Morgunblaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 1
28 SiÐUK
Pundiðlækkarenn
Lántaka brýn nauðsyn
Brezka slíórnin neitar að stað-
festa milljarða lántöku erlendis
London, New York, Frank-
furt, 17. nóv. (AP-NTB).
ýý Brezka ríkisstjórnin hef-
ur ekkert viljað segja opin-
berlega um orðróm þann, sem
gengið hefur í London og
víða um heim í tvo daga, um
að stjórnin sé að leita eftir
stórláni erlendis til að
tryggja gengi sterlingspunds-
ins.
ýý Haft hefur verið eftir
„áreiðanlegum heimildum“ að
Bretar væru að leita eftir
láni erlendis, sem nemur ein-
um milljarð dollara. í Frank-
furt var það hinsvegar haft
eftir heimildum, sem taldar
eru ábyrgar um efnahagsmál,
að vestur-þýzki ríkisbankinn
hefði milligöngu um samn-
inga um fimm milljarða doll-
ara lán til Breta.
Talsmaður vestur-þýzka bank-
ans hefur neitað að staðfesta
þessa frétt, og fulltrúar þriggja
annarra stórbanka Vestur-Þýzka-
lands segjast ekki hafa fengið
neina staðfestingu á henni.
Sam'kvæmt heimiidarmannin-
■um í Frankfurt, setja Vestur-
Þjóðverjar „ákveðin skilyrði“
fyrir stórláni til Breta. Ekki vildi
hamn skýra þau skilyrði nánar,
en taldi það eðlilegt að skilyrði
væru ströng þegar um svo háa
upphæð væri að ræða.
f fleiri borgum Evrópu eru
sögur á kreiki sem enfitt er að
'henda reiður á meðan brezka rík-
isstjómin neitar að skýra málið,
en flestum ber saman um nauð-
syn þess, að Bretar fái stórlán til
að tryggja gengi pundsins. Telja
sumir sérfræðingar, að málum sé
svo langt komið, að tilkynning
um lánið verði gefin út á næsta
sólarhring. Segja þessir sérfræð-
imgar að lánsupphæðin verði ef
ti-1 vill rn-un hærri en sá milljarð-
ur dollara, sem aðallega hefur
heyrzt nefndur.
í París hefur gengið orðrómur
um að jafnhliða láninu hljóti
Bretar að fella gengi sterlings-
pundsins, en brezkir ráðherrar
-hafa hvað eftir annað borið á
móti því, að nokkur gengislækk-
un sé í aðsigi. Chalfont lávarður,
aðstoðar utanríkisráðherra Bret-
la-nds, ítrekaði þessar fullyrðing-
ar brezku stjórnarinnar í París í
dag. Sagði hann þar í hádegis-
verðarboði að tilgangur brezku
stjórnarinnar væri að efla efna-
hag Breta, og kvaðst sannfærður
um að gengislækkun væri ekki
leiðin til að leysa vandann.
Þessi hugsanlega lántaka
brezku stjórnarinnar hefur verið
til umræðu í Neðri málstofu
brezka þingsins í dag og í gær.
Hefur það vakið gremju margra
þingmanna. að ráðherrar í stjórn
Harolds Wilsosn hafa algjörlega
neitað að staðfesta orðróminn um
lántökuna, eða mótmæla honum.
Framhald á bls. 27.
Málgagn sovéthersins,,, „Krasnaya Zvezda" eða Rauöa stjarnan, sikýrffi nýlega frá nýrri eld-
flaug og skotvagni, sem aka má greitt yfir torfærur. Var slkýrt frá þessari eldflaug hér í blaðinu
um síðustu helgi, og nú hefur borizt meðfylgjandi mynd af flauginnd og vagninum. Er myndin
tekin á heræfingum og sýnir flaugina í skotstöðu (AP-TASS).
Surveyor 6. fluttur
úr staö á tunglinu
Pasadena, 17. nóv. NTB-AP.
ÞAÐ bar við í dag, í fyrsta sinn
í sögunni, að geimfar hreyfði sjg
úr stað á tunglinu. Var það
bandaríska tunglfarið Surveyor
6. sem með stjórntækjum á jörðu
var látið lyfta sér upp af yfir-
borði tunglsins upp í þriggja
metra hæð og lenda siðan í 2.4
rnetra fjarlægð frá upphaflega
lendingarstaðnum, þa.r sem
Surveyor lenti 9. nóvember sl.
Vísindamenn á Pasadena kalla
þessa hreyfingu geimfarsins
„sögulegt stökk“ og segja, að það
muni gera geimfarinu fært að
taka fleiri og margbreytilegri
myndir en ella. Verða þær
m.yindir síðan bornar saman við
þær 17.000 myndir, sem geimfar-
ið hefur þegar tekið og sent til
jarðar og sagðar eru þær beztu,
sem nok'kru sinni hafa verið
teknar á tuniglinu.
Tilraun þessi er eins og fyrri
Surveyor tilraunir lið'ur í undir-
búningi ferða manna til tungls-
ins.
