Morgunblaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓV. 1967 3 Ævisaga Somerset Maughams kvikmynduð — bróðursonur hans skrifar kvlkmyndahandritið ÞEGAR kvikmyndir hafa verið gerðar um líf og starf frægs fólks, svo sem Alexánders mikla, Júlíus- ar Cesar, Lólu Montez, Woodrow Wilsons og Boston-morðingjans, þá virðist tími til kominn að kvikmyndaiðnaðurinn taki til meðferðar ævi og afrek frægs rithöfundar. Frömuður á þessu sviði, Joe Levine, hefur ákveðið að gera kvikmynd um líf W. Somer- set Maughams. Til brá'ða- birgða gengur myndin undir nafninu Willie, og bróðurson- ur Maughams, Robin, gekk frá kvikmyndahandritinu fyr ir örfáum vikum. Robin Maug ham er sjálfur kunnur rithöf- undut’. Á síðasta ári sendi hann frá sér fjölskyldusöguna „Somerset and all the Maug- hams“, sem varð metsölubók. íslendingar munu kannast við kvikmyndina „Þjónninn", sem sýnd var í Kópavogsbíói fyrir tveimur árum með Dirk Bo- garde í aðalhlutverki. Robin Maugham samdi skáldsöguna, sem mynd þessi var gerð eft- ir. Hann er 51 árs gamall, þrek vaxinn, dökkhærður, fjörmik- ill maður, fljótur til svara og snöggur í hreyfingum. Fyrir nokkrum dögum átti banda- rískur blaðamaður samtal við hann í París, og skýrði hann þá frá því á hvern hátt hann hefði fjallað um hinn fræga frænda sinn í kvikmyndahand rifinu. Ekkert laumuspil „Ég hef sagt sannleikann“, sagði hann, ekki laus vfð hreykni. „Ég hef ekki falið staðreyndirnar, þótt þær gefi tæplega í skyn, að Willie hafi líkzt kvikmyndahetju. Ég hef ekki reynt að gera hann að slíkri hetju. Ég hygg, að ég hafi lýst honum að svo miklu leyti sem einn maður getur útskýrt annan mann. Ég hef einnig tvístrað þjóðsögninni um ómannlegan ruddaskap hans. 1 kvikmyndinni verður Somerset Maugham mjög fengu að láni efnivið úr reynslu æsku sinnar. Það gegndi öðru máli um Willie. Þrátt fyrir, að hann var huldinn sársaukafullu mál helti og þrátt fyrir, að hann var sjúklega feiminn og tor- trygginn gegndi hann mörg- um störfum meðfram ritstörf- unum. Hann var læknisfræðistú- Robin Maugham og W. Somerset Maugham. áþekkur því, sem hann var í lifanda lífi. Hún segir söguna um baráttu hans og erfiðleika. Og Robin Maugham heldur áf-am: „Líf flestra rithöfunda er ekki innblásandi efniviður fyrir leikritahöfunda. Gefið gaum samtíðarmönnum frænda míns: Conrad, Arnold Bennett og George Moore. Þegar þeir byrju’ðu að gefa út, sátu þeir það sem eftir var ævinnar við skrifborðið og dent og fyrsta skáldsaga hans „Liza of Lambeth" var ávöxt- ur eftirlitsferða hans í sjúkra- húsum. Skömmu síðar varð hann einn vinsælasti leikrita- höfundur Englendinga, og þrjú leikrita hans voru leikin samtímis í Lundúnum og tvö í New York. Hann starfaði fyrir leýniþjónustuna í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann var lag'ður á berklahæli í Skot- landi um tíma. Hann ferðað- ist um allan heim ætíð á hött- unum eftir „efni“. Eftir að hann var áttræður fór hann til Hong Kong, Italíú ög Grikklands. Hann var fasta- gestur í boðum bókmennta- manna og efri stéttanna allt sitt lif. Hann var furðulegur maður, í honum leyndust margir menn og þetta hef ég reynt að laða fram, í kvik- myndahandritinu Tveir leikarar Og hversu marga leikara þarf til að fara í gervi hins langlífa og furðulega Somer- set Maughams? „Tvo“, svarar- bróðursonur hans. „Ungur drengur leikur hann á bernskuárunum og annar mun leika hann frá þrí- tugu til 93 ára aldurs. íhugað hefur verið a‘ð fá Peter 0‘ Toole í seinna hlutverkið og mér skílst, að hann sé sjálfur óðfús til þess. Það er ólíklegt, að Willie frændi hefði samþykkt, að sjálfsævisaga hans yrði kvik- mynduS. Hann var sjúklega andvígur öllum afskiptum af einkalífi sínu og fór þess eitt sinn á leit við vini sína, að þeir brenndu öllum bréfum frá honum. Hinsvegar hellti hann, nokkrum árum fyrir lát sitt, svívirðingum yfir sál- aða eiginkonu sína í tímarits- grein. Kvikmyndin fer ekki varhluta af böli