Morgunblaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓV. 1967
5
Saltað í Eyjum
SÆMILEG sildveiði hefur
verið við Vestmannaeyjar
síðustu dagana og brugðum
við okkur til Eyja til að kanna
málið. Lítið hefur verið um
fiskvinnu í Eyjum siðustu
vikur, en síldin skapar tals-
verða vinnu.
Við ræddum við Stefán
Runólfsson, verkstjóra í Fisk-
iðjunni, sl. mónudag, þar sem
hann var að fylgjast með
söltun.
— Fyrir hvaða markað er
þessi söltun, Stefán?
— Þessi söltun er fyrir Pól-
landsmarkað.
— Hvernig nýtist aflinn í
söltun?
— Ég veit ektki bvernig nýt-
ingin er, en hún virðist nokk-
uð góð og ég myndi telja, að
nýtingin gæti orðið um
70-80% í söltun.
— Er ekki fryst einnig?
— Jú, það er fryst og af-
gangurinn fer I bræðslu, en
það er sáralítið. í>að er saltað
hérna niðri í fiskmóttöku-
salnum og pakkað í frystingu
uppi á næstu hæð í pökkunar-
salnutm.
— Er ekki sameiginleg síld-
armóttaka hjá stöðvunum?
— Það hefur verið sameig-
inleg síldarmóttaka lijá öllum
orðbragðið hj'á þeirri er bölv-
aði, en allar voru konurnar
kátar og hressar. Við tókum
tali Kristínu Ólafsdóttir, þar
sem hún var að slógdraga.
— Ert þú vön síldarsöltun,
Kristín?
— Já, ég er alin upp á Siglu
firði og fór snemma að vinna
í síld.
Keppst við að leggja niður
síld.
stöðvunum og sildinni er skipt
bróðurlega á milli þeirra.
Með þessu móti fá allar stöðv
arnar eitthvað og síldarbát-
arnir fá betri afgreiðslu.
Það var mikíll handagang-'
ur í öskjunni og síldarnar
streymdu ofan í tunnurnar,
ein bölvaðd tunnuskorti, önn-
ur bað Guð að betrumibæta
Halla Símonardóttir, kona
Arnar Friðgeirssonar skip-
stjóra á Ófeigi III, gaf augna-
bliks bros eftir að ljósmynd-
arinn hafði lagt sig allan
fram.
— Vinnur þú stöðugt hér í
Fiskiðjunni?
— Nei, nei, ég er rétt að
halda því við að leggja niður
síld, ég er húsmóðir og hef
yfirleitt nóg að gera heima
við.
— Langaði þig í síldarvinnu
þegar þú heyrðir að síld væri
að koma?
— Já, það er alltaf gaman
að vinna í síld og svo gefur
það smá aukapening.
— Er þessi ungi piltur sem
hjáipar þér, sonur þinn?
— Já, hann er sonur minn.
Hann kom eftir skólatíma til
að hjálpa mér. Hann hefur
gaman af þessu og er dugnað-
arstrákur,
— Hvað heitir hann?
— Hann heitir Hörður Guð
jónsson og er 12 ára gamall.
— Átt þú mörg börn?
— Ég á 5 krakka á aldrin-
um 7-19 ára.
— Þú ert þá ekki í vandræð
um þó að þú skjótist í vinnu?
— Nei, alls ekki, eldri
krakkarnir eru duglegir að
hjálpa til.
Kristín er gift Guðjóni
Kristinssyni, skipstjóra á
Hrauney. Það er alltaf eitt-
hvað um að vera við höfnina
í Eyjum, bátarnir koma og
fara, flutningaskipin lesta
afurðir, menn ræða um dag-
inn og veginn og allir gera
sitt bezta til að bjarga sér.
Það er vertíð árið um kring í
þessari stærstu verstöð lands-
ins og þegar mikill afli berst
á land hjálpast allir, sem vett
lingi geta valdið, við ,að
vinna úr verðmætunum.
A. J.
Þó að mikið' sé að gera, þá er nú tími til að taka í nefið.
Þarna eru þeir Kort Ingvarsson og Jóel Jónsson að fá sér
vænan slurk úr tóbaksbauknum til að' hressa upp á skapið'
og vera betur undir það búnir að brosa til stelpnanna, eins
og Jóel orðaði það. Ljósmyndir. Mbl. Sigurgeir Jónasson.
snittur
smurt braud
brauötertur
LAUGALÆK 6
\opid frá kl. 9 - 23:30 JSIt' SÍMI 30941næg bílastædi\
Kristín Olafsdóttir, hú.'gnóðir, slógdregur síld og sonur henn-
ar, Hörður Guðjónsson hjálpar henni við að leggja niður í
tunnur.
Sandgerði
Morgunblaðið óskar eftir umboðsmanni
til að annast dreifingu og innheimtu
blaðsins í Sandgerði. Upplýsingar gefnar
á skrifstofu blaðsins.
«
*
/