Morgunblaðið - 18.11.1967, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓV. 1967
Valur tapaði 1 -5
í Ungverjalandi
- í síðari leiknum í Evrópukeppni
Yngstu meðlimir knattsipyrnudeildar F.H. í sumar ásamt þjálfara sínum, Ragnari Magnússyni ________
en 6. A. vann m.a. Septembermót Hafnarfjarðar. Mynd: Kr. Ben.
Knattspyrnuæfingar
FH hefjast á morgun
f GÆR léku Valsmenn síðari
leik sinn gegn ungverku meist-
urunum Vasas Budapest. Ung-
verjarnir unnu með 5 mörkum
gegn 1. Mark Valsmanna skoraði
Hermann Gunnarsson er 3 mín.
voru til leiksloka.
Evrópubikarinn:
Benefica -
St.Etienne 2-0
Lissabon, 17. nóv. (NTB-AP)
PORTÚGALSKA meistaraliðið
Benfiea sigraði frönsku meistar-
ana St. Etienne með tveimur
mörkum gegn engu. Mörkin
skoruðu José Augusto á 28. mín-
útu og Eusebio úr vítaspyrnu á
68. mín.
Leikurinn var liður í bikar-
keppni Evrópuliða, 2. umferð,
fyrri leikur.
Ungverjarnir höfðu nú sem
fyrr yfirburði I knatttækni og
gátu, að því er segir í frétta-
skeyti til Mbl. gert næstum það
er þeir vildu á vellinum. Vasas
heldur nú í 8 liða keppnina með
11-1 sigur yfir íslandsmeisturun
um.
Fyrsta mark Vasas var skorað
á 12. mín. leiksins og var Molnar
innherji þar að verki. Tveim
mínútum síðar skoraði Pal út-
herji og 2 mín. fyrir hlé jók Mat-
hesz forystu Vasas í 3-0.
Er síðari hálfleikur hafði stað-
ið í 10 mín. skoraði Varadi 4.
mark Vasas og 7 mín. fyrir leiks-
lok skoraði Kovacs hið fimmta.
Hermann Gunnarsson skoraði
mark Vals og var það skorað er
3 mín. voru til leiksloka.
Evrópudraumur Vals er þar
með búinn en Valur er eina ísl.
liðið sem í knattspyrnu hefur
komizt í 2. umferð keppninnar
um Evrópubikarinn.
Á MORGUN kl. 10 f.h. hefst
vetrarstarfseani knattspyrnu-
deildar Fimleikafélags Hafnar-
fjarðar. Meistara — 2. fl. og 3.
flokkur eru hvattir til að mæta
til skrásetningar og hlaupaæf-
inga við leikfimishús Lækjar-
skólans á framangreindum tíma.
Einnig eru drengir á aldrinum
11 til 14 beðnir um að mæta kl.
10 f.h. við leikfimishúsið, en
æfingar þeirra munu fara fram
við Lækjarskólann. — Allir þeir
sem kvaddir eru til þessara æf-
inga eru áminntir að mæta með
æfingabúning, því eins og fyrr
segir, er hér átt við úti-æfingar,
en ekki inni-æfingar. — Afnot
félagsins af leikfimishúsinu á
framangreindum tíma eru að-
eins bundin við búningsherberg-
in og baðklefa hússins.
Yngstu meðlimir deildarinnar,
hinn nafntogaði 6. flokkur, eða
drengir undir 10 ára, eru beðnir
um að mæta í leikfimishúsinu
til skrásetningar á morgun kl. 1
e.h., en þeir munu æfa inni í
vetur undir stjórn Ragnars Magn
ússonar.
UH SÍÐUSTU heigi var leikjum
unga fólksins haldið áfram eftir
nokkurt hlé og er spennan um
úrslitin engu minni en áður, þó
aðeins sé farin að skýrst óviss-
an, sam rikt hefur, en allt getur
skeð ennþá. Annars var gangur
leikja þessi:
Víkingur — Ármann 10-5.
II. fl. kv.
Leikurinn var fremur rólegur
og lítið um spennu og all ólíkur
II. fl. leikjum kvenfól'ksins á síð-
asta leikkvöldi.
Ármann tók strax forystu og
hélt henni út hálfleikinn, en þá
stóð 4-2. í seinni hálfleik skoruðu
bæði liðin strax eitt mark og var
staðan 5-3, en þá breyta Víkings-
stúlkurnar um varnaraðferð og
spila vörnina mikið framar. Við
þetta fengu Ármannsstúlkurnar
ekki ráðið og skoruðu Víkings-
stúlkurnar 7 mörk i röð og sigr-
uðu glæsilega 10-5.