Krafa gríska saksóknarans:
Filenis verði dæmdur
í ævilangt fangelsi
— þar sem hann sé „heili46 og
helzti foringi samsærismanna
Réttarhöldunum í Bóliviu lokið:
Debray og Bustos dæmdir
— í gær í 30 ára fangelsi
Camiri, Boliviu, 17. nóv.
AP-NTB.
• HERDÓMSTóLL í Bolivíu
kvað í dag upp dóm yfir
franska marxistamun Regis
Debray og argentínska málar-
anum, Ciro Roberto Bustos,
sem sakaðir voru um aff hafa
starfað með skæruliðum í Boli
viu og tekið þátt í uppreisn-
um, morðum, vopnuðum rán-
um og fleiri illverkum. Báðir
hlutu þeir 30 ára fangelsi, en
fjórlr bolivískir menn, sem
talizt höfðu meðsdkir, voru
sýknaðir og látnir lausir.
Væntanlega munu þeir De-
bray og Bustos áfrýja dómin-
um, en haft er fyrir satt, að
þeir verði fluttir i herfang-
elsi í kastala í nágrenni landa-
mæra Paraguay.
Menr, þessir voru leiddir
fyrir herrétt í Camairi, lítilli
olíuborg, en hvað eftir ann-
að hafði orðið dráttur á því,
að réttarhöidin í máli þeirra
hæifust. Tólf vitni voru leidd
í málinu af háifu saksókn-
arans og báru þau öll, að
þeir Debray og Bustos hefðu
starfað með skæruliðum,
en engar beinar sannanir
voru lagðar fram fyrir því,
að svo hefði verið. Debray
bar sjálfur — og stóð fast á
þeim framburði sínurn — að
hann hefði komið til Boliviu
sem blaðamaður fyrir mexi-
kanskt tímarit og hefði ætl-
unin verið, að fá að dveljast
um hríð með byltingarsveit
Che Guevaras og skrifa um
þá dvöil og viðtal við Gue-
vara. Debray sagði, að Gue-
vara hefði synjað bón sinni
og eftir því sem fram kemur
í dagbók Guevaras, sem
bolivísk stjórnarvöld lögðu
hald á, þegar hann var drep-
inn á dögunum, hefur svo
verið. Þar segir Guevara, að
Framhald á bls. 27.
Aþenu, 17. nóv. — AP-NTB
SAKSÓKNARINN gríski, Solon
Papadopoulos, hefur krafizt þess,
að Konstantine Filenis — sem
hann segir hinn raunveruiega
leiðtoga þeirra 31 grisku manna
og kvenna, sem nú eru fyrir rétti
í Aþenu — verði dæmdur í lífs-
tíðarfangelsi. „Ég krefst ekki
dauðarefsingar yfir honum",
sagði saksóknarinn, „enda þótt
hann hafi unnið til slíkrar refs-
ingar“.
Saksóknarinn bætti því við, að
Filenis væri sá, er lagt hefði á
ráðin um samsærið gegn stjórn-
inni, sem sakborningar eru tald-
ir aðilar að, og hann væri hinn
raunverulegi „heili“ þeirra, enda
þótt tónskáldi’ð Mikis Theodorak
is, væri að nafni til höfuð þeirra
og herra. Theodorakis er nú sjúk
ur, þjáist af sykursýki, að því er
yfirvöldin segja, og getur ekki
komið fyrir rétt. Haft er hins
vegar eftir stuðningsmönnum
hans, að hann sé fús að koma
fyrir réttinn, en yfirvöldin banni
það.
Filenis bar vitni fyrir réttinum
í gær og sagði, að öryggislögregl
an hefði sýnt mikinn hrottaskap,
þegar hann var handtekinn í
ágúst sl. Einnig kvaðst hann
hreykinn yfir því að vera með-
limur gríska kommúnistaflokks-
ins, sem lengi hefur verið bann-
aður.
Saksóknarinn sagði, a’ð helztu
leiðtogar „þjóðernissinna-fylk-
ingarinnar” væru auk Filenis,
þeir Anthony Brillakis, Aristed-
es Panolakos og Themistocles
Banousis, en þeir eru allir
ófundnir og verða dæmdir „in
absentio" ásamt ellefu mönnum
öðrum, sem lögreglan hefur ekki
náð. Fyrrgreindir menn, sagði
Papadopoulos, að væru launaðir
umboðsmenn erlends stórveldis,
sem ynni að því að koma Grikk-
landi undir járnhæl panslavisma
og kommúniskrar þrælkunar og
koma á sósíalískri stjórn í land-
inu.
Framhald á bls. 27.
Bo Bergmonn
lólinn
Stokkhólmi, 1. nóv. NTB.
RITHÖFUNDURINN og gagn-
rýnandinn Bo Bergmann lézt i
sjúkrahúsi hér í nótt, 98 ára.
Hann var félagi í sænsku Aka-
demíunni frá 1925 og heiðurs-
doktor við l’ppsalahásikóla. Eftir
Bergmann liggja Ijóðasöfn. skáld
sögur, leikrit og ritgerðir um
fjölmörg mál. Síðasta verk hans
var ritgerðasafn, sem f jallaði
m.a. um Goethe, Kirkegárd og
Strindberg og kom út árið 1960.