sig að hætta fflugvélum, sem kosta 2 milljónir dollara, tdíl þess að reyna að eyðileggja vörubifreiðar, sem kosta að- eins 1.900 dollara, eins og komizt hefur verið að orði. Um ileið og herforingjar játa með semingi, að úr þessu megi búast við að æ minna gagn verði af l'oftárásunum, segja þeir að annað sé ekki fyrirsjáanlegt en að stöðvun loftárásanna muni gera Norð ur-Vietnammönnum kleift að fjölga til muna í herliði sínu í Suður-Vietnam og auka hernaðarlega getu þess. Eins og málin horfa nú við, eru ýmsir þeirrar skoð1- unar, að vopnahlléð á nýjárs- hiá'tíð Vietnammanna í febr- úar hafi verið síðasta tæki- færið er Bandaríkjastjórn hafi haft til þess að bæta samningsaðstöðu sína með tilboði um langvarandi Mé á lOftárásunum. Vetrarmánuð- ina fjóra geta Norður-Viet- Framhald á bls. 31 heyra slík bjartsýnisorð frá einum dugmesta og þekktasta útgerðarmanni landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.