Víkingur sigraði þennan leik
óvænt og skemmtilega og þó
þetta sama leikbragð hafi ekki
heppnazt í síðasta ieik þeirra þá
heppnaðist það sannarlega núna.
Bezt í liðinu er Jónína, en hún
skoraði 5 mörk þar af 4 úr
hraðaupphlaupum eftir að hafa
komizt inn í sendingu. Valgerð-
ur í markinu átti mjög góðan
leik.
Ármannsstúlkurnar mega taka
sig á, ef þær ætla að reyna að
ná langt í vetur. Það getur vart
talizt gott að liðið tapi svona
illilega eftir góðan fyrri hálfleik,
þrátt fyrir að mótherjarnir
breyti um varnaraðferð.
KR — Valur 6-4. II. fl. kv.
Valur byrjaði að skora tvö
Tvísýn úrslit h já þeim yngri
jafnir og skemmtilegir leikir um helgina
fyrstu mörkin, en KR komst síð-
an yfir og var staðan 5-3 í hálf-
leik. í síðari hálfleik skoruðu
bæði liðin aðeins eitt mark hvort
enda hafði harkan aukizt gífur-
lega, því dómarinn var frámuna-
lega lélegur og notuðu KR-stúlk-
urnar sér það mun meira. Leikn-
um lauk því 6-4.
Þetta var fyrsti sigur KR-
stúlknanna og voru þær vel að
honum komnar. Þær léku hratt
og nýttu tækifærin mun betur
en voru þar af grófari. Rósa
og Kolbrún voru beztar og skor-
uðu 3 mörk hvor.
Það var stór gall: hjá Valslið-
inu, hvað þær spiluðu mikið á
Sigríði, þótt hún sé lang bezt í
liðinu og skoraði 2 fyrst mörkin,
var hún tekin úr umferð og
mátti liðið sín þá lítið á eftir og
má segja, að því hafi farið sem
fór.
Valur — Ármann 10-7. I. fl. kv.
Harka einkenndi þennan leik
framan af og var nokkuð um
stimpingar hjá kvenfólkinu og í
hálfleik stóð 3-3.
í seinni hálfleik færðist meiri
harði í spilið og komu þá yfir-
burðir Vals í ljós og komust þær
fjögur mörk yfir en Ármanns-
s'.úlkurnar gáfust samt ekki upp
og veittu Val harða mótspyrnu,
þótt ekki tækist þeim að jafna
metin og lyktaði leiknum 10-7
fyrir Val.
í Valsliðið vantaði Sigríði Sig-
urðardóttur, en hún lék með í
fyrsta leiknum, en hennar þátt
í leiknum annaðist Vigdís og
skoraði hún 5 mörk annars er
liðíð í heild ágætt.
Ármannsliðið hefur skánað
mikið frá fyrsta leikn-um og
spila all-skemmtilega fyrir f-ram
an og flest skoruðu þær mörkin
úr langskotum, en liðið gæti náð
betri árangri, ef þær byggðu
upp línuspil með.
Fram — Víkingur 12-10.
III. fl. karla.
Fram byrjaði ' leikinn með
miklum hraða og kyngikrafti og
skoruðu þeir hvert markið af
fætur öðru svo að Víkingur átti
sáralitlum vörnum við komið og
var staðan 8-3 í hálfleik.
í síðari hálfleik auka svo
Framarar forskotið í 7 mörk, en
þá er það, að Víkingar taka við
og með miklum harða tekst þeim
að brjóta varnir Fram niður swo
að ekki munaði nema einu marki
rétt fyrh leikslok og var spenn-
an þá orðin geysi mikil. En Fram
tókst að tryggja sigurinn með
Hinn ungi og anjalli IcikmaSur
Fram, Stefán, skorar hér glæsi-
lega.
einu marki í viðtoót, 12-10.
Framararnir eru mjög sterkir
núna og nokkuð líklogir til sig-
urs í mótinu. Þeir léku gull-
fallega í fyrri hálfeik, en það
var ljótt að sjá til þeirra í lok
in. Langbezti maður liðsins þetta
kvöld var Stefán, en hann skor-
aði 4 stórglæsileg mörk, mark-
hæstur var þó Guðmundur á
línunni og skoraði hann öll hin
mörkin 8 (3 víti).
Sama er að segja um Víking.
Þeir voru alveg á núlli í byrjun
en tóku svo fjörkipp í lokin, sem
nægði þó ekki til sigurs.
Framhald á bls. 27.
Jónína, Víking, hefur komizt í gegn, en Ármenningarnir verjast
af hörku. Myndirnar tók Sv. Þorm.