hjónabands hans. Faðir minn og frændi höfðu andúð hvor á öðrum; hins vegar kom okkur Willie ágæt lega saman. Faðir minn áleit, að Willie hefði dottið úr ætt- inni með því að gerast rit- hófundur, og Willie áleit, að faðir minn væri raupsamur. Willie var á móti því, að ég legði fyrir mig ritstörf, en þegar skáldsagan „Þjónninn“ kom út skipti hann um skoð- un. Hann var mjög örlátur á hrós“. Enda þótt Somersef. Maug- ham væri án efa andvígur könnnn frænda síns á skap- gerðareinkennum sínum, mundi hann líklega álíta hana óhjákvæmilega. Það er óvinn- andi vegur að telja menn af Maugham-ættinni af því að skrifa, ef þeir á anna'ð borð fastsetja sér það. Eins og seg- ir í kviðlingi Noel Cowards, sem hér er tilfærður á ensku af augljósum ástæðum: „All well known writers in swarms do it, Somerset and all the Maughams do it“. (Er.dursagt úr Int. Herald Tribune). STAKSTEINAR Hófleysi og kreddufesta Steindór Steindórsson yfir- yfirkennari við Menntaskólann á Akureyri ritar í september- hefti tímaritsins „Heima er bezt“ forustugrein undir fyrirsögninni „Brauð og leikir.“ Ræðir hann þar hóflcysi skemmtanalifsins hér á landi, minnist á erfiðleika atvinnulífsins og ræðir margs- konar kröfuhörku á hendur hins opinbera. Síðan kemst hann að orði á þessa leið í niðurlagi greinar sinnar: „Ekki verður því- neitað að margir skynja hina yfirvofandi hættu. Stjórnarvöld landsins leggja sig fram tii að finna ráð, og ýmsir veita þeim þar stuðn- ing sinn. En hins vegar skortir mjög á, að þjóðin skapi með sér einhug um að létta vandræðun- um. Pólitísk ævintýramennska, valdastreyta einstaklinga og kreddufesta tálmar því, að leið- togar þjóðarinnar sameinist um ráð til úrbóta, þótt þeir sjái hættuna. Það er höfuð mein vort. Frelsi og skyldur „Vitanlega verða skoðanir skiptar um þjóðfélagsmál en sem betur fer leyfist oss öllum að láta þær í ljós, án þess að sæta fangelsi eða dauða, en það frelsi leggur oss um leið þá skyldu á herðar að forðast að vinna skemmdarverk í þjóðfélaginn, þótt annarra ráða sé leitað og aðrar leiðir farnar, en vér helzt kysum. Víst er að framundan eru erf- iðleikar. Þeim verður ekki mætt til sigurs með hóflausum leikj- um eða gjafakorni styrkveitinga, heldur einungis með þrotlausu starfi, hófsemi og einhug um að bægja háskanum á brott, án til- lits til persónulegra eða stéttar- hagsmuna. Ef vér vinnum svo, er sigurinn vís, og þjóðin skapar sér meiri lífsgleði en í leikjun- um og skemmtiferðunum, og meiri lífsþægindi, þótt óbrot- in séu en þau, sem vér eltum nú í dag“. Þetta voru orð Steindórs Stein dórssonar. Hækkun ellilífeyris og fjölskYldubóta Alþýðublaðið birtir í gær, for- ustugrein, þar sem það ræðir breytingar þær, sem gerðar voru við aðra umræðu í Neðri deild á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir. Kemst blaðið m. a. að orði á þessa leið: „Frumvarpi ríkisstjórnarinnar um efnahagsráðstafanir var af- greitt við aðra umræðu í Neðri deild Alþingis í gær. Voru þá gerðar á því ýmsar breytingar, sem telja verður til bóta og breyta svip málsins í heild. Þýð- ingarmesta breytingin, sem flutt var af meirihluta fjárhagsnefnd- ar í samráði við ríkisstjórnina, var, að ellilífeyrir, örorkubætur og nokkrar aðrar báetur skulu hækkaðar um 5%. Þar sem gert er ráð fyrir að hækkun verð- lags á landbúnaðarafurðum hafi leitt til yfir 4% hækkunar á hinni nýju visitölu, sem gefur réttasta mynd af ástandinu í dag, fær gamla fólkið þetta að fullu bætt, og hið sama er um öryrkiana að segja. Telur AI- þýðuflokkurinn mikils virði að þessi árangur skuli nást, því fáir eru verr undir það búnir að taka á sig kjararýrnun en gamla fólk- ið. Þá var samþykkt sú breyting á fjölskyldubótum með fleira en 1 barni að þær skyldu hækkaðar um 5%. Er hér að vísu ekki um stórar upphæðir að ræða á hvert barn, en þó sömu prósentuupp- bót til handa stærri fjölskyld- unum.“ * «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.